Lesbók Morgunblaðsins - 27.01.1963, Síða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 27.01.1963, Síða 1
20C ára afmæli þá auðugastur Islendinga og æðsti ver- aidlegur valdsmaður landsins. Átti hann til höfðingja að telja í báðar ættir og bar nafn forföður síns Magnúsar prúða. Kona hans var Þórunn Guðmundsdóttir af Einarsnesætt og Skarðverja úr Dölum. Þau áttu eina dóttur barna, Sigríði að nafni. Magnús var gáfaður maður, lærð- ur vel og röggsamt yfirvald. Þjóðholl- ustu hans má af því marka, að hann studdi Skúla fógeta með ráðum og dáð í umbótastarfi hans. Árið 1760 réð Magnús sér til aðstoðar Óiaf Stefánsson varalögmann, þá þrítug- an að aldri. Faðir Ólafs var Stefán prest- ur Ólafsson á Höskuldsstöðum á Skaga- strönd, dóttursonur Stefáns skálds Ólafs- sonar í Vallanesi. Hafði Stefán prestur íarizt af slysförum árið 1748 og látið eftir sig mörg börn á æskúskeiði. Meðal barna hans var Sigríður, kona Þórarins sýslumanns á Grund og formóðir Thor- arensensættar. Stefán prestur hafði ver- MAGNÚSAR STEPHENSENS Eftir dr. Þórð Eyjólfsson, hæstaréttardómara Erindi það, sem hér hirtist, flutti dr. jur. Þórður Eyjólfsson, hæstaréttardómari. á fundi Lög- mannafélags íslands, sem hald- mn var í Háskóla íslands 27. des. f . i tilefni af 200 ára afmæli Magnúsar Stephensens, dóm- stjora. F" VERN mann verður að meta eftir þeirri öld, sem hann lifir á. Flestir eru börn síns tíma, aðrir eftirlegukindur lið- innar tíðar, og svo koma öðru hvoru fram menn, sem eru á undan sín- um tíma. Þá eiga samferðamenn- irnir jafnan örðugast með að skilja. Magnús Stephensen dómstjóri, sem við minnumst hér í dag í tilefni af tveggja alda afmæli hans, var um margt barn sinnar aldar. En það varð hlutverk hans í íslenzkri sögu að bera fram hugsjónir, sem nýjar voru hér á landi, og berjast fyrir framgangi þeirra. Þeirri viðleitni hans var misjafnt tekið, og um hann stóð mikill styrr. Hann varð um margt fyrir vonbrigðum, en lifði það samt að sjá ávöxt verka sinna í sumum greinum. Eif litið eir til íslenzkra þj óSar- kjara á 18, öld, þá verður sú heild- armynd ömurleg, sem í hugann kem- ur. Þar eru margir dökkir drættir. í upphafi aldarinnar gekk drepsóttin Störabóla yfir landið, um miðja öldina hallæri og fjárfellir, og svo Móðuharð- indin á síðara hluta hennar. En jafn- framt lá verzlunaránauðin sem mara á þjóðinni og eyddi lífsþrótti hennar. Á fjórða tug aldarinnar orkti rímna- skáldið Árni Böðvarsson á ökrum kvæðið Skipafregn. Ekki hefur í annað skipti hér á landi verið eins óvægilega stungið á kýlum sjúks og aumlegs aldar- fars. Með nokkrum skýrum dráttum er þjóðinni leidd fyrir sjónir niðurlæging hennar, vesaldómur og fáfræði alþýðu, undirlægjuháttur við hrokafulla er- lenda kaupmenn, fákunnátta um fram- leiðslu og vöruvöndun og svo afleiðing- ar þessara lífskjara, flóttinn til áfengis- nautnar og ofdrykkju. Þessum sjúk- dómseinkennum aldarinnar er þó að- eins lýst á ytra borðinu, en ekki gerð grein fyrir þeim meinvaldi, sem burt þurfti að nema, ef þjóðin ætti að kom- ast aftur til heilsu. Læknisaðgerðirnar hefjast ekki fyrr en upi miðja öldina, en þá er þeim líka haldið fram óslitið eftir það af einstökum umbótamönnum, þó að með mismunandi aðferðum væri og misjöfnum árangri. Á síðara hluta aldarinnar eru þar í fararbroddi Eggert Ólafsson, Skúli Magnússon landfógeti og Jón Eiríksson. Um þær mundir sem hinn síðasti þeirra er að ljúka dagsverki sínu, tekur Magnús Stephensen forust- una. Um miðja 18. öld bjó á Leirá Magnús amtmaður Gíslason. Hann var ið lítt efnum búinn, en góðir menn studdu Ólaf son hans til mennta, enda var hann hið mesta mannsefni. Eftir að hann lauk prófi í lögum árið 1754, var hann bókari við Iðnstofnanir Skúla fógeta, unz hann réðst að Leirá. Þarí svo ekki að orðlengja það, að hugir þeirra Ólafs og Sigríðar amtmannsdóttur hneigðust saman, og gengu þau í hjóna- band árið 1761. Hinn 27. desember 1762 fæddist þeim sonur, sem hlaut nafnið Magnús í höfuðið á afa sínum. Ungu hjón in höfðu fyrst bú að Leirá til 1766, en fluttust þá að Bessastöðum ásamt Magn- úsi amtmanni. Hafði amtmaður þá reist þar steinhús það, sem nú er forsetabú- staður, og ætlaði sér þar framtíðarað- setur, en þau hjón önduðust bæði á því sama ári, 1766. Fékk Ólafur þá amt- mannsembættið eftir tengdaföður sinn. Sat hann á Bessastöðum til 1770, fluttist þá að Elliðavatni og árið eftir að Svið- holti, þá að Innra-Hólmi á Akranesi árið 1780 og loks að Viðey árið 1794. Hann varð, eins og kunnugt er, fyrstur Islend-i inga stiftamtmaður árið 1790. Magnús ólst upp með foreldrum sínum á fjölmennu höfðingjaheimili. Meðan hann var enn á barnsaldri, flutti bóndi úr héraðinu honum lofkvæði og vottaði honum undirgefni sína. Slíkur var þá aldarandinn. Hann var á uppvaxtarár- unum látinn venjast allri algengri vinnu, og þegar hann hafði aldur til, var hon- um haldið til bókar. Kom líka fljótt i ljós, að hann hafði frábærar námsgáfur, en ekki kveðst hann þó hafa jafnazt við móður sína um næmi. Magnús var snemma ör í lund, kappsamur og metn- aðargjarn, og sóttist honum námið vel. Var hann samt nokkuð heilsuveill í æsku og fram eftir ævinni. Ekki var hann sett- ur í skóla, heldur fengnir heimiliskenn- arar, og var einn þeirra hinn þjóðlegi fræðimaður Halldór Hjálmarsson, síðar konrektor á Hólum. Haustið 1778 var Magnúsi, þá 15 ára gömlum, komið til náms hjá Hannesi biskupi Finnssyni i Skálholti, og las hann þar undir stúdents próf um veturinn. Kemst Magnús sjálfur svo að orði, að þá hafi sín lærdómslyst brunnið „algerlega sem í ljósum loga, vottað sig í fýkn eftir að nema og læra sem mest og það af margvíslegri tegund, að verja öllum gáfum, tíma og tómstund- um þar til að draga þá meðlærisveina uppi, sem á undan honum voru í lær- dómi, og komast á undan jafningjum". Var hann svo brautskráður frá Skálholts- skóla með loflegum vitnisburði vorið 1779. Þó að þessum áfanga væri náð, taldi faðir hans hann vera enn of ungan til siglingar. Dvaldist Magnús tvo næstu . vetur í Skálholti hjá Hannes biskupi, sem þá var kvæntur Þórunni systur hans. Kveðst Magnús hafa bætt stórum við lærdóm sinn undir leiðsögn biskups og kennslu. Hannes Finnsson var einn af mætustu mönnum aldarinnar hér á landi, lagði stund á þjóðleg fræði, en kynntl sér jafnframt nýjar erlendar stefnur í trúmálum og þjóðmálum, fordómalaust og með vísindalegri athugun og gætni. Er því rétt að staldra við og gera sér nokkra grein fyrir þeim stefnum í and- legum. og veraldlegum efnum, sem mest gætti á síðara hluta 18. aldar, áður en kenningar frönsku stjórnarbyltingarinn- ar tóku að ryðja sér til rúms. Al8. öld voru trúarbrögðin enn svo sterkur þáttur í andlegu lífi, að telja má daglega iðkun guðrækninnar hafa verið hvers manns skyldu. Þó að þjóðin hafi játað hina evangelísku lútersku trú frá því á dögum siðaskipta, hefur mismun- andi áhersla verið lögð á kenningarnar. Á 17. öld gekk myrkrahöfðinginn hér ljósum logum og villti um fyrir. mann- kindinni, eins og kunnugt er af galdra- brennumálunum. Var þá lítill munur gerður á náttúrlegum og yfirnáttúrleg- um orsökum atburðanna. Eldgos, hallæri og annað mótlæti, sem þjóðinni bar að höndum, var talið guðleg ráðstöfun til að aga syndugan lýð. Á 18. öld hófst aftur- kast frá þessum trúarhugmyndum 17. ald ar. Þá kemur fram erlendis hin svo nefnda skynsemistrúarstefna (rational- ismi). Er þá dregið úr gildi hins óræða eða yfirskilvitlega, en áhersla lögð á að skýra lífið og tilveruna í samræmi við hin skilvitlegu lögmál, sem náttúruvís- indin voru smám saman að leiða í ljós. Fór kölski þá ekki lengur með aðalhlut- verkið, og var honum jafnvel af sumum ýtt með öllu út af leiksviðinu. Hannes biskup mun hafa verið hlynntur skyn- semistrúnni, þó að hann færi vægt í sak- irnar með að prédika hana, en Magnús lærisveinn hans gerðist síðar postuli hennar hér framar öllum guðfræðingum. Samhliða skynsemistrúarstefnunni kom fram á 18. öld ný og veraldlegri stefna, sem nefnd hefur verið fræðslu- eða upplýsingarstefnan. Gætti hennar svo mjög, að öldin hefur oft verið við hana kennd og nefnd upplýsingaröld. Aflvaki hennar var einnig vaxandi þekk- Framh. á 11. bls,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.