Lesbók Morgunblaðsins - 25.03.1962, Síða 2
JEMViiiik
SVIP-
MVND
i
kosningunum sem fram fóru
f Indlandi í febrúar s.l., þar sem
210 milljónir gengu til atkvæða um
hið nýja þjóðþing, beindist athygli
umheimsins fyrst og fremst að einu
kjördæmi, Norður-Bombay, þar
sem fulltrúi stjórnarflokksins var
Vengalil Krishnan Krishna Menon.
Næst Nehru er Krishna Menon sá nú-
lifandi Indverji sem þekktastur er utan
heimalands síns — en hann er jafnframt
flestum Indverjum óvinsælli. Jafnvel í
sjálfu Indlandi er hann frægur fyrir það,
hve hann á marga bitra óvini. Það er til
marks um hrokafullan styrk hans, að
hann hefur aldrei sýnt nein merki hiks
eða sveigjanleika vegna hinna gífurlegu
óvinsælda sinna.
H,
Linn furðulegi hæfi-
leiki hans til að skapa sér
óvini kom skýrt fram í kosn
ingunum í Norður-Bombay,
þar sem allir hinir sundur-
leitu andstæðingar hans tóku
höndum saman gegn honum.
Keppinautur hans var Ach-
arya Kripalani, aldraður
pólitískur hugsuður, víðles-
inn, mælskur og fullur af
brennandi einlægni, en ekki
sérlega glöggskyggn á hinar
pólitísku staðreyndir sam-
tímans. Hann var áður flokksmaður Ne-
hrus, en snerist síðan til sósíalisma.
Stuðningsmenn hans voru úr öllum
flokkum, allt frá hægrisinnuðum öfga-
mönnum til róttækra sósíalista. Krishna
Menon vann kosninguna með atkvæðum
Þj óðþingsflokksins og kommúnista.
Margar orsakir liggja til þess, að
Krishna Menon er svo einangraður í ind-
verskum stjórnmálum. Af 66 árum ævi
sinnar hefur hann eytt 28 árum í Eng-
landi, þ.e.a.s. meginpartinum af full-
orðinsárum sínum. Þegar hann kom til
Englands 27 ára gamall hafði hann þeg-
ar getið sér orð fyrir frábærar gáfur
í Madras-háskóla, og eru þó Madras-búar
orðlagðir fyrir skarpleik. Forsmekkinn
af leiðtogahlutverki sínu hafði hann
fengið sem skátaforingi, áður en hann
fór frá Indlandi!
IÍRISHIMA
H1EIM0IM
E,
I ftir nokkurra ára dvöl í Lundún-
um hafði hann lokið námi í hagfræði við
„London School of Economics" með bezta
vitnisburði, tekið kennarapróf við Lun-
dúnaháskóla og starfað að sálfræðirann-
sóknum við „University College“ þar
sem hann lauk MA-prófi. Auk þess h-afði
hann fengið réttindi málafærslumanns.
Krishna Menon var haidinn óslökkvandi
fróðlei'ksþorsta og bókstaflega „gleypti"
í sig bækur, einkanlega á sviði hug-
mynda- og þekkingarfræði. Leiddi það
síðan til þess, að hann var skipaður
fyrsti ritstjóri Pelican-bókanna nafn-
kenndu.
Menon sat við lestur nótt sem nýtan
dag og lét ekkert trufla sig í sókninni til
aukinnar þekkingar. Hverjir sem veik-
leikar hans kunna að vera, þá er sá
hlutur vís, að þeir eru ekki holdlegir.
Þegar hann varð fyrsti sendiherra Ind-
lands í Lundúnum eftir unnið sjálfstæði,
voru samverkamenn hans bæði slegnir
undrun og ógn yfir ótrúlegu vinnuþreki
hans. Hann vann að jafnaði 15 eða 16
tíma á sólarhring og nærðist ekki á
öðru en óteljandi bollum af tei og nokkr-
um kexkökum.
r ólitískur ferill hans hófst mörg-
um árum áður þegar hann var fram-
kvæmdastjóri „Indian League“ og pré-
dikaði sjálfstæði Indlands „á hverju
götuhorni í Lundúnum", eins og hann
komst sjálfur að orði. Þessi starfsemi
kom honum í samband við vinstrimenn
í Bretlandi, og brátt var hann önnum
kafinn við að hjálpa Ellen Wilkinson að
skipuleggja „hungurgöngur“ atvinnu-
leysingja. Um tólf ára skeið var hann
fulltrúi brezka Verkamannaflokksins í
bæjarráði útborgarinnar St. Pancras, og
er hann enn í minnum hafður þar fyr-
ir ötult starf sem formaöur bókasafns-
nefndar. En hann hefur jafnan reynzt
óstöðugur flokksnr.eðlimur og árið 1941
gekk hann úr Verkamannaflokknum
vegna hálfvolgrar afstööu hans í Ind-
landsmálinu.
En allt var þetta fjarlægt hinni dag-
legu baráttu Þjóðþingsflokksins heima í
Indlandi fyrir sjálfstæði landsins. Eina
samband Menons við flokkinn var fólg-
ið í náinni vin-
áttu hans við
Ja wa h a r lal
Nehru, en þeir
fóru m. a. sam-
an til 'Spánar
meðan borgara-
styrjöldin geis-
aði. Þegar Men-
on kom aftur
til Indlands
eftir 28 ára
fjarveru var
honum því
ekíki sérlega vel
tekið af með-
limum Þjóð-
þingsflokksins,
s e m borið
höfðu hita og
þunga barátt-
unnar heima
fyrir og dvalið
langdvölum í
brezkum fang-
elsum, meðan
hann var að
kappræða á
götu h o r n u m
Lundúna.
Hinir gam-
alreyndu for-
ustumenn
flokksins voru
bæði særðir og
reiðir, þegar
þeir komust að
raun um, að
Nehru hafði
gert þennan ó-
kunna aðkomu-
mann helzta
trúnaðarmann
s i n n o g
ráðgjafa Og
Krishna Menon
er ekki fyrir
það gefinn að
bera smyrsl á
sárin. Hann á
ekki a ð e i n s
bágt með að
umbera f í f 1,
heldur virðist
hann líta á
hvern þann sem dirfist að vera á öðru
máli en hann, sem hreinasta fífl. Arnar-
nefið og herptar varirnar undirstrika
gáfnahrokann, sem stafar frá honum,
og í dökkum augum hans logar óslökkv-
andi fyrirlitning á skeikulli dómgreind
mannkindarinnar.
Sem landvarnaráðherra Indlands hef-
ur hann haft að engu skoðanir og sjón-
armið indverskra herforingja, sem eru
þjálfaðir í Sandhurst og hreyknir af
hefðum inöverska hersins. Menon kallar
allt slíkt bara aflóga fordóma og fer
sínu fram. Hershöfðingjunum fellur það
stórilla, að hann skuli tala við þá eins
og þeir væru óreyndir nýliðar, og fyrir
rúmu ári var misklíðin orðin svo alvar-
leg, að Nehru varð að skerast í leikinn
til að koma í veg fyrir að herforingj-
arnir þrír (yfirmenn landhers, flughers
og flota) segðu af sér samtímis.
Þ ó hefur Krishna Menon að ýmsu
leyti verið dugandi landvarnaráðherra.
Hann hefur ýtt allri skriffinnsku til hlið-
ar, endurskipulagt herinn og búið hann
nýjushi vopnum. Þó hershöfðingjarnir
kunm ð hata hann, er lægri stéttum
nersins 'el til hans fyrir að hafa hækk-
að við - kaupið og bætt aðbúðina í
herbúðuni' n. Hann er yfirleitt mun
vingjarnlegri við óbreytta hermenn en
við íoiingja peirra, og þegar Gurkha-
hersveitin flaug frá Indlandi til að taka
þátt i aðgerðum Semeinuðu þjóðanna í
Kongó, var Krishna Menon á flugvell-
inum og kvaddi hvern einasta hevmann
meö handabandi.
Helzta gagnrýnin á ráðherraferli hans
er sú, að harui hafi látið undir höfuð
leggjast að verja norðurlandamæri Ind-
lands fyrir innrásarherjum Kínverja.
Var þessi ákæra óspart notuð í kosninga-
baráttunni í Norður-Bombay. Óvinir
hans halda því fram, að hann hafi brugð-
izt skyldu sinni af því hann sé hlynnt-
ur kommúnistum, og vitna til þess að
hann neitaði að greiða atkvæði fyrir
Indlands hönd með tillögn sem fram
kom hjá Sameinuðu þjóðunum, þar sem
innrás Kínverja í Tibet og hertaka lands-
ins var fordæmd. Hann sló málinu frá
sér með þeim ummælum. að „umræður
hjá Sameinuðu þjóðunum koma Tíbetum
ekki að neinu gagni.“
Þ að er ekki aðeins meðal Indverja,
sem Krishna Menon er grunaður um
samúð með kommúnistum. Hann varð
formaður indversku sendinefndarinnar
hjá Sameinuðu þjóðunum meðan John
Foster Dulles var utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, en hann kom þeirri hug-
mynd að meðal ýmissa ráðamanna í
Washington, að hlutleysi væri „siðlaust."
Þó utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna
líti nú allt öðrum og mildari augum á
óháð riki, þá eimir enn eftir af gamalli
gremju og grunsemdum í garð Menons.
Sjálfur vísar hann þeirri ásökun, að
hann sé andvígur vestrænum ríkjum, á
bug með fyrirlitningu. „Mundi ég hafa
búið öll þessi ár í Lundúnum og eign-
azt flesta vini mína þar, ef ég hefði
óbeit á Englandi?" spurði hann eiít. sinn.
Krishna Menon var ekki vel tekið af
meðlimum Þjóðþingsflokksins í Norð-
ur-Bombay þegar framboð hans var
ákveðið. Svo megn var óánægjan, að
mikill fjöldi yngri flokksmanna sagði
sig úr flokknum. En Nehru var hinn
reiðasti og lýsti því skýlaust yfir með
öilum þeim þunga sem persóna hans og
embætti ber, að landvarnaráðherra hans
yrði að fá fullan stuðning flokksins í
Norður-Bombay. Sigur Menons stafaði
ekki af því að íbúarnir í Norður-Bombay
hefðu mætur á honum, heldur af því að
Þjóðþingsflokkurinn á staðnum þorði
ekki að óhlýðnast Nehru. Hefði hann
ekki náð kosningu, hefði það orðið mik-
ið persónulegt áfall fyrir Nehru sjálfan
og alvarlegur hnekkir fyrir Þjóðiþings-
flokkinn í heild.
H Ó P U R af þingmönnum Verka-
mannaflokksins í neðri deild brezka
þingsins hefur á prjónunum áætlun,
sem á að gera ríkisstjórninni lífið
reglulega leitt. Þingmennirnir ætla
að tala og tala endalaust, svo þing-
fundir standi fram á morgun.
En formælandi íhaldsflokksins,
MacLeod, fyrrv. nýlendumálaráð-
herra, tekur þessari hótun með
mesta jafnaðargeði.
— Verið þið bara róiegir, piltar,
segir hann við flokksbræður sina.
Þessi herferð Verkamannaflokksins
getur ekki staðið margar vikur. Það
vitum við allir af gamalli og góðri
reynslu. Verði hinir herskáu þing-
menn ekki þreyttir á henni, þá verða
eiginkonur þeirra sko orðnar leiðar
eftir skamma hríð!
Utgefandi: H.f. Arvakur, Reykjavík.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Sigurður Bjamason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjóm: Aðalstræti 6. Sími 22480.
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS