Lesbók Morgunblaðsins - 25.03.1962, Qupperneq 4
ÍW»W»i>»á
Sonja skrifar: TÍZKUFRÉTTIR FRÁ NEW YORK
'KINNIN AFTUR Á
DAGSKRÁ
H
VENÆR sem orSið „mink-
tir“ heyrist nefnt, kallar það fram
í hugann fegurðardísir, munað og
„hið ljúfa líf“, þ.e.a.s. huga allra
nema hinna vandlátustu, sem vildu
ekki einu sinni láta sjá sig dauðar
í venjulegri minkakápu.
1 yrir nokkrum árum sagði Val-
entina, hinn frægi kjólateiknari, þessi
orð (með sterkum rússneskum hreim):
„Minkur hæfir fótbolta.“ Margar tízku-
konur voru á sama máli og notuðu aldrei
minkaskinn nema við íþróttir eða sem
fótaábreiður í bílum. Þótt húsmæður í
útihverfum stórborganna og venjulegar
vinnandi konur hneigðust til að líta á
minkakápur sem velmegunartákn, fannst
hinum tízkuvöndu, sem vit höfðu á, að
minkakápan hefði verið niðurlægð og
gerð hversdagsleg með því að vera notuð
of oft og einnig vegna ills umtals. Til
dæmis yfirfylltust gamanblöð landsins af
„minkabröndurum“ í tíð Trumans-stjórn-
arinnar, þegar ýmsir háttsettir embættis-
menn reyndust hafa þegið minkakápur
handa konum sínum frá hinum svo-
nefndu „fimm-prósenta-mönnum“. Um
það leyti hættu þær, sem eru fyrirmynd
í tízkumálum, að nota minkakápur á
venjulegan hátt, en notuðu minkaskinn
frekar til að brydda ullarkápur til dag-
Þetta virðist hagnýt — og
lagieg — ný hugmynd að
minkakápu. Hinn mikli klæð-
skeri, Jean Desses í París (sem
er grískfæddur) saumaði
þetta fyrir Soffíu Grikklands-
prinsessu. Kápuna má bera á
þrennan hátt, fullsíða, % síða
eða sem stólu.
legrar notkunar og brókaði — eða satín-
kápur til samkvæmisnotkunar.
Þ etta var fyrir um það bil tíu
árum, en það tók nokkur ár fyrir skinn-
bryddar kápur að seytla niður á fjölda-
framleiðslustigið. AUt í einu auglýstu
allar verzlanir landsins skinnbryddar
kápur (að sjálfsögðu ekki alltaf með
minkaskinnum). Um það leyti höfðu
frumkvöðlarnir horfið aftur að venjuleg-
um minkakápum, en í þetta sinn í mikið
endurbættri mynd. Nú var horfinn þessi
þungi fyrirferðarmikli svipur með skinn-
in í lóðréttum röðum í ermunum. Hin
nýja meðferð var miklu fínlegri, skinn-
in voru notuð nærri eins og ofin efni,
þau voru lárétt, skásett og sett á allan
mögulegan hátt, og voru höfð í um það
bii tylft mismunandi lita.
No
lú er að sjálfsögðu í tízku að
blanda skinnum saman, t.d. bjórskinns-
kapa með minka — eða chinchillakraga,
eða hlébarða eða ozelot með minkum
o.s.frv. Sama er hvernig SKÍnnin eru
skorin, þá eru þau í tízku til frambúðar.
Viljið þið fá sönnun þess, eða tölur, er
hér dæmi:
Skinnkaupatíminn í New York virðist
standa sem hæst nú og spáð er að skinna-
kaupmenn frá Bandaríkjunum og
Evrópu muni kaupa fyrir meira en 350
milljónir dollara af skinnum og það er
dágóð summa, systir góð.
KRISTJÁN Ó.
ÞORGRÍ MSSON
Ki
lRISTJÁN Ó. Þorgrímsson
var án efa sérstæðastur íslenzkra
leikara á því tímabili, sem hér er
um að ræða og naut mikilla vin-
sælda sem leikari. Hann hóf leik-
starfsemi sína árið 1881 og var því
orðinn kunnur og mikilsmetinn
leikari áður en Leikfélag Reykja-
víkur var stofnað.
I>að var því sjálfsagt og eðlilegt að
leitað væri til hans um þátttöku í þess-
um nýja félagsskap, enda var hann
einn af stofnendum Leikfélagsins.
Kristján var hagsýnn fjármálamaður,
enda hafði hann um langt skeið verið
gjaldkeri í flestum leiksamtökum hér
í bæ áður en Leikféíagið kom til sög-
unnar og gerðist þegar gjaldkeri þess
árið 1899 og hélt því starfi til ársins
1915, er hann var kjörinn formaður fé-
lagsins, en hann andaðist þá um haust-
ið. —
K
. ristján var fæddur að Staðar-
þakka í Helgafellssveit í Snæfellsnes-
sýslu 8. febrúar 1857. Voru foreldrar
hans Þorgrímur Víglundsson, bóndi að
Staðarbakka, og kona hans, Kristín
Jónsdóttir. Honum var í brjóst borin
sterk athafnaþrá og löngun til meiri
menntunar en hann átti kost á að afla
sér í heimahögunum. Hann hélt því tií
Reykjavíkur haustið 1875, þá átján ára
gamall. Lærði hann fyrst bókband hjá
Agli Jónssyni og fékk sveinsbréf í
þeirri iðn vorið 1878. Árið eftir keypti
hann sér borgarabréf í Reykjavík og
tók að reka hér verzlun og rak hana
æ síðan. En þessi verzlunarrekstur
Kristjáns var þó ekki nema einn þáttur
af mörgum í ævistarfi hans, því að
hann var fjölhæfur maður með af-
brigðum og lét mjög til sín taka á
mörgum sviðum athafnalífsins og í fé-
lagsmálum, var meðal annars í niður-
jöfnunarnefnd bæjarins í rúman ára-
tug, bæjarfulltrúi, slökkviiiðsstjóri og í
fjölda nefnda á vegum bæjarins.
Kristján rak og um skeið bókaútgáfu
og bóksölu, var ritstjóri Þjóðólfs 1880—
82 og ásamt Einari Þórðarsyni útgefandi
að „Suðra“ Gests Pálssonar alla tíð
meðan það blað kom út. Ennfremur
hafði hann um langt skeið á hendi mál-
flutning fyrir undirrétti og rak „Skrif-
GAMLARLEIKHÚSMINNINGAR
stofu almennings“, er tók að sér
skuldheimtu fyrir menn. Stóð oft all-
mikill styrr um Kristján vegna þeirrar
starfsemi hsins, en hann var þannig
skapi farinn að hann mun hafa_ látið
sér það í léttu rúmi liggja. Ýmsar
gamansögur spunnust út af þessum
innheimtustörfum Kristjáns og má vel
vera að hann hafi sjálfur komið sum-
um þeirra á kreik, því að hann var
glettinn og gæddur ágætri kímnigáfu.
Af því, sem hér hefur verið sagt, má
sjá, að Kristjáni var margt til lista
lagt og má þá bæta því við að hann
var, árið 1907, skipaður sænskur vara-
ræðismaður í Reykjavík.
K
. ristján var rúmlega meðalmað-
ur á hæð, þrekvaxinn og allfeitlaginn,
fremur hálsstuttur og orðinn dáiítið
lotinn þegar ég sá hann fyrst (1910),
svipmikill og persónan öll þannig að
eftir honum var tekið hvar sem hann
fór. —•
Ég hafði ekki persónuleg kynni af
Kristjáni Þorgrímssyni, en í grein um
hann í „Óðni“ 1913, kemst Guðmundur
Guðmundsson skáld, meðal annars svo
að orði:
„Kristján er gleðimaður mikill, síkát-
ur, fyndinn og gamansamur, og óvíða
hefur verið glaðara á hjalla en inni
Erh. á bls. 12
ER ÞETTA
{DÆMIGERT?
BREZKA tímaritið „Men Only“
, reyndi nýlega að búa til dæmigert;
1 samtal milli eiginmanns og konu
hans.
Hann: (lítur óþolinmóður á úrið
i sitt, og loks birtist hún hálfklædd)
’ Ertu ekki tiibúin ennþá? '
Hún: Nei, ég hef ekki hugmynd
’um hvaða kjól ég á að fara í. Getur
þú ekki gefið mér ráð?
Hann: Hvernig væri að þú færir í,
J brúna sjiffon-kjólnum?
Hún: Haltu þér saman. Mér er al-
vara.
Hann: Nú, en hvernig er þá með
■ bláa silkikjólinn?
Hún: Ertu genginn af vitinu? Ég
ivar í honum síðast þegar við vorum
I þaj*-
Hann: Mig grunaði ekki, að þetta
'væri svona erfitt.
Hún: Haltu þér saman, skepnan
* þín. Hvað á ég að fara í?
Hann: En hvað þá með sjantung-
J kjólinn sem við keyptum í Kaíró?
Hún: Ég hélt að þú vildir hjálpa
^rnér — en ekki bara láta eins ogj
fábjáni. En nú veit ég hvað ég geri.
Ég fer auðvitað í brúna sjiffon- f
kjólnum. <
Hún hverfur hnarreist og stolt, en
[ hann reynir að gera sem allra minnst
úr sér.
Kristján Þorgrímsson sem
„Ævintýri á gönguför"
Kranz
1897.
4 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS