Lesbók Morgunblaðsins - 28.08.1960, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 28.08.1960, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 411 „Loftárásimar á Englancl voru látalæti" segir sovézkt sagnfræðirit EINS og kunnugt er, hefur sagn- fræði hrakað mjög í Rússlandi undir stjórn kommúnista. Stað- reyndir og sögulegur sannleikur verða að víkja fyrir hagsmunum flokksins á hverjum tíma. Þess vegna valda allar breytingar á stjórn landsins því, að taka verður „úreltar“ bækur úr umferð, en semja nýjar í staðinn, sem þá eru sagðar „taka tillit til áður óþekktra sögulegra staðreynda“ o.s.frv. Hin mikla sovézka alfræðabók sem enn er að koma út hefur orðið óþyrmil. fyrir barðinu á veðrabreytingum í stjórnmálaheiminum, því að annað veifið eru áskrifendum send laus blöð, sem þeir eru beðnir að festa í bindin í stað blaða, sem kippa á burtu. Eitt þekktasta dæmi seinni ára er það, þegar áskrifendum var skipað að fjarlægja allt lesmál um Bería úr alfræðabókinni eftir að hann var tekinn af lífi, en til þess að blaðsíðutalið stæðist, voru þeim send ný blöð, þar sem kaflinn um Beringshaf var lengdur að mun. Ekki fór betur fyrir sögu rússneska Þessi mynd er af fyrsta fundi þeirra Tshombe, forsætisráðherra í Katanga, og Dags Hammarskjölds, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, þegar þeir hitt- ust á flugvellinum í Elizabethville. Sá fundur varð allsögulegur, eins og menn munu minnast, því að lengi var tvísýnt um það, hvort Hammarskjöld fengi að lenda á flugvellinum, en Tshombe sagði það mistök ein. Fleiri slík atvik komu fyrir, og er það grunur manna, að þau hafi orðið með vilja og vitund Tshombe, sem hafi viljað lítillækka Hammarskjöld. Kommúnistaflokksins, sem komm- únistum þótti áður mikið öndvegis- verk — og var m. a. þýdd á ís- lenzku —, því að hún þykir nú með öllu óhæf aflestrar og önnur ný komin í hennar stað, sem víkur í mjög verulegum atriðum frá „sögulegum staðreyndum“ hinnar fyrri. Eftir fimmtán ára starf sovézkra sagnfræðinga er nú fyrsta bindi sögu síðari heimsstyrjaldarinnar loks komið út, eða eins og ritið heitir á rússnesku: „Saga hinnar miklu sovét-rússnesku föðurlands- styrjaldar“. Ekki verður annað sagt, en að hinir sovézku sagnarit- arar komi sagnfræðingum í öðrum hlutum heims mjög á óvart með uppgötvunum sínum. Þeir full- yrða m. a., að Bandaríkin hafi sent Rommel hershöfðingja Þjóðverja í Norður-Afríku birgðir, að loftorr- ustan um England 1940 hafi verið „látalæti, leikaraskapur og yfir- skin“, og að Churchill hafi gengið frá áætlun um að koma á hræði- legri hungursneyð í Sovétríkjun- um. Þetta er fyrsta bindið af sjö og t 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.