Lesbók Morgunblaðsins - 04.11.1962, Page 11
DETTIFOSS
Framhald af bls. 9.
— Eitt af leiguskipum Eimskipafé-
lagsins, Yemassee, var ekiki nema 2—3
skipslengdir frá okkur á bakborða og
hlutu þeir að hafa orðið varir við
sprenginguna, en á því skipi voru nokkr
af skipshöfninni íslenzkir. Síðar kom
í ljós að kraftur sprengingarinnar var
svo mikill, að þeir sem voru sofandi
á Yemassee, hrukku upp og héldu að
þeirra skip hefði orðið fyrir skoti.
Sprengingin varð móts við vantinn
bakborðsmegin, enda munu hásetar og
kyndarar, sem voru í lúkarnum, allir
hcifa farizt nema einn, Kristján Simon-
arson, síðar stýrimaður hjá Eimskip,
nú látinn. Komst hann á einhvern hátt
út úr brakinu
Flekinn í sjóinn
— Skipið fór þegar að síga niður að
framan og lyfti skutnum upp úr sjónum.
Davíð stýrimaður sagði mér að reyna
korna mér í bát. Ég sá að á aftari báta-
þiljum voru nokkrir af áhöfninni að
bisa við að losa fleka, sem þar var og
koma honum í sjóinn Ég hljóp þegar aft-
ur eftir skipinu og kom við í klefa mín-
um, sem var aftur á öðru plássi, til þess
að ná mér í björgunarbelti.
— Þegar ég kom upp á bátadekkið
var komið þangað fleira fólk, bæði far-
þegar og skipverjar. Hafði þeim tekizt
að koma flekanum í sjóinn, en hann
var bundinn við skipið með sverum
kaðli og fylgdi því eftir, en töluvert
skrið var enn á skipinu þótt skuturinn
væri nú svo hátt úr sjó að skrúfan
var í lausu lofti.
— Davíð stýrimaður var nú kominn
aftur á bátaþiljur og skipaði mönnum
að stökkva niður á flekann, en þar sem
hátt var orðið niður stukku aðeins þeir
fyrstu á flekann sjálfan en aðrir fóru í
sjóinn.
Björgunarbelti lánað
— Þá gerðist það atvik, sem ég mun
aldrei gleyma. Einn skipverja kvaðst
ekki getað stokkið í sjóinn þar sem hann
væri beltislaus og ósyndur. Ungur piltur,
sem þá var annar matsveinn á skipinu
Anton Líndal, nú bryti hjá Eimskipafé-
laginu tók þá af sér björgunarbeltið og
spennti það á félaga sinn. Síðan stukk-
um við þessir þrír í sjóinn, en í fuminu
gættum við þess ekki að stökkva fyrir
framan flekann, heldur lentum fyrir aft
an hann, en flekinn, sem var ennþá bund
inn við skipið, barst óðfluga burtu.
— f>að var eins og forsjónin hefði
viljað Antoni björgunarbeltislánið, því
að skömmu eftir að við komum í sjóinn
skaut upp bjarghring úr korki við nefið
á mér. Gat ég ýtt honum til Antons og
mun þessi bjarghringur vafalaust hafa
bjargað lífi hans.
— Skömmu eftir að við vorum komnir
í sjóinn sáum við skutinn á Dettifossi
bera við himin. Síðan seig hann hægt
og rólega í djúpið og íslenzki fáninn
á stönginni í skutnum var það, sem við
sáum síðast hverfa í hafið.
— Auk flekans, sem um var getið,
bjönguðust tveir skipverjar á öðrum
mmm fleka og einum björgunarbát tókst
að koma út. Sveimaði hann á staðnum
þar sem skipið hafði sokkið. Skipsmenn
á björgunarbátnum sáu konu á floti inn-
an um brakið og héldu í fyrstu að hún
væri drukknuð. En er þeir höfðu tekið
hana upp í bétinn kom í Ijós að hún var
meðvitundarlaus. Raknaði hún brátt við
Olg lifði,
Upp d líf og dauða
•— Ósynda skipverjann, sem fengið
hafði björgunarbelti Antons, rak brátt
í burtu frá okkur, og fannst hann aldrei.
Við Anton svömluðum þarna í sjónum,
28. tölublað 1962 ----------------
I.B. 23(A)
Serial No...... 6035—
The Bearcr ^
has becn landed in tlie United Kingdom on condition that he/she*
obtains a national documejit of idcntity and producca it to an .
Immigration OÍBcer at—Leith#---------:_____________
on condltlon of repatrlatlpn to
Iceiond at tho earlieat opportunity
la-aocorclancetTÍth arrangernenta to t)'ö
made hy^the-XcQlaixlic yica-Jo'naul at-
Loitlu_______
Ho/Ae has atatod/ptaduead triduwt. Ui alnfW’/that the dctaila
entered at 1-7 are correct. .
1. a..----- ~TÍVo kfTgirJ fJorf_________________
2. Other Namce__
3. Nationality _
4. Date of Bir^h.
C.
I<£Ía.--V —
5. TW.mnpnt«t>f Tdentity ^ ^ •_
6. National Regiatration Identity Card ]
■^. +>U. .J
7. Propoaed t -n
8. Deacription: Height—ís*!-i-Colour Hair„ul^K^.
Eyea---——-Viaible Diatinguiahing Marka._______•
"Tóft.r. rk. ■ f... . ,
9. Arxived in U.K. br Ship/Airónft_^ ..-
Mrri/íUv
Vegabréfslaus skipbrotsmaður — og
þetla er plaggið sem brezku útflytjenda-
yfirvöldin útbjuggu fyrir Boga.
reyndum að halda okkur nærri hvorum
öðrum, svamla í áttina að flekanum.
Var nú tekið að hvessa og flekinn lét
ekki að stjórn svo að þeir, sem á honum
voru, gátu ekki stýrt í áttina til okkar.
Flekann hrakti nú undan vindi en við
syntum á eftir allt hvað af tók. Anton
var aðeins harðari á sprettinum og náði
flekanum, en mér voru farin að fatast
sundtökin vegna kulda og mæði. Tókst
mér þó að lokum að ná í bláendann á
ár, sem þeir á flekanum teygðu eins
langt og þeir gátu í áttina til mín. Var
ég þannig dreginn upp á flekann.
— Ekki man ég nákvæmlega hvað
við vorum möng þarna á flekanum, en
ég held við höfum verið 18. Engin
hræðsla var í fólkinu; við sáum her-
skipið skammt frá og vissum að bjöngun
var aðeins tímaspursmál. Hins vegar var
mörgum kalt þvi flestir voru blautir,
sumir aðeins á nærklæðum og þetta var
í febrúar.
— Eftir um það bil klukkustundar
veru á flekanum renndi brezka herskip-
ið upp að okkur og við vorum tekin uan
borð. Var óg þá orðinn svo stífur af
kulda að það varð að lyfta mér upp
í skipið. Þar tóku brezku sjóliðarnir á
móti mér, fóru með mig niður í káetu,
færðu mig úr fötunum og nudduðu mig
með grófum handklæðum. Síðan skelltu
þeir mér í heitt rúm, sem einn þeirra
fór úr fyrir mig, og komu með stóra
krukku með sjóðandi tei og rommd til
helmdnga. Við það hresstist ég og klukku
tíma síðar var ég búinn að fá þurr föt,
kominn á fætur og fókk ekki svo mikið
sem kvef. Og svo segja menn að rommið
se slæmt.
Þá fyrst hrœddur
— Herskipið leitaði um stund á slys-
staðnum en fann ekki fleiri. Um kvöldið
vorum við settir á land í þorpi í Skot-
landi, en daginn eftir fórum við til Glas
gow og þaðan til Edinborgar. Þar fóru
flestir um borð í Brúarfoss, sem þar var
í höfn, og heim með honum. Ekki kom-
urnst þó allir með vegna þess að skipið
var yfirfullt. Við Páll Melsted, kaup-
maður og Skúli Pedersen, flugmaður,
fórum heim með brezku flutningaskipi
viku síðar.
— Ég fór á sjóinn aftur eftir þetta
með gamla Lagarfossi, sagði Bogi. —
Tveimur tímum eftir að við forum frá
ytri höfninm í Reykjavík, fékk stórt
olíuflutningaskip, skammt frá okkur á
stjórnborða, tvö tundurskeyti. Norðan-
átt var og kuldi, kvöldsóim baðaði Snæ
fellsjökul og kuldalegt var að líta yfir
sjóinn. Ég hugsaði þá með mér að ef
ég þyrfti að fara í sjóinn aftur þá færi
ég heldur niður með dallinum. Þá komst
ég að raun um í fyrsta sinn, hvað er að
vera hræddur. — lih
FÆREYJABLÖÐ
Framhald af bls. 4.
stjórnarflokk), en ér aðallega stutt af
atvinnurekendum í hinum mikla fiski-
bæ Klakksvík, en er gefið út af eigin
hlutafélagi A/S Klakksvík Trykkeri.
Það, sem hér fer á eftir, er stutt
greinargerð fyrir hinum einstöku blöð-
um:
í Færeyjum er ekkert upplagseftirlit,
og eru því tölurnar fyrir hvert einstakt
blað áætlaðar.
Dimmalætting, sem nú hefur „Amts-
tidende for Færöerne“ sem undirtitil
(enda þótt Færeyjar hættu að vera
danskt amt 1948), hefur sem fyrr segir
komið út reglulega síðan 1878 og er því
elzta blað eyjanna. Færeyska nafnið
þýðir nánast „Dögun“. Blaðið er prent-
að x hálfrótasjónpressu, en öll hin blöð-
in í flatpressu, og upplagið er 6.700 ein-
tök í sjö dálkasíðustærð. Gagnstætt öðr-
um færeyskum blöðum kemur Dimma-
lætting (og Suderöblaðið Föroyatíðindi)
út á tveim málum, dönsku og færeysku:
útlenda efnið er aðallega á dönsku, en
heimaefnið á færeysku. Eftir brunann
1944, sem lagði hús blaðsins í Þórshöfn
algjörlega í rúst, flutti það skömmu
eftir ófriðinn í nýtt hús við höfnina
(sem hefur verið stækkað á þessu ári),
og fyrir svo sem tíu árum, stofnaði það
prentmyndagerð, svo að nú getur það
flutt innlent myndaefni með hinu út-
lenda, sem er fengið frá blaðamynda-
skrifstofum í Kaupmannahöfn. Prent-
myndagerðin hjá Dimmalætting vinnur
einnig fyrir hin blöðin.
Síðan 1879 hefur Dimmalætting verið
löggilt til að flytja allar stjórnarvalda-
tilkynningar í Færeyjum — með öðr-
um orðum gilda engin lög fyrir Fær-
eyjar, nema þau hafi verið birt í
Dimmalætting, en þetta er ekki sú gull-
náma fyrir blaðið, sem menn gætu í
fljótu bragði haldið. Allar opinberar
tiiKynningar verður sem sé að birta ó-
keypis, samkvæmt löggildingunni frá
1879!
Þáer það Dagblaðið, sem á aug-
lýsingasviðinu er helzti keppinautur
Dimmalættingar, hóf útkomu sína
1935, og kemur einnig út tvisvar í viku,
á þriðjudögum og föstudögum. Blaðið
ex málgagn Fólkaflokksins (útgefandi
A/S Dagprent, Þórshöfn), sem er íhalds-
samur sjálfstæðisflokkur (en sjálfstæðis
menn í Færeyjum eru greindir í nokkra
smáflokka). Stjórn blaðsins skipa
frammámenn flokksins og upplagið er
sem næst 2500. Pólitískt séð er blaðið
nú málgagn stjórnarandstöðunnar í lög-
þinginu og beitir sér aðallega fyrir ó-
háðri, færeyskri efnahagsstefnu og at-
vinnumálum, ennfremur á blaðið mikið
fylgi meðal bænda.
Dagblaðið seldi fyrir nokkrum árum
hús sitt og er nú til húsa í stórhýsi á
hafnarbakkanum í Þórshöfn. Hefur þó
eigin prentsmiðju.
1V
X i æst kemur 14. september, sem
er yngsta greinin á blaðameiði Færeyja,
og hefur komið út síðan 5. júní 1947.
Blaðið er stofnað og útgefið af lýð-
veldisflokki Færeyja — Skilnaðarflokkn
um — og nafn þess er táknrænt fyrir
sjálfa hreyfinguna, sem eignar sér 14.
september 1946 — en þann dag gengu
Færeyingar til þjóðaratkvæðagreiðslu
um áframhaldandi samband við Dan-
mörku eða fullan skilnað. Eftir að Lýð-
veldisflokkurinn fékk fulltrúa I lög-
þinginu, varð 14. september málgagn
þingflokksins, og er öðrum blöðum
framar fullkomið flokksblað. Það rekur,
í fullu samræmi við flokk sinn, ein-
dregna and-danska stjórnmálastefnu og
fer ekkert leynt með. í fyrstunni kom
það út tvisvar í viku, en síðar þrisvar.
En því var ekki hægt að halda áfram
til lengdar og menn hafa aftur horfið
að tveim blöðum í viku. Síðustu tvö ár-
in hefur 14. september auk þess komið
út nokkuð óreglulega, en það hefur
leitt af sér — að minnsta kosti í bili —
mikla fækkun í áskrifendagjölda og
samdrátt í auglýsingum, svo að blaðið,
sem í upphafi var næststærsta blað
Færeyja, er nú komið í fjórða sæti, með
um 1700 eintaka upplag.
álgagn færeyskra jafnaðar-
manna er Sosialurin og kom hann út í
fyrsta sinn 24. maí 1927, undir nafninu
Föroya Social Demokratur (en frá apríl
1955, var nafninu breytt í Sosialurin,
eins og blaðið hefur jafnan verið kall-
að i daglegu tali). Þetta blað kemur út
einu sinni í viku, eins og Tingakrossur
— á laugardögum — og aflaði brátt
• jafnaðarmannaflokki eyjanna mikiis
fylgis meðal færeyskra fiskimanna og
verkamanna. Stjórnmálalegt efni á
þarna — og hefur alltaf átt — forgangs-
réttinn, og hinir ýmsu jafnaðarmenn,
sem átt hafa sæti á lögþinginu, hafa
íagt því til mikið efni, og á þetta ekki
hvað sízt við núverandi formann lands-
stjórnar Færeyja, Petur Mohr Dam,
lögmann, sem áður var árum saman rit-
stjóri blaðsins. Enda þótt „Sosialurin“
komi út í Þórshöfn, er núverandi rit-
stjóri hans — eins og líka Tingakross-
urs — búsettur utan Þórshafnar. Báðir
eru þeir kennarar að atvinnu, og rit-
stjórnarstarfsemin aukaverk hjá þeim.
Sosialurin hefur um 1800 eintaka upp-
lag.
lioks eru svo blöðin, sem koma út
utan Þórshafnar, Norð'lýsið í Klakksvík
og Föroyatíðindi í TverS. Hið fyrra styð-
ur Fólkaflokkinn og kemur út hvern
föstudag í um 400 eintökum. Þess má
geta, að ritstjóri þess er einnig kenn-
ari. Blaðið hefur komið út síðan 1951.
Eins og Föroyatíðindi í Tverá á Suderö
— frá 1915 — er Norðlýsið hreint sveit-
arblað, sem er ritað fyrir mjög takmark-
aðan lesendahóp, og bæði blöðin eru
mjög íhaldssöm. Föroyatíðindi, sem er
með um 350 eintaka upplag, styður í
stjórnmálum Sambandsflokkinn, en eins
og hjá Dimmalætting er það á fullkom-
lega óháðum grundvelli, því að bæði
iylgja þau sinni sérstöku sambandspóli-
tísku línu, þegar hún er í andstöðu við
ákvæði flokksins — og slíkt kemur oft
fyrir.
A ð lokum nokkur orð um fær*
eyska blaðamenn og félagsskap þeirra.
Blaðamannahópurinn í Færeyjum er að
vonum mjög fámennur. Eins og er eru
13 starfandi blaðamenn (af þeim 3, sem
hafa aðra aðalatvinnu). Til þess að efla
sameiginleg áhugamál stéttarinnar og
geta komið fram sem einn maður út á
við, eKki sízt gagnvart stjórnarvöldun-
um, urðu færeyskir blaðamenn sam-
mála um það, árið 1952, að stofna fyrsta
blaðamannafélag Færeyja, Föroya blað-
mannafelag, sem hefur innan sinna ve-
banda bæði blaðamenn og ritstjóra. Fé-
lagið gefur út blaðamannaskírteini og
hefur útvegað félögum sínum ófá hlunn-
indi, svo sem ódýrari ferðir, séraðgang
fyrir Dlaðamenn o. þ. h. Föroya blað-
mannafelag, sem hefur þriggja manna
stjórn, telur það annars fremsta verk-
efni sitt að koma meðlimum sínum sem
bezt í samband við starfsbræður ann-
arsstaðar, og þá fyrst og fremst í Dan-
mörku og á öðrum Norðurlöndum.
Eiden MiiHer.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS H
I