Lesbók Morgunblaðsins - 27.01.1963, Síða 6
Jól voru haldin á heimilinu í sól og steikjandi hita. — Hér sést fjölskyldan við
jólatréð, hjónin Patricia og Ómar með börnin þrjú, Ólínu, Julie og Kristján.
| ÍSLENZK HEIMILI |
Framhald af bls. 4.
sofa í kældu herbergi eða undir flugna-
neti og fylgjast vel með að þau fái nógu
vítamínríka fæðu. Allt vatn verður að
sjóða handa þeim, þvo grænmeti mjög
vel og sjóða matinn mikið.
— Er dýrt að lifa hérna?
— Já, og oft erfitt að hafa góðan
mat. Það er of hættulegt að kaupa kjöt
á hinum opnu mörkuðum, því mikið
er þar um flugur og hreinlæti mjög
ábótavant. Við verðum því að kaupa
allt kjöt frosið í góðum verzlunum, og
það er dýrt. Smábiti af lambakjöti
kostar t.d. upp undir kr. 50,00. Hver
grænmetistegund er hér mjög skamman
tíma á markaðinum í einu, líklega af
því hve hratt allt vex hér í hitabelt-
inu, svo mikið er notað af niðursoðnu
grænmeti. Fatnaður er allur innfluttur
og því dýr, um 50—70% dýrari en í
Englandi. Ég reyni því að sauma sjálf
fötin mín og á krakkanna, enda göng-
um við í léttum sumarfötum allan
ársins hring.
A margan hátt
mjög þægilegt líf.
— Það virðist á margan hátt þægi-
legt fyrir húsmóður að búa hér. Hvernig
kanntu við þig?
— Við höfum það öll mjög gott hér
og að mörgu leyti er þetta ákaflega
þægilegt líf. Ég hefi þjón Og barn-
fóstru, hefir löksins tekizt að fá góða
stúlku, sem óhætt er að treysta. Einu
sinni reyndi ég að gera heimilisstörfin
sjálf, en það var of mikil áreynsla í
þessum hita, ekki sízt þar sem alltaf þarf
að vera að skipta um föt og því daglega
miklir þvottar og strauingar. Maður
verður þá alltaf lamandi þreyttur af
áreynslunni. Húshjálp er því nauðsyn-
leg, og hún er ódýr. Óneitanlega er
líka notalegt að geta gert það, sem mann
langar til og hallað sér aftur á bak í
stól, ef manni dettur í hug. Þó hefi ég
hálfgert á tilfinningunni að ég sé að sóa
tímanum.
Annars er sannleikurinn sá, að kon-
ur hér hafa yfirleitt of mikinn frí-
tíma. Og þegar þannig er ástatt, þá
hættir konum til að nöldra og kvarta
yfir öllu, og blaðra of mikið. Þar sem
helzta dægrastyttingin er svo fjörugt
samkvæmislíf, þá hættir mörgum til að
daðra helzt til mikíð, og afleiðingin
er sú að hjónabönd fara hér óeðlilega
mikið út um þúfur.
Stytta sér stundir
með ýmsu.
— Sjálf er ég ákaflega mikið ein
heima með börnin, of mikið ein, því
sem flugmaður er Ómar kannski í burtu
4—5 eða jafnvel 6 daga í einu. Hér
eru vegalengdir miklar, húsin standa
dreift, og maður gengur varla 100 m
með krakka í þessum hita. Þar sem ég
ek ekki bílnum sjálf, sit ég einfaldlega
heima, elti krakkana á daginn og horfi
á sjónvarp á kvöldin. Ómar keypti ný-
lega þetta sjónvarp mér til dægrastytt-
ingar. Á kvöldin læsi ég mig inni í
svefnherbergisálmunni með krakkana
og allt, sem við þurfum til næturinnar,
og mundi ekki hreyfa mig þaðan, þó
ég heyrði í innbrotsþjófum.
Þessi síðasta athugaemd er sögð í
tilefni þess að mikið er um innbrot í
hverfinu. Þegar þau Ómar og Patricia
komu einu sinni heim úr fríi, var t.d.
búið að stela öllu lauslegu á heimilinu.
Þar fóru t.d. allar þeirra brúðargjafir.
— Ég var ákaflega sár yfir pessu, segir
Patricia, og nú kaupum við sem minnst,
notum bara það, sem tilheyrir húsinu.
— Annars ér mjög gott félagslíf í
þessu hverfi hér úti við flugvöllinn, og
við finnum okkur ýmislegt til að stytta
okkur stundir með. Hér eru tveir klúbb
ar með ensku sniði og yfirleitt mæta
allir þar, hvenær sem eitthvað er þar
um að vera. Við konurnar höfum leik-
fimitíma, karlmennirnir keppa í knatt-
spyrnu, leikflokkur setur upp leikrit,
sýndar eru kvikmyndir einu sinni i
viku, allir leika tennis o. s. frv. í klúbb-
unum er gott samkomulag og enginn
snobbaháttur. Svartir og hvítir eru
alveg jafnir, eins og reyndar er yfir-
leitt hér í landi. Margir Afríkumenn
eru meðlimir í klúbbnum, og krakkarnir
okkar allra leika sér saman. En við
höfum í ýmsu ólíka siði og smekk og
líkur sækir líkan heim. Samgangur
verður því oft meiri milli hvítra og svo
aftur milli svartra, á sama hátt og fólk
af sömu slóðum, eins og t.d. Norður-
landabúar, halda oft meira hópinn.
Hlýtt vetrarkvöld.
Nú er kominn háttatími fyrir börnin.
Svarta barnfóstran baðar telpurnar og
gefur þeim að borða, áður en hún fer,
og ég heyri að þjónninn er að setja
kælikerfið á svefnherbergið. Myrkrið
er að skella á. Það kemur skyndilega
kl. 6—6.30 allan ársins hring. — Bezti
tíminn er hér á kvöldin, segir Patricia.
Þá kólnar, loftið verður tærara og allt
verður svo friðsælt.
Og mér þótti ákaflega notalegt að
sitja þarna þetta desemberkvöld í hlýj-
unni, með alla glugga opna og hlusta á
suðið í skordýrunum. — E. Pá.
SVIPMYND
Framhald af bls. 2.
apríl 1961 þar til hann var handtekinn
í ágúst 1962. Allir vita með hvílíkri
snilld hann lék hlutverk sitt í maí 1961,
þegar hann skipulagði útgönguneitun
blökkumanna undir nefinu á lögregl-
unni og með allan herstyrk stjórnar-
innar á hælum sér. Allir vita líka
hvernig hann hafði samband við blöðin
frá símaklefum hingað og þangað í Jó-
hannesborg og hvernig hann átti ýmsa
mikilvæga fundi í hjarta borgarinnar.
H vað hann gerði fram að hand-
tökunni í ágúst er ekki opinbert, en
hins vegar er það ekkert leyndarmál að
hann laumaðist ýr landi nokkrum sinn-
um, heimsótti mörg ríki og laumaðist
síðan inn í Suður-Afríku aftur. Honum
skaut upp í Addis Abeba í febrúar 1962,
þegar Allsherjarráðstefna Afríkjuríkj-
anna stóð yfir þar, og hélt ræðu sem
vakti gífurlega athygli. í þessari ræðu
og í ýmsum bæklingum, sem dreift hef-
ur verið í Suður-Afríku eftir að út-
gönguneitunin fór að nokkru út um
þúfur, spurði Mandela hvort hægt væri
til eilífðarnóns að beita friðsamlegum
meðulum í baráttu við ríkisstjórn sem
væri staðráðin í að beita fullkomnu of-
beldi til að brjóta frelsisbaráttuna á bak
aftur.
Það er ekki erfitt að gera sér í hugar-
lund sjálfsafneitun Mandela, þegar mað-
ur hugsar til seinni konu hans, Winnie,
sem hann kvæntist árið 1958. Hún
starfar að barnavernd og heldur öllu í
horfinu á heimili þeirra í Orlando-
hverfi í útjaðri Jóhannesborgar, í litla
múrsteinshúsinu þar sem bækur hús-
bóndans, grammófónn og málverk bera
vitni um smekk hans.
Enginn veit hve oft Nelson tókst að
hitta eiginkonu sína og börnin tvö
meðan hann fór huldu höfði — eða hve
oft hann hitti þrjú börn sín af fyrra
hjónabandi, sem nú eru í skóla í
Swazilandi. En hann hefur jafnan sýnt
sjálfsaga, hörku og hugrekki í bar-
áttu sinni. Einn af hinum útlægu upp-
reisnarforingjum blökkumanna sagði í
Lundúnum, þegar hann frétti af hand-
töku Mandela: „Ég hef aldrei unnið
með neinum sem gerði meira til að eyða
ótta mínum“.
| SMÁSAGAN |
Framhald af bls. 3.
gæti setið svona allt mitt líf og hlustað
á yður lesa.
— O, bíddu bara, karl minn, hugs-
aði Selterskij, sjóðandi af bræði; þú
helzt áreiðanlega ekki við öllu lengur.
Klukkan tvö brast rödd Selterskjis.
— Nú kem ég ekki upp nokkru orði
meir, ofursti, ég er gersamlega upp-
gefinn ....
— Það gerir ekkert til, þér haldið
þá kannski áfram á morgun. Nú getum
við bara setið hérna í rólegheitum og
spjallað saman dálitla stund. Ég á enn
eftir að segja yður, hvað gerðist, þegar
við sátum um Asjalsysj ....
S elterskij hné lémagna aftur á
bak í stólinn. Hann lokaði augunum
og reyndi að hugsa. Nú hafði hann
víst neytt allra bragða, sem honum
gátu komið til hugar. Hann, sem vildi
svo gjarnan fórna nokkur hundruð
rúblum til þess að losna við þennan
leiðindakarl. — En bíðum við! Hvern-
ig væri að biðja hann um peningalán?
Það kynni að hafa sín áhrif — og
einskis mátti láta ófreistað.
— Herra ofursti, hóf Selterskij máls,
ég verð víst því miður að grípa fram
í fyrir yður enn á ný. Má ég biðja yð-
ur að gera mér ofurlítinn greiða? Und-
anfarið hef ég tapað miklu fé, svo að
ég er nú orðinn mjög illa stæður fjár-
hagslega. Það verður víst ekki fyrr en
í ágúst, sem ég get gert mér vonir um
að skrapa saman einhverja peninga
aftur.
— Ja, hver skrambinn! Það er þá
orðið svona framorðið, rumdi ofurst-
inn og greip eftir hattinum sínum.
Klukkan bara bráðum orðin þrjú.
Hm, — hvað voruð þér annars að
segja?_
— Ég þyrfti að fá einhvers staðar
lánaðar þrjú til fjögur hundruð rúbl-
ur. Nú datt mér í hug, hvort þér kynn-
uð að geta vísað mér á einhvern góð-
an mann? ......
Ofurstinn þreif hatt sinn í ofboði og
þaut í átt til dyranna.
— Hvað, eruð þér að fara strax?
hrópaði Selterskij (sigri hrósandi) —
ég ætlaði aðeins að segja .... ja, þér
eruð þekktur fyrir góðvild yðar og
hjálpsemi .... ég má kannski vonast
eftir ....
— Á morgun, á morgun! Nú þarf ég
að fara að sofa. Það væri líka ósæmi-
legt af mér að tefja lengur hér. Mót-
mælið ekki, góði vinur!
Peregarin þreif snöggt í hönd Selt-
erskijs, tróð hattinum á höfuðið — og
snaraðist út.
SKRÍTLUR
— Ég sá þig kyssa hana systur mína
í gærkvöldi.
— Ég skal gefa þér tíkall, Nonni, ef
þú segir engum frá því.
— Allt í lagi, en þú færð fimmkall
til baka — ég get ekki verið að láta þig
borga meira en hina.
o—O—o
í kennslutíma í rússneskum liðsfor-
ingjaskóla spurði kennarinn nemand-
ann: — Hvað mundir þú gera, ef birgða-
línan rofnaði og þú hefðir engar vistir
og engin skotfæri?
Nemandinn svaraði ' strax: — Ég
mundi setjast að samningaborði með ó-
vinunum og þrefa um vopnahlé, þangað
til við fengjum nýjar birgðir.
0 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS-
3. tölublað 1963