Lesbók Morgunblaðsins - 28.08.1960, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 28.08.1960, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 409 Viggo Starcke, ráðherra: IMorræn ráð VIGGO Starcke er eini danski ráð- herrann, sem er án stjórnardeildar. Hann er formaður Réttarsambands- ins, lítils stjórnmálaflokks, sem fylg ir kenninguin svokallaðra „georg- ista“. Þær kenningar eru ekki síður umdeildar en Viggo Starcke, sem hefur verið gagnrýndur harkalega af stjórnmálaandstæðingum sínum, en sjálfur þykir hann óvæginn í orðasennum. Starcke, sem nú er 65 ára, var áður yfirlæknir á „Skov- riddergaardens Kuranstalt“, sem margir Islendingar munu kannast við. Hann sat þing Norðurlandaráðs hér í Reykjavík fyrir skemmstu, og hefur af því tilefni ritað eftirfar- andi hugleiðingar. Á ÞINGI Norðurlandaráðs í Reykjavík heyrðust úr ýmsum átt- um raddir, sem letu í ljós vonbrigði vegna þess, hve lítinn árangur starfsemi ráðsins hefur borið til þessa. Þessar raddir kvörtuðu ráð bregðast, er þar voru ráðin“, segir Eggert Ólaísson. Áður en við hefjum niðurgöng- una, klyfjaðir náttúrusteinum Drápuhlíðarinnar. látum við enn einu sinni sjón vega yfir víðan fjörð. Hann er blár, dökkblár, tyrkneskt blár, alh eftir því hvem- ig sól stafar á sjávarborðið. Hér verður það öðru íremur sannmæli, sem Jónas sagði: „Bláa vegu brosfögur sól gengur gióðu skini“. Bláminn er emkenni Breiða- fjarðar, raunar aJls íslands. Manni flýgur í hug: Skyldi Breiðafjörður einkum yfir þvi, að ekkert hefur orðið úr Norræna tollabandalag- inu. Ekki vilja pó allir taka undir þann söng. Að þeirra áliti er þátt- taka Norðurlanda í Fríverzlunar- bandalaginu (EFTA) mun æski- legri af þessum ástæðum: þátttöku- ríkin eru fleiri og viðfangssvæðið stærra, þátttaka í EFTA hefur lægri tolla í för með sér en raun hefði orðið á í norrænu tollabanda- lagi, og að lokum er sjálfsákvörðun arréttur fríverzlunarríkjanna sterk ari en orðið hefði í Norræna tolla- bandalaginu. Innan Norðurlanda- ráðs ætti að varpa fram þessari spurningu: Eru þau ráð, sem Norð- urlandaráð gefur, nægilega nor- ræn? Við, sem síðasta þing ráðsins sát- um, heimsóttum Lögberg á Þing- völlum, en Lögberg og umhverfi hafa tekið svona á móti landnáms- mönnum? Var það slíkur Breiða- fjörður, sem Eiríkur rauði varð að flýja? Maður hugsar sér knerrina sigla þama milli eyjanna á sólbjört um sumardegi. Þar fóru höfðingj- ar, sem steindu skip, skildi og sum- ir segl. Hvernig skyldu segl þeirra Þórsnesinga haía verið lit? Sá ókimni höfundur Tristanskvæðis sagði: „Blá skulu s?gi á skipunum, sem hún er a'. Kannske sigldu Breiðfirðingar fyrir bláum seglom. Það hefði far- ið vel á því. Viggo Starcke þess er fegursti og stórbrotnasti samkomustaður, sem nokkurt þing veraldar á. Fyrst við vorum stadd- ir á íslandi og á þessum stað, var þá nokkuð eðlilegra en að leita beint til uppsprettnanna? Ég á hvorki við sjóðheita hveri né ís- kaldar lindir, heldur við hinar tæru uppsprettur íslenzku sagnanna. Ég spurði marga lærða menn, sem áhuga hafa á verzlunarmálum, hvort ekki hefði verið skrifað neitt rit um verzlunarpólitíkina, eins og hún kemur fram í íslenzku fornsög- unum. Það hefur því miður ekki verið gert, og flest Norðurlandanna virðast hafa gleymt hinum nor- rænu ráðum, sem sögurnar veita. Hvað eftir annað herma þær frá mönnum, sem báru útflutningsvör- ur sínar — ull, húðir, fiskvöru — um borð í skip sín. Síðan sigla þeir til annarra landa og selja varning sinn be/'tu fáanlegu verði. Að því loknu kaupa þeir annan varning, sem vartar í heimalönd- um þeirra, og flytja hann heim. Þegar þeir ná landi, reisa þeir búð- ir sínar á ströndinni, og fólkið flykkist að til þess að gera kaup. Þama eru engir skriffinnar og kontórkettir, sem skipta sér af

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.