Lesbók Morgunblaðsins - 31.03.1963, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 31.03.1963, Blaðsíða 3
EFTIR ARTHUR KNUT H'>nn fann að hönd hennar var tek- in að hlýna. Hann kyssti hana á regnvota kinnina. Hún lokaði augunum snöggvast, það fóru smákiprur um varir hennar, leit síðan niður og herti gönguna. Hún kenndi ennþá þessa hræðilega stings í brjóstinu og þjáningarinnar, sem setzt hafði að í sál hennar. Og af vörum hennar hrutu orðin: „Af hverju . . . af FARESTVEIT t- aasi Jr að var komið fram undir mið- nætti. Regnið hafði færzt í aukana og öðru hverju sló fyrir hvössum vindhvið- um. Það vældi draugalega í þakskeggj- um húsanna og skermar ljósastauranna titruðu. Það var eins og húsin í bænum reyndu að þrýsta sér hvert upp að öðru í von um skjól og yl. Nokkrir hermenn voru á ferli í nágrenni hafnarinnar og etríðið í algleymingi. Ung stúlka brauzt á móti veðrinu aust- ur Hafnarstræti. Hún var klædd gráum rykfrakka, stígvélum og með skýluklút á höfði. Hún var þegar orðin gegndrepa og andlitið rautt og þrútið af veður- barningnum. Hún fann hvernig vatnið lak niður hálsinn og fötin límdust við hana. Það setti að henni hroll. Hún hafði ekki óttazt stríðið, það hafði verið svo fjarlægt, en nú fann hún hvað það var óhugnanlega nærri. Þetta stxúð við meiin og höfuðskepnur. Hann hafði horfið af togaranum daginn áður. Hann, pilturinn hennar, mannsefnið hennar. Nú spruttu endur- minningarnar fram í huga hennar ein eftir aðra. Þegar hann kvaddi hana fyrir mánuði, hafði hann dregið á fingur henn- ar gullbaug og hvíslað: „Nú berð þú mitt merki, nú verður þú mín um alla eilífð, aðeins m£n“. Og hún hafði grátið. „Svona vina“, sagði hann, „þetta líðxxr fljótt, þetta verður minn síðasti túr“. En henni hafði fundizt tíminn líða bvo hægt. Einn dagurinn eftir annan, evo ógnar hægt. Hún hafði fundið hvern- ig eirðarleysið og þráin höfðu gagntekið hug hennar, þó einkum á kvöldin eftir að hún var komin heim frá vinnu. Þá hafði hún tekið myndina af honum, kysst hana og grátið af ást og söknuði. Þegar togarinn hafði. lagzt að, hafði hún hlaupið um borð og niður í klefann hans, en þar var enginn. Fatapokinn hs.ns lá á' rúminu og myndin af henni ofan á. Þar hafði hún fundið þessa sterku fisk- lykt, sem hún hafði svo oft strítt hon- um með. Hún hafði jafnvel kallað hann fiskalyktina sína. Þá hafði hann orðið sár og sagt: „Vertu ekki að þessu, hún fer ekki af mér hvernig sem ég þvæ mér“. Þegar hún fór upp aftur, hafði hún mætt stýrimanninum. Hann sagði að þeir hefðu orðið fyrir árás kafbáts og tveir hásetar týnzt. Hún hafði ekki þurft að heyra meira. Hún hafði hlaupið í land og nú gekk hún hér grátandi, með þessi ógnvænlegu orð hljómandi fyrir eyrum sér. Hún öslaði áfram skjálfandi og eins og í leiðslu. Allt hafði verið svo bjart og fagurt í dag. En nú var allt dimmt, blautt og ömurlegt. Allt var hrunið, allar henn- ar vonir, allir draumar. Hvers vegna hann, einmitt hann? Hún gat ekki trúað þessu, þetta hlaut að vei-a marti-öð. En hún sefaðist ekki, hún skynjaði helkald- an veruleikann. Hún hataði veðrið, þetta vatn og þennan vind, sem höfðu grand- að honum. Hún nam staðar og steytti blákaldar hendumar í veðrið og hrópaði: Ég hata þig, ég hata þig . . . ! Hún var rifin upp úr hugrenningum EÍnum, þegar hún var ávörpuð á ensku: rAfsakið, ungfrú, en þér getið ekki verið ein úti í þessu veðri. Þetta er mann- drápsveður“. Um síðir komu þau að húsinu, sem hún bjó í. Hún opnaði og þau gengu inn. „Má ég koma með inn?“ spurði hann. Hún leiddi hann til herbergis síns, án þess að svara honum, og þau lokuðu. Hann tók utan um hana og kyssti hana. Hún brast í grát og þrýsti sér upp að honum. „Hvar er slökkvarinn?“ spurði hann. „Við skulum ekki kveikja", sagði hún, „ég elska myrkrið". „Finnst þér ekki gaman að heyra, hvernig veðrið gnauðar á glugganum?“ sagði hann, „ég þekki ekkert skemanti- legra“. Það fór hrollur um hana. hún sneri sér frá honum og kastaði sér upp í rúm. ííann vaknaði þegar dauf morgun- skíman tók að lýsa upp herbergið. Hann klæddi sig og litaðist um í rökkrinu. í rúminu hvíldi hún svo föl, en fögur, og dálítið kámug kringum augun. Á borði við gluggann stóð bakki með tveim mjólkurglösum og hjálögðu meðlæti. Hann opnaði dyrnar og hraðaði sér brosandi út í morguninn. Þeir sögðu... Þú skalt aldrei sneiða hjá hætfcum — og ekki óttast neitt. Þá mun allt ganga þér í haginn. — Churchill. Sá, sem hefur týnt konunni sinni og sex-pensum — hann hefur týnt sex-pens- um. — Skozkur málsháttur. Hann tók utan um hana og dró hana í skjól. Hún leit framan í hann. Svipur hans var svo góðlegur, þetta bros minnti hana á eitthvað, eitthvað sem hafði glatazt. Og hún þrýsti sér upp að honum og tók að gráta. Hann strauk um kaldan og þvalan vanga hennar. Hún fann til undarlegrar huggunar, þessi hönd skýldi lienni fyi-ir veðrinu, hún var svo styrk. „Ekki gráta“, sagði hann, „ég skal gæta þín, þetta er rosaveður". Íí1 M-J n nú tóku þessi hræðilegu orð stýrimannsins að hljóma fyrir eyrum hennar, og henni fannst hún sjá hann berjast í ólgandi öldum og hverfa síöan ofan í kolbtátt hyldýpið. Það leið stuna frá brjósti hennar og hún reif sig lausa og hljóp út í myi-krið og regnið. Hann hljóp á eftir henni og þreif í öxlina á henni: „Ég læt þig ekki fara svona eina“, sagði hann, „ég íylgi þér heim“. Hún anzaði honum ekki, en gekk á- fram þegjandi. Hann þreifaði eftir hendi hennar, hún var köld, hann fól hana í hendi sér, og þau gengu áfram. Regnið og vindurinn hömuðust sem fyrr. Vatnið beljaði á þökum húsanna, rann niður þau og skvettist út úr yfir- fullum rennunum. Skall á stéttunum og leitaði í ofvæni eftir niðurfalli, þar sem það gæti fundið skjól fyrir vindmum. Grár köttur skauzt yfir götuna, og það var slökkt í fiestum húsanna. LIF 1 LEYNI Eftir Hauk Sigtryggsson Út um mó og mýrar Sá ég víða veröld margir steinar liggja; vinnusamra maura — en eftir á að hyggja, er streittust þar við staura er ei líf þar undir, sorg og sælustundir og strá í moldarhjúp. sem í mannabyggð? Ánamaðkur endum yppti og saman sló, Veltu einum, vinur, leitaði að leyni. vittu hvað þú sérð. Lágum undir steini Sagði sérvitringur sem var hér á ferð. kúrði kynleg fló, óf þar ótal þræði í sinn véf í næði krabba-köngurló. Fiðrildi í flónsku Ut í mó og mýri um miðjan dag ég fór, velti stórum steini flaug á hann og dó. starði á maðk í leyni. Sá ég víða veröld Þúsundfætla þeysti varða einum steini. þegar burt í skjól. Lífið í því leyni líktist mannabyggð. 12. tölublað 1963 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.