Lesbók Morgunblaðsins - 25.03.1962, Síða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 25.03.1962, Síða 5
/ heimsókn hjá EZRA POUND, Tízkan er smekkurinn eftir Ronald Duncan E' ''KKERT er fráleitara en rugla saman tízku og smekk. Fyrir nokkrum vikum var gerð fróðleg könn- un meðal stúdenta á fyrsta og öðru ári viö háskólann í Cambridge. Aðeins einn þeirra hafði heyrt getið um Ezra Pound, og sá hélt að skáldið væri ekki lengur í töiu lifenda. Aftur á móti höfðu allir stúdentarnir málverkaprentanir eftir Picasso á veggjunum hjá sér og bækur Pasternaks í bókahillunum. Já, tízkan er eitt, smékkurinn ann- Cð. Allir þekkja „The Waste Land“ eftir T. S. Eliot, þó fæstir hafi senni- lega lesið þetta kvæði, en hve margir hafa nokkurn tíma heyrt um „Hugh Selwyn Mauberley“ eða skáldið sem orti það? Menn gleyma að „The Waste Land“ er tileinkað Ezra Pound með árituninni „Til hins snjallara kunnáttu- xnanns". Hér er ekki verið að gefa £ ekyn, að Pound sé betra ljóðskáld en Eliot. Samanburður á gerólíkum hlut- um er tilgangslaus: það er ekki hægt cð bera saman einseyring og senti- metra. É, l g hitti Pound fyrir nokkrum vik- um á sjúkrahúsinu í Merano á Ítalíu, þar sem hann hefur legið rúmfastur eíðustu mánuðina. Hann var veikburða cg horaður. Með leðuról, sem hékk fyr- ir ofan höfuðið á honum, gat hann reist sig frá koddanum til að heilsa mér. Maður sá fá merki hins stolta og stælta manns, sem ég bekki fyrir 25 árum, þegar hann ráfaði hjá höfninni í Rap- ello. Þá voru póstkortin, sem hann cendi frá sér, nokkurs konar bók- menntalegar tilskipanir, og hann gaf sér alltaf tíma til að leiðrétta og stytta verk annarra höfunda, „The Waste Land“ eftir Eliot, „Ulysses" eftir James Joyce, „Byzantium" eftir W. B. Yeats, D.s.frv. Og aldrei hikaði hann við að leggja sín eigin verk til hliðar, ef hann taldi sig geta komið á framfæri og »ukið hróður manna, sem gæddir voru hæfileikum, hvort sem var í skáld- skap, myndlist eða tónlist. Meðal þeirra sem nutu góðs af þessari óþreytandi viðleitni hans voru Gaudier, Strav- insky, Brancusi, Ernst, Fenollosa og Frobenius. þessum árum varð Ezra Pound mér eins konar háskóli. Hann las fyrir mig ljóð eftir Guido Cavalcanti, fór yfir ljóðin mín og sagði mér hvar ég eetti að breyta þeim, og þegar ég var kominn heim til Englands aftur, fékk ég frá honum póstkort á nokkurra daga fresti, þar sem hann hvatti mig til að lesa þetta og sjá hitt eða til að hitta einhvem, sem hann taldi geta orðið mér að liði. Margir þessara manna voru ekki rit- höfundar. Á fjórða tug aldarinnar var hann heillaður af kenningunum um „Social Credit" og reyndi eftir megni að koma á framfæri hugmyndum Majors Douglas. Fyrir vikið komsthann hvað eftir annað í tæri við Sir Oswald Mosley, foringja brezkra fasista. Hann trúði því af heilum hug, að okrið væri frumorsök þess skipbrots, sem öll mann- leg verðmæti hafa orðið fyrir. Mér tókst aldrei að koma honum í skiln- ing um, að okrið bæri órækt vitni um hinn augljósa skort á verðmætum, en væri engan veginn frumorsök hans. Þ egar stríðið brauzt út, skrifaði Pound mér (ég neitaði að berjast af samvizkuástæðum) og hvatti mig til að leggja fram minn skcrf til varnar brezka samveldinu, því þar væri afl sem vert væri að varðveita. Einu eða tveimur árum síðar geröi iögreglan húsrannsókn hjá mér. Ég hafði birt verk Pounds í tímariti mínu, „Towns- man“, og þar sem hann var farinn að tala í útvarp fyrir ítölsku stjórnina, var ég líka grunsamlegur. Með því að tala í ítalska útvarpið framdi Pound strangt tekið föðurlands- svik, því hann þáði fé frá ríki sem var í styrjöld við föðurland hans, Bandaríkin. Hins vegar er sanngjarnt að taka það fram, að Pound varð að finna einhverja leið til að halda í sér lífinu, og hann hafði lagt áherzlu á tregðu sína til að taxa um styrjöldina. Þar sem hann lá á sjúkrahúsinu í Merano sagði hann mér, að hann þjáð- stöðugt beint að honum ljóSkastara. Olli þetta skemmd á heila hans. í þessu járnbúri skrifaði hann ljóð sem hann sendi mér. Það var hluti af hin- um fræga ljóðabálki „Pisan Cantos“. Bandaríska stjórnin iét senda Pound flugleiðis til Washington, þar sem hann átti að koma fyrir rétt. En læknar úr- skurðuðu hann vanheilan á sönsum, og var hann þá settur á geðveikrahæli í Washington, þar sem hann var hafður í haldi í fjórtán ár. Ég heimsótti hann þar í klefa sem var fjórum sinnum sex fet í þvermál. Við sátum í þilfarsstól- um á ganginum, umkringdir geðveikis- sjúklingum; einn þeirra vildi endilega hreinsa úrið mitt með skósvertu. É. Ezra Pound á gamalsaldri ist ekki af neinum líkamlegum krank- leik, heldur af djúptæku og ólæknandi samvizkubiti. „Það er rétt að ég setti gyðinga í samband við okrið í útvarpserindum mínum,“ sagði hann, „en ég sá aldrei neitt í ítölsku blöðunum um ofsóknir á hendur þeim í Þýzkalandi nazism- ans. Hefði ég vitað um þjáningar þeirra, mundi ég aldrei hafa minnzt á þá. Ég lem ekki fólk þegar það er fall- ið til jarðar“. Ég gat aldrei tekið þá ásökun alvar- lega, að Pound væri gyðingahatari. Ég vissi að margir helztu vinir hans voru gyðingar. r egar Bandamenn tóku Ítalíu, var Pound tekinn höndum af bandaríska hernum, handjárnaður við blökkumann sem var sekur um nauðgun og lokaður inni í búri í Pisa. Honum var tjáð, að hann yrði tekinn af lífi. Á nóttinni var g stóð að beiðni, sem send var dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, þar sem ég benti á, að það mundi verða Bandaríkjunum mikil vanvirða, ef þetta mikla ljóðskáld yrði látið deyja í varð- haldi. Til allrar hamingju bar hún nokkurn árangur: Pound var látinn laus eftir fjórtán ár og hvarf þegar í stað til Ítalíu til að dveljast hjá einka- bami sínu, Mary de Rachwiltz prins- cssu. Þó hann hafi ekki hlotið Nóbels- verðlaunin eða neina aðra viðeigandi viðurkenningu, hafa nokkrir vina hans reynt að hjálpa honum. „Hemingway sendi mér þúsund dolx- ara ávísun", sagði hann mér, „en af einhverjum ástæðum gat ég ekki kom- ið mér til að skipta henni, enda vissi ég ekki nema hann kynni líka að vera í kröggum." P ound er ekki bitur, en hann þjáist oft af samvizkubiti og þeirri til- finningu, að andlegur þróttur hans sé að þverra. í þrjá klukkutíma hlustaði ég á æðruorð hans. Hann kvartaði yfir vangetu sinni til að lesa prófarkir af verkum sínum rétt, hann sá eftir þeim hörðu dómum sem hann hafði fellt um Bertrand Russell, hann var leiður yf- ir að hafa ekki lesið ákveðinn grískan höfund, vanrækt eitthvað annað og þannig mætti lengi telja. Á þennan hátt eyðir eitt mesta ljóðsikáld aldarinnar síð- ustu stundum ævinnar, beygður, auð- rnjúkur, iðrandi. s ENNILEGA eru fáar þjóö- ir á noröurhveli jaröar jafnkœrulausar og íslendingar. Kceruleysið er oröiö þjóöarlöstur sern nœr inn á flest ef ekki öll sviö þjóðlífsins. Vinnumórall er hér t. d. lakari en víðast hvar annars staö- ar, bæöi í opinberum stofnunum og flestum atvinnugreinum. Vand- virkni er oröin svo sjaldgæf, aö menn rekur í rogastanz ef á henni bryddir. Hún er ekki annaö en af- lóga skar og óhlutgeng í lífi hins sanna nútímamanns á íslandi. Hér ríkir fúskiö og svindliö á öll- um sviöum — vmnusvik, am- lóöaháttur, kunnáttuleysi, fjárglœfrar og ábyrgðarleysi. Opinberar stööuveitingar eru aö veru- legufíleyti póli- tísk hyglun, og í ýmsar ábyrgö- arstööur þjóöfélagsins hafa valizt menn, sem eru fullkomnir skuss- ar, pólitískir gæöingar sem hljóta umbun fyrir dygga þjónustu í refskákinni miklu. Hrossakaup- mennskan veöur hér uppi aö göml- um og gegnum íslenskum siö. Flest- ar stofnanir ríkisins liafa aö ein- liverju leyti fengiö aö kenna á henni, en sennilega hefur Háskóli fslands þó sloppiö einna bezt til þessa. Segja má aö fámenniö valdi hér nokkru og aö oft rætist skár úr mönnum en efni stóöu til. Þetta er rétt aö því leyti, aö á ýmsum sviö- um er fátt hœfra manna, og auk þess eru kjörin ósjaldan svo bág- borin, aö hœfustu menn hverfa úr landi eöa snúa sér aö öörum viö- fangsefnum en þeim, sem bezt eiga viö menntun þeirra og hœfileiíca. Þetta breytir samt engu um þaö, aö oft er gengið fram hjá hæfustu mönnum, og er ástandiö aö veröa svo ískyggilegt, aö þörf er róttœkra aögeröa, ef ekki á aö sigla öllu í kaf. Þaö þarf aö ala upp í þjóöinni ríkari metnaö og umfram allt að búa svo um hnútana, aö þeir sem eiga metnaö og búa yfir hœfileik- um geti veriö nokkurn veginn ör- uggir um aö til einhvers sé aö keppa —■ aö hœfni þeirra veröi þyngri á metunum en pólitisk þægö hugsanlegra keppinauta. Tákist þetta ekki, veröur raunin sú, aö þjóöin úrkynjast og um- hverfist % sauöahjörö, sem hefur ekki hugsun á ööru en geöjast hús- bændunum og fá sína daglegu magafylli. Hér þarf auövitaö aö koma til álmennt áták, sem stefni aö því aö fordæma og útrýma fúsk- inu, vankunnáttunni, ábyrgöarleys- inu og hentistefnunni, sem eru hélztu einkenni á daglegu lífi okkar, bœöi í stjórnmálum, menningarmálum og atvinnumálum. Sannleikurinn er nefnilega sá, aö ástandiö, eins og þaö er, heldur lífinu í hinni land- lœgu íslenzku vanmetákennd og stendur okkur fyrir þrifum bæöi inn á viö og út á viö. Kannski kem- ur þaö livaö skýrast fram þegar ýmsir íslenzkir framámenn og leiö- togar fara út fyrir landsteinana og hitta starfsbrœöur af öörum þjóö- um. Þá dylst ekki lengur, aö viö erum enn frumstœöir nesjamenn, þrátt fyrir óhófiö, íburöinn og hortugheitin í daglegu lífi okkar hér heima. s-a-m. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.