Lesbók Morgunblaðsins - 15.01.1961, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 15.01.1961, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS I Nýtízku reikningsaðferðir T rachtenberg-skólinn MAÐUR er nefndur Jakob Trachtenberg og var verkfræðing- ur. Hann var einn af þeim sem Hitler setti í fangabúðir fyrir stjórnmálaskoðanir, og þar sat hann árum saman. Þar hafði hann sér til dægrastyttingar að finna auðveldari reikningsaðferðir held- ur en þær, sem notaðar hafa ver- ið. Hann var snjall stærðfræð- ingur og hann var viss um að unnt væri að gera allan reikning miklu einfaldari og auðveldari en verið hafði. En hann átti erfitt um vik, því að ritföng hafði hann engin. Hann varð að bjargast við bréfsnifsi allskonar, gömul umslög og umbúðapappír þegar hann var að finna og reyna hinar nýu reikn- ingsaðferðir. En þetta tókst. Árið 1945 komst hann til Sviss og þar stofnaði hann nýan skóla, sem við hann er kenndur og heit- ir Trachtenbergs Institute. Þar eru kenndar hinar nýu reiknings- aðferðir og hafa síðan verið tekn- ar upp í skólum í Sviss. Menn verða að setja á minnið vissar reglur, og þegar menn kunna þær verður reikningur leikandi léttur. Hér skulu aðeins sýndar nokkr- ar margföldunarreglur. En þeim, sem vilja kynnast þessu betur, skal bent á bók, sem nýlega kom út og heitir „The Trachtenberg Speed Method“ (útg. Doubleday & Co) Margfaldað með 11 Reglurnar eru þessar: 1. Seinasti stafurinn í þeirri tölu, sem marg- falda skal, er skrifaður sem sein- asta tala í svarinu. 2. Næsta tala fyrir aftan þá, sem margfalda skal, er lögð við hana. 3. Fremsti stafur í tölunni sem margfölduð er, verður alltaf fremsti stafur í svarinu. Tökum dæmi: 633 x 11 er 6963 Þegar dæmið er reiknað með hinni nýu aðferð, þá er byrjað á að skrifa seinasta stafinn .. 3 Svo leggur maður saman 3 og 3 6 Þá leggur maður saman 6 og 3 9 Svo dregur maður niður fyrsta stafinn ........................ 6 Þar með er hið rétta svar fengið. Á sama hátt má margfalda t. d. 637894362435215362 með 11 og fá á svipstundu út hið rétta svar: 7016837986787368982. Margfaldað með 12 Þegar menn hafa lært að marg- falda með 11, þá er auðvelt að margfalda með 12, því að reglurn- ar eru þær sömu — nema nú skal tvöfalda hverja tölu. Setjum svo, að margfalda skuli 564 með 12 (sem er 6768) þá er aðferðin þessi: Maður tvöfaldar seinasta staf- inn (4) og skrifar ............. 8 Svo eru 6 tvöfaldaðir og verða 12, við bætast 4 (sem er sein- asti stafur), verður 16; þá er 1 geymdur en í svarið skrifast .. 6 Þá tvöfaldast 5 og verða 10, bætt við 1 sem geymdur var og 6, sem er næsti stafur aftan við 5. Þetta verða 17, þá er 1 geymdur, en í svarið skrifast 7 Nú er fremsta talan tekin og 1 geymdum bætt við ........... 6 Og nú er fengið hið rétta svar: 6768. Margfaldað með 9 Kennurum ber saman um að börnum gangi verst að læra að margfalda með 9. En það verður auðvelt með aðferð Trachtenbergs. Hér eru reglurnar: 1. Seinasta tal- an er dregin frá 10. 2. Allar aðrar tölur eru dregnar frá 9 og við bætt næsty* tölu fyrir aftan. 3. Frá fremstu tölunni, sem er dregin niður, dregur maður 1. Dæmi: 534 x 9 eru 4887 og reiknast þannig: Seinasta talan, 3, er dregin frá 10, eftir verða................... 7 Næsta tala, 4, er dregin frá 9, eftir verða 5 og við þá bætast 3, sem er næsti stafur fyrir aftan ............................ 8 Þriðji stafur, 5 er dreginn frá 9, eftir verða 4 og við bætist næsti stafur fyrir aftan (4) og þá skrifast ...................... 8 Frá fremsta staf 5, sem færast skal niður, dregst 1 ............. 4 og þá er fengið rétta svarið: 4887. Jafnauðvelt er að margfalda miklu hærri tölur með 9, t. d. 637986459- 78. Reyndul Margfaldað með 8 Þegar menn hafa lært að marg- falda með 9 á þennan hátt, er auðvelt að margfalda með 8, því að reglurnar eru hinar sömu, nema hvað hver tala sem út kem- ur er tvöfölduð og seinast eru 2 dregnir frá fremstu tölu. Dæmi: 736 x 8 er 5888, og reiknast þann- ig:

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.