Lesbók Morgunblaðsins - 30.09.1962, Blaðsíða 10
Hverer
uppáhaldsmatur
eiginmannsins
Farseðill
kostar
Henni lízí ekkert á nautaatið
Puerto de Alcudia —
Mallorca, 11. sept.
HéR er hafið svo himin-
blátt og sandurinn drifhvítur.
Sólin skín í öllu veldi sínu dag
eftir dag. Ég vörkenni gróðr-
inum að undanskyldum kakt-
usunum, sem virðast geta lifað
og dafnað án vatns. Hér verða
menn að veita vatni á jörðu
til þess að hún beri ávöxt.
Skógargróðurinn er þó furð-
anlega gróskumikill þar sem
hann er, en gras sést tæplega,
eins og heima. Sums staðar er
jörðin beinlínis sviðin á milli
aldin- og ávaxtareitanna, þar
sem vatn hefúr ekki komið
nálægt allt sumarið. Jörðin
hlýtur að verða fegin þegar
sumri tekur að halla og vetur
gengur í garð og von er á
regni....
Það er hressandi að vakna
snemma á morgnana áður en
sólin kemur upp. Ef litið er út
um gluggann kl. 6—7 að
morgni, má sjá sjómennina
Frarnh. á bls. 11
umhverfis hnöttinn
58,700 krónur
— 17600.
— Saga, góðan dag.
— Njáll Símonarson?
— Já það er hann.
— Hvernig gengur það?
— Takk, bærilega — ágæt-
lega.
— Fóli.ið er alltaf að ferð-
ast?
— Já, það ferðast mikið. Við
seljum daglega fjöldan allan
af farseðlum, fyrst og fremst
með fl ugvélum til útlanda —
og áfram með erlendum flug-
vélum til fjöldamargra landa.
í öðru lagi seljum við mikið af
hinum svonefndu „inclusivu“
ferðum þar sem allt er innifal
ið og ferðafólk þarf ekiki að
hafa áhyggjur af neinu, hvorki
hótelherbergjum né ferðalög-
um milli staða erlendis — og
loks seljum við mikið af far-
seðlum erlendra ferðaskrifstofa
Fólk fer fljúgandi út og ferð-
ast síðan með hóp frá Kaup-
mannaihöfn, London eða ein-
hverri annarri borg.
— Og þið hjálpið fólki að
skipulegigja ferðir sínar, ef
þess gerist þörf, er ekki svo?
— Jú, margir koma hingað,
hafa aldrei farið út fyrir land-
steinana — og vilja fá góð
ráð. Við skipuleggjum slíkar
ferðir í smáatriðum og hafa
margir komið hingað eftir heim
komuna og þakkað fyrir góða
og ánægjulega ferð.
— En hvert hafið þið selt
farseðla lengst?
— Umihverfis hnöttinn. Þeir
geta víst ekiki orðið miklu
lengri.
— Og ferðast margir fslend-
ingar umlhverfis hnöttinn?
—■ /ið höfum selt allmarga
slí'ka farseðla í sumar og í
haust. Flestir þeir, sem kaupa
farseðil umhverfis hnött.inn,
eru kaupsýsluimenn ó i , til
Japai.. Það er sjálfsagt fyrir
þá að fara allan hringinn úr
þvi að þeir eru komnir til
Tokyo.
— Og hve mikið kostar far
miði umhverfis hnöttinn?
— Eg var að selja einn rétt
óðan, hann kostaði 58,700 krón
ur. Sá maður mun fljúga með
sex flugvélum og koma við í
Kaupmannahöfn, Frankfurt,
Róm, Kairo, Nýju Dheli, Ban-
kok, Hong Kong, Tokyo, Hono
lulu, San Francisco, New York,
Shannon, Duiblin og Glasgow,
en þaðan flýgur hann heim
með j’lugfélaginu.
— Ekkert smáræðis ferða-
lag?
— Nei, og skemmtilegt.
— Þið hafið ekki farið út í
að skipuleggja hópferðir Is-
lendinga til útlanda, eins og
keppinautar ykkar?
— Nei, ekki enn, Er. óráðið
er hvað við gerum næsta sum
ar.
— Hvert vill fólkið annars
helzt fara?
— í sumar fannst mér á-
huginn áberandi mestur á Bret
landi og Þýzkalandi. í haust
hefur það hins vegar mest ver-
ið Spánn og Portúgal, enda er
þar sumar langt fram á vetur,
ef svo mætti segja.
— Og ykkur langar ekkert
til að taka erlenda ferðamanna
hópa hingað heim?
■—• Auðvitað langar okkur til
þess, enda hafa ok'kur borizt
fjölda fyrirspurnir frá erlend
um ferðaskrifstofum þar að lút
andi. Ferðaskxifstofumenn hafa
jafnvel komið hingað upp til
þess að athuga möguleikana.
En þið vitið, að Ferðaskrif-
stofa rikisins hefur einkaleyfi
á móttöku útlendinga.
— Já, við höfum heyrt það
fyrr. En ert þú ek'ki að hugsa
um að leggja land undir fót í
haust?
— Jú, fer bráðlega til að
treysta okkar bönd við ýmsar
ferðaskrifstofur á Spáni, í Bret
landi og Þýzkalandi svo og á
Norðurlöndum. Auk bess hefur
spánska flugfélagið IBERIA
boðið mér í ferðalag um Spán.
Eg hef að vísu ferðazt töluvert
um Spán áður, en ég vona að
eftir þessa ferð verði ég enn
færari urn að gefa ferðafólki
góð ráð og leiðbeiningar um
skipulagningu Spánarferða, er
nú virðast æ eftirsóttari hér
hjá ok'kur.
> HUNDALÍF
— Já, hún manuna hans bað
mig að gæta hans á meðan hún
færi eftir mjólkinni.
SPURNIN GUNNI svarar í
dag Edda Lövdal Guð-
mundsson, kona Konráðs
Guðmundssonar, forstöðu-
manns Lido:
Það er ekki svo gott að
svara því, þar sem honum
finnst allur algengur vel til-
búinn matur góður og næst-
um því að honum finnist
bezt það, sem hann borðar
í það og það skiptið. Hon-
um þykir jafngott að fá
hrogn og lifur fyrst á ver-
tíðinni og rjúpuna á jólun-
um. Allir spaghetti og hrís-
grjónaréttir eru ofarlega á
vinsældalistanum og því
alltaf vel þegið þegar boðið
er upp á svínakótelettur
með karrýsósu og hrísgrjón
um, sem eru þannig til-
reidd: Smátt saxaður lauk-
ur og hrísgrjón eru látin
krauma (ekki brúnast) í
bræddu smjöri dálitla stund,
síðan látið í eldfast mót og
helmingi meira magni af
vatni, sem er blandað dá-
litlu magni af ananassafa
hellt yfir (1 bolli grjón, 2
bollar vatn).
í þetta er einnig látinn
súputeningur eða kraftur og
ananasbitar. Þá er mótinu
lokað vel og látið í vel heit-
an ofn í ca 15—20 mín. Á
meðan eru kóteletturnar,
sem mér finnst endilega
þurfa að vera magrar, barð
ar, kryddaðar með salti,
papriku og karrý og brún-
aðar vel og soðnar eins og
með þarf. Búin til sterk
karrýsósa og í hana látnir
smjörristaðir bananar og
einnig dálítill ananas. Sem
eftirrétt þætti honum bezt
þessa dagana að fá pönnu-
kökur með bláberjamauki
og rjóma. En ekki væri mál
tíðin fullkomin fyrr en hann
fengi gott kaffi og kannski
vindil með.
SIMAVIÐTALIÐ .
10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
23. tölublað 1962