Lesbók Morgunblaðsins - 04.11.1962, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 04.11.1962, Blaðsíða 16
Sonja skrifar frá New York: kemur til sögunnar /A þessum tíma árs er New York rétti staðurinn fyrir tízkufrúr. Manni dettur ó- hjákvæmilega í hug að heimur- inn sé að ganga af göflunum þessar síðustu þrjár vikur síðan samkvæmislífið byrjaði. Oig það byrjaði auðvitað á öllu ó- hófs glitinu og glæsimennsk- unni, sem hefur verið daglegt brauð allt frá því Phiiharmonic Hall opn- aði (Það er hinn nýi hljómleikasalur New York Philharmonic symfóníu- hljómsveitinnar og að sjálfsögðu fyrsta byggingin, sem lokið var við í hinni miklu miðstöð menningarlífs sem nefnist Lincoln Center), við leik hús- og kvikmyndafrumsýningar og tízkusýningar, unz Metropolitan ó- peran hóf sýningar nú fyrir skemmstu Þetta kemur þeim ek'ki sízt í hug, sem þekkja til tízkuiðnaðarins og vita að hundruð kvenna hljóta að hafa eytt ofsalegu fé í kvöldkjólana eina. Við getum nefnt tölur allt frá 45 þúsundum upp í 135 þúsund krónur. Irið spyrjið kannski: Hvernig er þetta hægt? Sumir kjólar eru svo mikið útsaumaðir með perlum, sekk- ínum og gimsteinum, að þið ættuð bara að reyna að rei'kna kostnaðinn út sjálfar, að viðbættum vinnulaun- um. Og svo býst ég við að teiknurun um finnist þeir eigi skilið að fá eitt- hvað fyrir snúð sinn. Þá dettur mér í hug sagan um fatakaupmann í New York og viðskiptavin hans, sem kvart aði um hvað verðið á litlum hatt- bleðli væri hátt. „í rauninni," sagði hún, „er hann ekki neitt annað en borði, sem ekki hefði getað kostað meira en svona fimmtíu krónur í verzlun." Þá rakti kaupmaðurinn sundur hattinn, unz hann var ekiki orð inn annað en ónýttur borði, rétti kon unni og sagði :„Nú getið þér fengið hann fyrir fimmtíu krónur.“ /lif þessari litlu sögu mætti á- lykta, að allt sem gott er hljóti að kosta peninga. En svo þarf ekki að vera. Ef maður hefur svolitla hsefi- leika og ímyndunarafl, er hægt að gera mikið úr sáralitlu. Framar öllu þarftu að þekkja sjálfa þig, það eiga allar vel klæddar konur, hvar sem er í heiminum, sameiginlegt. En snúum ofckur aftur að tízku- unni eins og hún er þessa stundina. Hún er hreint ekki svo slæm. Ame- rískir teiknarar verða uppfinningar- samari og sjálfstæðari með hverju ári. Nokkrir, svo sem Galanos og Norell, hafa náð að þroska með sér eigin stíl. Aðrir, þar á meðal Zucker man sem stundum er kallaður Balen ciaga 7. strætis, saumar föt, sem fara dásamlega vel og eru sniðin eftir (og stundum endurbætt) frönsku há- tízkunni. Leikhúsdraktir hans eru hreinasti draumur í ár, úr þungum brókaði- og bouclé silkiefnum, oft lagðar loðskinnum. Draktir og kápur Norells eru hlaðn ar skinnum, en aldrei samt um of. Zuokerman er með frá'bæra svarta ullarkápu, fóðraða með rafgulu, þykku, möttu satíni, lagða svörtum refaskinnum frá hálsmáli niður og kringum faldinn. (Sjá mynd). M*egar minnzt er á loðsfcinn: Maximillian, bezti loðkápukaupmað- ur heimsins, kemur á óvart með ýmsu Innan um marga hektara af svörtum mink, rándýrum safalskinnum og chincilla sést hvort sem þið viljið trúa því eða ekki kápa úr gráum íkornaskinnum sem kom bezt klæddu hofróðum New York borgar til að svima af hrifningu. En takið eftir: það voru ekki aðeins þessi óvenju- legu loðskinn, sem ollu (hinn hóg- væri íkorni hefur ekki sézt í káp- um síðan 1930). Það var sannleikur skinnanna og sniðsins og hinar ein földu línu, sem gerðu þetta svo ó- venjulega kápu. (Sjá mynd). Annað eftirtektarvert hjá Maxim- illian er tvíhnepptar, dragsíðar minkakápur til kvöidnota og silki- mjúkar kápur úr rússneskum mörð um, fóðraðar með chincilla eða safal skinnum. Flestum þeirra má snúa við. M, iLaximillian notar ekki óvana- leg skinn eins og gaupur, guanaco eða gærur (einn loðkápusali, Arono wicz, auglýsir „íslenzkar gæruskinn kápur“), en aðrar þekktar verzlanir t.d. Revillon 'og Bergdorf, nota svona brosleg skinn í þetta sinn. Áður hafa þau verði notuð til að vera í til sveita og á skíðahótelum, en nú eru þau orðin nothæf í borginni. Meira að segja glæsilegar konur, sem eiga tvær eða þrjár kápur úr hinu sígildu skinn um, fá sér þessar óvenjulegu loð- kápur til að láta eftir duttlungum sínum. t Snúum okkur svo frá loðskinnum að kvöldkjólunum. Það er enginn vafi á því, að síðir þröngir kvöldkjólar eru komnir í tízku og fleignir kjólar með víðum pilsum eru orðnir gam- aldags. Við kvöldverðarborð í einka húsum kemur fyrir að nokkrir stutt ir kvöldkjólar sjást en síðir kjólar eru lang vinsælastir, næstum svo að einhæft er. Allt sem glitrar er í tízku, hvort sem það er vegna perla brókaði eða lamé. í stuttu máli er New York tízkan svona: Þægileg föt að degi til, glit og síðir, þröngir kjólar á kvöldin (of náir hælar að degi til eru alveg fyrir neðan allax hellur, þeir eru gjörsam- lega óviðeigandi). 6. hefti . EPISKA RITIÐ Öháð bókmenntarit 6. hefti ESifar SCrbSlfiinssoii Ereyrs Framtíðarmöguleikar íslenzku stjórn- málaflokkanna séðir í ljósi ÞRÓUNAR HEIMSSTJÓRNMÁLANNA Fæst í bókabúð KRON Bankastræti Fyi'ri hlíifi VANTAR ÞIG PENINGA?

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.