Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 11.06.1961, Qupperneq 2

Lesbók Morgunblaðsins - 11.06.1961, Qupperneq 2
826 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS hann hefði á hendi viðkomandi hátíðahöldunum. Jóhannes Ólafs- son sá um allan undirbúning á Þingeyri. Þar sem hún var næsta kauptún innan sýslunnar, við sam- komustaðinn, var talið sjálfsagt, að Þingeyringar tækju að sér að annast allar framkvæmdir, þar eð ekki þótti viðeigandi að leita út- fyrir sýsluna með skemmti- og starfskrafta. Þess má geta, að samkvæmt manntali 1910 voru skráðir 337 íbúar á Þingeyri, en af þeim var nokkuð stór hópur börn og gamalmenni. Meðal fyrirhugaðra skemmti- atriða var blandaður kór, sem annazt gæti allan söng við hátíð- ina. Þá átti heima á Þingeyri mað- ur, er Bjarni hét Pétursson og stundaði verslunarstörf. Hann hafði aflað sér nokkurrar söng- menntunar og hafði mikinn áhuga á söng og öðru félagsstarfi. Hon- um var nú falið að stofna kórinn og þjálfa. Það var leikur einn hjá Bjama að búa til góðan kór að vetrinum, en að eiga kór, sem gat verið starfshæfur langt fram á sumar, það var mun lakara, þar eð meginþorri karlmanna hvarf til atvinnu sinnar, sem þá var aðal- lega sjómennska, þegar líða tók að vordögum. Samt voru alltaf nokkr- ir karlmenn, er stunda urðu at- vinnu f landi, svo að blandaður kór var stofnaður, þrátt fyrir ýmsa örðugleika, og þjálfaður af mikilli kostgæfni. Einnig var það talið alveg nauð- synlegt, að lúðrasveit kæmi fram á hátíðinni. Jóhannesi Ólafssyni var það mikið kappsmál, að hún yrði stofnuð hér á Þingeyri og skipuð heimamönnum. Setti hann sig í samband við Jón Pálsson orgelleikara í Reykjavík. Hann tók að sér að útvega frá Þýzka- landi lúðra með tilheyrandi í litla hljómsveit. Nú var hafizt handa að huga að þeim mönnum, sem líklegir þóttu til að þeyta lúðrana og örugglega yrðu heima fram yfir 17. júní, og var áðumefndum Bjarna falið að velja þá. Hann valdi úr hinum fámenna hópi heimamanna þá, er eitthvað höfðu forvitnazt í þau fræði, sem nótna- lestur eru nefnd, þar eð það var talið alveg víst, að á lúðra yrði ekki leikið án þess að lesa nótur. — Annars voru allir Þingeyringar jafn fáfróðir um þá list að leika á lúðra. Fáir höfðu séð slík hljóð- færi, en allir heyrt leikið á þau. Þannig stóð á því, að sumar hvert komu inn á fjörðinn hin dönsku landvarnaskip og dvöldu jafnan nokkra daga. Þar var leikið á „horn“ kvölds og morgna og þótti öllum unun á að hlýða. Því má skjóta hér inn í, að orðið „lúður“ þekktist þá tæplega á Vestfjörð- um. Ekki var talað um annað en hornablástur og hornaflokk. — Um það bil, er allir menn voru ráðnir í lúðrasveitina, bárust þau tíðindi frá Jóni Pálssyni, að lúðr- arnir fengjust ekki afgreiddir fyrr en í júlí. Nú var ekki gott í efni. Áttu þeir, Jón og Jóhannes, mörg símtöl hvor við annan og að lok- um gat Jón grafið upp lúðra, sem Lúðrasveit Reykjavíkur var búin að leggja til hliðar. Þeir voru í snarkasti settir í kassa og sendir vestur. Jón réði einnig mann úr Lúðrasveit Reykjavíkur til að fara með lúðrunum og kenna Þingeyr- ingum á svipstundu að leika á þá. Hét sá maður Friðbert Friðberts- son og var jámsmiður að iðn. Það var komið fram í marzmánuð, þegar kennarinn og kassinn með lúðrunum komu til Þingeyrar. Fór Friðbert þegar að skoða í kass- ann, en varð undrandi mjög, því að enginn lúður var í leikhæfu ástandi, þegar til átti að taka. Nú var farið með allt innihaldið í smiðju til að rétta úr beiglum og laga sitthvað fleira til að gera lúðrana nothæfa. Að lokinni dvöl sinni í smiðjunni urðu þetta að dómi kenriarans allra beztu hljóð- færi. Hinum útvöldu lúðurþeytur- um var, hverjum fyrir sig, sendur lúður til að æfa sig á ásamt til- heyrandi nótnabók. Jón Pálsson hafði einnig sent mjög gott úrval af lögum handa hljómsveitinni. En nú vandaðist málið, því að sumir hinna útvöldu náðu ekki nokkru hljóði úr þessum pípu- skömmum, hvernig sem þeir fettu sig og brettu, og sendu þá sem fljótast frá sér. Það ráð var þá tekið að leita til hvers þess, sem tóna gat úr trektinni fengið, þótt engar nótur þekkti, nema þessar almennu verslunarnótur, og ör- ugglega yrði heima á hinum stóra degi. Að lokum var sveitin full- skipuð og tekið til óspiltra mál- anna að kenna lúðrablástur, nótna- lestur og nótnagrip. Gerðist nú æði hávaðasamt í húsum lúður- þeytaranna, því að æfa varð af kappi, tíminn orðinn naumur og kennarinn ekki ráðinn nema fram í apríl. Eftir það tók Bjarni Pét- ursson við að stjórna og þjálfa lúðrasveitina. öllum sóttist námið mjög vel, og á Hrafnseyri lék sveitin við allgóðan orðstír hátíð- argesta. Ekki þótti annað viðeigandi, en íþróttir yrðu skemmtiþáttur á Hrafnseyri. Hér á staðnum var til íþróttafélagið Höfrungur, eitt af elztu íþróttafélögum landsins, stofnað 1904 af Anton Proppé. Á Þingeyri var jafnan ágætt íþrótta- líf að vetrinum, en ekkert að sumrinu. Höfrungur var beðinn að búa sig undir að sýna íþróttir að Hrafnseyri 17. júní. En hér kom að því sama og hjá kórnum. Allur þorri ungra manna, sem iðkuðu i

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.