Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 25.03.1962, Qupperneq 12

Lesbók Morgunblaðsins - 25.03.1962, Qupperneq 12
Leikhúsm’.nn'.ngar Frh. af bls. 4 hjá Kristjáni í þessum bæ í kunningja- liópi hans og vina. Þó er hann maður all seintekinn, en seinn að slíta vináttu þar sem hann hefur tekið henni. Hann er ekki allra, en allur þar sem hann er á annað borð“. E nda þótt Kristján væri jafnan önnum kafinn við margs konar störf og veraldarvafstur, gaf hann sér tíma til að þjóna leiklistinni vel og dyggi- lega fram á síðustu æviár sín. Eins og áður segir hafði hann um langt skeið, áður en Leikfélag Reykjavíkur hóf göngu sína, verið með fremstu jeikur- um bæjarins og leikið fjölda hlutverka, sem ég kann ekki að greina. Á vegum Leikfélagsins fór hann alls með 27 hlutverk, bæði gamanhlutverk og hlut- verk alvarlegs eðlis og þótti jafnvigur á hvorttveggja. Veigamestu hlutverk hans voru kammeráð Kranz í „Ævin- týri á gönguför", Mörup skóari í „Drengnum mínum“, Örnúlfur úr Fjörðum í „Víkingunum á Hálogalandi“ og Jakob skóari í „Jeppa á Fjaili“. „Ævintýri á gönguför“ var sýnt á fyrsta leikári félagsins og fékk mjög misjafna dóma í blöðunum. ísafold (5. 3. 1898) hefur allt á hornum sér, telur frammistöðu leikendanna yfirleitt lélega bæði um leik og söng og má heita að allir leikendurnir verði meira og minna fyrir barðinu á leikdómaran- um. Um leik Kristjáns segir blaðið meðal annars: „Kristjáni Þorgrímssyni varð merkilega lítið úr Kranz, jafn- góður leikari og hann annars er .... Um sönginn hans er vingjarnlegast að segja sem fæst“. Þjóðólfur er hinsveg- ar á öðru máli en ísafold um leik Kristjáns í þesSu hlutverki, þvi leik- dómari blaðsins segir (25. 2. 1898): „Kranz kammeráð var mjög skemmti- lega heimskur og aulalegur og mjög vel leikinn af Kr. Ó. Þorgrímssyni“. Fjallkonan fylltist mikilli vandlætingu út af þessum sundurleitu dómum fram- angreindra blaða og segir (7. 3. ’98): „Það er annars gott dæmi þess, hve mikið er að marka dóma fagurfræðinga okkar, að ísaf. og Þjóð. dæma hvort á móti öðru um frammistöðu leikend- anna í „Ævintýri á gönguför." Tekur blaðið síðan upp glefsur úr leikdómum beggja blaðanna og segir svo að lok- um: „Hverjum á að trúa? Líkiega hvor- ugum“. Á þessu sést að það er ekkert sérstakt nútíma fyrirbæri að leikdóm- endum beri margt á milli í dómum sín- um. Þannig hefur það verið bæði hér og annars staðar, frá því farið var að skrifa leikdóma og verður vafalaust lengst af. Arið 1913 er „Ævintýri á göngu- för“ enn sýnt hér og kveður þá við annan tón í ísafold um leik Kristjáns. Þar segir: „Þá er síðast en ékki sízt að minnast á sjálfan birkidómarann Kranz — „toppinn á kranzakökunni“, sem er orðinn „klassiskur“ í höndum Kr. Ó. Þorgrímssonar". Haustið 1898, á öðru leikári Leikfé- lagsins, var sýnt leikritið „Drengurinn minn“. Þetta er mikill harmleikur og lék Kristján Þorgrímsson, svo sem áð- ur segir, Mörup skóara, átakanlegt og áhrifamikið hlutverk. Heyrði ég oft vitnað til leiks Kristjáns í þessu hlut- verki og bar mönnum saman um að hann hafi leikið þennan þrautreynda og hrjáða, gamla mann af svo næmum skilningi, svo djúpri tilfinningu og inn- lifun, að margir leikhúsgesta hafi ekki getað tára bundizt. Og ísafold og Þjóð- ólfur eru nú_á einu máli um frábæran leik hans. ísafold segir: „... .leikur hann þar svo ánægjulega látlaust og eðlilega, að það má vera tilfinningalaus maður, sem ekki kennir í brjóst um hinn umkomulausa gamla mann“. Og Þjóðólfur kveður enn sterkar að orði: „Langbezt lék hr. Kristján Ó. Þorgríms- son skósmíðameistarann Mörup, einkum í síðari hluta leiksins, sem mæddan mann og örfátækan, t. d. í síðasta þættinum, þar sem hann er að lappa skó á kvistherberginu. Þar leikur Kristján svo vel, svo eðlilega og til- gerðarlaust, að þar hefur honum að vorum dómi einna bezt tekizt af öllu sem hann hefur leikið hingað til, og hefur hann þó leikið margt mjög vel. Og það er enda vafasamt, hvort nokk- ur persóna í leik hér, hefur verið öllu betur leikin yfirleitt en Kristjón lék Mörup hér. Að minnsta kosti mundi Kristjáns-Mörup þar á kvistherberginu og víðar í leiknum þykja fullboðlegur í hverju góðu leikhúsi erlendis, jafn7 vel hinum beztu og er þá mikið sagt“. Og blaðið bætir við: „En hvenær skyldu sumir áhorfendur geta vanizt af því að hlæja einmitt þá er alvara lífs- ins og sorgleg atvik eru sýnd á leik- sviði? Það er mjög hneykslanlegt, að vera sjónarvottur að slíkum skræl- ingjaskap". (Tímabær orð enn í dag! S. Gr.) — Kristján fékk einnig mjög góða dóma fyrir leik sinn í hlutverki Örnúlfs úr Fjörðum og Jakobs skóara. 5C. ristján naut mikilla og vaxandi vinsælda sem leikari fram til þess síð- asta, en hann mun hafa leikið seinast leikárið 1914—1915 og þá bæði í „Drengnum mínum“ og „Ævintýri á gönguför“ þau hlutverk, sem hann hafði leikið af mestri sniild, svo gjör- ólík sem þau eru. Ég hef hér að framan stuðzt við gamla blaðadóma um leik Kristjáns Þorgrímssonar af þeirri ástæðu að mér gafst ekki kostur á að sjá hann nema í einu hlutverki, — Kranz birkidóm- ara í „Ævintýrinu", en í því hlutverki sá ég hann oft. Og hvílíkur leikur! Hið takmarkaða gáfnafar Kranz Ijómaði af allri persónunni og hver hreyfing hans, röddin og svipbrigðin voru í svo full- komnu samræmi við hlutverkið að á betra varð ekki kosið. „Ævintýrið" var líka meðan Kristján naut við vin- sælasti gamanleikurinn, sem hér var sýndur, enda jafnan til hans gripið þegar Leikfélagið þurfti að hressa upp á fjárhaginn. I safold sagði 1898 um Kristján í birkidómaranum: „Um sönginn hans er vingjarnlegast að segja sem fæst“. Satt er það, að Kristján var elcki mikill söngmaður — allt að því laglaus — og átti erfitt með að læra lög. í „Ævin- týrinu" þurfti hann að syngja allmikið, en sá vandi var leystur með því að birkidómarafrúin (Marta Indriðadóttir) hafði lag á því að gefa bónda sínum tóninn, þegar allt ætlaði að stranda hjá honum. Var oft gaman að fylgjast með því hversu þessu reiddi af hverju sinni, því að Kristjáni fórst ekki alltaf jafn höndulega að „taka við“. Ekki fór samt illa á þessu, því að birkidómara- frúin er I einu og öllu forsjá mannsins síns, sem kunnugt er, og leikhúsgest- um fannst að svo mætti einnig vera í þessu efni. — Kristján var gæddur þeirri kímnigáfu að hann gat hent gaman að sönghæfileikum sínum. Var mér kunnugt um að hann neitaði vindlum þá daga sem sýna ótti „Æv- intýrið“ og sagði þá eitthvað á þessa leið: „Ég má það ekki vegna raddar- innar“. Kristján Þorgrímsson var ef til vill sérstæðastur allra íslenzkra leikara og mér verður hann ávallt minnisstæður í Kranz birkidómara. Sigurður Grímsson. .OM.: SCAN Ði PAVljft . Slankbelti eða hrjóstahaldan er undir- fatnaður, sem þér kaupið ekki nema að vel athuguðu máli. Lífstykikjavörur eru það þýðingarmikill þáttur í klæðaburði yðar, að nauðsynlegt er að velja þær með fyllstu námkvæmni. Spyrjið um hinar vel þekktu KANTER'S lífstykkjavörur, sem eingöngu eru framleidaar úr beztu efnum, i nýjustu sniðum. Þér getið ávallt verið öruggar um að fá einmitt það sem yður hentar bezt frá. Kcmíer’s 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.