Lesbók Morgunblaðsins - 25.03.1962, Síða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 25.03.1962, Síða 3
HINZTA KVEÐJA Ettir Hafliba frá Eyrum HveR hefði getað trúað því, að hann Þórður Torfason ætti til við- kvæmni. Sízt af öllu þeir, er töldu sig þekkja hann bezt. Hann hafði um fjölda ára átt íbúð í Verkamannabústöðunum, og satt bezt að segja var flestum lítið um hann gefið. Lengi hafði Þórður verið í siglingum á skipum Eimskipafélagsins og aldrei hafði hann komið svo tii heimahafnar, að hann væri þá ekki sífullur meðan slcipið hafði viðstöðu, og ósjaldan slapp hann við það að lögrcglan þyrfti að liafa af honum afskipti, ef hann dvald- ist lengur en tvo daga í landi. Það var mikið sem Jórunn blessunin mátti afbera í sambúðinni við þennan mann, það gátu þær bezt borið vitni um vinkonur hennar, sem í nágrenninu bjuggu. Oft var það sem hún hafði hreint og beint orðið að flýja hús, og nokkrum sinnum hafði Jórunn komið til þeirra rifin og tætt með glóðarauga, sem hann Þórður hafði gefið henni. Það var næsta furðulegt hvað hún gat fvrirgefið og þolað þessum hrotta, sem aldrei virtist sýna henni minnstu hugul semi, — eða hver vissi svo sem til að hann Þórður kæmi nokkru sinni, með svo mikið sem brjóstnælu að gleðja hana með, þegar hann kom úr utan- landssiglingu. N. lei, það hefðu fáar konur látið bjóða sér til langframa það sem hún Jórunn varð að þola í sambúðinni við Þórð Torfason. En þó keyrði fyrst um þverbak með mannfjandann, þegar hann gafst upp við siglingarnar í miðju stríðinu og fór að vinna í landi og var draugfullur allar helgar. Nóg var nú samt um ræfildóminn hjá þeim manni, þó hann bætti ekki við sig heigulsnafni. Og mikill var sá kross, sem sumar manneskjur máttu bera, — það sannaðist bezt á Jórunni blessun- inni. Og nú var hún dáin. Varð bráðkvödd fyrir framan dyrnar á fiskbúðinni, einn góðviðris morgun á miðju sumri. Við hverju mátti líka ekki búast með þá manneskju, eins og hún hafði orðið að meðtaka af mót- læti í lífinu. Það vissu allir hvernig hann Þórður lét þegar hann var fuliur. Hún hafði hnigið þarna útaf á gang- stéttinni fyrir framan fiskbúðina, fyrir- varalaust. Og allt komst í uppnám í búðinni, sem vonlegt var. Afgreiðsla féll niður þar til sjúkrabíllinn var far- inn með konuna, og lögreglan hafði fengið sannar fréttir af því, — að þetta hefði bara allt í einu skeð, þegar hún Jórunn steig fram af þrepinu með steinbítsbitann, sem hún var að enda við að kaupa. Ja, — það yrði svei mér gaman að vita, hvernig Þórði mundi verða við, þegar hann fengi fréttirnar. Og lögreglubíllinn ók niður að höfn með æpandi hraða, með því að sjálf- sagt þótti að sækja Þórð, ef vera mætti að hann næði að kveðja Jórunni, væri hún ekki þá þegar skilin við. Ha Lann kom of seint, Jórunn var liðið lík, en Þórður var með budd- una í rassvasanum og gat greitt flutn- ingskostnað á líkama hennar frá fisk- búðinni, og það þurfti ekki að skuld- færa honum neitt, hann sá um áfram- haldandi flutning til líkhússins. Urn kvöldið sat Þórður Torfason einn í íbúðinni og las í bók, engum hafði orðið það á að heimsækja hann til að stytta honum stundir, nú þegar hann var orðinn ekkjumaður. Hann átti ekki von á því, orðinn sextíu og sjö ára, kjarklaus uppgjafa sjóari og drykkjusvoli í þokkabót. Víðkunnur bölvaður ræfill í herrans háa tíð. Viku síðar fór jarðarförin fram og fólkið úr Verkamannabústöðunum fjöl- mennti við útförina, með því að Jór- unn hafði verið einkar vel látin kona. Svo var þetta fráfall hennar fjarska- lega sviplegt og óneitanlega dálítið for- vitnilegt að sjá, hvort hann Þórður yrði ekki duggunarlítið skömmustuleg- ur á lokastundinni, annað eins og sá maður hafði á samvizkunni. Hann gat andskotakornið ekki verið alveg sam- vizkulaus. En fiestir urðu fyrir sárum vonbrigð- um. Þórði Torfasyni sást ekki bregða hið minnsta, þótt presturinn lygi því blákallt framan í alla sem vel vissu betur, að hjónaband Jórunnar sálugu hefði verið farsælt og heimili þeirra Þórðar friðsælt myndarheimili. Ja, — svei, öllu mátti nú nafn gefa. Drottinn rninn1 Nokkrir urðu samt til þess að rétta Þórði þegjandi höndina um leið og þeir fóru heim, og sýna honum með því til- hlýðilega kurteisi samkvæmt þjóðlegri guðsbarna venju. jJeinast stóð hann einn eftir við gröfina, og var með hendurnar í frakkavösunum. Aldrei slíku vant, var hann Þórður í frakka, og það í öðru eins blíðskapar veðri. Nú — jæja, máski var honum ekki með öllu sárs- Danmörk: aukalaust að fylgja henni Jórunni sinni til moldar. Grafararnir komu til að moka ofan í gröfina, og Þórður Torfason vék sér frá á meðan. Stundu síðar kom hann aftur og stóð lengi þögull við nýorpið leiðið. Hann skimaði í allar áttir, en það var hvergi fóifc á ferð, hann gat verið öruggur um það, enginn var ná- lægur. Þá steig hann eitt skref fram, brá hendinni í brjóstvasann og drá upp snotran vasafleyg, tók úr honum tapp- ann og kraup niður. „Hérna fer hún þá, síðasta löggin mín. — Það er trúlega bezt að þið fylgizt að, Jórunn mín, sagði hann meðan wiskýið rann úr pelaglasinu niður í gröfina. Að svo búnu reis hann upp, gerði kross- mark yfir mold- ina og gekk síð- an heim. Undarlegur mað- hrr, hann Þórður Torfason, um það gátu allir verið sammála. Þá loks gat hann hætt að d r e k k a , þegar hann var búinn að fyrirkoma kon unni sinni með drykkjulátum og hrottaskap. — Og hann sem hafði átt þessa dásam- legu konu. Nei — svo sann- arlega, var ekki hægt að hafa sam úð með öðrum eins manni. BRIDCE F Y RIR nkkrum árum fór fram keppni milli liða frá Jamaica og Toronto í Kanada. Spilið, sem hér fer á eftir, var spilað í þeirri keppni og er skemmtilegt að athuga það. Á báðum borðum var lokasögnin sú sama eða 6 grönd. * A D 10 9 V G 5 2 ♦ G 7 2 4> D 5 3 A G 8 V D 6 4 3 ♦ 10 8 4 3 4 8 4 2 ♦ 7 6 4 2 V 10 7 ♦ K D 6 5 ♦ 10 9 7 A K 5 3 y Á K 9 8 ♦ Á 9 * Á K G 6 Útspil var það sama á báðum borðum eða tigulþristur frá Vest- ur. Spilið tapaðist á báðum borð- um, sagnhafarnir fengu aðeins 11 slagi, en við nánari athugun kom í ljós að hægt er að vinha spilið og það á skemmtilegan hátt. Sagnhafi gefur tigul 3 í borði og Austur verður að láta drottn- inguna og' Suður drepur með ás. Nú tekur Suður ás og kóng í hjarta og síðan 4 slagi á spaða og sjálfur kastar Suður hjarta 8 í fjórða spaðann. Vestur kastar einu hjarta og einu laufi. Nú tekur sagnhafi 4 slagi á lauf og kastar úr borði hjartagosa í fjórða lauf- ið. Vestur, sem á aðeins tvö lauf eftir verður að kasta tveimur tigl- um og á þá aðeins eftir tigul 10 og hjartadrottningu. Nú lætur Suður út tigul 9, Vestur drepur með tíunni og drepið er í borði með gosanum og Austur drepur með kóngi, en nú fær Suður 12. slaginn í tigul 7 í borði, því Aust- ur á ekki annað en tigul til að láta út og tigul 7 er orðið hæsta spil. Harmljóð Eftir Erik Knudsen CHARLIE PARKER Kyrrðin undir órólegum stjörnum. Kyrrðin í einhýsi hjartans. Kyrrðin áður fölur dagur vaknar og sópar okkur burt einsog notuðum farseðlum. Kyrrð þegar raddirnar lækka, þegar tíminn sezt niður og hlustar: Urðu engir tónar eftir? ekkert bergmál frá langri reynslu tregans? Aðeins veifandi hönd, dropar af sól, síðasta stöðin Og lestin sem við sleppum aldrei útúr. Sig. A. Magnússon þýddi. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.