Lesbók Morgunblaðsins - 31.03.1963, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 31.03.1963, Blaðsíða 13
ADENAUER Framhald af bls. 9 að ég sé að reyna að efna til samkeppni við það“. E g gleymi seint einu, sem faðir minn sagði mér einu sinni: „Eg trúi bvi, að góður stjórnmálamaður verði að vita talsvert, vinna mikið og virða skoðanir annarra, jafnvel þótt hann sé þeim ekki sammála. Hann verður að eiska þjoð sína og verður að vera reiðubúinn að sýna öðrum þjóðum alla þá virðingu og tillitssemi, sem hann krefst sinni eigin þjóð til handa“. Þetta eru viðeigandi orð stjórnmála- manns. Ást hans á lýðræðinu er ekki ný. Aðeins fáir menn muna nú, hvernig faðir minn ávarpaði fund þýzkra borg- arstjóra, árið 1930, og áminnti þá um að svíkja aldrei lýðræðið en standa gegn Hitler. Ég er enn hreykin af hugrekki hans gegn hinu vaxandi nazistaveldi. Hann sagði: „Ég tel lýðræðið eina stjórnskipulagið, sem getur átt við fyrir jafnmikla menningarþjóð og þýzka þjóð- in er“. Faðir minn hefur aldrei hvarflað frá hugsjón sinni um frjálst og lýðræðis- legt Þýzkaland og frjálsan og lýðræðis- legan heim. | PRESTASÖGUR | Framhald af bls. 7 T il er lýsing síra Eggerts, og er hún á þessa leið (Sbr. Fræ Sighv. G. Borgf. XIV, 362): „Síra Eggert var vel að sér gjör um marga hluti. Hafði fljótar og skarpar hugvitsgáfur. Klerkur góður, utan sem innan kirkju. Radd- og mælskumaður mikill. Var málfarið einkar liðugt og orðheppið, og varð honum sjaldan orð- fall. — Hann var snotur meðalmaður vexti, einhver mesti fjör- og snarleika- maður, og lét eigi allt fyrir brjósti brenna. Hversdagslega skrafhreifinn og gamansamur. Skapmikill og bráðlyndur, en léttlyndur og sáttfús, og erfði aldrei lengi mótgjörðir. — Hann var sérlega laginn að leysa úr misklíðum manna, enda var hann forlíkunarmaður í mörg ár í 3 hreppum. — Vid vín þótti hann nokkuð málskarfs- og svakamikill, en skemmtun að honum í veizlum og sam- komum. Fuku honum þá einatt gaman- kveðlingar og hylltust margir til að hafa hann í boðum sínum. — Nauð- leikamaður var hann mikill við þurf- andi gamal- og ungmenni. Þau fyrri (þ.e. gamalmennin) tók hann mörg og annaðist til dauðadags, líka hin síðari (þ.e. ungmennin) og kom flestum til nokkurrar menningar, væri þess auðið. Líka tók hann til kennslu nokkra fá- tæka bændasonu, og framaði með ráð og dáð, suma þeirra til skólagangs, t.d. Jón Konráðsson, síðar prófast á Mæli- felli“. \^orið 1797, þegar síra Eggert var orðinn 67 ára gamall, og heilsa hans var farin að bila, tók hann kapelán, skjól- stæðing sinn, síra Jón Konráðsson, og þjónaði hann Víðimýrarsókn allt til árs- ins 1810, eða þangað til hann fékk Mæli- fell og flutti þangað. En það ár stóð síra Eggert rétt á áttræðu, og var þá orðinn hrumur og sjóndapur, svo að hann treystir sér ekki til þess að þjóna embætti lengur. — Hann vildi þó ekki sleppa brauðinu, og fékk þá prestinn á Hvanneyri í Siglufirði, síra Vigfús Reykdal til þess að verða aðstoðarprest- ur hjá sér. Hann þjónaði svo fyrir síra Eggert í 2 árin næstu, og mætti því segja, að gam'li presturinn héldi þá brauðinu aðeins að nafninu til. Svo fékk síra Vigfús veitingu fyrir Hvammi í Laxárdal og fluttist þangað. Þess var áður getið, að síra Eggert væri laglega hagmæltur, enda tók hann til skáldskapargáfu sinnar, þó að nærri áttræður væri orðinn, þegar Jörundur hundadagakonungur gjörði norðurreið sína, sumarið 1809, og orkti þá eitt vold- ugt níðkvæði um konginn. — Espólín segir svo frá „að eigi mundi Jörgensen uðir við pólinn og fjórir við ísröndina). Margir'þaulvanir suðurskautsfarar sofa ekki nema tvær klukkustundir á nóttu. f framanskráðu mætti nú halda, að útkoman af reynslu manna af þess- um slóðurn væri sú, að þar hefði mað- urinn rekizt á stað, sem hann hefði aldrei átt erindi á. Og vist er um það, að rólegur getur hann varla verið í svona óvistlegu umhverfi. Riehard heit- inn Byrd, aðmíráll, sem fyrstur manna ferðaðist þarna suður með nýtízku út- búnaði og fyrstur manna flaug yfir suð- urpólinn, sagði um þetta svæði: „Hætt- urnar þarna þýða það, að maður má aldrei slappa af á Suðurskautslandinu. Geri maður það getur þessi tilbúni ör- yggisveggur, sem maður hefur byggt kringum sig, hrunið fyrirvaralaust.“ Satt var orðið. En samt er það óve- fengjanleg staðreynd, að Antarctiea hef- ur sterkt aðdráttarafl á manninn. Byrd sjálfur fór þangað aftur í nokkra ára- tugi. Leiðangursmenn og vetursetu- flokkar eru alltaf ráðnir úr hópi sjáilf- boðaliða, bæði úr hernuim og utan hans, og alltaf liggja fyrir langir biðlistar til að velja úr. George J. Dufek, aðmiráll, sem stóð fyrir starfsemi Bandaríkjanna é Suðurskautslandinu á jarðeðlisfræði- érinu, segir: „Mikinn hluta þess tíma, sem dvalizt er þarna líður manni fjanda- lega. Enginn vafi á því. En fjöldi manns fer aftur. Þegar menn hafa séð Antarc- tia, er eins og einhverjir töfrar hvLli á þeim, sem neyða þá til að fara þangað aftur.“ etta seiðmagnaða aðdráttarafil landsins gæti vel legið einmitt í hætt- unum og erfiðleikunum. Charles Mull- ins yngri, kafteinn í læknaliði Banda- ríkjahers, sem athugaði sálfræðilega þátttakendur í liði jarðeðlisfræðiársins, gat í skýrslu sinni um mikið sálarþrek hjá vetursetumönnunum og stolt þeirra í þessum miklu erfiðleikum. Hann seg- ir, að „mennirnir, sem dveljast yfir vet- urinn í þessum' fjarlægu stöðvum, eru sér þess meðvitandi, að persónuleiki þeirra hafi orðið fyrir einhverjum á- hrifum, sem eru ómaksins verð.“ Séra John Condit, sem starfaði einu sinni við McMurdo-stöðina, á ísnum undan Vi'ktoriulandi, gefur í skyn, hvað það var, sem var svona ómaksins vert: „Árs- dvöl þarna gerir gömlu mennina ygnri en þá yngri eldri. Erfiðleikarnir gefa ungu mönnunum tíu ára þroska en dreg- ur tíu ár frá kaldranalegum, rosknuim mönnum, sem höfðu haldið, að þeir þekktu lífið út í æsar.“ Umhverfið, sem rændi mörgæsina upprunalegu eðli hennar, verkar sem hressingarmeðal á manninn — hressir við karlmennsku hans og líkamskrafta, sem komnir voru í afturför. Þetta at- hvarf frá raifmagnshnappa-siðmenning- unni, sem veikir hann. Hann endurheimt ir sjálfsvirðingu sina á stað, sem vekur leynda líkamskrafta hans og heimtar af honom aillt, sem hann getur lagt fram. hafa farið frá síra Eggert heilu skinni, ef hann hefði verið nokkru yngri og þeir hefðu átt illt við“. — En eins og kunnugt er, og lýst hefur verið hér að framan, var Eggert prestur annálaður glímumaður og snar, og kallaður „risj- óttur“, en það er illskeytinn, ef því var að skipta. — Þó að síra Eggert væri orðinn hrum- ur og nærri blindur, var hann andlega ern og hress í sinni, en árið 1813 sagði hann þó brauðinu alveg af sér, og af- henti staðinn vorið eftir. Þá var hann 84 ára gamall og hafði þjónað prests- embætti í 47 ár. — Hann flutti þá til hálfbróður síns, Hinriks Eiríkssonar bónda á Reykjum, og gaf honum með erfðaskrá alla fjármuni sína, fasta og lausa. Madamá Þóra, kona hans, var þá dáin fyrir 7 árum. Hún hafði orðið 82 ára gömul. Þau voru barnlaus, en voru 45 ár í hjónabandi. — Prestur átti tvo launsyni, og eru af þeim'komnir merkir menn í Skagafirði. — Jóhannes, sem kallaður var Jónsson, var talinn laun- sonur síra Eggerts og ólst hann upp hjá honum, en bjó síðar á Vindheimum. — Annar launsonur síra Eggerts, var Jón Eggertsson, bóndi í Miðhúsum í Ós- mannshlíð, og þótti hann kippa i kyn sitt að ýmsu. — S kömmu eftir að síra Eggert var fluttur að Reykjum til Hinriks hálf- bróður síns, varð hann alveg sjónlaus kararmaður, en naut beztu aðbúðar hjá frændum sínum. Hann hafði þá af tekjum Glaumbæjarbrauðs, sér til fram- færis. Hann lifði karlægur á Reykjum í 5 ár, en á þeim árum kom þar einu sinni Pétur prófastur Pétursson á Víði- völlum og kvað hann þá þessa vísu við rúmstokk gamla prestins: Nú er Eggert kominn í kör, kappinn Skagafjarðar, sá hefur mörgum baugabör, bylt niður til jarðar. Síra Eggert bar kararkröm sína og sjónleysi með mestu þolinmæði og geð- ró. Loks fékk hann hægt andlát 22. október 1819, og var þá á nítugasta ár- inu. Hann var jarðsettur að Reykja- kirkju í Tungusveit og var útför hans gjörð virðuleg og með rausn. — PIS A- lM E L L 0 ca 13S5—1455 Hér birtast aftur þættir eftir Paul J. Sachs um ítalska teiknara frá endurreisnar- tímabilinu; fyrst ræðir hann um Antonio Pisanello, einn af frum- herjunum, og sérstaklega mynd þá, sem hér birtist og heitir ein- faldlega „Tvær teikningar af hesti“. Þau fáu málverk sem til eru eft- ir Pisanello, fíngerð og „hofmann- leg“ verk, með geysimiklu blóma- skrauti, dýrum og skartbúnu fólki, skortir hin samfelldu og fastmótuðu byggingareinkenni hinna frægu, flórentínsku samtíðarmanna hans: — Massaccios og Fra Angelicos. Mál- verkin bera vitni skyldleika hans við germanskar þjóðir. Pisanello er einn hinna töfraríkustu málara á fyrra helmingi fimmtándu aldar. En hér eru annars til umræðu töfrar hinna fjölbreyttu teiknibóka hans, svo og hin mikla þýðing hinna heimsfrægu skjaldamynda hans, sem einkennast af klassiskri hófsemi. Þær voru mikilvægir þættir í sköpun endur- reisnarstílsins, gagnstætt málverkum hans, sem minna meira á hið eldra, gotneska tímabil, með sinni skraut- uwa legu, skemmtilegu og raunsæju út- færslu í smáatriðum. I teikningum sínum, eins og í skjaldarmyndunum, leggur hann á- herzlu á sterka útlínu, nátengda feg- urð myndflatarins. Einkennandi fyr- ir töfra og tilfinninganæmi næstum allra teikninga Pisanellos af dýrum er það, að hin áberandi mjúka áferð og útlínurnar nást með skuggum úr fjöldanum öllum af fínum, samsíða strikum, sem draga þó ekki athygl- ina frá meginatriðum formsins. Og meira að segja styður þessi sérstæða tækni beinlínis formið og bygging- una. Teikningar Pisanellos af hest- um bera vott um og leggja áherzlu á forvitni hans á sviði náttúruskoð- unar. Á teikningunni, sem hér fylgir má glöggt sjá snilld hans og raunsæi við dýrateikningu. Hinar einkenni- legu rifur upp úr nösum hestsins, sem sjást á þessari teikningu og fleirum eftir Pisanello, virðast hafa verið tíðkaðar að fornu með Býzans- mönnum, í því skyni að auðvelda hestunum andardráttinn. Sami siður er enn við lýði hjá sumum mong- ólskum þjóðum. Hinar nákvæmu dýrateikningar Pisanellos voru fyrirboði verka Leon- ardos. 12. tölublað 1963 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS J3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.