Lesbók Morgunblaðsins - 27.01.1963, Síða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 27.01.1963, Síða 8
EF stjörnufræðingur af ann- arri stjörnu gæti rannsak- að hnöttinn okkar í risastjörnu- kíki, mundi hann sennilega gefa honum nafnið Vatnaplánetan. Hann mundi verða undrandi og ofurlítið öfundsjúkur, því vatnsskortur er á flestum hnöttum. Mars má t. d. næstum því teljast eyðimerkurplá- neta. — Okkar jörð er öðru vísi farið — Næstum þrír fjórðu partar hennar eru undir vatni. Grunnsævi er kringum meginlöndin, en utar tek- ur hafdjúpið við. Menn hafa reikn- . að út, að væri botn allra hafa slétt- aður, yrði dýpi hafsins á öllum stöð- um 4000 metrar En ef risaýta jafn- aði allan hnöttinn, allt yfirborð hans, yrði hann þakinn sjó, sem væri 2 V2 km. á dýpt. i Menn vita ekki hvenær mennirnir fengu fyrst áhuga á því að rannsaka það sem fyrirfinnst undir yfirborði sjávarins, en sú sögn er til um Alex- ander mikla, að hann, ásamt tveimur fylgdarsveinum, hafi kafað í belg, sem búinn var til úr gagnsæjum asnaskinn- um, niður á sjávarbotn og dvalið þar S6 dægur. Þar sáu þeir margt og merki- legt, m. a. risafisk, sem var svo lang- ur, að það tók hann fjóra daga að synda framhjá felustað konungs. Hinar fyrstu sögulegu frásagnir Um mælingu sjávardjúpanna höfum við frá hnattsiglingu Magellans 1519—1521. Sú mæling fór fram í Kyrrahafinu. Sex lóðlínum var hnýtt saman, svo heildar- lengdin var 800 m., og með þessari miklu línu leituðu menn að botninum, án þess að finna hann, svo Magellan lýsti því yfir, að þeir hefðu fundið mesta haf- dýpi jarðarinnar. Nú vitum við það, að dýpið á þeim stað, þar sem skip Magel- lans var staðsett, er 5000 metrar, sem er langt frá því að vera mesta dýpi hafanna. Á 17. og 18. öld fengu menn aukna vitneskju um grunnsævið og dýpi þess, því þær rannsóknir voru mikilvægar fyrir siglingar og sjóferðir, og hið fyrsta sjókort, þar sem dýpi var merkt, var prentað árið 1753. í mælingum dýpri vatna var aftur á móti allt með hægagangi. Fyrst árið 1773 tókst mönnum að finna dýpi yfir 1000 metra. Það var norðan við Hjalt- land, en 1840 heppnaðist James Clerk Ross, í ferð sinni til Suðurpólslandsins að framkvæma hina fyrstu reglulegu dj úphafsmælingu, og finna dýpi milli 4000 og 5000 metra. Miklar framfarir urðu í dýptarmæl- ingum þegar leið fram undir miðbik síðustu aldar, því þá þótti orðið tíma- bært að fara að leggja sæsíma yfir heimshöfin og til þeirra framkvæmda útheimtist rannsókn á sjávarbotninum. Á árunum 1856—1860 voru dýptarlín- ur mældar á fjórum leiðum milli Bret- lands og Norður-Ameríku, og síðan var tekið til við Miðjarðarhaf, Rauðahafið og Indlandshaf. Endurbætur voru gerð- ar, sem voru fólgnar í því, að hamp- línur voru teknar úr notkun, en mjórri línur, sem gerðar voru á sama hátt og píanóstrengir, voru teknar upp í þeirra stað, því straumarnir höfðu minna tak á þessum línum. En allt að'einu var verkið seinunnið, og ein einasta mæl- ing á djúpu vatni gat kostað margar klukkustundir. Þegar kom fram á þessa öld, fóru menn a?5 nota steypujárnskúl- ur fyrir lóð. Þessar kúlur voru búnar tveimur uggum, en í þá var lóðlínan fest. Þegar kúlan settist á botninn og hætti að toga í línuna lögðust uggarnir niður og slepptu takinu. Þannig lá kúl- an eftir á botninum. Þurftu menn því aðeins að draga línuna lausa upp. E n um og eftir 1920 varð hrein bylting í þessum rannsóknum. Ljósið kemst aðeins stutt niður í sjóinn, niðri á 60—70 metra dýpi er orðið dimmt, en hljóðið getur aftur á móti borizt órafjarlægðir í hafinu. Sprenging var gerð á djúpu vatni úti fyrir Hawaii á Kyrrahafi, með einu kg. af sprengiefni, en hljóðið frá sprengingunni var greint á hlustunartæki, sem sökkt var í sjó- inn úti fyrir strönd Kaliforníu, í 3500 km. fjarlægð. — Samkvæmt þessu lög- máli var fyrsti bergmálsdýptarmælir- inn smíðaður. Menn senda aðeins hljóð- bylgjur niður í sjóinn frá botni skips- ins. Menn þekkja hraða hljóðsins í vatni, hann er 1500 m. á sekúndu, og með því að taka tímann, sem það tekur fyrir hljóðið að berast til botns og aftur upp á yfirborð, má á augabragði finna dýpið. Það tekur t.d. aðeins 13 sekúnd- ur að mæla dýpi fyrir utan Filippseyj- arnar, sem er um 10.000 metrar. Skipið getur jafnan siglt á fullri ferð og sent stöðugt hljóðmerki, sem sjálfritandi vél tekur á móti og sýnir línurit af hafs- botninum. Áður fyrr voru það fyrst og fremst haffræðingar og líffræðingar, sem feng- izt höfðu við rannsóknir á höfunum, en nú bættust jarðfræðingarnir í hópinn. Áður höfðu þeir mestmegnis unnið á þurrlendinu, en nú gátu þeir fjórfaldað rannsóknasvæði sitt. En hvers vegna hafa jarðfræðingarnir svona mikinn áhuga á botni hafanna? Með því að rannsaka alla jarðskorp- una, fjöll og dali, hvort heldur ofan- sjávar eða neðan, má gera sér grein fyrir eðli hennar og ástandi og þeim breytingum, sem þar hafa orðið um hundruð milljóna ára. Jarðfræðingarnir, sem vinna á landi, eru að mörgu leyti betur settir, þeir geta klifið fjöll, meitlað bergtegundir, tekið sýnishorn og rannsakað þau á rannsóknarstofum, en jarðfræðingar sjávarins eru háðir tækjum, sem ná í sýnishorn fyrir þá af sjávarbotni, og auk þess verða þeir að hafa skip til umráða, sem gerir allar rannsóknir dýrar. Eitt tæki hefir þó komið þessum mönnum til hjálpar, froskmannabúning- urinn, sem fundinn var upp af frönskum sjóliðsforingja, Cousteau, í síðasta ó- friði, sem gerir mönnum fært að rann- saka sjávarbotninn með eigin augum, allt niður í 50 m. dýpi. V ið kafaraskóla ameríska hersins eru froskmenn þjálfaðir. Þeir vinna jafnan tveir og tveir saman. Þeir rann- saka klappir botnsins, sem oft eru þakt- ar skeljum og gróðri. Allar athuganir eru skráðar neðansjávar, settar í umbúð ir og dregnar upp í viðkomandi kafara- skip. Þegar stór svæði á að rannsaka, er notazt við eins konar botnsleða, sem kafararnir sitja á, en sleðarnir eru dregn ir af vélbátum. Við skulum bregða okkur til staðar, þar sem þessir kafarar hafa unnið ár- um saman. Verkefni þeirra er að rann- saka jarðlögin og gera kort af land- grunninu fyrir utan strönd Kaliforníu, og sér í lagi sjávarbotninum kringum St. Nikulásareyjuna, sem liggur langt úti í hafi, vestur af Los Angeles, og nokkrar eyjar þar I grennd. Þar er skóg« ur af olíuturnum, sem gnæfa við loft, ekki aðeins á landi, heldur líka langt úti fyrir ströndinni. Þarna streymir olí- an úr iðrum jarðar nótt og dag. Þarna eru jarðfræðingarnir í essinu sínu. Þeir jarðfræðingar, sem á landi vinna, mega að vissu leyti öfunda félaga sína í sjónum, sem eru að mestu leyti ó- háðir þyngdarlögmálinu og geta nær fyrirhafnarlaust hlaupið upp neðansjáv- ar fjallshlíðar. En þrátt fyrir allt, er köfunarvinna erfið, svo vinnutími þess- ara jarðfræðinga er sjaldan lengri en ein og hálf klukkustund á dag. — Þess- ar rannsóknir eru, sem að líkum lætur, fyrst og fremst framkvæmdar til þess að ákvaxða hvar vænlegast sé að bora eftir olíu á sjávarbotninum. Eigi að rannsaka botn hafsins á meira dýpi, verður eðlilega að notast við aðr- ar aðferðir, en þar verða menn að mestu að vinna í blindni. Flothylkjum er sökkt niður, sem búin eru vatnsþéttum ljósmyndatækjum ásamt sterkum ljós- kösturum, og ennfremur hafa sjónvarps- tæki verið notuð til þessara rannsókna. En það þarf líka að ná sýnishornum af sjávarbotninum, til þess er notuð botn- skafa, sem dregin er á sterkum vír. Með því að styðja hendinni á vírinn, má finna yfir hvers konar jarðveg plógurinn rennur, þar sem togað er á tiltölulega grunnu vatni. En skyndilega rykkir í. Skipið hallast á hliðina og það marrar og brakar í öllu. Það er slakað á vindunni, og skipinu siglt í öfuga átt. Oftast tekst að losa plóginn, draga hann upp og rannsaka innihald hans, grjót og dýralíf. ótt Danir séu ekki fjölmenn þjóð, hafa þeir lagt undraverðan skerf til vísindarannsókna á mörgum sviðum, líka í hafrannsóknum. Árin 1950—1952 gerðu þeir út rannsóknaskip- ið Galatheu, til þess að kanna undir- djúp Kyrrahafsins. Tilgangur ferðarinn- ar var fyrst og fremst líffræðilegur, rannsókn á því, hvort nokkurt lif hrærð ist i hinum yztu myrkrum, þ.e.a.s. i hinu mesta hafdýpi jarðarinnar, sem er yfir 10.000 m. Fjöldi vísindamanna hafði þá skoðun, að slíkt gæti alls ekki komið til mála, því þrýstingurinn þarna niðri væri álíka og í fallbyssuhláupi, er kúl- an brýzt út. En hvað sem því leið lang- aði marga til þess að fá sýnishorn það- an. Togvírinn, sem ofinn var samskeyta- laus, var að lengd 12.500 metrar, svo búast mátti við miklum átökum, bæði á skip og togvindu, því þyngd vírsins var 9 smálestir. — Það tók 7 stundir að gefa vírinn út, og álíka tíma að draga hann inn. Og það var mestum vanda vaxið að koma plóginum niður í dýpstu rennuna í Filippseyjadjúpinu, sem er aðeins eins km. breið. Vír, sem er 12.500 metra langur, er dýr, og ef hann festist í botni og slitnaði, var leiðangur kringum hálfan hnöttinn kominn í hundana. — Áhuginn og spenningurinn á afturþiljum Galatheu var því ekki lítill, þegar loks var halað upp og varpan dregin inn. Og hvert var innihald botnsköfunnar? Það sýndi sig, að þarna niðri í hinu mesta dýpi var bæði grjót og möl, sem komin var frá hærri svæðum sjávarins, og í plógn- um voru líka svonefndar sjó-anemón- ur. Vísindamönnunum þótti líka fengur að finna þarna áður óþekkt lindýr, en ættingjar þeirra, sem áður höfðu fund- izt, voru steingervingar frá kambríska tímabilinu, þ.e.a.s. fyrir 500 milljónum ara. Með endurbættum kafarabúningum, ljósmyndum og bergmálsdýptarmælum og tækjum til þess að ná sýnishornum af botni hafsins, hefir mönnum gefizt tækifæri til þess að gera sér mynd af lífi og ásigkomulagi hafdjúpanna, sem um áraþúsundir hafa verið mönnum hulin ráðgáta. 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS- 3. tölublað 1963

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.