Lesbók Morgunblaðsins - 27.01.1963, Page 2
Æ54TJI IRk
SVIP-
MVND
HvER svo sem það var sem sveik
Nelson Mandela í hendur suður-afrísku
lögreglunnar fyrir rúmum fimm mán-
uður, getur sá hinn sami státað af að
hafa fært henni álitlegt fórnarlamb.
Sem leiðtogi neðanjarðarhreyfingar
blökkumanna 1 Suður-Afríku hefur
Mandela haft geysimikil og víðtæk á-
hrif. Fyrir hálfu öðru ári stóð hann á
bak við útgönguneitun blökkumanna,
sem hafði að vísu ekki mikil áhrif, en
skemmdi þó og afskræmdi hátíða-
höldin í sambandi við lýðveldistökuna.
Hann neyddi hvíta menn til að afhjúpa
hinn vopnaða viðbúnað, sem beita átti
gegn hvers konar mótþróa þeldökkra
manna.
í fimmtán mánuði eftir það tókst
honum a'ð komast hjá handtöku, og
beitti við það margs konar brögðum,
oft ærið fífldjörfum, svo farið var að
kalla hann „Svörtu akurliljuna", en um
miðjan ágúst í fyrra náðist hann loks
og var fangelsaður.
Mandela kærir sig sennilega ekki
sjálfur um þessa rómantísku nafngift.
Hann er ábyrgðarfullur, greindur og
úrræðagóður maður, lögfræðingur sem
komizt hefði til mikilla metorða í hvaða
frjálsu þjóðfélagi sem væri. Hann
kemst í rauninni næst því af öllum leið-
togum frelsishreyfingarinnar í Suður-
Afríku að vera hliðstæða leiðtoga
frönsku andspyrnuhreyf ingarinnar í
seinni heimsstyrjöld.
Mandela er gríðarstór og mjög
myndarlegur maður, hálffimmtugur að
aldri. Glæsileiki hans og kæringarlaust,
konunglegt fas njóta sin enn betur sök-
um þess að hann hefur ástríðu á góðum
fötum. Hann talar með djúpri og hljóm-
sterkri bassarödd, sem hann reynir
sjaldan að Iækka, og veldur það stund-
um kvíða eða jafnvel ótta meðal þeirra
sem koma til leynifunda við hann í Jó-
hannesborg.
IVelson Rolihlahla Mandela var
borinn til höfðingjatignar í Tembu-
þjóðflokknum, sem er stærsti þjóðflokk-
ur á Transkei-svæðinu. Faðirinn féll
frá þegar drengurinn var 12 ára. Eftir
það var hann þjálfaður til væntanlegr-
ar tignarstöðu undir ströngum aga föð-
urbróður síns og undir ströngum kristi-
legum meþódista-reglum móður sinnar.
Svo er að sjá sem Nelson hafi verið
uppreisnargjarn að eðlisfari, óánægður
og vansæll þegar í bernsku vegna fyrir-
fram ákveðins lífsferils. Hann langaði
að „gera eitthvað óvenjulegt“. Meira og
minna óljós óánægja hans varð að fast-
mótaðri ákvörðun þegar hann fór til
Fort Hare, sem var menntaskóli fyrir
blökkumenn, og kynntist Oliver Tambo,
hlédrægum og lítillátum ungum manni
með furðulega ákveðnar stjórnmála-
skoðanir. Þeir lentu báðir í ólátum,
sem áttu sér pólitískar rætur, og voru
reknir úr skóla.
Varð þetta atvik til þess, að Mandela
neyddist til að taka ákvörðun um fram-
tíðina. Föðurbróðir hans skipaði hon-
um að fara aftur til Fort Hare og ganga
að skilmálum skólastjórans, en eftir
tveggja ára pólitískar umræður í svefn-
skálum skólans var Nelson staðráðinn
í „að ríkja aldrei sem höfðingi yfir kúg-
uðu fólki“;
Fyrir hinn unga „ríkisarfa" var þetta
erfið og afdrifarík ákvörðun, því hann
varð að klippa á böndin við gamlar
hefðir og valda ættfólki sínu og skjól-
stæðingum sárum vonbrigðum og hugar-
víli. En hann lagði á flótta, fór fyrst í
gullnámurnar við Jóhannesborg, en
síðan fór hann huldu höfði meðal at-
vinnuleysingjanna í blökkumanna-
hverfinu Alexandra í útjaðri borgar-
innar. Þar hófst merkileg vinátta hans
við Walier Sisulu — sem tekinn var
höndum með Mandela í ágúst í fyrra —
sjáifmenntaðan mann af alþýðufólki,
sem var mjög bitur út af látlausum mis-
þyrmingum á blökkumönnum og yfir-
kominn af vonleysi.
S isulu varð Mandela til ómetan-
legrar hjálpar. Þegar hann heyrði að
Nelson hefði hug á að verða lögfræð-
ingur, taldi hann nokkra málafærslu-
menn af gyðingaættum á að ráða hann
til sín og reyndist honum á ýmsan hátt
annan eins og bezti bróðir. Eflaust átti
framkoma Sisulus öðrúm þræði rætur
að rekja til þess að hann er líka af
Tembu-þjóðflokknum, en hitt er ekki
síður sennilegt, að Sisulu hafi séð í
þessum líflega og gáfaða flóttamanni
efni í mikinn afrískan leiðtoga.
Nelson lauk nauðsynlegu undirbún-
ingsnámi í bréfaskóla og fór til háskól-
ans í Witwatersrand til að nema lög.
Þegar þangað kom var mikil pólitísk
ólga meðal stúdentanna, sem voru með
ráðagerðir um að koma á fót Æsku-
lýðsfylkingu i því skyni að veita nýju
blóði inn í Þjóðemissamtök Afríku-
manna. Nú er talið að Mandela hafi á
þessu skeiði aðeins hugsað um kyn-
þáttavandamálin og verið andvígur „er-
lendum“ kenningum eins og kommún-
isma, sem flestir meðlimir Æskulýðs-
fylkingarinnar aðhylltust. Hann hafði
alls ekki skorið á öll bönd við afrískar
hefðir. Hann var ekki andvígur höfð-
ingjaskipulaginu sem slíku, heldur að-
eins því að vera höfðingi sjálfur. Maður
getur vel hugsað sér, að hann hafi hlust-
að með samúð á þá félaga sína, sem
prédikuðu hálf-dulræna þjóðernis-
stefnu.
Satt að segja virðist hann hafa hlust-
að með sömu athygli á allar hinar
sundurleitu og sundurþykku raddir.
Nánasti vinur hans var ungur indversk-
ur kommúnisti að nafni Ismail Meer.
Neison bjó að heita mátti í íbúð hans,
sem alltaf var full af ungum „andófs-
mönnum" drekkandi te á öllum tímum
sólarhringsins, hlustandi á djass og tal-
andi linnulaust heilu næturnar.
En Nelson þótti „nokkuð ómann-
blendinn", og hann var þá þegar lang-
samlega bezt klæddi uppreisnarmaður-
inn Hann vanrækti nám sitt ekki alveg
til jafns við hina, og gat þegar stundir
liðu byrjað lögfræðistörf. Hann kvænt-
•ist stúlku sem líka var „pólitísk“, en
var ekki sólgin í að láta hann eyðileggja
starf sitt fyrir hugsjónina.
egar fyrsta eldraunin kom,
sýndi Mandela fyrir hve miklum áhrif-
um hann hafði orðið meðal hinna
mælsku félaga sinna í „Wits“. Hann
hafði nýverið sett upp lögfræðiskrif-
stofu í félagi við sirin gamla vin, Oliver
Tambo, í einu af hrörlegri hverfum Jó-
hannesborgar. En þetta var árið 1952 —■
árið sem háð var „Baráttan gegn órétt-
látum lögum“. Mandela var kjörinn
Höfuðsjálfboðaliðinn, yfirgaf skrifstofu
sína, leyfði hjónabandinu að fara í
hundana og lagði upp í ferðalag um
landið.
Blökkumenn tala nú með lotningu um
afrek Mandela. Hann undirbjó og agaði
marga af þeim 8500 mönnum sem voru
fangelsaðir í þessari baráttu. Og meðan
Mandela var að þjálfa sjálfboðaliðana,
var hann líka að ganga frá áætlun sem
hafði varanlegra gildi, áætlun sem
dregur dálítið úr því áfalli sem frelsis-
hreyfingin varð fyrir við handtöku hans.
Þetta var „M-áætlunin“, sem skipti
þeim landshlutum, er blökkumenn
byggja, í sellur sem lúta sérstökum full-
trúum Þjóðemissamtakanna. Takmark-
ið var að veita öllum blökkumönnum
tækifæri til að eignast hlutdeild í frelsis-
baráttunni. Þessari áætlun hefur ekki
verið hrundið í framkvæmd að fullu, en
þar sem hún hefur komið til fram-
kvæmda hafa bönn rikisstjórnarinnar
haft áberandi lítil áhrif á störf og bar-
áttu Þjóðernissamtakanna. Og þegar
járnvilji hvíta Þjóðernisflokksins neyddi
Þjóðernissamtök blökkumanna til að
„fara undir jöi*öina“, var þegar kominn
skipulagður kjarni sem haldið gat
áfram baráttunni.
Fftir 1952 fór Mandela hina óhjá-
kvæmilegu braut yfirlýsts frelsissinna.
Árið 1956 var hann handtekinn fyrir
landráð ásamt öllum félögum sínum;
hann var í minnihlutanum sem þolá
varð full fjögur ár réttarhalda. Um eitt
skeið tók hann sjálfur að sér vörnina,
og var jafnframt einn blökkumannanna
sem kallaðir voru tíi að bera vitni.
Árið 1961 var svo haldin Allsherjar-
ráðstefna blökkumanna í Pietermaritz-
burg til að leggja fram síðustu friðsam-
legu mótmælin, áður en stjórn hvítu
mannanna í Suður-Afríku tæki síðasta
skrefið til algerrar kúgunar. Af tilvilj-
un var fangavist Mandela einmitt lokið
um þetta leyti, og áður en stjórnarvöld-
in áttuðu sig hraðaði hann sér til Natal,
þó hann ætti á hættu að verða hand-
tekinn strax aftur, og hélt þar hvatn-
ingarræðu, sem er blökkumönnum enn-
þá innblástur og uppörvun í hinni löngu
þögn þeirra.
Þá var sagt um Mandela, að loks
hefði hann sýnt sig að vera sannur leið-
tog; fólksins. Það undarlega er, að ná-
kvæmlega það sama hafði verið sagt
um hann tvisvar áður a.m.k. — þegar
hann sýndi hvað í honum bjó sem Höfuð
sjálfboðaliði og þegar hann ónýtti mál-
sókn ríkisstjórnarinnar í landráðarétt-
arhöldurium. En milli þessara tinda var
eins og hann hörfaði hljóðlega inn í
skuggann.
E nginn vafi leikur á því, að Man-
dela er að eðlisfari mjög hlédrægur.
Hann hefur kannski líka komizt að
raun um, að honum getur verið gagn-
legt að nota glæsileik sinn sem dular-
gervi, og þá ýkir hann yfirlæti sitt
stundum. En hann trúir líka af heilum
hug á samvirka forustu og vill alls
ekki fá á sig hetjustimpil. Hann hefur
mesta trú á góðu skipulagi, þar sem allt
er fyrirfram útreiknað og áætlað án til-
finningasemi eða ofsa — þar sem köld
heilbrigð skynsemi ræður úrslitum.
Hann er þeirrar skoðunar að ekkert sé
nauðsynlegra en einmitt þetta í stríðinu
sem hvítir þjóðernissinnar hafa þegar
sagt blökkumönnum á hendur.
Mandela fór huldu höfði frá því í
Framhald á bls. 6.
Utgefandl: H.f. Arvakur, Reykjavlk.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Valtýr Stefánsson 1
Sigurður Bjamason fr& Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Auglýsingar: Ami Garðar Kristinsson.
Ritstjóm: Aðalstrætl 6. Sími 22480.
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
3. tölublað 1963