Lesbók Morgunblaðsins - 31.03.1963, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 31.03.1963, Blaðsíða 8
Faðir minn, Konrad Adenau- er, var 73 ára að aldri, er hann tók við kanzlaraembættinu í vestur-þýzka lýðveldinu. Nú er hann orðinn 87 ára. En sjaldan hef ég samt vitað hann jafnhraustan, sveigjanlegan og duglegan og hann hefur verið, nú síðustu árin, þrátt fyrir allar áhyggjur, deilur og bar- áttu. Og það er ekki eins og hann hafi vaxið frá okkur, ættingjum og vinum, á þessum valdatíma sínum. Hann hefur verið okkur nálægur, sýnt furðulegan áhuga á daglegum málefnum fjölskyldunnar, enda þótt við höfum auðvitað haft hann minna hjá okkur en áður. „Ég þarf enga vekjaraklukku — hef ekki notað neina, árum saman“, sagði faðir minn einhverntíma yið gistihús- stjóra nokkurn í Hamborg. Forstjórinn glápti á hann, hissa. En þetta er bók- staflega satt. Hann er enn fyrstur á fæt- ur á morgnana, og þarf enga vekjara- klukku til. Vinnudagur hans hefst klukkan 6. Um það leyti sem aðrir koma á fætur, hefur hann þegar farið gegnum hrúgu af skjölum, eða þá hug- leitt eitthvert pólitískt viðfangsefni, í fullkominni ró og næði. Þess eru dæmi, að hann hafi hringt til náins samverka- manns síns klukkan 7, eða þar um bil, og sagt: „Sérðu til.... ég hef verið að hugleiða þetta, sem þú veizt, og ég held, að við höfum það svona....“ egar fyrsti póstuiinn kemur á morgnana, hefur hann þegar lokið við eð lesa blöðin. Klukkan sjö til hálfátta er bíllinn hans kominn að dyrunum. Þetta eru raunar þrír bílar. Á undan aka leynilögreglumenn í opnum bíl. Þá kemur svarti bíllinn kanzlarans, og á eftir honum kemur svo einn Mercedes, sem hefur innanborðs fullkomin loft- skeytamóttöku- og senditæki. Faðir minn er nú ekkert hrifinn af þessum verndarenglum, en þeir eru taldir nauð- synlegir. Að minnsta kosti er það skoð- un öryggisþjónustunnar, síðan hún komst að fyrirætlun um að myrða hann á leiðinni til skrifstofunnar. Skömmu eftir kl. 9 hefjast fyrstu ráðstefnurnar í skrifstofu kanzlarans í Scliaumburghöll- inni í Bonn. Lotta Adenauer' talar við Kurt Singer og segir sitthvað um einkalif föður sins Eitt af því, sem hefur haft dýpst áhrif á mig, í sambandi við föður minn, er endurminningin um för frá Köln til Berlínar. Nú orðið veit ég það, sem ég skildi ekki þá — enda aðeins sex ára gömul — að þegar faðir minn var borg- arstjóri í Köln, var hann þekktur maður og andstæðingur nazistanna. Þeir vildu binda enda á borgarstjórn hans. Hann dvaldist í Berlín fram í apríl- lok. Þá leitaði hann hælis I Benedikts- klaustrinu Maria Laach, sem Ildefons ábóti stóð fyrir — en hann var æsku- vinur hanS. Faðir minn var tekinn fast- ur í sambandi við Röhm-hreinsunina, árið 1934, en honum var sleppt aftur. Síðar fluttist hann til Rhöndorf í Sie- bengebirge. Þar áttum við svo heima í algjörri einangrun, og faðir minn helg- aði sig eingöngu fjölskyldunni og garð- inum sínum. Hann hefur alltaf haft mik- inn áhuga á garðyrkju. I níu mánuði af þessu tímabili var hann útrekinn frá Rhöndorf og fékk skipun um að dveljast utan lögsagnar- umdæmis Kölnar. Þennan tíma dvaldi hann í Unkel, við Rín, þar skammt frá. Við heimsóttum hann oft. Um jólin 1934 fékk hann leyfi til að vera heima þrjá daga, hjá fjölskyldunni. Það fékk okkur mikillar hryggðar, þegar hann var tek- inn fastur í ágústmánuði 1944, skömmu áður en ófriðnum lauk. Fyrst var hann í fangabúðum skammt frá Köln, en síð- ar var hann í nokkra mánuði í Gestapo- fangelsi í Braweiler. II. egar ófriðnum lauk, skipuðu Bretar hann aftur í borgarstjóraembætt- ið í Köln, en viku honum síðar úr því embætti aftur. Samkvæmt beiðni vina sinna, tók hann nú að gefa sig að stjórn- málum af lífi og sál. Hann skipu- lagði CDU (Kristilega demókrataflokk- inn), og í sambandi við það varð hann að vera á sífelldu ferðalagi: til Ham- borgar, Dusseldorf, Frankfurt, Hanover, Braunschweig og Kiel. Venjulega hafði hann með sér hitabrúsa og brauðpakka. Á veturna hafði hann teppi með sér. Hann varð oft að sofa á legubekkjum i óhituðum herbergjum. Þegar við gátum verið svo sem hálf- tima saman á kvöldin, var stjórnmála- baráttan lögð til hliðar. Þá spurði hann, hvernig okkur bróður mínum gengi" i skólanum. Hann vildi þá — og reyndar enn — tala um eitthvað annað en stjórn- mál: hvort búið væri að reyta garðinn, hvernig hænurnar verptu og hvermg kindurnar þrifust. Nú orðið getur faðir minn auðvit- að ekki verið mikið heima. Við skulum taka „venjulegan“ dag í skrifstofunni hans. Um kl. 10 kemur einhver sendi- herra að tala við hann. Hálftíma síðar talar kanzlarinn við tvo þingmenn eða tekur á móti skýrslu um eitthvert mál, sem þá er efst á baugi. Klukkan 11 kem- ur landbúnaðarráðherrann. Stundar- fjórðungi síðar hefst löng viðræða við einhvern stjórnarmann einhvers iðnfé- lags. Inn á milli fær hann sér ef til vill te- bolla eða kaffi. Svo kemur fyrirlestur bréfa, símtöl og pósturinn. Nú er klukk- an orðin yfir 1 e. h. Síðdegis er eitthvað svipað: Samtöl, ráðstefniir, móttökur. Og á eftir þessum ráðstefnum koma oft viðræður við nána samverkamenn. Á meðan hafa mikilvæg símskeyti komið frá útlöndum. Sum þeirra verður að afgreiða samstundis. Oft getur staðið á almanakinu: „7.30 e. h.: Leggja af stað til að halda ræðu í...Svo kemur bíllinn að dyrunum stundvíslega. Kl. 8 stendur Adenauer kanzlari á ræðupallinum og útlistar ein- hver stjórnmálaleg atriði. Ræðan getur ef til vill tekið hálfa aðra klukkustund. Þegar heim kemur, er eins líklegt að þar bíði hans mikilvæg skjöl eða símtöl. Klukkan um ellefu tekur hann á sig náðir. Faðir minn vill alls ekki viðurkenna, að líf hans sé stöðug spenna. Hann veit, hvað hann má ætla sér og iðkar vand- lega það, sem hann telur vera líkamlega hófsemi. En orka hans virðist samt vera meiri en flestra annarra á sama aldri. Samverkamenn hans, sem þurfa að fylgjast með honum, telja svo vera. „Hver eru tómstundastörf yðar, herra kanzlari?“ spurði amerískur blaðamað- ur föður minn, er hann var á ferð þar 1 álfu. Og heima í Þýzkalandi er sama spurning oft lögð fyrir hann. Og blaða- menn, sem þora ekki að spyrja hann sjálfan, spyrja þá einhvern samverka- mann hans. En þeir verða alltaf að hrista höfuðið, því að hann hefur enga tómstundaiðju, í þess orðs réttu merK- ingu. Á st föður míns á blómum, einkum rósum, er annað og meira en tómstunda- gaman. Hún stafar af nánu sambandi hans við náttúruna, áhuga hans á jurta- fræði og háþróuðum fegurðarsmekk. Og hún fullnægir þörf hans á að hafast eitt- hvað að, utan daglegra skyldustaría. Hann á klettagarð í fjallshlíð í Rhön- dorf, fyrir neðan Drachenfels, sem hann hefur haft tóm til að skipuleggja sjálfur. Meðfæddur skilningur og þróaður smekkur fyrir góðri málaralist hafa gert kanzlarann útfarinn listdómara og safnara. Stundum getur maður rekizt á málverk standandi á gólfinu í setustof- unni, upp við legubekkinn eða borðið, sem er hlaðið ljósmyndum. Annaðhvort er hann nýbúinn að eignast myndina, eða þá einhver kunningi eða listsali hefur sent honum hana til athugunar, Hann segir, að það að skoða málverk I fullkominni ró og næði stuðli að því að auka honum dugnað við dagleg störL III. Faðir minn sækir sér líka kraft I tónlist. Árum saman hefur hann engan tíma haft til að sækja hljómleika, ea 8 LESBÖK MORGUNELAÐSINS 12. tölublað 1963

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.