Lesbók Morgunblaðsins - 04.11.1962, Page 4
BLAÐAKOSTUR 1 FÆREYJUM:
ÞAR FÆDAST BLÖÐ OG DEYJA
m. » OWI»«Q M. tlHWT >H«.
KæmpedemonsFr;'‘
Dtt 'mutyske fdljgbJ'"'
imwmldlimi
AmtstiDenöe Jor
»\ '.ís S5ríi SffSS.*
rétt eíns og
annars staðar
að vel sé fyrir þeim séð, hvað blaða-
kost snertir, því að þar koma út
reglulega sjö blöð. Að vísu er ekk-
ert þeirra reglulegt dagblað, en sín
á milli hafa blöðín skipulagt útkomu
sína þannig, að barna kemur út blað
fimm daga vikunnar — sunnudagur
og mánudagur eru undanskildir.
Færeyskt ritmál er ekki nema aldar-
ga nalt, en engu að síður var þegar ár-
ið 1852 gerð tilraun til blaðútgáfu á
eyjunum. f maímánuði það ár hóf
göngu sína blaðið Færingetidende, sem
færeyski stjórnmálamaðurinn Niels
’.Vinther stofnaði. Ekki varð þó þetta
fyrsta blað í Færeyjum langlíft, því að
síðasta tölublaðið — hið níunda í röð-
iniii — kom út 27. júlí sama ár, og var
þá útgáfunni lokið.
Aldarfjórðungur leið áður en önnur
tilraun var gerð með færeyskt blað. —
Frumkvæðið að því átti faðir færeysks
ritmáls, V. U. Hammershaimb prófast-
ur, sem lét senda út sem sýnishorn tölu-
blað af Amstidende for Færöerne, með
undirtitlinum Dimmaiætting, en útgef-
andi var talinn einkahlutafélag nokkurt,
„A/S Færö Amstidendes Bogtrykkeri" í
Þórshöfn, en eins og nafnið gefur til
kynna, tók fyrirtækið einnig að sér
bóka- og smáprentun. Frá 5. janúar 1878
i.ú? svo Dimmalætting reglulega út-
kamu, fyrst um sinn vikulega, allt til
þess er það tók að koma út tvisvar í
viku. um lok fyrri heimsstyrjaldarinn-
ar. Síðan hafa útkomudagarnir verið
miðvikudagur og laugardagur.
S vo sem áður greinir, koma nú út
sjo færeysk blöð, venjulega 4 síður
hvort tölublað, en þó er Dimmalætting
6 siður á veturna. Hin sex eru Dakblað-
iff, 14. septemher, Sosialurin og Tinga-
krossur — öll í Þórshöfn, en Föröyatíð-
indi og Norðlýsið eru „sveitablöð". sem
koma út í Tverá og Suderö og í Klakks-
vík i Norðureyjunum. AðeinsDimmalætt
ing. Dagblaðið og 14. september koma
út tvisvar í viku, en hin fjögur aðeins
einu sinni.
Dað kann að þykja einkennilegt. að
ekki skuli koma út neitt reglulegt dag-
blað, en ástæðan er eðlileg: eins og
efnahag færeyskrar blaðaútgáfu er hátt-
að, væri óhugsandi að halda úti dag-
legu blaði og láta það bera sig fiárhags-
lega. Á eyiunum eru sem sé ekki nema
8000 heimili og í afskekktu bygsðarlög-
unum kaupa mörg heimili blöðin í fé-
lagi og fæst hafa efni á fleirum en einu.
Og þó kostar árgangurinn af stærri
blöðunum ekki nema 20 krónur fær-
eyskar — sem verður að telja ódýrt, að
öllu athuguðu. Að áskriftargjaldið er
svona lágt, stafar af því, að flestir á-
skrifendurnir eru fiskimenn og þurra-
búðarmenn, sem mundu áreiðanlega
hugsa sig um tvisvar, et áskriftin kost-
aði 40 eða 50 krónur — og auk þess
vtrður að hafa í huga, að blöðin koma
ekki út nema einu sinni eða tvisvar i
viku.
A ALUR LE5A
DIMMALÆTTINC
* EN FÖROYATÍÐINDI
BERJAST í BÖKKUM
MEÐ 350 EINTAKA
UPPLAG
ftur á móti er auglýsingaverðið
svo lágt, að það bæði ætti og gæti verið
miklu hærra. Auglýsingar um kaup og
sölu, vinnu o. þ. h., með feitri fyrirsögn
er hægt að fá fyrir 3—4 krónur hjá
flestum blöðunum. Svo ekki séu nefnd-
ar raunverulegar verzlunarauglýsingar
— en þar er verðið enn meir áberandi
lágt: t. d. % síða fyrir 150 krónur og
hálfsíða á sérstökum stað fyrir 325
krónur.
Þegar nú blöðin samtímis verða að
launa starfsliði sínu eftir gildandi samn-
ingum við verkalýðsfélögin og fara eft-
ir verðlagsreglum — en verðlag hefur
farið síhækkandi síðasta áratuginn —
kaupa dýran pappír o. s. frv., þá liggur
það í augum uppi, að útgáfukostnaður-
inn er þungur baggi. f sambandi við
pappírskaup verður lika að taka tillit
til hins gífurlega flutningskostnaðar:
allur pappir frá Noregi, Svíþjóð og
Finnlandi, verður að fara um Dan-
mörku, og þá bætist við dýr flutningur
þaðan til eyjanna, en hann tekur tvo
eða þrjá daga, áður en pappírinn er
xominn þar í hús.
!T
L. tgjöldin eru þvi bæði margvis-
leg og á færeyskan mænkvarða há —
og par við bæiist svo kostnaöur við rit-
stjórn, en hann fer eftir tilviljunar-
kenndum „reglum“, sem eru sér fyrir
hvert blað: smærri blöðin hafa venju-
lega aðeins einn ritstjóra, sem á oftast
sjálfur eitthvað í blaðinu og lítur því
ef til vill ekki svo mjög á sínar eigin
tekjur, ef aðeins blaðið getur borið sig.
Ekkert færeyskt blað hefur meira en
tvo menn á ritstjórninni, og fréttaritar-
ar víðsvegar um landið þekkjast ekki
í venjulegum skilningi þess orðs. Rit-
stjórinn aflar sér frétta frá öllum eyj-
unum, átján talsins, einfaldlega með því
að taka símann og hringja til lögreglu
eða hafnarskrifstofu á hverjum stað —
aðeins einstöku sinnum er maður á
staðnum, sem blaðið hefur sérstakan
aðgang aC — sem — og oftast ókeypis
— lætur ,.sitt“ blað fá það, sem frétt-
næmt kann að vera í „umdæmi“ hans.
En að öörU leyti eru lesendur furðu ó-
latir að scnda ritstjórninni smáfrétta-
bréf, eða „tíðindabröv“, eins og það
nefnist á færeysku, og udp úr þeim get-
ur verið talsvert að hafa, þegar þau
hafa verið löguð til.
F n þegar fram líða stundir. verð-
ur auðvitað ekki hjá því komizt, að
koma upp raunverulegri og reglulegri
fréttaþjónustu frá byggðunum utan
Þórshafnar. Lesendur eiga heimtingu á
því og í rauninni er slík þjónusta þegar
um það bil að hefjast. En hvað um-
h -iminn snertir, var til skamms tíma
ekki um annað að ræða en hið seinvirka
ritsímasamband — og kostgæfnisleg af-
not af erlendum útvarpsstöðvum — en
nú er í viðbót við þetta kominn radíó-
sími og nýlega kom svo talsamband
irilli Færeyja og meginlandsins. Blöðin
eru þegar farin að notfæra sér það.
Þetta er þýðingarmikið atriði, ekki ein-
ungis fyrir erlendar fréttir til færeyskra
blaða, heldur og fyrir færeyska frétta-
ritara, sem vinna fyrir blöð og frétta-
stofur í Danmörku, Noregi, Svíþjóð og
Finnlandi og annars staðar og senda
fréttaefni frá Færeyjum.
Fréttaþjónustan hefur ennfremur
batnað við færeyska útvarpið, tltvarp
F roya, sem sendir út daglega tvisvar
sinnum þrjá stundarfjórðunga, með út-
varps-„blaði“ frá landinu sjálfu og út-
löndum, ásamt hverskyns fróðleik og
upplýsingum. Ekki er útvarpið þó enn
orðið keppinautur blaðanna, eins og bú-
ast hefði mátt við, sumpart vegna þess
að það er ekki nema 5 kw að styrkleika
og nær ekki til eyjanna allra, en líka
vegna þess, að það berst enn meir í
bökkum fjárhagslega en nokkurntíma
blöðin og getur því ekki látið í té eins
víðtæka fréttaþjónustu og þau. '
I Færeyjum, ekki síður en annars-
staðar, þekkist það, að blað „deyi“, en
það þekkist líka, að blað „rísi upp“ aft-
ur! Einkennilegt dæmi þess er blaðið
Tingakrossur („Þingboðið"). Þetta blað
sem kom út í fyrsta sinn á nýársdag
1901, varð fimm árum síðar málgagn
færeyska Sjálfstæðisflokksins, einmitt á
þeim tíma þegar sjálfstæðisbarátta þjóð-
arinnar komst í algleyming. f þá daga
voru ekki nema tveir flokkar í Færeyj-
um — hið dansksinnaða Sambandsparti,
sem Dimmalættiiig studdi, og Sjálf-
stæðisflokkurinn, með Tingakrossur að
málgagni. Allt fram að upphafi heims-
styrjaldarinnar síðari, var Tingakross-
ur útbreitt blað, en nú urðu þáttaskil.
Áskrifendurnir brugðust í æ ríkara
mæli, hver ritstjórinn tók við af öðrum,
b’ .ðið flæktist úr einni prentsmiðjunni
í aðra, og áskrifendatalan var komin
alla leið niður í 700 — en það þolir
ekki einu sinni blað í Færeyjum, með
8000 heimili. Tingakrossur varð að
hætta, þegjandi og hljóðalaust — kom
út ’ síðasta sinn 20. nóvember 1954, án
þess að minnzt væri á það einu orði við
lesendur, að þetta væri síðasta blaðið.
E n það átti þó eftir að koma I
ljós, að blaðið var ekki dáið fyrir fullt
og allt, því að í júlímánuði 1960 skýtur
því snögglega upp aftur og það í sama
búningi, með sama haus og í sama broti
og verið hafði, þegar það hætti, sex ár-
um áður. Þessi endurfæðing stafaði af
dugmikilli viðleitni forustumanna Sjálf-
stæðisflokksins til að vekia upp aftur
hið gamla málgagn hans. Nú á dögum
er Sjálfstæðisflokkurinn sem sé „stjórn-
arflokkur", sem tekur þátt í landsstjórn-
inni ásamt Sambandsflokknum og jafn-
aðarmönnum. og flokkurinn hefur því
þótzt þurfa að eiga sér málgagn, ekki
síður en hinir stjórnarflokkarnir. Hvort
þessi tilraun með útgáfuna á Tinga-
krossur heppnast, er enn í óvissu — en
hvað sem öðru líður hefur það ekki
verið ódýr tilraun að hleypa blaðinu af
stokkunum aftur, þar sem það hefur
ekki eigin prentsmiðju og hefur orðið
að byrja með sama sem ekki neitt. -—
Frammámenn flokksins hafa því orðið
að greiða allan kostnað svo að segia úr
eipin vasa. Upplagið er nú um 300 og
blaðið kemur út á fimmtudögum.
Ánnars er það blöðunum sameig-
inlegt, að tveim eða þrem undantekn-
um, að þau eru kostuð af stjórnmála-
flokkum, eða eru með öðrum 'orðum
flokksmálsögn að öllu leyti. Undantek-
in eru Dimmalætting í Þórshöfn' og
Föroyatíðindi á Suderö, og ef til vill
Norðlýsið í Klakksvik. Tvö hin fyrr-
nefndu styðja að vísu venjulega Sam-
bandsflokkinn, en eru honum samt ó-
háð efnahagslega og eru rekin sem
hrein einkafyrirtæki. Dimmalætting er
gefin út af hlutafélagi, en Föroyatíðindi
eru eign ritstjórans. Norðlýsið hefur
verið meira á flækingi sem málgagn
fyrir Folkeflokken (róttækan sjálf-
Framh. á bls. 11
4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
28. tölublað 1962