Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 03.12.1961, Qupperneq 2

Lesbók Morgunblaðsins - 03.12.1961, Qupperneq 2
566 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Hinn fcr i gróður Á þeim 30 árum, sem liðin eru frá þessu samtali, hefur margt komið í ljós, er þá var ókunnugt. Meðal annars það, að gróður Is- lands er að mestu sprottinn af þeim gróðri, sem gat þraukað ís- aldirnar af. Hefur Steindór Stein- dórsson menntaskólakennari fært rök að því. Hér á landi hafa vart verið mikið yfir 300 tegundir inn- lendra plantna á landnámsöld, en hins vegar hafa þá vaxið um þrisvar sinnum fleiri tegundir um norðanverðan Noreg. En það var aðeins af því, að hann var land- fastur við meginland Evrópu eft- ir lok ísaldanna, en ísland hins vegar víðs fjarri næstu löndum. Ýmsir þeir menn, sem ritað hafa um gróðurskilyrði íslands, hafa einblínt á hinn norræna gróður landsins og eins það, að hér uxu aðeins birkiskógar en ekki barrskógar. Af þeim sökum hafa menn dæmt gróðurskilyrði landsins verri en þau eru. Veðr- átta hefur batnað til stórra muna frá lokum ’saldar, en á þeim tíma hefur lítið af erlendum gróðri fluttst til landsins. Víst er nú tal- ið, að íslenzka birkið sé upprunn- ið af því, sem lifði ísaldirnar af, og ennfremur er alveg víst, að hvorki greni né fura gat borizt til íslands af sjálfsdáðum eftir ísaldarlok. Til þess að svo hefði verið hefði íslands þurft að liggja áfast Noregi. Af sögulegum gögnum má ráða margt um útbreiðslu birkisins hér á landi á ýmsum tímum. Enn- fremur hefur Þorleifur Einarsson jarðfræðingur gert frjórannsókn- ir á ýmsum stöðum um landið, og af þeim má ráða hvenær skógur hafi horfið úr hinum ýmsu byggð- arlögum. Af þessu hvoru tveggja er orðið ljóst, að birkiskógar hafa verið miklu víðlendari en flestir hafa ætlað áður fyrr, og enn- fremur að í ýmsum landshlutum hefur birki ekki verið upp urið fyrr en á síðustu tveim eða þrem öldunum. Hins vegar vitum við enn lítið sem ekkert um hæð og gæði hinna fornu skóga. Víst er þó, að slíkt er ekki unnt að dæma út frá þeim krækluskógum og kjarri, sem algengast er hér nú. En það verður að bíða um sinn að rekja orsakirnar til þess, hvers vegna íslenzkt birki er yfirleitt kræklur einar. Áður fyrr var oft rætt um nyrztu og efstu birkiskóga Nor- egs sem sérstakt gróðurbelti. Hér á landi var um skeið litið svo á, að ísland væri í sama flokki og þetta gróðurbelti, og að af þeim sökum mætti ekki vænta þess að barrtré gætu lifað hér. Þeir menn, sem héldu slíku fram, höfðu fróð- leik sinn úr bókum en höfðu ekki komið á staðina sjálfir. Ef svo væri hefði enginn þeirra hald- ið slíku fram. Þetta birkiskóga- belti er svo örmjótt, ýmist nokkrir kílómetrar á breidd eða nokkrir tugir metra á hæð í fjallahlíðum, að hér er ekki um neitt gróðurbelti að ræða í venju- legri merkingu orðsins. Þegar austur í Asíu kemur, hverfur birkið sem nyrzta trjátegundin, en síbiríska lerkið tekur við og er það sú tegund, sem kemst lengst allra norður á bóginn. í Alaska er það elritegund, sem gegnir sama hlutverki og birkið í Nor- egi. Hér var því um hreinan mis- skilning að ræða, þegar setja átti allt ísland og gróðurskilyrði þess á bekk með allra nyrztu héruðum Noregs. Fokjörð og barrskógar Milli 1920 og 1930 hafði Kofoed- Hansen sett fram þá kenningu, að lössjarðvegur íslands gætiekki borið barrtré sakir eðlis síns og tók hann dæmi frá sams konar jarðvegi í Rússlandi, en þar var hann allvel kunnugur, því að hann hafði dvalið þar um skeið. Síðar féll hann frá þessari kenningu er fleiri upplýsingar bárust að. Með- al annars þær, að mikill hluti allra skóga í Alaska stendur á lössjarðvegi, svipuðum þeim, sem hér er. Þarf því ekki að ræða þetta atriði frekar. Furan við Rauðavatn Trjáræktartilraunirnar við Rauðavatn, á Þingvelli og við Grund hófust um og eftir síðustu aldamót. Þær eru á ýmsan hátt mjög merkilegar, þó að þær hafi alls ekki gefið þá raun, semmenn gerðu sér vonir um í upphafi. Á öllum þessum stöðum voru aðeins gróðursettar trjátegundir, sem fluttar voru til landsins frá suð- lægum löndum, en þó einkum frá Danmörku. Flestar hafa að von- um króknað og dáið nema fjalla- furan. Hún er ættuð 'sunnan úr Alpafjöllum, þar sem veðráttan er á ýmsan hátt frábrugðin okk- ar, þó að samanlagður sumarhiti sé áþekkur. Fjallafuran er runn- ur en ekki tré. í heimkynnum sínum er hún allt frá skrjðulum runnum upp í nokkra metra háa margstofna buska. Þroski fjalla- furunnar við Rauðavatn er t. d. mjög svipaður vexti hennar norð- an við St. Gotthardskarðið í Sviss. Er það í raun og vetu stór furða, að þessi fura skuli hafa náð þeim þroska hér, sem raun ber vitni um. Fjallafuran vex af- ar hægt framan af ævinni og verður ekki mjög langlíf. Hér er hún farin að bera fræ, og hefur sáð sér sjálf á nokkrum stöðum. Til er einnig einstofna fjallafura eða bergfura, eins og hún nú er nefnd. Sú tegund er af sumum

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.