Lesbók Morgunblaðsins - 30.09.1962, Síða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 30.09.1962, Síða 6
Upphaf landnámssögu íslendinga i Saskatschewan — II. hluti Sveinn Halldórsson og Gísli Bíldfell Sveinn Halldórsson W veinn Halldórsson var frá U Kálfhóli á Skeiðum í Ár- nessýslu. Guðrún Narfadóttir hét móðir hans, ættuð úr Laugardal, einnig í Ámessýslu. Kona Sveins var Kristín Guðfinna Eiríksdóttir frá Árhrauni á Skeiðum. Hófu þau búskap á Kálfhóli og voru þar um árabil. Til Kanada komu þau árið 1887 og settust að í Þingvallaný- lendu, en 1882 fluttust þau vestur til Fishing Lake, sem fyrr var sagt. Sveinn nam land austur með Foam Lake að norðan verðu og reisti þar byggingar sínar og bjó þar til elli. í' au Sveinn og Guðfinna eignuðust 5 börn er úr barnæsku komust. Fara nöfn þeirra hér á eftir. 1. Guðrún, gdft Sigurði Guttormssyni, Sigurðssonar frá Galtastöðum í Hróarstungu, þeir feðgar voru báðir landnemar í þessari bygigð. Stefanía gift Hans, kallaði sig Gillis, Gíslason, Hanssonar frá Gunnlaugsstöð- um í Skógum á Fljótsdalshéraði og Sigríður Pálsdóttur konu hans. Var sá Páll sonur Eyjólfs ísfeld hins skyggna. Hann var landnemi í þessari byiggð. Hann var ágaetur vélamaður, átti þreski- vél og þreskti fyrir bændur, svo mörg- um árum skipti. Þau hjón áttu mörg börn. Þeim vildi það slys til, að hús þeirra, nýlega byggt, brann til kaldra kola. Fluttust þau þá úr þessari byggð til Dauphin, Manitoba. Rak Hans þar bíla- verzlun og benzínsölu og gerði við bíla. Hans er nú dáinn fyrir mörgum árum. 3. Eiríkur Hann fékkst við eitt og annað, útvegaði lán út á fasteignir seldi lífs- ábyrgðir, var um tíma í félagi við Hans tengdabróður sinn. Seinna fór hann vestur á Kyrráhafsströnd. Hann kvænt- ist konu af hérlendum ættum, bjuggu þau í Vancouver og þar andaðist hann fyrir nokíkrum árum. 4. Vilhjálmur Hann giftist konu af Eyfirzkum ættum. Rósu Árnadóttur, hálfsystur Maríu móð- ur Árna Jónssonar menntaskólakennara á Akureyri og Rósmundar Árnasonar við Elfros. Vilhjálmur var kornhlöðustjóri um skeið, en lét af því fyrir vanheilsu sakir. Rekur nú verzlun í Vancouver. 5. Marta giftist Einari Hrappsted, búa í Foam Lake, en eiga jarðeignir hér í byggðinni. ir au Sveinn og Guðfinna Eiríks- dóttir kona hans, bjuggu sæmilegu búi á gamla vísu. Þau komu í þessa byggð roskin, sneidd.u hjá nýtízkubyltingum þeim er á* baugi voru og hafa færzt í aukana æ síðan. Sveinn andaðist að heimili sínu við Foam Láke 9. nóvem- ber 1922, en Guðfinna Kristín kona hans 10 árum áður 7. desember 1912. Bjarni Jasonson, Eiríkssonar, var ætt- aður úr Árnessýslu á íslandi. Hefur hann víst misst foreldra sína ungur, eða í það minnsta móður sína, því hennar finnst hvergi getið. Var Bjarni frá barn æsku alinn upp hjá séra Stefáni Step- hensen á Ólafsvöllum á Skeiðum í Árnes sýslu til 24 ára aldurs. Árið 1887 fór Bjarni til Ameríku og ári seinna kvænt ist hann, Guðrúnu Eiriksdóttur frá Ár- hrauni í Skeiðahreppi. Voru þau Bjarni og Guðrún ein af þeim 8 brúðhjónum, sem séra Jón Bjarnason gifti í einni ferð sinni til Þingvallanýlendu. Bi 'jarni setti byggð sína upp frá miðju vatninu að austanverðu og bjó þar til æfiloka. Þau Bjarni og Guðrún eignuðust 8 börn, en aðeins þrjú af þeim náðu fullorðinsaldri. Jakobína Gróa, gift Narfa Guðbrandssyni. Narfasonar, er seinna verður getið. Jóhanna Helga, gift Jóhanni Kolbeinssjmi og Þórður Guð björn, sem tók við búi eftir föður sinn. Bjarni var vel fjáreigandi og þrifa- maður í búi. Studdi fyrstu lútersku kirkj una. Hef ég heyrt haft á orði hvað allur umgangur var snyrtilegur á heimili hans. Hann var prúður í framgöngu og lét lítið á sér bera út á við, heimiliskær, greindur í tali og' skemantilegur heim að sækja. Hann andaðist að heimili sínu við Form Lake 20. apríl 1940 og Guðrún kona hans 28. desember sama ár, fædd í Hrosshaga í Biskupstungum 1865. Þórður Guðbjörn tók þá við búi og heimili foreldra sinna og bjó þar nokk- ur ár. en er nú fluttur til Foam Lake og vinnur akrana þaðan og er heimilið 'ekki í mikilli framför. Gisli Bildfell GÍSLI Bíldfell setti byggð sína við suðaustur hornið á Foam Lake upp frá vatnsbotnin- um, sem áður var getið. Faðir Gísla var Jón Ögmundsson frá Bíldsfelli í Grafningi, Jónsson- ar, Sigurðssonar frá Ásgarði í Grímsnesi. Þjóðbjörg hét móðir Gísla, Ingimundardóttir bónda í Króki í Grafningi, Gíslasonar bónda á Ölversvatni. Kona Gísla var Val- gerður Eiríksdóttir frá Árhrauni á Skeiðum, systir Ingimundar sem fyr var getið að fyrstur hóf bústaðar- leit vestur til Fishing’ Laks með Kristjáni Helgasyni, vorið 1891. G ísli gerðist þegar á fyrstu bú- skaparárum sínum hér umsvifamikill og framtaksamur bóndi. Hann byrjaði þeg- ar að bæta bústofn sinn og keypti hrein- kynjaðar skepnur af úrvals stofni, bæði nautgripi og sauði og hross. Fékk búfé Gísla þegar mikið orð á sig og varð eftirsótt. Var þekkjanlegur afspringur af hjörð Gísla víðsvegar hér um austur hluta byggðarinnar um 40 ára skeið og þótti bera merki um sinn fyrri upp- runa. Akuryikju stundaði Gísli eins fljóbt og tækifæri gafst og varð fyrstur manna til að kaupa þreskivél í félagi við Bjarna Jasonson, tengdabróður sinn. Var það lítið áhald, aðeins skilvinda, snúið með hestafli. Þetta áhald kom í góðar þarfir, þó ófullkomið væri, akrarnir voru ekki víðáttumiklir til að byrja með og full- nægði þessi vél þörfinni þó lítil og ófull'komin væri. Ekki mun Gísli hafa starfrækt þessa þreskivél lengi. Eftir ár eða svo, réðist hann í að kaupa stóra þreskivél, sem geklk fyrir gufu- krafti. Með hana fór Gísli um alla byggð, allt vestur til Candahar, og var í þeim leiðangri fram í snjóa, að þreskja smá akurbletti, því agurgerð var þá á byrjunarstigi. Má fara sem næst um það, hvað slík starfræksla hefur gefið í aðra hönd. Fleiri nýtízku akurvélar keypti Gísli. En gallinn var, að sumt af akuryrkjuverkfærum í þá daga var lífct nothæft, endingarlaust og mjög ófull- komið. Allt var á byrjunarstigi sem akuryrkju viðkom og þurfti umbóta við. Hefði Gísli verið uppi nú og á þroska- Eftir Pál Guðmundsson Sveinn Halldórsson skeiði, hefði hann sjálfsagt haft hug á að eignast og prófa þau landbúnaðar- áhöld, sem nú eru í notkun. Þ au hjón eignuðust niu börn, tvo sonu og sjö dætur. Þau heita Jón. Ólaf- ur, Kristbjörg, Ágústína, Elín, Guðrún, Karólína, Gíslína og Ástríður. Jón er elztur barna Gísla, er landnemi í þess- ari byggð, kvæntur Guðrúnu Torfadótt- ur, bónda hér í sveit, eiga tíu börn, níu syni og eina dóttur. Ólafur er giftur konu af hérlendum ættum. Kristbjörg, Heitir hennar maður Vigfús Sveinsson Árnasonar Anderson, eiga börn. Ágúst- ína gift Otta Hrappsted, eiga fimm dæt- ur. Allar hinar — dætur Gísla giftar. mönnurn af hérlendum ætturn og rita ég þar ekki af. Þau Gísli og valgerður bjuggu sæmi- legu búi, marga áratugi, höfðu akur- yrkju og kvikfjárrækt í stórum stíl. Var gott til heyfanga við vatnið. Þegar ald- ur færðist yfir þau létu þau af búskap og leigðu Jóni syni sínum, en færðu sig inn til Foam Lake og leigðu þar land og héldu bú við sitt hæfi og bjuggu þar í nokkur ár. Þá futtu þau í bæinn. byggðu sér þar hús og höfðust þar við til æviloka. G ísli var meðalmaður á vöxt og heldur grannvaxinn, svartur á hár og smábeinóttur í andliti, léttur á fæti og göngumaður með afbrigðum. Hann var gefinn fyrir bækur las mikið og færði sér það vel í nyt, einnig var hann sér- staklega umgengisgóður og vinsæll. Á yngri árum sótti hann sjóróðra við Faxa- flóa og lifði langa og söguríka æfi. Valgerður Eiríksdóttir andaðist að heimili sínu í Foam Lake 18. maí 1945, fædd í Hrosshaga í Biskupstungum 14. október 1863. Eftir það mun Gísli hafa verið í skjóli Karólínu dóttur sinnar og manns hennar Arfchur Haigen, það sem hann átti eftir ólifað. Hann andaðist á spítala í Foam Lake vorið 1952, 87 ára að aldri. Þ ess var áður getið, að Jón G. Bíldfell tók á leigu jarðeignir föður síns og bjó þar um hríð, en fluttist þá inn til Foam Lake og starfrækti þar benzín- stöð og seldi hann akuryrkjuverkfæri í félagi við Arthur Haigen, tengdabróður sinn. Gekik svo um árabil, slitu þeir þá félagsskapnum, fluttist Jón þá á föður- leifð sína. Undir það síðasta hafði búið þar Gísli elzti sonur Jóns. Höfðu þeir þá fært heimilið yfir lækinn, þar sem það áður var, og byggt upp að nýju vestör við veginn, gengt hólum þeim, sem þar eru vestan við. Er það snoturt heimili. Býr Jón þar að nokkru leyti, en stundujm er hann í Foam Lake. Albert Jónsson Bíldfell tók við höfuðbólinu áður en Jón Gíslason kom þangað. Hann er útlærður dýralæknir. Hann hafði tekið við af Gisla bróður sínum sem bjó þar áður. ÍSLENZK HEIMILI Framh. af bls. 5 — Já, þetta er miklu betri klúbbur en í bænum, segir Ingibjörg, því þar þurfti maður alltaf að vera að hlaupa í síðasta strætó. En hér er ekkert til að stöðva málið. — Hvernig fer þá um stöðina á sauma klúbbskvöldum? Eru þá ekki allir karlmenn á staðnum virkjaðir í að gæta barna? — Það eru alltaf tveir á vakt, sama hvað konan segir. Við látum landið aldrei varnarlaust. — Annars byrjuðum við á því að eignast bíl, til að geta komizt ferða okkar hér í kring, því fyrsta sumarið gat maður ekki hreyft sig út af stöð- inni, segir Ingibjörg. Það er t. d. fín baðströnd £ Skarðsvík, hérna rétt utan við, og nú er verið að lagfæra veginn þangað. Víkin er í skjóli fyrir verstu vindáttunum og krakkarnir hafa gaman af að vaða þar og leika sér, og kapp- arnir að synda í köldum sjónum. Eigin munir gera vistlegra F n hvernig er með aðdrætti? — Venjuleg matvæli eru keypt á Sandi, en á miðvikudögum fer bíll frá stöðinni fyrir Ennið til Ólafsvíkur og þá fáum við húsmæðurnar að fara með til skiptis í innkaupaferðir. Annars er alltaf vegasamband við Reykjavík. Veg- urinn er að vísu slæmur á vetrum, en lokast ekki. Á veturna höldum við okkur líka mikið inni, því þetta er á bersvæði og stormasamt. Við lítum í kringum okkur í stof- unni. Þung leðurhúsgögn, sófi og stól- ar, eru nokkuð áberandi, svo og all- klunnaleg kommóða og útvarpsskápur úr dökkum viði. Og í borðstofunni eru stálhúsgögn. Þetta eru húsgögn, sem fylgja íbúðinni. — Húsgögnin eru skemmtilegri í nýrri húsunum, segir Ingibjörg, öll ný- tízkulegri. Okkur fannst ekkert heimil- islegt hér, svo við bættum okkar eigin húsgögnum og munum við. Og persónu- legu munirnir, gólfteppin, græni sófinn, Þingvallamyndin, blómin o. s. frv. setja vissulega vistlegri blæ á stofuna. Þeg- ar við börðum að dyrum var Ingibjörg að búa sig undir að halda skírnarveizlu. Séra óskar Þorláksson var staddur í næsta húsi, í heimsókn hjá syni sínum, og hún greip tækifærið til að biðja hann um að skíra yngsta barnið, sem er nokkurra vikna gamalt. Þetta gaf til- efni til að spyrja hvort ekki væri erfið- leikum bundið að fá fæðingarhjálp. — Jú, umdæmið sem nær yfir Ólafs- vík, Breiðuvíkurhrepp og Neshrepp ut- an Ennis, er Ijósmóðurlaust, svo Pétur sótti ljósmóður alla leið til Siglufjarð- ar. Þ. e. a. s. fóstra hans kom til okkar skömmu áður en barnið átti að fæðast og var hjá mér. Lækni eigum við að sækja til ólafsvíkur. Hann kemur venju lega einu sinni í viku til Hellissands. — Og þú varst nýstaðin upp af sæng, þegar Sævar litli týndist. Eruð þið ekki hrædd við gjóturnar síðan? — Við gengum í að leita og komumst að raun um að þarna var fullt af álíka hættulegum gjótum, sagði Pétur. Þær fylltum við allar með grjóti, svo von- andi er þessi hætta hjá liðin. Og við komumst ekki aftur í blöðin. — E. Pá. 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 23. tölublað 1962

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.