Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1960, Side 11

Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1960, Side 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 695 stórra staða að halda hátíð og veizlu, og er sagt að þetta járn- brautarerfiði sé það stærsta sem gert hafi verið í veröldinni .... Nú er aftur byrjað að leggja ann- an (járnveg) frá Ogden til Salt- sjóbæarins og þaðan langs eftir Utah Territory, og vill hann þá koma hér fyrir bý Spanish Fork.. Hér í Spanish Fork eru 14 ís- lendingar: Þórður Diðriksson, sonur Dið- riks sáluga í Hólminum og Sig- ríðar Árnadóttur, sem lengi bjó í Miðhjáleigu í Voðmúlastaða- hverfi; hann langar að heyra frá sínu fólki, því þó hann hafi skrif- að, hefir hann ekkert svar fengið. Og sama er að segja með hans konu, sem er Helga Jónsdóttir, systir til Helga í Garðfjósi og Gísla á Presthúsum, sem var nokkra hríð hreppstjóri í Eyun- um. Samúel Bjarnason og Margrét Gísladóttir, sem var í Koch-húsi og þar eftir í Görðum; sá Gísli var sonur Andrésar sem bjó í Grænuborg í hlíðinni. Magnús Bjarnason og Þuríður Magnúsdóttir hans kona, dóttir Magnúsar sáluga á Bryggjum; hún hefir heldur ekkert heyrt frá sínu fólki. Gamla Guðný er hjá þeim og er nú 75 ára gömul og rennur um kring líka sem unglamb. Jón minn stjúpson með sína konu, og Ragnhildur sem enn er ógift og biður kærlega að heilsa.... Loftur missir konu sína. — Vill fá isienzka konu. — Biður um ættar- tölu sína sem allra ýtarlegasta. Spanish Fork, jóladag 1869. Elskulegi gamli vin. --------Sumarið var mikið gott og heitt fremur venju. Þó get eg ekki sagt þér hvað margar gráður hitinn var, því hér er enginn hita- eða kuldamælir í þessum bæ. Eg aílaði þetta síðast liðna sumar 186 bushel hveiti, 47 hafra, 37 bygg, 60 bushel kartöflur mikið lítið Indíakorn (mais) því grashoppur átu það svo að segja allt, annars hefði eg fengið 100 bushel, 26 gallón sýróp og góðan deil af öðr- um jarðar og tréávöxtum.------- Nú er eg orðinn ekkjumaður, mín kona sálaðist 16. október, 75 ára gömul og var mér mikill sökn- uður í henni þó öldruð væri, en eg vil segja guð gaf og burt tók, hans nafn væri eilíflega vegsam- að. Nú vildi eg það væri komin ein til mín frá íslandi að taka hennar pláss og hrinda minni sorg, því þó það séu hér margar stúlkur og ógift kvenfólk, sýnist mér þær ekki passa svo vel fyrir mig sem ef það væri nokkur frá mínu eigin föðurlandi, þar eg finn meira varmt til minna föðurlands innbúa en nokkurrar annarar þjóðar. En þessi tilfinning vill ekki gagna utan eg komi sjálfur að sækja mér eina. Og máske þær þá yrðu hræddar við mína trú og eg svo mætti fara til baka aftur utan að hafa eina með, og væri sú reisa altof kostbær upp á þann máta. Fyrst í október kom hér 3 þuml. snjór á láglendi en mörgum pört- um meira uppi á fjöllum, 3—4 feta. fleiri ganga hefir snjóað á fjöllin, en ekkert niðri í dölum, en hér hef- ir verið hart frost fyrir það mesta hvern dag síðan, en altaf gott veð- ur og varmt um miðdegið. Við köll- um það vetur. en eg trúi að þið vilduð ekki reikna það svo. þó hefi eg gefið góðan deil af mínu heyi, og er það mest af því mínar kýr eru snemmbærar; eg hefi nú 4 bornar og 2 eiga að bera strax eftir jólin. í umtal hefir komið hér í bæn um, að Samúel Bjarnason fari til Islands í vor að sækja dóttur sína, en hvað úr því verður veit eg ekki. En ef svo skeður vil eg skrifa þér fáar línur með honum, eins og líka biðja hann að koma til þín, þar hann væntanlega fer til fastalands- ins að sjá föður sinn, ef hann verð- ur lifandi; máske hann verði held- ur ekki einn. Nú er járnbrautin snart komin til Stóra Saltsjó bæarins og vill með framtíðinni koma lengra suð- ur eftir þessu Teritory og vil eg þá eflítið taka mér spássertúr á flugvakra járnhestinum.--------- Nú vil eg biðja þig svo vel gera, þar sem þér er það mögulegt, að gefa mér nýtt ættarregistur svo greinilegt sem þér er það mögu- legt, þó eg viti lítið eitt þar um, er það mjög ófullkomið, til að mynda hvar faðir minn var fædd- ur ár og mánaðardag, eins og líka hans faðir og móðir og hvar og hvenær þau voru fædd, hvers son afi minn var, eins og líka hvers dóttir amma mín var, og svo allt þetta svo greinilegt sem þér er það mögulegt, og svo langt fram eftir sem þér er það mögulegt. Allteins ef þú gætir vitað nokk- uð um mitt móðurfólk. Þetta ligg- ur mikið á mínu sinni að fá að vita. Þú veizt ekki hvar fyrir það er En ef þú getur útrétt nokkuð af þessu fyrir mig, vil eg borga þér það með að segja þér nokkuð um hvar þetta er fyrir, ef við báð- ir lifum. Og eftir sem þú getur út- rétt meira fyrir mig í þessu efni. vi) eg segja þér þeim mun meira þar um. Þetta vill að líkindum verða erfitt fyrir þig og einkan- lega þar sem þú hefir misst sjón- ina. En gerðu það svo gott sem þér ei mögulegt, og hvað þú getur eða vilt gera, ger það snarast. Heilsaðu öllum mínum frænd- um og segðu þeir skuli ekki vera hræddir að reisa til Ameríku, ef tækifæri gefst.---------

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.