Lesbók Morgunblaðsins - 30.10.1960, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 30.10.1960, Blaðsíða 14
554 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS una. Og þaS leið löng stund áður en mér varð ljóst, að þessi ónot stöfuðu af dyn í Pende-Pende-bumbu langt í burtu. Þarna fór fram helgiathöfn, það var verið að kalla blessun og vernd yfir ungling, sem átti að hætta sér út í skóginn til að drýgja þá dáð er gerði hann mann með mönnum. Það voru bumbutónarnir, sem smugu inn í hlustir mínar. Svo þögnuðu þeir, og eg gat sofnað. Morguninn eftir vaknaði eg við mannamál. Þau voru að tála saman móðir min og Lamina. Eg heyrði á tali þeirra að eg átti að fara heim til móð- ur minnar og þar skyldi þessi blessun- arathöfn fara fram yfir mér. Athöfnin hófst þannig að fólkið settist í hálfhring, móðir mín, amma og allt skyldfólkið. Enginn sagði orð. Lamina sat á stóli í miðjum hringnum. Hann tók utan um axlirnar á mér og þrýsti mér niður á kné. Og meðan eg kraup þarna fyrir framan hann, þuldi Lamina upp ýmislegt, sem eg hafði heyrt mörgum sinnum áður — að fæð- ing, umskurn og manndómsraun sé ekki annað en hluti úr endalausri hringrás, og að maðurinn lifi ekki nema að því leyti sem hann lifi í sögu þjóðflokks síns. Lamina kvaðst óska þess að eg sigr- aði, ekki aðeins dýrið heldur að eg sigraðist á óttanum. Hann lofaði því að koma fyrsfur á móti mér er eg kæmi aftur. Svo lögðum við á stað við annað hanagal í átt til skógar. Þá var enn glaða tunglsljós og allt með kyrrð í þorpinu. Eg var með boga og örvar og stutt sverð, en Lamina var með skál, fulla af örvaeitri. Hann sagði mér, að ef um návígi væri að ræða og maðurinn hefði ekkert annað en sverð sitt, þá yrði hann að berjast eins og villidýrin berjast — sverðið væri hans kló. Hann yrði að ímynda sér að sverðið væri hluti af handlegg hans, gerði hand- legginn aðeins lengri. Maðurinn hefði ekki nema eina kló á móti mörgum klóm villidýranna, en hans kló væri hvössust. Villidýfið berst hugsunar- laust, eins verður maðurinn að gera, það er enginn tími til umhugsunar. Lamina sagði mér, að ef dýr stykki á mig, væri bezta ráðið að beygja sig, standa öruggur eins og rótfast tré.'en beygja sig í knjánum og hafa þau sveigjanleg. Vera mætti að eg kiknaði undir þunga dýrsins, en von væri um að eg gæti rétt úr mér aftur eins og viðarteinungur, og þá skyldi sverðinu beitt. Eg setti þetta allt vel á minnið. Áð- ur en blessunarathöfnin fór fram hafði eg hugsað sem svo, að það væri nóg ef eg dræpi eiturslöngu eða eitthvert smádýr. En nú var eg einráðinn í því að koma ekki út úr skóginum aftur fyr en eg hefði reynt mig við hið grimmasta rándýr. Við staðnæmdumst hjá skógarjaðr- inum. Frumskógurinn er ólíkur þorp- unum, þar sem er glaumur og gleði og öryggi. í skóginum ríkir dulmögnuð þögn og allskonar furður. Þegar dagsbirtan náði toppum hæstu trjánna, lagði Lamina hendur á herðar mér og þreifaði um aflvöðv- ana. Hann sýndist ánægður. Svo deif hann örvum mínum og sverði niður í eitrið, og þá var mér ekkert að van- búnaði. Eg gekk undan birtunni inn í skóg- inn. Eg var að hugsa um hlébarða og vonaði að eg mundi rekast á einn. Um þetta leyti leita þeir sér að hvíldar- stað eftir dráp og erfiði næturinnar. Venjulega skríða þeir í hella. En eg þekkti engan helli þarna í skóginum. En ef hlébarði er langt frá helli sínum að morgni, skríður hann gjarna upp í tré og flatmagar þar á grein. Þar hefir hann gott útsýni og getur steypt sér yfir hvaða skepnu, sem fer fram hjá trénu. Eg helt lengra inn í skóginn og tal- aði hátt við sjálfan mig til þess að telja í mig kjark. Eg var orðinn þreytt- ur í augunum af að rýna í allar áttir og upp fyrir mig hvort nokkur hætta væri á ferðum. En uggurinn kemur aðallega af því að vera einn. Eftir nokkra stund kom mér til hug- ar að réttast væri að leita uppi eitt- hvert vatnsból og fela mig þar. Mér leið betur er eg hafði ákveðið að liggja sjálfur í launsátri, í stað þess að vera umsetinn og fá máske dauðann yfir mig ofan úr einhverju trénu. Eg kom að gili nokkru og klöngrað- ist niður í það. Þar fann eg uppsprettu og rann lækur þaðan út í skóginn. Það var dásamlegt að fá að sjá sólina skína þarna á vatnið, eftir að hafa verið á ferð í rökkri frumskógarins. Eg fann skýli þar sem lækurinn hafði grafið undan bakka. Þar var engin hætta á árásum að baki eða að ofan, og þarna gat eg séð ef nokkur hætta nálgaðist. Það var komið fram yfir miðjan dag er eg komst í þetta skjól, og þess vegna var ekki langt að biða þess að villidýrin fseri á kreik. Fyrstu stóru dýrin sem komu ti] að fá sér að drekka, voru tveir rauðir skógargeltir. Þeir komu svo nærri mér að eg sá rauðu burstirnar á þeim. Svo kom hópur af antilópum. Þær hristu höfuðin, drukku og teygðu upp eyrun. Margir kálfar voru með þeim og slógu fúllorðnu dýrin hring um þá. Það var eins og þau vissu af einhverri hættu, sem eg hafði ekki orðið var við. Eg skreið nær þeim. Allt í einu sá eg á vangann á stórum hlébarða. Hann faldist ekki í skógar- þykkninu, eins og eg hafði búist við, heldur lá hann þarna á lækjarbakk- anum og starði á antilópurnar. Eg greip bogann, bendi hann af öllum mætti, miðaði nákvæmlega og skaut. Hlébarðinn rak upp grimmdarorg og stökk á mig. Mér virtist hann engu seinni í förum en örin. Eg minnist þess ekki að hafa stokkið til hliðar, beygt mig og gripið til sverðsins, en það hef eg gert. Eg man aðeins að hlébarðinn fitjaði upp á trýnið og var andfúll. Eg ætlaði að reka sverðið í hann af öllu afli, en hann varð fyrri að bragði og sló sverðið úr höndum mér. Þar hafði eg misst mína einu kló! Einhvem veginn tókst mér að grípa hann kverkataki. Eitrið á örinni var farið að hrífa og dró mátt úr honum. Mér var ljóst að eg varð að halda dauðahaldi um kverkar hans og reyna að forðast að hann gæti beitt klónum, þangað til eitrið gerði út af við hann. Enda þótt dauðaslikja væri komin í augu hans, var sem hann gæti undið sig allavega innan i bjórnum. Og hann læsti klónum í kálfann á mér. Mig svimaði og eg helt að öllu væri lokið. En þá birtist Lamina mér, og mér fannst hann leggja höndina á öxl mér og við það ykist mér þróttur. En það var aðeins andartak, og svo missti eg meðvitund. Þegar eg raknaði við var eg ekki úti í skógi. Eg var heima hjá mömmu. Og þar var margt fólk. Seiðmenn voru þar að saxa trjábörk, sprengja ber og t ♦

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.