Lesbók Morgunblaðsins - 04.11.1962, Page 10
Hver er
uppáhaldsmatur
eiginmannsins
SÍMAVIÐTALIÐ
Hann heilsar daglega
upp á gömlu féíagana
— Er þetta 37139.
— Já.
— Er Brynjólfur Jóhannes-
son við'?
— Já, það er hann.
— Góðan daginn, þetta er
Morgunblaðið. Okkur langar til
að vita, hvað þú ert að gera
núna?
— Eins og þið vitið er ég
hættur hjá Útvegsbankanum
eftir rúmlega 40 ára starf. Ann-
ars var ég að koma af tiltölu-
lega stuttri útvarpsæfingu, en
fer eftir klukkutíma niður 1
Iðnó á leikæfingu.
Verið er að æfa nýtt leikrit
eftii Jökul Jaiko'bsson, sem
verður frumsýnt í nóvember-
mánuði, strax og endurbætur
'hafa farið fram á Iðnó. Við er-
um að fá nýja stóla og fleira.
SPURNINGUNNI svarar í
dag frú Helga G. Björnsson,
kona Stefáns Björnssonar,
verkfræðings:
Ef undan er skilinn
laxinn, sem hann veiðir sjálf
ur, þá held ég, að enginn
vafi leiki á, að griheraðir
kjúklingar séu það bezta,
sem Sveinn fær. En þar sem
hér á landi, fást yfirleitt
ekki, nema ólseigar hænur,
þá höfum við þennan rétt
allt of sjaldan. En kjötrúlla
(meat-loaf) er afar vinsæll
réttur á okkar heimili.
Uppskriftin er þannig:
2 pund nautahakk
1 pund hakkað svínakjöt
1/4 bolli smátt skorinn
laukur
1 ts salt
1 ts sinnep
2 þeytt egg
1/8 ts pipar - paprika
1 dós tómatkraftur -
mjólk
Með þessu eru hafðar róf-
ur, gulrætur, blómkál, allt
eftir því, hvernig stendur á
í buddunni.
— Hvenær hættir þú hjá Út-
vegsbankanum,
— Fyrir réttu ári og hef haft
nóg að gera frá þeim tíma í
sambandi við leikstarfið. Nú
upp á síðkastjð hef ég haft það
rólegra, sökum þess hve seint
hefur gengið að breyta Iðnó.
— Saknar þú ekki Útvegs-
bankans?
— Maður hlýtur að gera það
eftir rúmlega 40 ára starf. Þess
vegna líður varla sá dagur, að
ég reki ekki hausinn inn þar
til að heilsa upp á gamla félaga.
Bg er mjö'g vanafastur og
leita því á fornar slótSir, þar
sem ég er hagavanur og gott
hefur verið að starfa.
— Það hefur mar'gt skemmti-
legt komið fyrir í bankanum
og leikstarfseminni, er það
ekki?
— Ojú, eflaust hefur margt
skemmtilegt skeð, enda ekki
undarlegt á svo langri starfs-
ævi, en þó man ég ekki eftir
neinu sérstöku í svipinn.
Þetta á bæði við bankann og
leikstarfið, en það hef ég stund
að frá árinu 1916, er ég byrjaði
að leika vestur á Isafirði. Það
var í „Nei“ eftir Heiberg.
— Hvenær byrjaðir þú hjá
Leikfélagi Reykjavíkur?
— Það var árið 1924. í leik-
starfinu hefur auðvitað margt
verið skemmtilegt og minni-
stætt. En fari maður að rifja
það upp yrði það ótrúlega mik
ið efni, líklega heil bók.
— Hefur þú í hyggju að
skirifa endurminningar þínar,
Brynjólfur?
— Nei, ekki hefur mér dott
ið það í hug. Það er þó mjög
freistandi, enda frá mörgu að
segja.
Ég held nú samt, að ég leggi
ekfki út í það.
— Ætlar þú að halda áfram
að leika?
— Auðvitað, Eins lengi og
mér er mögulegt. Þó maður
sé kominn hátt á sjötugsaldur
á ég gott með að læra hlut-
verk mín ennþá.
Annars getux það verið vara
samt að vera of lengi í sviðs-
ljósinu. Fólk getur fengið hund
leið á manni.
— Jæja, Brynjólfur. Það er
víst eins gott að hætta sa-m-
Hve lengi eru
frysfu vörurnar ferskar?
MARGIR halda, að frystar
matvörur haldist óskemmdar
til eilífðar, aðeins ef þær eru
ekki látnar þiðna, en haldið
stöðugt í frosti. Þetta er ekki
rétt. Frystar matvörur missa
bæði bragð og ýmis bætiefni
með tímanum, en auðvitað mis
jafnlega mikið — og fer það
eftir ýmsu, m.a. hve lágt hita-
stigið er. Geymsluþol hinna
1 Ein stærsta vélskófla i h umi. Er hún í Vestur-)
I eýzkalandi og notuö við Kohuáiuur.
ýmsu tegunda matvæla er þar
að auki mjög misjafnt.
Fryst matvæli ná nú æ
meiri útbreiðslu í Bretlandi.
Þetta kemur í kjölfar þess, að
æ fleiri verzlanir láta setja
upp frystiborð — og þeim
heimilum fjölgar ört, sem
eignast ísskáp.
Eitt af stórfyrirtækjum
þeim, sem hagsmuna eiga að
gæta í brezka matvælaiðnað-
inum bauð ekki alls fyrir löngu
blaðamönnum til snæðings —
og voru þar bornir fram fjöl-
margir réttir. Og svo var hægt
að velja um tvennt af hverjum
rétti; það, sem hafði verið mat-
reitt ferskt — og hitt, sem búið
var að geyma í frysti tiltekinn
tíma áður en það var matreitt.
Það kom öllum á óvart, að
matvara missir yfirleitt bragð
og bætiefni skjótar eftir því
sem hitastigið lækkar. Með
öðrum orðum: Æskilegt er að
geyma matvæli við minnsta
nauðsynlegt frost. Það segja
brezku blaðamennirnir a. m. k.
Ennfremur segja þeir, að frost-
ið í kæliborðum fjölda verzl-
ana sé allt of mikið — og þar
missi matvælin eiginleika sína
miklu fyrr en ella.
Niðurstaðan varð sú, að nauð
syniegt yrði í framtíðinni að
dagsetja alla frysta matvöru
þannig, að kaupendur gætu
séð hve lengi varan hefði verið
geymd í frosti. Það væri éngin
sanngirni í að selja „gamla“
vöru, þó fryst væri, við sama
verði og ferska.
0ÍTPUP
> HUNDAUF *
Hefurðu nógu sterkar tennur
til að leysa mig aí meðan ég
skrepp frá?
talinu, svo þú komist á æfing-
una í Iðnó. Við þökkum þér
kærlega ý rir. Vertu blessaður.
— Þakka sömuleiðis, bless.
10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
28. tölublað 1982