Lesbók Morgunblaðsins - 27.01.1963, Page 3

Lesbók Morgunblaðsins - 27.01.1963, Page 3
Eftir Anton Tsékov W ELTERSKIJ málfærslu- maður átti fullt í fangi með að halda augunum opnvun — þung augnalokin sigu aftur og aftur. — Konan hans var háttuð fyrir löngu og sjálfsagt sofnuð vært, einnig vinnustúlkan og eflaust allir aðrir íbúar hússins. En aumingja Selt- erskij fékk ekki frið til að veita sér þann munað að hugsa um mjúkt rúmið, sem beið hans, þótt augna- lok hans væru þung sem blý. Hann hafði nefnilega fengið óvænta heimsókn — á versta tíma. Nágranni h.-is, Peregarin ofursti, hafði setið yfir honum allan seinnihluta dagsins, rétt eins og hann væri gróinn fastur við sófann. — Óhugnanlega gormæltur raus- aði hann í sífellu um það, hvernig óð- ur hundur hefði eitt sinn bitið sig í Krementjug. Og jafnskjótt og hann hafði lokið sögu sinni, byrjaði hann aftur á byrjuninni. Vesalings Seltjerskj var al- veg utan við sig. Hvað hann vildi vinna til þess að losna við þennan gamla, gormælta karlfausk! Honumvarð tíðlitið til klukkunnar og kvartaði aftur og aftur um sáran höfuðverk. — Á fimm mínútna fresti reikaði hann út úr stof- unni og lét gestinn eiga sig einan góða stund. En allt kom fyrir ekki. Ofurst- inn virtist alls ekki skilja vísbendingar hans, sem þó voru harla augljósar — fyrir þann, sem vildi skilja. Peregarin hélt bara hinn rólegasti áfram hunda- sögu sinni, ains og ekkert hefði í skor- izt. — — Þessi gamli, heimsH karlsauður hefir líklega hugsað sér að sitja hér til morguns, hugsaði Selterskij og bölvaði hraustlega með sjálfum sér. — Nú- jæja, úr því kurteislegar bendingar stoða ekki neitt, þá er víst ekki um ann- að að ræða en grípa til grófari aðgerða •— og vonandi áhrifameiri. — Vitið þér, greip hann hárri rödd fram í fyrir gestinum, hvers vegna ég kýs fremur að búa í sveit en borg? — Nei, hver er ástæðan? — Jú, sjáið þér til — þar ætti að vera miklu auðveldara að ráðstafa deg- inum og skipuleggja starf sitt að eigin vild — og ótruflaður. í borginni er erfitt að halda nokkra tímaáætlun, en hér hefur það gengið ágætlega — hing- að til. Við förum á fætur um klukkan níu á morgnana, borðum miðdegisverð klukkan þrjú síðdegis, klukkan níu síð- degis kemur kvöldmaturinn, og um ell- efu-leytið förum við upp í svefnher- bergið og erum nær undantekningar- laust sofnuð um miðnætti. En ef það kemur fyrir, að ég fer seinna að sofa en þetta, fæ ég hræðilegan höfuðverk daginn eftir. — Uss, þetta er allt eintómur vani, sagði ofurstinn. Ég átti eitt sinn ágæt- an vin, Kuehkin ofursta, sem ég hitti fyrst í Odessa. Það var þannig með þennan Kuchkin ........ 0, lega gersamlega skilningslaus? hugsaði hann, eða stendur hann í þeirri mein- ingu, að hann sé eitthvað sérlega vel- komin gestur? — Heyrið þér mig — hann tók aftur fram í fyrir Peregarin — getið þér gefið mér ráð? Ég hef einhverja hroðalega og undarlega verki í hálsinum. Ég næ varla andanum! f dag heimsótti ég gamlan vin minn. Sonur hans lá þungt haldinn af barnaveiki — svo að ég hef senni- Selterskj málfærslumaður, sem nú var alveg að niðuríotum kominn, greip einu sinni enn fram í fyrir hinum ó- þreytandi sögumanni sínum: — Ég veit svei mér ekki, hvað að mér gengur — og þó. Alltaf öðru hverju hríðskelf ég af kulda, en á næsta andartaki er eins og það ætli að líða yfir mig af hita. Köst mín byrja einmitt nær alltaf á þennan hátt. Ég verð að játa það fyrir yður, að ég er afskaplega taugaveiklaður. Þetta kem- ur einkum yfir mig um klukkan eitt á nóttunni, þá sjaldan ég er vakandi á þeim tíma — á daginn gerist það aldrei — þá tekur skyndilega að þjóta ein- kennilega og suða fyrir eyrum mér, og ég verð bókstaflega viti mínu fjær á skammri stund. Þá stekk ég upp og eitthvað út í buskann — og fleygi hverju, sem hendi er næst, í höfuðið á þeim, er verða á vegi mínum. — O-o, nú ríður yfir mig eitt kuldakastið! Æðið getur gripið mig, hvenær sem er við sjálfan sig: — Ekki dugði þetta heldur, svo að ég verð að finna upp á einhverju nýju. Líklega bezt, að ég lesi eitthvað upp úr verkum mínum — og þá af lakara taginu. Já, ég á víst enn þá hundleiðinlegu ástarþvæl- una, sem ég skrifaði, þegar ég var í menntaskólanum. — Ef ég nú fer að lesa úr henni fyrir karlskrambann, þá skil ég ekki í öðru en að hann taki til fótanna .... — Langar yður ekki til þess að heyra nýjustu ástarsöguna mína? spurði hann ofurstann eins elskulega og hann gat. Ég hef verið að skrifa hana í frístundum mínum að undanförnu. Þetta er mikið verk, í fimm bindum, með forspjalli og eftirmála. — Og án þess að bíða svars, reis Selterskji á fætur og tók gamalt og gulnað handrit út úr skáp sínum. N, ú hlýtur honum þó að verða nóg boðið, hugsaði málfærslumaðurinr* lega smitazt. Já, það er sjálfsagt barna- veiki, sem að mér gengur — haldið þér það ekki? — Jú, ætli ekki það, sagði ofurstinn ofur rólega. — Þessi sjúkdómur er víst mjög hættulegur og bráðsmitandi. Hugsið yð- ur bara, ef ég nú smitaði yður, ofursti! —- Mig? .... Nei — engin hætta! Ég, sem hef dvalizt í taugaveikihæli, án þess að smitast. Nei, kæri vinur, gamalt rekald eins og ég er ekki lengur móttækilegt fyrir sjúkdóma. Það er ótrúleg seigla í gömlu fólki. Fyrir mörg- um árum var í herdeild minni ofursti að nafni Trésbien. Þessi Trésbien .... 0, — Hvað er þetta, góði vinur? Þér verðið að leita yður lækningar. — Fjöldi færra lækna hefir gert til- raunir til þess að lækna mig — en án árangurs. Þess vegna aðvara ég líka alltaf gesti mína nógu snemma, svo að þeir geti forðað sér í tæka tíð. Aðr- ar varúðarráðstafanir er ekki um að ræða. — Já, það er nú það, sagði ofurstinn ofur rólega, eins og ekkert hefði í skorizt. Þeir eru margir og margvís- legir sjúkdómarnir, sem hrjá mann- skepnuna hér í heimi. Pest, kólera, köst af öllu mögulegu tagi .... og of- urstinn hristi höfuðið hugsandi. — Svo varð nokkur þögn, unz Selterskij sagði (með illkvittnislegri eftirvæntingu), meðan hann blaðaði í æskuverki sínu. Og Selterskij hóf lesturinn — en of- urstinn hallaði sér enn makindalegar en áður aftur á bak í sófanum, kross- lagði fæturna og virtist búa sig undir að sitja lengi og njóta upplestrarins. Sagan hófst á langri og ýtarlegri náttúrulýsingu. Þegar klukkan sló eitt, var loks komið að nákvæmri lýsingu á útliti hallarinnar, sem söguhetjan átti heima í. — Það hlýtur að vera dásamlegt að fá að búa í slíkri höll, andvarpaði Peregarin ofursti með velþóknun. En hvað þér lýsið öllu fallega og vel. Ég Framhald á bls. 6. 'g ofurstinn hóf nákvæma frá- sögn af öllum högum Kuchkins. —• Klukkan sló tólf á miðnætti — hún tók að nálgast hálf eitt, en Peregarin lét sig það engu skipta og hélt ótruflaður áfram frásögn sinni. Svitinn spratt fram á enni aumingja Selterskijs. — Er mannskepnan virki- fg Peregarin hóf nákvæma lýs- ingu á þessum starfsbróður sínum. _______ Klukkan sló hálf-eitt. — Afsakið, að ég gríp enn einu sinni fram í fyrir yður, ofursti. En hvenær farið þér yfirleitt að hátta á kvöldin? — O, oftast svona einhvern tíma milli klukkan tvö og þrjú. Svo kemur það auðvitað fyrir, ef ég lendi í sérstaklega góðum og skemmtilegum félagsskap, að ég vaki alla nóttina — eða svo gott sem. í dag svaf ég t. d. ágætan blund eftir hádegið, svo að ég býst ekki við, að ég fari að sofa fyrr en í fyrsta lagi klukkan fjögur í nótt. — Maður er vanur vökum síðan í stríðinu — þá kom okkur stundum varla blundur á brá vikum saman. Þegar herdeild okk- ar sat um Asjalsysj á sínum tíma .... — Afsakið, en ég hef það fyrir reglu að hátta klukkan ellefu til tólf á kvöld- in, því að klukkan níu til tíu á morgn- ana þarf ég nefnilega að vera kominn á fætur. — Það er sjálfsagt hollur og góður siður að fara snemma á fætur. — Nú — en, eins og ég sagði áðan; þegar við sátum um .... Þýzkaland: Þegar hermennirnir leggja til atlögu Eftir Bertolt Brecht Þegar hermennirnir leggja til atlögu vita fáir þeirra að óvinurinn gengur í broddi fylkingar. Röddin sem skipar er rödd óvinarms. Sá sem talar um óvini er sjálfur óvinurinn. Jóhann Hjálmarsson þýddi. S. tölubiað 1963 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.