Lesbók Morgunblaðsins - 30.10.1960, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 30.10.1960, Blaðsíða 6
546 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS mestir og víðáttumestir Þeir hefj- ast við upptök Amazon-fljótsins í miðri Suður-Ameríku og ná svo þaðan suður með Andesfjöllunum til upptaka La Plata fljótsins. En til norðurs teygja þeir sig yfir Columbía og upptök Orinico- fljótsins. Svo kemur annar skógur austan Andesfjalla og nær frá Ekvador til Panama og þaðan norður Carribbean-ströndina allt að krabbabaugi í Mexiko. Svo eru sundurslitnir regnskógar á suður- strönd Brazilíu, og regnskógar voru fyrrum á Vesturindíum, þótt nú sé aðeins leifar þeirra eftir. Regnskógurinn í Afríku er minnstur, og menn greinir á um hve stór hann sé nú, og hve víð- lendur hann hafi áður verið. Hann er aðallega við upptök Kongo- fljótsins og nær svo þaðan norður og vestur meðfram Guineuströnd til Liberíu. Skógarnir í Malajalöndum og ey- unum í Indlandshafi, eru mjög dreifðir. Þeir þekja þó mikinn hluta eyanna Sumatra, Borneo, Celebes, Nýu-Gíneu og Filippseya. Frá Malajaskaga ná þeir alla leið að landamærum Indlands, yfir Burma og strönd Indokina. Og svo eru einnig regnskógar í norðan- verðu Queenslandi í Ástralíu. Þessir skógar eru yfirleitt mjög ólíkir. Hæstu tré þar eru um 150 fet á hæð, en þó eru víða tré sem eru rúmlega 200 fet á hæð. Allra hæstu trén eru nær 300 fet á hæð. Trén í regnskógunum eru því yfir- leitt miklu hærri heldur en tré í venjulegum skógum í Evrópu og Norður-Ameríku, sem ekki verða nema 100—150 fet á hæð, þau allra hæstu. Þó komast trén í regnskógunum ekki í samjöfnuð við rauðfuruna í Kaliforníu og gúmtrén í Ástralíu. Hæstu rauðfururnar eru 364 fet og hæstu gúmtrén 350 fet á hæð. Skordýr í regnskógunum er örmul maura af ótal tegundum. Og það er skrít- ið að sjá að samvinna er milli sumra maurategundanna og trjánna. Maurarnir hafa tekið sér bækistöð í holu tré, en í staðinn verja þeir það. Menn, sem ferðast um regnskóg, læra fljotlega að forðast viss tré, eins og þeir læra það að forðast eitraðan gróður, þyrna og brenninetlur. Sé komið nærri slíkum trjám, geta menn verið vissir um árás, og þá er bitið og stungið svo sárt, að menn gleyma því ekki aftur. Regnskógarnir mora af skor- dýrum og það er furðulegast hvað tegundirnar eru margar. Á litlu svæði í Columbia fundum vér 150 mismunandi tegundir mýflugna (í Bandaríkjunum og Kanada eru ekki nema 120 tegundir af þeim). Það eru ekki sömu trén í regn- skógunum í Ameríku, Afríku og Asíu, enda hafa þeir þroskast sinn á hvern hátt og þar eru mismun- andi tegundir jurta og dýra. Eina dýrið (fyrir utan maur- inn) sem er í öllum þessum skóg- um, er hlébarðinn, en hann á líka víðar heima. Stórir apar haf- ast við í skógunum í Afríku og Asíu. í Afríku eru það gorilla og chimpanze, en í Asíu orangutang og gibbons. En í Ameríkuskógun- um eru engir stórir apar. Það eru apar í öllum þessum skógum, en aparnir í Ameríku eru af allt öðru kyni en aparnir í Afríku og Asíu, og hafa verið einangraðir um þús- undir ára. Dýralíf Meðal þeirra dýra, sem lifa í regnskógunum, eru nokkrir af- komendur fornaldardýra Vér höf- um litið svo á, að litlu pungdýrin í Ástralíu hafi þraukað þar vegna einangrunar, enda væri hvergi annars staðar pungdýr að finna, nema hinn litla opossum í Norður- Ameríku. En þegar komið er inn í regnskóga Ameríku, er þar fullt af pungdýrum. Þar er t. d. hinn mjói opossum (chicronectes) sem er sunddýr og lifir á bökkum skógar- ánna; þar er hinn bjarteygi og loðni opossum (caluronys) og fjöldi annara tegunda af opossum, sem líkjast mest músum (marm- osa). Letidýrið er önnur eftirlegukind frá forneskju, enda bera þau það með sér. Þau eru nú hvergi nema í regnskógum Ameríku. Fyr á tímum voru til ýmsar tegundir letidýra, sem gengu á jörðinni. í regnskógunum eru skógalögin enn í almætti sínu. Þar gildir það að eta eða vera etinn Þar eru dýr- in í sífeldu stríði með blóðugum kjafti og klóm. Og hér má líka sjá hámark þess hvernig dýrin verjast með dulargervi. Og þó er ekkert jafn æðisgengið og grimmúðugt eins og herferðir mauranna, þar sem ótölulegur grúi hernaðarmaura geisist fram og ekkert lifandi fær staðist, nema það komist undan á flótta. Lífið er engin hátíð fyrir skóg- arbúana. Þar, sigrar sá, sem er slungnastur, bezt tenntur eða þroskaðastur. En þó er þarna alls staðar, í lauffallinu, undir rótum, í feysknum stofnum, eða í laufi trjánna, morandi af allskonar skordýrum, sem eru í engu frá- brugðin forfeðrum sínum, sem uppi voru á kolaöld, og steingerð- ar leifar hafa fundizt af. Ef þú veltir við fúinni trjágrein muntu finna undir henni peripat- us, mjúkan, brúnleitan margfætl- ing, svipaðan tólffótlung, og er furðuskepna á að líta. Þannig hafa sennilega verið forfeður allra orma, maura og skorkvikinda, fyrstu lifandi veranna sem gátu

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.