Lesbók Morgunblaðsins - 25.03.1962, Page 13

Lesbók Morgunblaðsins - 25.03.1962, Page 13
Arabíu-Lawrence Frh. af bls. 1 Og allt stendur á höfði. Jarðlög liggja lóðrétt, ekki lárétt. Vindurinn getur sorfið klettana eins og vatn, þar sem ekkert vatn er. Yfirborð stálharðra kletta er grátt eins og vatnsflötur. Og alls staðar gnæfa risavaxnar ójarðnesk- ar jarðmyndirnar, sem standa gneypt- ar andspænis hver annarri í algerri þögn í hitanum. Maður verður óttasleginn af að horfa á allt þetta úr aftursætinu á jeppa, þótt flugvél bíði á næstu grösum. Að lifa þarna, eins og Bedúínarnir gera, krefst sjálfstrausts, sem gengur geðbilun næst. Erfitt er að segja með vissu, hve margt af því, sem Lawrence segir í bók- um sínum, er sannleikur. Sjálfur er ég viss um, af stílrænum ástæðum, að hann segir sums staðar ósatt í bókum sínum. Og víst er, að stundum sagði hann mönn- um sína söguna hverjum af sama at- burði. En hann er enginn venjulegur lyg- ari og lýgur sér oft í óhag. En það er bjánalegt að segja, eins og sumir hafa gert, að frásagnir hans séu skreytni frá upphafi til enda. Hann Ihefur með fullri vissu verið á tiltekn- um stöðum á tilteknum tínia, og ferðir Ihans einar hefðu verið nægilegt efni í frábæra sögu. Vitað er, að hann var við- staddur ákveðnar hernaðaruðgerðir, og varla hefðu Bedúínar breytt nafni hans í „E1 Aurens" og frægt hann, ef hann hefði aðeins verið á'horfandi. „Sendið okkur Aurens,“ skrifaði sýr- lenzkur sjeik til brezku herstjórnarinn- ar, „og við skulum sprengja með því lestir.“ Nafn hans var hrópað á götum Damaskus, ásamt nöfnum Feisals og Sharif Nasir, þegar hann kom þangað með arabíska hernum. IVÍ iðaldalífið er að hverfa þarna, eins og annars staðar, en ég get af eigin reynslu borið um, að síðustu fulltrúar þess minnast „E1 Aurens“ sem einnar af hetjum síðasta tímabils þess. Og þótt Lawrence-þjóðsögunni yrði trúað af gömlum heimsveldissinnuðum konum í Kensington, án þess, að fótur sé fyrir henni, gildir ekki hið sama um menn- Ina. sem áttu samleið með honum þessi tvö ár. Tryggð hans var tvískipt. Sumir vilja aðeins líta á hann sem tilfinningalaust verkfæri stefnu Breta, en aðrir segja að Ihann hafi verið hugsjónamaður, sem Ihafi fyrst og fremst hugsað um frelsi Araba, en yfirmenn hans hafi haft hann að ginningarfífli. Seinna sagði hann sjálfur, að hann hefði vel vitað um svik- ræði Breta, en vonazt til að geta komið í veg fyrir þau, með því að láta Araba taka Damaskus á undan Allenby. Sennilega hefur hann þó ekki séð þetta fyrir, heldur hefur hann látið mis- nota sig. A-stæðan mun vera sú, að tryggð hans var í raun og veru tvískipt. Hann bar málstað Araba fyrir brjósti, en hann var Englendingur frá Játvarðar-tímabil- inu, og fjandskapur hans gegn svipuðum áformum á þessum slóðum hefur ráðið miklu um gerðir hans. En fyrst og fremst élit ég að tíminn, staðurinn og eðli hans Bjálfs hafi verkað saman og fengið hon- um tækifæri, sem hann gat ekki kastað frá sér, hvað sem heilindum hans liði. Hugsum okkur óskilgetinn mann, sem getur ekki fengið af sér að minnast á það. Látum hann vera gáfaðan, hug- myndaríkan og stoltan, gefinn fyrir grátt gaman í garð annarra, sem hann þolir alls ekki að beinist að honum ejálfum. Hann dreymir annarsvegar um »ð yrkja söguljóð, en ætlar sér hinsveg- ar — eins og hann sjálfur sagði — að verða sleginn til riddara og vera búinn að ná herforingjatign innan prítugs- aldurs. Segjum að hann sé líkamlega hin hættulegasta manngerð: vasa-Herkúles, og hafi stórbrotna skapgerð skálds, sam- fara þorsta eftir dáðum. H ann er gæddur hugrekki lík- amshreysti og, framar öílu, hæfileik- anum til að taka þjáningu með ískaldri ró, hversu ofsaleg, sem hún verður. Hann er sendur til lanas og þjóðar, þar sem þessi minni háttar dyggð er sett ofar öllum öðrum. Hann fær gull til að gefa. Engann þarf að undra þótt hann sé viðurkenndur þegar í stað. Það hefur aldrei gerzt áður, hann hefur aldrei leyft sér það, en nú getur hann leyft sér það, því hann er viðurkennd hetja og foringi — og í búningi (engin undur þótt hann gæti aldrei lagt hann til hliðar) og kringumstæðum, sem ýta undir hugarflug hans. Hann var Bedúínum fremri, bæði í fornri kurteisi og þoli. Þeir tóku hann sér til fyrir- myndar. Þessum smávaxna, hæfileika- mikla og bælda manni nægði ekkert minna en líf sem í hetjusögu. Sá hæfileiki, sem hann treysti mest d (að undanskildu brezku gulli) var sársaukaþol hans. Sá hæfileiki hefur myrkar hiiðar. Hann segir okkur, að hann hafi lagzt lágt í skemmtunum sínum. Ég á ekki við, að hann hafi stundað sadisma, ekki frekar en kyn- villu, en ekki þarf annað en lesa „Hin- ar sjö stoðir vizkunnar“ til að sjá, að sadismi var einnig til í eðli hans. Að minnsta kosti þroskaðist eitt- hvað með honum, sem hann varð hrædd- ur við. Hann segir frá, að hann hafi beðið Allenby að hleypa sér út úr eyðimörkinni, en Allenby sendi hann til baka. Frásagnirnar í bókinni af of- beldisverkum koma nú ótt og títt, ekki endurskoðaðar, en skrifaðar nákvæm- lega á hijómmiklu máli, eða nærri því í óhugnanlegum kveðanda. Að síðustu kom fyrir, ekki aðeins með leyfi hans, heldur eftir kröfu hans (að hans eigin sögn) þarflaus slátrun 200 flýjandi Tyrkja. Hún stóð allan daginn og, eins og hann segir, „líf annarra manna urðu leikföng til að brjóta og fleygja“. Eftir var aðeins Damaskus og póli- tísk málamiðlun, sem hann gerði sér biturlega grein fyrir að gaf Bretum og Frökkum nærri axlt það, sem þeir höfðu alltaf sótzt eftir, en nærri því enginn aí draumum hans rættist. Sjálfur var hann útbrunninn. Hann reyndi að vera Ross. Hann reyndi að vera Shaw. En hann hafði gengið of langt og varð að halda áfram að vera persóna úr hetjusögu — Arabíu-Law- rence. Þessvegna held ég að svona rnikil skreytni og illa staðsettur skáld- skapur sé í bókinni. Hún er kvæði um kvæði, sem búið var að yrkja. Hann hafði ort það í tvö ár rneð lífi sínu. í stuttu máli sagt: Ég held að skoð- un foreldra minna hafi verið réttlæt- anleg. En það er elcki lítið, að hafa lif- að eins og Rollant í tvö ár. EFTIRLÆTI FJðLSKYLDUNNAR Hann byrjar daginn með Eftirlætis morgunverður fjölskyldunnar er Corn Flakes. Vegna ’pess að það er efnaríkt, staðgott, handhægt og ódýrt. Inniheldur öll nauðsynleg vitamin. — Handhægasta máltíðin hvenær dags sem er. (Það eina sem þarf að gera er að láta það á diskinn og hella mjólk út á). Corn Flakes á hverju heimili Fæst í næstu matvoruverzlun. F LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.