Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 03.12.1961, Qupperneq 14

Lesbók Morgunblaðsins - 03.12.1961, Qupperneq 14
578 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS TÓFUSÖCUR um líka um kjarnorkuna fyrir 30 árum. —-------- Og þetta er haft eftir dr. Phil- ip Seikevitz lífefnafræðingi hjá Rockefeller-stofnuninni: Vér eygjum nú þann möguleika, að maðurinn geti sjálfur ráðið vexti og viðgangi sínum. Vér stöndum nú á þröskuldi að stærstu byltingunni í sögu lífsins hér á jörð, þeirri að breyta lík- ama mannsins. Vér munum verða færir um að ákveða fyrirfram, að börn vor verði eins og vér viljum að þau séu — bæði líkamlega og andlega. Á þennan hátt mun mað- urinn endurskapa sjálfan sig. Þess vegna er nauðsynlegt að fara nú þegar að hugsa um fram- tíðina. Það er nauðsynlegt að mannkynið hafi fyrir augum á- kveðinn tilgang áður en lagt er út í stórræðin. Uppgötvanir á sviði líffræðinn- ar hafa nú gerzt svo ört, að spurningin er ekki lengur: Hvað er maðurinn? heldur: Hvers kon- ar lífvera verður maðurinn í fram tíðinni. Glæsilegir tímar eru fram und- an fyrir mannkynið, ef vér kunn- um að beita hug og hjarta skyn- samlega, gáfum vorum og aðdá- un á fegurð náttúrunnar — því að fegurðin er lífið sjálft. Fylgihnettir jarðar AUK tunglsins og hinna mörgu gervi- hnatta, sem eru á sveimi umhverfis jörðina, eru þar einnig á sveimi tveir þokuhnettir, álíka langt frá jörð og tunglið. Talið er að þeir sé samsettir úr óteljandi smáum loft- steinum. Nýlega hefir tekizt að ná mynd af þeim. Ef skyggni er mjög gott, sést með berum augum móta ofurlítið fyrir þessum hnöttum, eins og daufri glætu á eftir tunglinu. Er þetta sá Mánagarmur, sem talað er um í goðafræðinni? Mjöll ÞAÐ var á laugardaginn fyrir hvíta- sunnu 1922. Við Gvendur riðum til fjalls að leita grenja. Það varð að samkomulagi með okkur að ef við fyndum gren átti hann að fara, heim og iáta vita um mig. Hann ætlaði að hlýða messu daginn eftir. Þessi dagur hafði verið happadagur og svo fór í þetta sinn. Við fundum gren og eftir stuttan tíma gerði refurinn vart við sig og var skotinn. Síðan hræddum við læð- una út og lánaðist að skjóta hana líka. í greninu var einn nýgotinn yrðl- ingur og hafði læðan ekki verið búin að gjóta fleirum. Heima var köttur nýgotinn. Mér dettur nokkuð í hug. Tek ullarlagð og læt litla snáðan þar í, vef síðan klútnum mínum þar utan yfir; stíng svo öllu í vasa minn. Þegar heim er komið læt ég yrð- linginn undir kisu, sem tók á móti honum með móðurlegri blíðu, sleikir hann og kemur á spena. Þetta var Mjöll litla, sem ég ætla að segja ykk- ur frá. Mörgum þykir gaman að kettling- um og hvolpum. Það þykir mér líka. En engin ungviði hafa glatt mig bet- ur en fósturbamið hennar kisu og kettlingur hennar. Það eru ólík dýr, köttur og refur. Refurinn er bráð- þroska, getur orðið á stæfð við kött, fjögurra mánaða eða yngri. Kettling- ar eru seinir að vaxa, en bæði kyn- in eru fjörug og mikið fyrir að leika sér. Oft var gaman fyrir litlu kisu að elta skottið á Mjöll, sem var loðið og langt. Það var tilkomumikið að sjá fjölskylduna leika sér innan um sæti og föng um sumarið eða þegar kapp- hlaupið var háð og stefnt var á síma- staurinn; kisurnar runnu upp á 'topp en Mjöll komst ekki neitt, því hana vantaði beittu klæmar fóstru sinnar. Þá var dínglað skotti og lagt undir flatt. Kisa var afburða veiðiköttur, enda þurfti mikils með, því fóstur- dótturin var mikið átvagl. Gott var til fanga, því kelda var niður með bænum og óþrjótandi hrossagaukar þegar rökkva tók, enda fór börnun- um vel fram. Svo kom það fyrir að slagveður gerði með roki og rigningu. Það var krympingur í kisu og fór hún ekki út til veiða fyr en veðri slotaði. Mjólk er þunn í maga og tími leið þangað til kisa kom með veiðina. Mjöll var lögst á meltuna eftir að hún hafði etið það, sem hún torgaði af kettlingnum. Ekki var að sjá að kisu þætti mikill skaði skeður. Hún er aldrei kátari að leika sér en nú, Eitt sinn hitti eg hana þegar hún hafði bitið í eyrað á Mjöll og dró hana flata og hentist upp háan stiga með hana og var þó Mjöll orðin þyngri en hún sjálf. Eg njósnaði um þær á veiðunum. Þá höfðu þær það svo: Mjöll kúrði sig milli þúfna en kisa læddist, og þegar hún hremmdi fugl, þá vængbraut hún hann og lét hann svo eiga sig en hin var fljót að grípa hann og éta. Mörgum þykir ótrúleg sagan af tíkinni hans Bjarts í Sumarhúsum og Ástu Sóllilju. En meira vinarþel er þó milli manns og hunds en refs og kattar. Þó að Hall- dór Laxness meini sérstakt með sinni sögu, þá finnst mér hún vel hafa getað gerzt. Eg mun nú hætta að segja frá Mjöll, nema hvað hún kemur lítil- lega við sögu um Kolbrún, sem eg segi hér á eftir. Mjöll var gegnin, ef kallað var á hana „rebba rebb", kom hún hlaup- , andi og prjónaði upp um mig en vildi ekki að sér væri klappað. Taka mátti í skottið á henni og gaman þótti "henni að því, ef laust var haldið og svo skoppaði hún í hringi í kring um mann. Hlýðin var hún fóstru sinni. Það þótti óviðkunnanlegt að fullvaxin tófa gengi laus hjá sjálfri skyttunni og var talið ólöglegt. Eg féllst á að setja hana í búr og skilj- um vér við hana þar að sinni. Kolbrún Það var talið áður fyr ógjörningur að halda lífi í blindum yrðlingum. Svo þegar yrðlingar voru keyptir og eftirsóttir, þá gat verið þó nokkur skaði að ná í slíka yrðlinga. Eg vissi að reynt hafði verið að bjarga með * >

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.