Lesbók Morgunblaðsins - 30.10.1960, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 30.10.1960, Blaðsíða 8
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 648 Þ A Ð vafðist nokkuð fyrir Banda- ríkjamönnum að ákveða hvernig skjaldarmerki ríkisins ætti að vera. Þrjár nefndir fjölluðu um málið og tólf ár liðu áður en end- anleg ákvörðun væri tekin, en það var 20. júní 1782. Þá kom mönnum fyrst saman um, að hvíthöfðaði Örninn skyldi vera í skjaldarmerk- inu, þessi mikli og tígulegi fugl, sem á engan sinn líka og átti sér hvergi bústað nema í Norður- Ameríku. Þar var hann þá dreifð- ur um allt hið mikla meginland, norðan frá heimskautsbaug að Mexíkóflóa, hundruðum þúsunda saman. Hvíthöfðaði örninn er stærstur allra ránfugla, stærri en gammar. Þegar hann er fullþroska er höfuð hans snjóhvítt, en á augun slær gullnum lit og er sem eldur brenni úr þeim. Vænghaf hans er sjö fet og klærnar afar miklar og sterkar. Hann „flýgur fugla hæst“ eða svo að menn svimar að horfa á eftir honum. En svo steypir hann sér úr háalofti eins og þrumufleygur og „dregur arnsúg í flugnum“, svo mönnum hnykkir við. Þessir ernir gera sér hreiður í hæstu trjám. Hjónabandið er ævi- langt og þeir vitja alltaf sama hreiðurs, hafi það ekki verið eyði- lagt. Þarna myndast þvi með tím- anum stórar dyngjur, oft um sjö fet á breidd og allt að 20 feta þykk- ar. Ernirnir eru skrautgjarnir og prýða þessi heimili sín með ýms- um gljáandi munum ,er þeir tína Dýr, sem hverfa; Hvíthöfða saman víðs vegar og bera þangað. Eggin eru eitt eða tvö og útung- unartíminn er fimm vikur. En síð- an verða foreldrarnir að annast ungana í sex mánuði fulla, því að fyr eru þeir ekki sjálfbjarga. Mad- daman er húsbóndi á heimilinu. Ef henni þykir bóndinn hafa verið lengi í einhverri veiðiför, tekur hún á móti honum með hástemmdu gargi, er smýgur í gegnum merg og bein. Eru það ávítur fyrir að hann vanræki sinn hluta af útung- uninni, enda flýtir hann sér þá að setjast á eggin. Ef henni þykir hann slá slöku við, grenjar hún líka á hann og er það til merkis um, að honum sé nær að sækja þurran mosa til þess að hafa í hreiðrið, heldur en sitia iðjulaus. Ungarnir eru fljótt bæði gráð- úgir og grimmir. Foreldrarnir bera mat í þá og verða að mata þá fram- an af. Ef tveir ungar eru í sama hreiðri, byrja þeir fljótt að fljúgast á og beita þá óspart klóm og kjafti. En sé unginn éinn, æfir hann sig í hernaði á því, að fleygja spreki hátt í loft upp og grípa það með klónni áður en það kemur niður aftur. Þegar ungarnir stækka hlífa þeir ekki foreldrum sínum, og ef þeir eru reiðir út af því að þeim finnst dragast úr hófi að þeir fái mat, þá ráðast þeir á foreldra sína með ógurlegri heift, til þess að koma þeim í skilning um að slíkt megi ekki koma fyrir oftar Eru þeir þá stundum svo aðsúgsmiklir, að þeir sparka foreldrum sínum út úr hreiðrinu. Fullþroska eru ung- arnir ekki fyr en þeir eru fimm ára gamlir. Fram að þeim tíma eru ði örninn þeir einlitir, en fá nú hina hvítu hettu, sem prýðir þá svo mjög. Nú virðist svo sem þessi mikli og tígulegi fugl sé dauðadæmdur. Er talið að ekki muni vera eftir nema svo sem 1000 arnahjón. og varpstöðvar þeirra hvergi nema í Florida og Alaska. Varpstöðvarn- ar eru alltaf nærri sjó, bví að fugl- arnir lifa nær eingöngu á sjófangi. Og nú spá náttúrufræðingar því, að um næstu aldamót muni fugl- inn aldauða, ef engin bjargráð finnast. Margar ástæður eru til þess að örnunum hefir fækkað svo mjög sem raun er á. Mennirnir hafa of- sótt þá á alla lund og talið land- hreinsun að því að þeir væru drepnir niður. Þetta stafar af margs konar hjátrú. Því var t. d. almennt trúað að ernir rændu börn um, en svo komu náttúrufræðing- arnir og fullyrtu að fullorðinn örn gæti ekki borið meira en sjö pund í klónum. Þá var því borið við að örninn rændi alifuglum í stórum stíl, og þess vegna væri hann rétt- dræpur. Þetta reyndist líka fá- sinna, því að þegar rannsökuð voru nokkur hundruð arnarhreiðra, fundust ekki nema tveir alifugla- ræflar í þeim. Þegar laxveiðar fóru að þverra í ánum í Alaska, vegna ofveiði í sjónum, var örnunum um kennt, þeir væri að tæma árnar að laxi. Og þá var fé lagt örnunum til höf- uðs þar í landi, og voru greiddir tveir dollarar á nef hvert. Árið 1951 höfðu verið drepnir 114.291 ernir, sem verðlaun höfðu verið greidd fyrir.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.