Lesbók Morgunblaðsins - 15.01.1961, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 15.01.1961, Blaðsíða 4
4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Sýklahernaður gegn skordýrum MAÐURINN á í sífelldu stríði við skordýrin. Þau eru verstu óvinir allra þeirra, sem jarðrækt stunda, og valda óbætanlegu tjóni ár hvert í öllum löndum heims. Um alllangt skeið hefir verið reynt að hefta skordýrapláguna með því að dreifa eitri á akra, garða og aldintré. Virtist svo í fyrstu sem það mundi bera tilætlaðan árang- ur. En svo kom það upp úr kaf- inu, að skordýrin urðu ónæm fyr- ir þessum eiturtegundum er fram liðu stundir. Og svo kom einnig í ljós, að ekki var hættulaust að nota þessar eiturtegundir, að minnsta kosti sumar hverjar. — Eitrið barst í menn með matvæl- um og fór stundum krókaleiðir. Svo var t. d. um hið alkunna eit- urlyf DDT að það barst með fóðrinu í kýr. Þeim varð að vísu ekki meint af því, en hið * ein- kennilega skeði, að þær skiluðu öllu því DDT er í þær fór, með mjólkinni. Og fyrir þær sakir varð mjólkin óholl mönnum. Aðr- ar eiturtegundir hafa skolazt með jarðvegsvatni út í læki og vötn og drepið vatnafiska. Yfirleitt má svo segja að eitrið hafi orðið tví- eggjað sverð í höndum manna, og á seinni árum hafa komið fram margs konar mótmæli gegn notk- un þess. En hvað átti þá að gera? Átti mannkynið að standa ráð- þrota gagnvart hemaði skordýr- anna? Þá var farið að leita nýrra ráða. Og nú var farið að hugsa um að beita sýklum í baráttunni við skordýrin. Það er ekki ný uppgötvun að sýklar geti drepið skordýr eins og menn og aðrar skepnur. Fom- Grikkir vissu það, og Aristoteles getur þess, að farsóttir geti komið upp meðal býflugna. En svo var það á 19. öld, er Pasteur var að rannsaka veiki í silkiormum, að hann kom fram með þá kenn- ingu, að gerlar gæti valdið drep- sóttum. Og svo var það árið 1873, að bandaríski vísindamaðurinn John LeConte kom fram með þá kenningu að hægt mundi að stöðva skordýraplágur með því að beita gerlum gegn þeim. Þá voru gerðar tilraunir í þessa átt, en þær mistókust allar og menn misstu áhuga fyrir þessu. Og til- laga LeContes gleymdist. En svo var það árið 1933 að náttúrufræðingar frá jarðræktar- ráðuneyti Bandaríkjanna, sem voru á rannsóknaferð í New Jer- sey, rákust á dauðar lirfur hinnar svonefndu japönsku bjöllu, og þóttu þeim lirfurnar undarlega hvítar á litinn. Þegar þetta var athugað nánar, kom í ljós að lirf- urnar voru fullar af gerlagróum og sýnilegt að þær höfðu drepizt af svokallaðri mjólkursýki. Þá vaknaði aftur áhugi fyrir því að beita gerlum í baráttunni við skordýrin. Vísindamennirnir komust þó fljótt að raun um, að ekki var hægt að rækta þessa gerla í tilraunastofu. Þá kom ein- um þeirra, dr. S. R. Dutky, í hug að beita annari aðferð til þess að afla gerla í stórum stíl. Hann lét safna miklu af lifandi lirfum og sýkti þær með gerlagróum úr hin- um dauðu lirfum. Og þegar þess- ar lirfur voru dauðar, voru þær þurkaðar og malaðar. Síðan var mjölinu blandað saman við eitt- hvert duft og þessu dreift á jörð- ina. Varð árangur sá, að um 90% af bjöllulirfum á þessu svæði hafði drepizt eftir tvo mánuði. Kom nú í ljós, svo ekki varð um villst, að hægt var að nota gerla til þess að útrýma skordýrum. Um svipað leyti fóru fram til- raunir í Kanada, sem juku mjög áhuga manna fyrir þessari bar- áttuaðferð. Til Kanada höfðu þá borizt frá Evrópu tvær tegundir af trjáflugum, sem lögðust á greni og furuskóga og höfðu drep- ið þá á mörg þúsund fermílna svæði. Svo vel vildi til, að með þeirri flugunni, sem legst á greni, hafði einnig borizt vestur víra, sem helt viðkomunni í Skef jum. Og nú náðu vísindamenn í þessa víru og tókst að rækta hana og nota í barátt- unni við fluguna. En hin tegund- in, sem lagðist á furu, var verri viðureignar. Hún átti þarna eng- an óvin og tímgaðist því ógur- lega hratt. Reynt var að dreifa eitri yfir skógana, en það dugði ekki. Þá komu sænskir vísinda- menn til hjálpar og útveguðu víru, sem legst á þessa tegund flugna. Reyndist hún svo vel, að alveg var hætt við eitrið. Skóg- ræktarfélag Bandaríkjanna varð sér þá úti um víru og dreifði henni um ákveðið svæði. Kom þá 1 ljós að hún drap um 89% af flugunum á því svæði, En vírur þessar dugðu ekki í viðureigninni við þau skordýr, sem leggjast á engi og akra. Þá fundu vísindamenn við Kalifomíu- háskóla nýa víru, sem var ban- væn fyrir grasmaðkinn, sem mestan usla hefir gert á alfalfa- ökrum þar. En sá var galli hér á,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.