Lesbók Morgunblaðsins - 25.03.1962, Blaðsíða 9
SATURN 0
tfg OSFLAUGAR þær, sem Bandaríkjamenn
framleiða, eru nú svo margs konar og
margbrotnar, að ekki er nema fyrir sérfræðinga
að kunna skil á þeím.
Hvort tveggja er, að hver flaug er samsett úr
mörgum liðum eða hömum og getur hver þeirra
tekið ýmsum stakkaskiptum. En auk þess eru drifefn-
in af mismunandi gerðum og ýmist föst eða fljótandi.
0,
"g það er ekki aðeins eldur og
bruni tveggja efna, til dæmis fljót-
andi súrefnis og alkohols, sem knýr
áfram flaugina, sem þá má nefna eld-
flaug, heidur getur verið um slík drif-
efni að ræða að ekki er rétt að tala um
eld eða eldflaug. Koma þar til greina
t. d. flaugar knúnar rafeindum eða
svokölluðu plasma, þar sem jafnvel
sólarorkan er driffjöðrin. Þá má nefna
kjarnorkuflaugar sem í undirbúningi
eru og fleira.
H
Lver gerð flauga þjónar sérstök-
um tiigangi, því að verkefnin sem
rannsaka skal eru svo margháttuð að
haga verður tækjunum eftir því.
Merkilegasta eldflaugasamstæða
Bandaríkjamanna fram að þessu er hin
Evokallaða SATURN-eldflaug. En þar
eem hana þrýtur orku tekur við eld-
flaugin NOVA, sem hefur nær tvöfalt
ofl á við Saturn. Er Nova nú í undir-
búningL
1 il þess að gefa hugmynd um
etærð Novu, má geta þess að hún verð-
ur líklega 360 fet eða nær 110 metrar
á hæð og gæti komið geimskipi með 3
manna áhöfn til iendingar á tunglinu
og til baka aftur.
Neðsti hamur Novu yrði knúinn átta
F-1 eldhreyflum eða e. t. v. föstu elds-
neyti. Þrýstingurinn sem lyftir Novu
yrði um 5.500 tonn.
Ei
Hi
L ún bæri geimskipið APOLLO,
er vegur nær 70 tonn. En það væri
með fjaðrandi lendingarfótum, þegar
lenda skyldi á tunglinu, og eldhreyflum
TÆKNI OC VfSÍUDI
sem beint væri gegn fallinu niður á
tunglið. Ynnu þeir með 45 tonna and-
þrýstingi. Loks fiytti þessi tunglferja
með sér brottfararhreyfil útbúinn 7
tonna þrýstihreyfli til að lyfta ferj-
unni af tunglinu og koma henni á leið
til jarðar.
mt ar sem Saturn getur komið 19
tonna geimskipi í sporbaug um jörðu,
þá getur Nova komið 160 tonna geim-
skipi í sporbaug. Og önnur stærri gerð
af Nova getur komið 190 tonna geim-
skipi í sporbaug en 70 tonna skipi út
úr umráðasvæði jarðar — í sporbaug
um sólu og til annarra hnatta!
Til samanburðar má nefna að stærsta
geimskip Rússa í sporbaug um jörð
vegur 5—7 tonn og er líklega skotið
á loft með 360 tonna þrýstingi. Banda-
ríkjamenn eru þannig að smíða flaug-
ar, sem eru 15 sinnum öflugri. Má bú-
ast við, að ekki líði mörg ár, áður en
þeir skáka Rússum með þessum risa-
vöxnu flugskipum.
F-1 goshreyfillinn
_ Ff
P
4
TTT
20 hœJ>a hw5
C-1
% þrep
3Cþrep
C-3
3 þrep
I inn þeirra goshreyfla sem Banda
ríkjamenn tengja mestar vonir við og
sem væntanlega á eftir að valda bylt-
ingu í geimferðum er F-1 goshreyfill-
inn. Þrýstiafl hans, þótt aðeins sé
brennt súrefni og steinolíu, er 675
tonn, og fyrirhugað er að byggja a.m.k.
sex-átta slíka hreyflá inn í gosflaug af
Nova-gerðinni, sem gæfi henni a.m.k.
4000—5100 tonna lyftikraft og þó enn
meir þegar notað er sterkara eldsneytL
Myndin sýnir aðeins einn af þessum
hreyflum og gefur hugmynd um stærð
hans. En þungi hvers hreyfils er nær
7 tonn.
Fjarskipta geimstöðvar
v
JL msar stórmerkar rannsóknir fara
nú fram með aðstoð geimstöðva, þó
smáar séu. Þannig hafa TIROS veður-
tunglin veitt mikilvægar upplýsingar
um veðurmyndanir.
Önnur tungl eru notuð til afstöðu-
mælinga í þjónustu siglinga. Þá eru
framkvæmdar rannsóknir á sólinni og
geislum hennar og á eðli jarðarinnar,
þyngd og lögun. Loks líður að því að
sett verði upp fjarskipta- og endur-
varps geimstöðvar.
Þannig munu á þessu ári verða hafn-
ar tilraunir með fjórar gerðir af geim-
stöðvum, sem smnast eiga fjarskipti:
Project RELAY, sem Radio Corpora-
tion of America sér um fyrir NASA,
sem er æðsta geimvísindastofnun
Bandaríkjanna. Project TESTAR sem
American Telephone and Telegraph Co.
sér um ásamt NASA.
Project ADVENT, sem eru viðvörun-
arstöðvar hátt settar yfir jörðu. Sér
General Electric um þær ásamt varn-
armálaráðuneytinu.
li oks er Project SYNCOM, sem
Hughes Aircraft sér um fyrir NASA.
Síðustu tvær tegundir geimstöðva
myndu staðsettar í 22,300 mílna hæð
yfir jörðu og snúast með sama horn-
hraða og jörðin. Þrjár slíkar stöðvar
gætu náð beint til allrar jarðarinnar með
sjónvarpi.
Þær mundu allar verða færar um að
taka við, magna og endurvarpa út-
varps- og sjónvarpsbylgjum.
Um þetta mál skrifar Senator Warr-
en C. Magnuson í ASTRONAUTICS í
janúarheftið 1962. Kveður hann þar
stjórnskipaða nefnd telja að þess muni
alllangt að bíða að sjónvarpsnotendur
geti tekið við útsendingum beint frá
þessum hnöttum, en efast sjálfur um
þetta og vitnar í ummæli Bandaríkja-
forseta um það, að nauðsyn beri til að
stefna að því að sem fyrst megi ná
beint til afskekktustu afkima jarðar-
innar.
Af þessu má ráða, að í fyrstu
verði notaðar móttökustöðvar á jörðu
til að taka við sjónvarpi frá himin-
geimnum og dreifa því til notenda. En
að síðar muni tæknin eflast svo, að
almenningur geti sjálfur valið sér efni
frá hinum ýmsu geimsendistöðvum og
fylgzt með fréttum og atburðum jafn-
ótt og þær gerast um heimsbyggðina.
Má því gera ráð fyrir að mörg okkar,
sem nú lifum, eigum eftir að sjá meiri
byltingu í fjarskiptum en flesta grun-
ar. Og lítt mun þá tjóa að kvaka um
einangrun eða óska hennar.
Gísli Halldórsson.
EldhreyfllIInn, sem gefur nær 700 tonna þrýstíng með aðeins súrefni og
steinolíu sem brennsluefnum. — (S. 25. March 1961, ASTRONAUTICS)
Huseigendur á
hitaveitusvæðinu
Sparið hitunarkostnaðinn
um 10—30% með því að nota
sjálfvirk stillitæki
Onnumst uppsetningar
Talið við okkui og leitið
upplýsinga
= HÉÐINN =
Vélaverzlun — Sími 24260
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9