Lesbók Morgunblaðsins - 15.01.1961, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 15.01.1961, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9 0 Sœslöngur gefa verið til UM LANGAN aldur hafa gengið hinar mestu kynjasögur um gríð- arlega stórar slöngur, sem ætti að vera til í höfunum. En aldrei hef- ir veiðzt sjóslanga og aldrei hefir þessar kynjaskepnur rekið á land. Mönnum hefir því hætt til að kalla sögurnar um þær lygasögur. En nú kemur dr. Robert J. Men- zies og segir að menn skuli var- Margföldun með 3 Reglur: 1. Ef seinasta tala er jöfn skal draga hana frá 10 og tvöfalda útkomuna. Sé talan stök er bætt 5 við. — 2. Draga skal næstu tölur frá 9, tvöfalda útkom- una og bæta við helming næstu tölu fyrir aftan. Ef það er stök tala sem er margfölduð skal bæta 5 hér við. — 3. Til þess að fá sein- asta staf í svar skal fremsta staf deilt í helminga og 2 dregnir frá. Dæmi: 786 x 3 er 2358 og reiknast þannig: Seinasti stafur (6) dreginn frá 10 og talan tvöfölduð ........ 8 Næsti stafur (8) dreginn frá 9 og verður eftir 1, sem er tvö- faldaður og bætt við helming tölunnar fyrir aftan ......... 5 Þriðja talan (7) dregin frá 9, verða eftir 2 og eru tvöfaldaðir í 4. Nú skal 5 bætt við vegna þess að frumtalan var stök og bætt við helming tölunnar á undan (8) sem eru 4. Alls er þetta 13. Þá geymir maður 1 en skrifar.................... 3 Nú er fremstu tölu (7) skift í tvennt og tekinn minni hlutinn 3. Þar er bætt við 1 sem geymdur var. Verða þetta 4, en þar frá dragast 2 ............ 2 Þá er svarið komið: 2358, lega fullyrða að sæslöngur sé ekki til. Og þar sem hann er frægur vísindamaður, hljóta menn að taka mark á honum. Hann er sjó- dýrafræðingur við háskólann í Suður-Kaliforníu, og hann hefir unnið sér það til frægðar, að finna lítið sjávardýr sem kallast „neopilina“, en vísindamenn heldu að það hefði verið aldauða fyrir 300 miljónum ára. í septembermánuði s.l. fann danski vísindamaðurinn dr. Anton Bruun, álaseiði sem voru sex fet á lengd. Þetta varð mjög til þess að styrkja trú Menzies á það að sæslöngur væri til. Þessi stóru álaseiði benda til þess að foreldr- ar þeirra geti verið 30—50 fet á lengd. Aldrei hefir neinn slíkur risaáll veiðst, en menn geta hugs- Þú getur jafnast ENDA þótt þú sért lélegur skák- maður, þá er þér alveg óhætt að bjóða út tveimur stórmeisturum í senn. Og þér er óhætt að veðja um að þú munir fara ósigraður af hólmi. Þú treystir þér ekki? Jæja, farðu þá eftir ráðlegging- um, sem H. Steinhaus hefir gefið í „Journal of the Polish Mathe.ma- tical Society". Hann segir: Þegar þú hefir skorað á þessa tvo stórmeistara, skaltu segja að þú viljir helzt tefla við þá báða í einu og á tveimur skákborðum. Og til að sýna að þú ætlir ekki að hafa nein brögð í tafli, skaltu hafa hvítu mennina á öðru borð- inu, en svörtu mennina á hinu. Og svo læturðu þann andstæðing þinn, sem hefir hvítu mennina, leika fyrsta leikinn. Svo skaltu að sér að sögurnar um sæslöng- urnar sé komnar af því, að menn hafi séð slíka risaála bylta sér í sjávarskorpunni. Það er því heimskulegra, segir Menzie, að telja allar sögur um sæslöngur lygasögur, heldur en að reyna að komast eftir því að þær sé til. Og hann telur mestar líkur til að hægt sé að finna þær út af ströndum Panama og Chile, fram á regindýpi. Sjálfur gerði hann tilraun að veiða slíka skepnu, og minnir sagan um það á veiðiför Þórs, er hann egndi nautshöfði fyrir Mið- garðsorm. Menzie hafði afar sterkan öngul, tveggja feta lang- an og egndi hann með risakrabba. Einhver risaskepna tók öngulinn, en Menzie missti hennar. Og er öngullinn kom upp úr sjó, var hann uppréttur, enda þótt stór og sterkur væri. á við stórmeistara leika sama leik á hinu borðinu og sjá hverju sá svarti svarar, en leik hans skaltu endurtaka á hinu borðinu. Og þannig heldurðu áfram að leika, nákvæmlega eins og andstæðingarnir. Nú rekur að því, að þú ert mát- aður á öðru borðinu, en þá seg- irðu bara skák og mát á hinu borðinu. Þannig gengur þú ósigr- aður af hólmi og hefir unnið veð- málið. Þessi aðferð er alveg örugg, en hún er í rauninni sú, að þú lætur stórmeistarana tefla saman án þess að þeir viti það, hvor þeirra heldur að hann sé að tefla við þig. Sama taflið er teflt á báðum borðum, sá er aðeins munurinn, að þú hefir hvítt á öðru borði, en svart á hinu.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.