Lesbók Morgunblaðsins - 25.03.1962, Blaðsíða 16
Hann var átján ára, há-
vaxinn og renglulegur, með
svartan, hrokkinn lubba, sem óx
niður yfir jakkakragann.
„Hvumig hefurðu það?“ spurði
hann um leið og ég settist við borð-
ið, sem hann sat við í hálflýstu
kaffihúsi. „Það er skrýtið hvað
maður saknar bölvaðra túristanna".
Hann bauð -mér sopa af kaffinu
sínu, og ég tók upp pakka af sígar-
ettum og bauð honum eina. Hann
sogaði reykinn djúpt að sér þegar
hann kveikti í. Unglingur við næsta
borð hallaði sér að okkur, spurði
hvort hann gæti fengið eina keypta
og rétti fram krónu. Ég gaf honum
sígarettu, og strákurinn við mitt
borð muldraði, þegar hinn var bú-
inn að snúa sér undan: „Það má sjá
að þú ert græningi, að taka svona
upp pakkann. Hafðu hann í vasan-
um. Hann hefði orðið trylitur ef þú
hefðir tekið við krónunni“.
H ann blés nokkrum reyk-
hringjum og talaði eins og viktorí-
anskur faðir, sem er að reyna að
segja syni sínum frá staðreyndum
lífsins.
„Mér kemur auðvitað ekkert við,
hvers vegna þú ert hérna, vinur,
hvort þú ert bara að skreppa út, í
felum eða einn af okkur og ert að
venjast á West End, en þú verður
að læra að lifa, annars þolirðu ekki
lengi við. Þú ert meira en tíu árum
eldri en ég og veizt ekki helming á
við mig. Verðurðu ekki skömmustu-
legur? Það má auðvitað segja, að ég
hafi verið fljótur að læra. Ég varð.
Mamma átti tíu stykki og engan
mann fyrr en sá þriðji varð kyrr
hjá henni, svo að það má segja að
ég hafi séð um mig sjálfur síðan ég
var níu árá. Ég mimdi gizka á
að þú hafir haft það gott. Er þér
sama þó ég taíi svona við þig, þér
leiðist vonandi ekki? Ég tók þrjár
töflur í dag og er alltaf kjaftagleið-
ur á eftir.
Eg er með fulia vasa núna og
ætla að reyna að selja þær. Viltu
fá nokkrar? Þú getur fengið sex
fyrir þrjátíukall. Stundum gef ég
strákunum, eina eða tvær, ef þeir
eru blankir og langar í. Þú átt eftir
að komast að því, að við hjáipum
hver öðrum svoleiðis. Mér finnst
maður ekki þurfa að éta mikið, ef
maður tekur þær. Ég var eins og
í draumi í gær. Allt virtist vera
eins og í gamla daga, konurnar voru
í síðum kjólum og annað eftir því.
Það var ekki bara ímyndun, þó að
ímyndunaraflið í mér sé sízt minna
en í öðrum, en ég komst ekki aftur
til raunveruleikans fyrr en ég kom
í Charing Cross Road. Ég gat ekki
munað, hvar ég hafði verið.
Eg er víst kominn í kjaftastuð
af töflunum. Ég skrapp til mömmu
í gær og fékk að sofa á stól hjá
henni þangað til kallinn kæmi heim.
Ég gaf henni töflu og henni fannst
það bara gott. Svo fékk ég að sofa
þar um nóttina“.
Hópur af fólki kom inn, þar á
meðai karlmenn í jakkafötum og
konur í kápum (en hvað maður fer
fljótt að hugsa eins og þeir heimilis-
tausu).
„Þau eru komin til að sjá hvernig
„hinir“ lifa“, sagði unglingurinn.
Hann horfði frekjulega á þau, og
kipptist allt í einu við. „Sástu þá?“
„Hverja?“
„Löggurnar. O, þú verður að vera
fljótari en þetta. Tveir af þessum
í jakkafötunum komu að okkur og
skoðuðu okkur“.
Nokkrir unglinganna fóru.
„ eir ætla að labba einn rúnt
um West End fyrir lokunartíma. Þeir
gætu fundið eitthvað eða stolið úr
einum vasa, og einn eða tveir þeirra
stunda vændi, en það finnst mér
fullmikið af því góða. Ég segi að
þeir geti lifað án þess“. Hann saug
■sígarettustubbinn og tók sopa af
hinum sameiginlega kaffibolla.
„Sumir okkar fá sér stundum
vinnu í kaffibar, eða selja pylsur á
götunni. Um daginn fór ég meira að
segja á vinnumiðlunarskrifstofu, en
það var svo svekkjandi að bíða
þarna í röðinni að ég fór. Svo hef
ég líka týrit öllum mínum pappírum
og ég er dauðhræddur um að þeir
komist að því, að ég er ekki full-
veðja og sendi mig eitthvað burtu
vegna skorts á H & A“.
Ég spurði hann, hvað H & A
þýddi, og hann leit á mig með með-
aumkun.
„Heimili og aðhlynning. Þú veizt
svo sannarlega ekki margt“.
„Einn náungi lét mig hafa vinnu
við að afgreiða í matbamum hjá
sér, en það fór fljótt að verða eins
svekkjandi og fangelsi, og ég fór
snemma í sumar, áður en túristam-
ir komu, og lifði svo á smávegis
vasaþjófnaði og betlaði á milli. Þeg-
ar maður er krakkalegur á svipinn
vorkenna sumir manni, og stundum
líkar ríku fólki vel við betlara, því
það finnur betur til auðæfanna, ef
það sér einhverja betlara. Þá bjó ég
á skrifstofu. Þegar læst var á kvöld-
in fór ég inn um gat, sem ég vissi
um á kjallaranum, og við vorura
tíu, sem bjuggum þarna. Við höfð-
um verði til að vara við nætur-
verðinum.
En maður er ekki alltaf svona
heppinn. Við komum hingað, þegar
ekki er í önnur hús að venda. Mað-
ur er þó innan um fólk sem skilur
mann. Stundum reyna einhverjir
okkar að flýja frá West End — í
fyrra fór ég til Cornwall, og hana
þama er nýkominn frá Brighton —
en maður kemur alltaf aftur. West
End er eins og eiturlyf, þegar mað-
ur venst honurn".
Við kveiktum í nýjum sígarettum
og hann blés nokkrum reykhring-
um.
„Stundum kemst einhver okkar
yfir svo mikla peninga, að hann
getur leigt herbergi, þá búum við
margir saman í því og förum á
morgnana, áður en húsráðandi fer
á fætur. Ég hef aidrei leigt mér
herbergi, ég eyði peningunum alltaf
áður en ég get sparað svo mikið
saman. Ef ég gæti sparað saman
fimmhundruð kall, án þess að nota
það til annars, gæti ég fengið mér
herbergi. Ég held, að með því gæti
ég sannað eitthvað. Þegar ég hitti
mömmu, mundi mér finnast ég hafa
afrekað eitthvað.
E g reyni að selja mig ekki og
vera integretus maður — það er út-
lenzka og þýðir víst heill maður, en
það gengi betur, ef ég hefði her-
bergi. Nú stel ég, ef ég er allslaus.
Stundum geng ég í búðirnar á
morgnana, en ef maður er ekki upp
strokinn og sleiktur eins og fínn
maður, hefur búðarspæjarinn mann *
alltaf undir stækkunarglerinu. Ég
varð að hlaupa síðast í Harrods".
Hann þagnaði og blés nokkrum
reykhringum. „Þér leiðist ég von-
andi ekki?“ Áður en ég gæti neitað
því, skellti hann upp úr og sagði:
„En mér leiðist ég“.
PRENTMYNDÁGCRDIN
MYNDAMÓT H.F.
MOHCUNBLAÐSHlJSINU - SÍMI 17152