Lesbók Morgunblaðsins - 30.10.1960, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 30.10.1960, Blaðsíða 12
652 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS á að rita „hel“ ekki ,Hel“. Sú furðulega meinloka að greina ekki á milli þessara tveggja orða, kem- ur víðar fyrir í sálmabókinni. Hana þyrfti að nema á burt, því hún er hneykslanleg. í þýðingu síra Björns Halldórs- sonar, „ Á hendur fel þú honum“, er sálmur Gerhardts „Befiehl du deine Wege“, beinlínis undursam- legur og tekur franí frumsálmin- um. Bæði kemur þar til sú óbrigð- ula reynsla okkar íslendinga, að „þráin til alls sem að veglegast var hún vaknar er stuðlarnir iða“, en frumtextinn er vitanlega ekki stuðlaður, og svo er hann of lang- ur. Af tólf versum þýðir síra Björn aðeins þau fimm, sem öllu máli skifta (en önnur og lakari þýðing fellir ekkert niður). Þetta er sá sálmur íslenzkur sem ég hefi oft- ast yfir í huganum, en næstur hon- um kemur líklega sálmur Sigurð- ar Kristófers Péturssonar. En þá fer ég aldrei með hann eins og hann er prentaður, heldur hefi ég hann þannig: Drottinn vakir, drottinn vakir, daga' og nætur yfir þér; blíölega’ eins og bezta móöir ber hann þig t faömi sér; allir þótt þér aörir bregöist, áldrei hann á burtu fer. Drottinn elskar, drottinn vakir daga‘ og nœtur yfir þér. Ef aö freisting mörg þér mœtir, mœlir flátt í eyra þér, hrösun svo þig hendir, bróöir, háöung aö þér sækja fer. vinir flýja — œörast ekki, einn er sá er tildrög sér; drottinn skilur, drottinn vakir daga‘ og nœtur yfir þér. Löng þá sjúkdómsleiöin veröur, lífiö hvergi vœgir þér þrautir haröna, þverra kraftar, þungt og sárt hvert sporiö er, honum treystu, hjálpin kemur, hann af raunum sigur ber; drottinn læknar, drottinn vakir daga‘ og nœtur yfir þér. Þegar œfirööull rennur, rökkvar fyrir sjónum þér, hræöstu ekki, hel er fortjald, hinu megin birtan er. Höndin sem þig hingaö leiddi, himins til þig aftur ber; drottinn elskar, drottinn vakir daga‘ og nætur yfir þér. í þessari mynd fullnægir hann mér, trúarveika manninum. Aðrir kunna að vilja breyta honum á annan hátt. En eitt er víst: breyta þarf honum. Fleiri eru þeir nýju sálmarnir í bókinni, sem ég hefði viljað taka til svipaðrar athugunar. En til þess liggja gildar ástæður að það er mér ekki mögulegt að sinni, og mundu a.m.k. skáldin segja bættan skaðann, ef þau (eins og eg ætla) eru enn með sama hugarfari og fyrir 27 árum. Eitt stórlýti á bókinni vildi ég enn mega minnast á, því ekki er sýnt að aðrir geri það. En þá verð ég að nefna einn mann með nafni, og það er sá ágæti maður, Dr. Matthías Þórðarson, maðurinn sem aldrei telur eftir sér erfiði ef hann hyggst geta unnið gagn, og hefir því líka skilað stærra dagsverki en þorri samferðamanna hans. Þegar sálmabókin var búin til prentunar, vann hann það þarfa- verk að gera skrá yfir frumhöf- unda þýddra sálma. En sú skrá birtist aldrei, og var sagt að hún hefði týnzt hjá forleggjaranum. Ég vissi þá ekkert um þetta. en komst að því nokkrum árum síð- ar, fyrir það, að ég hafði orð á þess- ari sorglegu vöntun. Þá fékk ég að vita hið sanna. Ég fór til Dr. Matt- híasar, og af mínum alkunna slettirekuskap bað ég hann að vinna verkið á ný. Þetta gerði hann, og skilaði skránni. En þegar ég sá næstu prentun bókarinnar, vantaði þar enn skrána. Henni hafði á ný verið týnt. Svona er sú saga. Þegar W. T. Stead tók sér fyrir hendur að gera hið fræga sálma- safn Hymns that have Helped, bókina sem sá víðsýni maður Þór- hallur Bjarnarson reyndi að vekja athygli á hér í KirkjublaSi sínu nokkru fyrir aldamót, sneri hann sér til manna víðs vegar um heim og bað þá að segja frá reynslu sinni og hvaða sálmar hefðu hjálp- að þeim mest í þeirri baráttu, sem lífið er öllum mönnum. Hann var þá ritstjóri tímaritsins Review of Reviews. Fjöldi manns, sumir stór- frægir, varð við tilmælum hans. Hvergi hefi ég séð þetta sálma- safn hér á landi, en ég eignaðist það fyrst á Englandi vorið 1916. Síðan hefi ég, heiðinginn ekki get- að án þess verið. Hvað segja nú þeir menn, sem líklegir eru til þess að vinna eitthvað að endurskoðun sálmabókarinnar, þegar þar að kemur, um að fara að dæmi Steads? Og ef þeir vildu gera svo, mundi þá ekki Lesbók vera heppi- legur vettvangur til þess að leggja - málið fram fyrir þjóðina? Fleiri lesendur hefir Leshók en nokkurt annað bókmenntalegt tímarit hef- ir nokkru sinni haft hér á landi. En vel má vera að þetta væri eins og að hrópa í vindinn- bergmálið yrði ekkert. Skaðlaust ætti þó að vera að reyna. Sn. J. Leiðsögumaður ferðamanna: — Þetta er langstærsti fossinn sem til er hér á landi. Og ef konurnar hætta að tala saman, þá munuð þið heyra hinar óg. urlegu drunur í honum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.