Lesbók Morgunblaðsins - 27.01.1963, Side 10

Lesbók Morgunblaðsins - 27.01.1963, Side 10
-------- SÍMAVIÐTALID ___________ 112 kvikmyndir á þrem vikum — 11182. — Tónabíó. — Eigið þið miða í kvöld? >— Uppselt, því miður. — Ekki einn einasti miði eít- lr? — Nei, því miður. — Eruð þið farnir að selja á bak við? — Nei, síður en svo. Allt fyr- ir opnum tjöldum. — f>ykir fólkinu svona ó- Skaplega gaman að fara í bíó? — Já, í Tónabíó. — Engan áróður, engan á- róður. f>að er miklu erfiðara að komast til ykkar en að fara í gömlu bíóhúsin hér í miðbæn um. Þið eruð úti í sveit! — Þó að við værum úti í sveit þá væri alltaf fullt hús hjá okkur, því að við erum alltaf með úrvalsmyndir. — Þetta er nú bara áróður. — Alls ekki. — Ég nennti varla að koma til ykkar þó að mér væri boðið. — Við bjéðum. — í kvöld? — Já, þvi ek'ki það? — Það var nefnilega það. Ég ætlaði að fá tvo miða. — Við verðum þé að að hola ykkur niður einihvers staðar. — Ágætt, þetta er á Morg- unblaðinu. Takk fyrir. Hver er svona heiðarlegur? — Guðmundur heitir hann. — Nú, Guðmundur Jónasson sjálfur bílstjórinn? — Jú, það er hann. — Segðu okkur þá eitt í leið inni, Guðmundur? Hvenær fá- ið þið þessa margumtöluðu mynd, „West Side Story“? Hún kemur í Tónabíó, er það ekki? — Jú, væntanlega fyrir vor- ið. — Fleiri góðar myndir? — Já. mjög margar góðar. — Ertu búinn að sjá einhverj- ar þeirra? — Já, ég er nýkominn utan lands frá, var í Kaupmanna- höfn, og þar sá ég 70-80 mynd- ir. Við fáum 35 þeirra, þœr beztu. — Hvað tók það þig lang- an tíma að skoða allar mynd- irnar? — Ég var tvær vikur í ferð- inni. — Þú hefur verið í bíó frá morgni til kvölds, í dagvinnu og næturvinnu. — Já, ég byrjaði klukkan 9 á morgnana, sat yfirieitt fram til 6 og 7 á kvöldin, stundum til klukkan 11. — Þetta hlýtur að hafa ver- ið óskaplega þreytandi og ekki beint ánægjulegt undir lokin? — Jú, ég hafði gaman af þessu. Fyrir ári var ég lika í Höfn til að velja myndir, sá þá 112 myndir á rúmum þrem- ur vikum — og leiddist ekk- ert. Maður tekur þetta eins og hvert annað starf, mér finnst það skemmtilegt. Ég sé þessar filmur í smásal, sem kvik- myndafélögin hafa til þess að sýna kvikmyndahúsaeigendum í Danmörku myndir sínar í. — Jæja, þú ert ekki í vand- ræðum með að komast í bíó? — Þú ættir heldur ekki að vera í neinum vandræðum. — Jú, okkur vantar alltaf barnapdu. — Nú — jé, ekki get ég leyst FISKRÉTTURINN AÐ þessu sinni birtum við uppskrift að góðum og ódýr um fiskrétti sem frú Magga Guðmundsdóttir, Rauðalæ'k 67 hefur sent okkur. — Hún segist oft hafa þennan rétt sem falli öllu heimilisfólk- inu vel í geð, sé fljótlegur og ódýr. — Magnið af fisk- inum fer eftir því hve marg- ir eiga að borða hverju sinni. „Ný ýsuflök eru skorin í bita og rúllað um gaffalbita og rúllunum síðan raðað í eldfast mót. Grott er að velta þeim upp úr eggi og raspi áður, en því má líka sleppa. Yfir rúllurnar er síðan hellt ofurlítilli mjólk og nokkrir smjörbitar látnir með í mótið. Kryddað með salti og pipar og síðan bak- að í ofninum í um það bil 1. klst. við meðal góðan hita. — Með þessu er borin kartöflustappa og grænmeti eftir því sem hver vill“. Og svo viljum við hvetja húsmæður til þess að senda okkur uppskriftir að þægi- legum, góðum og ódýrum, (eða dýrum) fiskréttum. sem lífgað geta upp á mat- seðilinn. úr þvi. En ég get sagt eins og Kjartan Ásmundsson: Hafir þú barnapíu, þá hef ég bdó- myndirnar. — Og þið afgreiðið sam- dægurs? — Á stundinni. — Gott. Segðu mér þá hvers konar myndir eru vinsælastar. — Bandarískar myndir ganga bezt. Maður getur yfirleitt treyst því, að þær verði vel sóttar. Og það eru þessar mynd ir, fyrir alla, eins og þar stend- ur, sem alltaf eru bezt sóttar. Og myndir, sem eru fyrst og fremst fyrir kvenfólk, róman- tískar og áhrifaríkar, þú veizt hvað ég á við. Þær myndir eru alltaf vel sóttar. Kvenfólkið dregur nefnilega eiginmennina með sér hvort sem þeir vilja fara eða ekki. Svo koma karl- mennirnir stundum einir á hressilegar bardagamyndir. — Hvaða mynd var bezt sótt hjá ykkur á síðasta ári? — Hún hét í íslenzku þýð- ingunni „Hve glöð er vor æska“, með Cliff Riohards, dans og söngvamynd, ein sú bezta, sem Bretar hafa gert, enda hlaut hún metaðsókn í Bretlandi áxið 1962. — Og var það fólk á öll- um aldri, sem sá þá mynd? — Já, öllum aldri, og margir komu oftar en einu sinni. Einn ungur maður kom 9 sinnum. Ég mætti honum í fordyrinu, þegar hann kom það sinnið. Þá sagði ég honum að hann væri velkominn kvöldið eftir, ég skyldi bjóða honum í bíó. Og hann var sá fynsti, sem mætti næsta dag, og sá myndina 10 sinnum. — Ja, mikið er lagt á sig fyrir frímiðann. — Hann skemmti sér alltaf j.afnvel. — Heldurðu ekki, að hann sé bara heimilislaus? — Ég sagði þér áðan, að við sýndum aðeins úrvalsmyndir. —Nefndu þá fleiri! — Til dæmis „Viðáttan mikla“, „The Big Country“, sem við höfum sýnt að undan- förnu við geysimikla aðsókn. Þessi mynd hefur líka hlotið feiknagóðar móttökur erlendis, t.d. í Bretlandi. Gekk þar bet- ur en allar aðrar. — Og hvaða úrvalsmyndir, aðrar en „West Side Story“, fá- ið þið á næstunni? — Þær eru svo margar. „Tar- az Bulba“, heitir ein, með Yul Brynner, Tony Curtis og Christ ine Kaufmann. Það var eftir leikinn í þessari mynd, að Tony skildi við Janet Leigh. —=• Var það mikið mál? — Lestu ekki blöðin, maður? — Ekki síðan Markús lagði upp laupana. — Já, hvað kom fyrir hann? — Sirrí vildi ekkert hafa með hann eftir allt soman. En nefndu mér fleiri myndir. — „La Notte“ heitir önnur, ein af þessum Antonioni mynd- rnn, sem ýmsum þykir listræn- ari en aðrar. Alla vega er þetta mjög óvenjuleg mynd, hefux fengið mjög lofsamlega dóma eins og reyndar allt, sem Ant- onioni hefur gert. — En að lokum — ætlarðu að setja íslenzkan texta í fleiri myndir? — Já, sú er ætlunin. „Víð- áttan mikla“ er með íslenzkum texta og það hefur haft mikið að segja. Roskna fólkið er yf- irleitt betur að sér í dönskunni en enskunni og það nýtur ekki ensku og amerísku myndanna jafnvel og yngri kynslóðin. Ein þeirra, sem sá „Víðáttuna miklu“, var roskin kona, sem ekki hafði íarið í bíó í 20 ár, Hún sagðist bara hafa komið vegna þess að íslenzkur texti var auglýstur. Danir setja texta í allar erlendar myndir, sem þeir sýna. Við þyrftum að gera meira af þessu. Það er bara svo dýrt, kostar 30-40 þúsund krónur, en samt er ekki hægt að fá hækkun á verði aðgöngu miða út á það. — Okkur, sem förum í báó, þegar við fáum barnapíu, finnst það ekkert lakara, þó þið fá- ið ekki að hækka. 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3. tölúblað 1963

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.