Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 25.03.1962, Qupperneq 8

Lesbók Morgunblaðsins - 25.03.1962, Qupperneq 8
HVAR ERU ÞEIR NU? STOÐ SIG EINS OG HETJA — og nú býr hún á ,,Rivierunni 144 Eiscnhower og Kristín Snæhólm í gamla Gullfaxa IE ÁTT í lofti miðja vegu milli tslands og Skotlands. Veðrið er dumbungslegt og ókyrrð í loftinu. Farkosturinn er gömul Liberator- flugvél frá Scottish Airlines, í leigu hjá Flugfélagi íslands. Sæti eru fyrir 28 farþega, flest eru skipuð, íslendingar á útlcið — .margir í fyrsta sinn. Flugfreyjan gengur á milli farþeganna, leysir greiðlega úr spurningum eftirvæntingarfullra ferðamanna — og ber þeim hress- ingu öðru hverju. Þetta er snemma vors 1947. BRLNALYKT En hva'ð er þetta? hugsar flugfreyjan. Hún dregur djúpt að sér andann og þefar. Jú, það er ekki um að villast. Brunalykt. Hún reynir að láta ekki á neinu bera og heldur áfram að sinna fanþegunum. En brunalyktin magnast fljótt. Farþegarnir eru farnir að veita henni eftirtekt. Margir ókyrrast í sætun um — allir líta spyrjandi á flugfreyj- una. Hún sér, að við svo búið má ekki lengur sitja. Reykjarlyktin er orðin megn í far- þegaklefanum — og stúlkan gengur hik- andi fram ganginn, milli sætanna, í átt- ina að stjórnklefanum. Hún staðnæm- ist andartak við dyrnar. Þetta er í fyrsta sinn, sem þvílíkt hefur komið fyrir — en hún má ekki bregðast. Hún lýkur upp hurðinni-------horf- ir agndofa fram í stjórnklefann. Henni finnst fæturnir vera að kikna undir sér, hana sundlar — og hún grípur andann á lofti. Flugfreyjan verður að taka á öllu sem hún á til þess að láta ekki ör- væntinguna yfirtouga sig: Stjórnklefinn er fullur af reyk. Það grillir rétt í and- lit skozka flugstjórans, sem hefur snúið sér við í sætinu — og augnaráð hans er djöfullegt. Lokaðu hurðinni, stelpufjandi — og reyndu að hafa hemil á farþegunum, les hún út úr augnaráði hans. Flugmenn- irnir eru greinilega skelkaðir — og hún sér í yljar vélamannsins. Hann hefur stungið sér niður um lúgu á gólfinu, sjálfsagt til að reyna að slökkva. STÓRA PRÓFRAUNIN Flugfreyjan leggur hurðina að stöf- um — í leiðslu. Hún reynir að hugsa skýrt. Hún gerir sér grein fyrir því, að nú er komið að stóru prófrauninni — og nú er að duga eða drepast. Hún herðir sig upp, reynir að brosa og láta á engu bera, gengur milli farþegana — og henni dettur ekki neitt annað í hug en: „Lofthitarinn hefur ofhitnað — þetta verður komið í lag eftir andartak". Þegar hún er búin að róa alla farþeg- ana með þessum tilbúningi lætur hún fallast í autt sæti aftast í flu'gvélinni: Guð minn góður. Hvað verður um okk- ur? hugsar hún. Hér er ekki hægt að nauðlenda — og ef eldurinn breiðist út úr stjórnklefanum, þá er úti um okk- ur. Hún vissi að benzín geymirinn lá þvert yf- ir farþegaklefann. Þetta var háþekja, hervél, sem breytt hafði verið til farþegaflutninga — og einangrunin utan á benzíngeyminum var svo til engin. — Það var jafnvel bann- að að reykja í flug- vélinni vegna eldhætt- unnar. En ef þessu yrði nú öllu lokið eftir skamma stund. Var ekki miklu betra að leyna farþcg- ana hættunni í lengstu lög. Það yrði víst eng- in bót að því að gera allt vitlaust — svona rétt áður. Ofsahræðsla gripi þá um sig, fólkið mundi kannski stökkva út úr vélinni. Nei. hún varð að reyna að hafa hemil á fólkinu. ,A CLEVER GIRL£ Hún sat sem fastast —- og henni fundust mín- úturnar sem eilífð. Loksins — loksins — dyrnar að stjórnklefan- um lukust upp — og þarna kom vélamaður- inn, sótsvartur, en bros- leitur. Hann var feit- laginn, pattaralegur Skoti — og kink- aði vingjarnlega kolli til farþeganna þegar hann gekk aftur eftir vélinni og staðnæmdist hjá flugfreyjunni. „Hvað sagðirðu þeim?“ spurði hann og var nú alvarlegur á svip. „Ég sagði, að hitarinn hefði ofhitnað". Það breiddist bros yfir skozka andlit- ið: „You are a clever girl“, sagði véla- maðurinn. „Þetta var alveg rétt hjá þér“, hélt hann áfram — „en nú er hættan liðin hjá“. Um þetta var ekki rætt meira og flug- freyjan brosti vingjarnlega til farþeg- anna, þegar þeir kvöddu og þökkuðu fyrir sig á flugvellinum í Prestwick. Þús- undir áttu eftir að fljúga með henni og hún leysti allra vanda, oft við hinar erfiðustu aðstæður — þó hún hefði aldrei komizt í hann jafnkrappan og með Skotunum forðum. EISENHOWER Það er kominn tími til að segja ykk- ur hver stúlkan var. Hún heitir Kristín Snæhólm — og nú er hún elzta íslenzka flugfreyjan. Þegar hún réðist til Flug- félags íslands árið 1947 hafði hún aldr- ei stigið upp í flugvél. En hún naut góðrar tilsagnar fyrstu flugfreyjunnar okkar, Sigríðar heitinnar Gunnlaugs- dóttur, og eftir að flugfélagið tók skozku vélarnar á leigu naut Kristín stuttrar kennslu í Skotlandi. Hún var því orðin gamalreynd í starf- inu, þegar hún — þá löngu orðin yfir- flugfreyja félagsins — flaug með Eisen- hower yfirhershöfðingja Atlantshafs- bandalagsins frá Reykjavík til Kefla- víkurflugvallar. Hershöfðinginn var hér á ferð árið 1952, skömmu áður en hann lét af herforingjaembætti og hlaut for- setakosningu í heimalandi sínu. Hann var þá í einkaflugvél sinni, lenti í Kefla- vík, kom landveginn til Reykjavíkur til að hitta íslenzka ráðamenn — og fór með gamla Gullfaxa aftur til Keflavik- ur. Sagt er, að Gullfaxi hafi verið eina almenna farþegaflugvélin, sem Eisen- hower ferðaðist með þau ár sem hann gegndi herforingjastöðunni hjá NATO. Kristín hefur því verið eina flugfreyj- an, sem veitti honum beina á því tíma- bili. Og íslenzku flugmennirnir létu ekki tækifærið sér úr greipum ganga. Enda þótt henni væri ekkert vel við að biðja henshöfðingjann um að skrifa nafn sitt í toækur flugmanna — þá gerði hún það og Eisenhower brást vel við. Hann þreifaði eftir gleraugunum f brjóstvas- anum, en fann þau ekki. Svo fór hann í alla vasa — og muldraði um leið: „Where the hellhave I put me glasses?“ „A NICE GIRL“ En loks komu hershöfðingjagleraugun í leitirnar og Jóhannes og Hörður fengu eigin rithönd Eisenhowers, Kristín færðl honum hlý ullarteppi, því að hráslaga. legt var í flugvélinni — en áður en varði var lent á Keflavíkurflugvelli. Þegar tilvonandi Bandaríkjaforsetl steig út úr flugvélinni stóð flugfreyjan við útganginn að vanda. Hann nam staðar, kinkaði brosandi kolli, eins og þúsundir annarra farþega — og sagði: „You are a nice girl.“ Þetta hefur Skúli Hansen tannlækn. ir sennilega líka sagt við Kristínu, þeg- ar hann gekk út úr flugvélinni nokkru síðar. Og hann gerði meira. Hann tók hana með sér — og kvæntist henni. Það eru því liðin átta ár síðan frú Kristín Snæhólm sagði skilið við Flugfélagið og farþegana. En hún hefur ekki setið auð- um höndum. Þau Skúli réðust í a8 byggja — á „Rivierunni" sem hún kall- ar svo — í Kópavogi. Þar vann frúin eins og forkur, sótti sementið i „skott- inu“ á bílnum þeirra. Tvo og tvo poka í einu — þetta mjakaðist áfram. Hún handlangaði og negldi, máiaði og fægði, þegar að þvi kom. Nú eiga þau hjónin mjög smekklegt heimili að Þing- hólsbraut 5 og þar leynir sér ekki góð- ur smekkur húsmóðurinnar. CARUSO og MARIA CALLAS ' Eitt helzta tómstundagaman þeirra hjóna er að hlusta á góða hljómlist, enda á Skúli eitt mesta plötusafn i einka- eigu hér á landi. Það kemur oft fyrir, þegar söngur Garuso eða Mariu Callas fyllir húsið á „Rivierunni" að flugvél- ar þjóta yfir húsþökin á Digranesháls- inum og kæfa tónaflóðið. Þá genguir frúin út að glugganum og horfir á eftir flug- farinu — og gömlum minningum skýt- ur upp. Starf brautryðjandans er erfitt og stundum virtust verkefnin Reykja- víkurstúlkunni ofviða. En hún leysti þau öll með prýði og hlaut lof allra.-— Þegar flugvéladynurinn deyr út ómar húsið aftur af klassik. Það er kominn tími til að kveikja undir pottunum, því Skúli er stundvís í mat. h.j.h. 8 LESBOK MORGUNBLAÐSINS

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.