Lesbók Morgunblaðsins - 19.05.1963, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 19.05.1963, Blaðsíða 3
- »• tvikin hafa Tiátið mig lifa min tnerkilegustu ævintýri á sjó með tveim- ur unguim mönmim, sem voru bræður og sem ég hitti á mjög ólíkum stöðum jarðkúlunnar. Annar staðurinn var Thorup-strönd- in við Bolbjerg og þar hét maðurinn Thomas, ungur fiskimaður, sem í iðju- leysi sumardaganna tók okkur að sér, jafnaldrana meðal baðgestanna, og hafði sjálfur á sinn kyrrláta hátt mikla •kemmtun af því. Við fórum á veiðar á skútunni hans og fiskuðum þorsk, en hann sat með stýrisstöngina undir hnésbótinni, veiti ekrobitanum uppi í sér með næmri at- hygli og mikilli kímnigáfu. Hann hafði langt, bogið nef. Af nokkrum mjög al- varlegum og fullkomlega sönnum frá- BÖgnum sem við höfðum skemmt með, hafði hann komizt á þá skoðun, að það væri venja okkar og siður að segja lyga- eögur, og eftir það streymdu öðru hverju af vörum hans þær meinbölvuðustu furðufrásagnir um hafmeyjar, sæslöng- ur og helfáka. Þetta voru svör hans við þeim ógleymanlegu lygum, sem við höfðum, að hans áliti, reynt að troða í hann. En hann var ekki heldur fæddur í gær! Einu sinni synti ég út frá strönd- inni með snæri að neti í hendinni, brauzt út að fyrstu möskvunum og synti nokkra metra á móti straumnum, svo að ég var Ikominn nær drukknun, en synti þá aftur til lands og svo drógum við, ég og félagi minn, netið að landi. Ja, hvílíkir baðgestir! Var það nú uppátæki! Thomas horfði á okkur með hendur í vösum og tuggði skrogtugguna eína í ákafa og glotti. f>eir fengu aldrei bein úr sjó! En atvikin höguðu þvi nú þannig til að heil torfa hafði lent í net- inu minu. Og þegar netið hafði verið dregið á land lágu allt að því 100 kg. af fiski í fjörunni, á stærð við ansjosur, og Thomas fleygði þeim náðarsamlegast i sjóinn aftur. Hann sagði að við þyrftum ©kki nema svo sem eina fötu af þessum krílum til beitu og þá væri synd að láta alla hina drepast. Jafnframt sagði hann Mr egar um tólfleytið kvað hrópið við úr varðtunnunm, 15 metrum fyrir ofan þilfar: „Blástur! Blástur!“ „Sonja“ snarbeygði í þá átt sem hann benti. Armur hans var áttavitanálin. Síðan komum við svo nálægt, að við sem á þilfarinu stóðum, gátum séð bak hvalsins, þegar hann kom upp og blés. Þetta var langreyður, langur eins og kirkjuturn, öðru hverju sló hann sporð- inum upp úr sjónum þegar hann kafaði og hinar voldugu sporðblöðkur stóðu eitt andartak upp úr sjónum, eins og tveir tröllslegir fuglsvængir. að þeir dæu, ef þeir lægju aðeins eina sekúndu á þurru landi og það gerðu þeir líka. f>á rak að ströndinni aftur, lágu í flæðarmálinu eins og þúsundir siif- urpeninga og mávarnir komu í gargandi hópum og sveimuðu í loftinu fyrir of- an þá og baikvið þá gat maður séð Skarfaklett teygja sig upp úr sjónum. S vo var það í Grænlandi sem langt, bogið nef minnti mig skyndilega á allt þetta, og munnur, sem ávallt velti skrobita milli tannanna. Þetta hlaut að vera bróðir Thomasar? Jú, ekki bar á öðru, og meðan ég fylltist af endurfund- agleði og útskýringum, hlustaði hann hinn rólegasti á allan þann orðaflaum. f>að var uppspretta stöðugrar undr- unar að hitta þetta allt aftur hér norður á heimshjara. Hvalveiðiskipið „Sonju“ með vestur-józku áhöfninni, Larsen, skipstjórann frá Svinklöv, þrekinn og breiðan, með hrukkur í auignabrúnakró(k- unum og l'jóst hár á breiðum handar- bökunum. Gat nokikuð komið honum úr jafnvægi? Svo reyndist þó vera. Og þarna um borð á „Sonju“ með hinni vestur-józku áhöfn hennar, tóik ég þátt í einni allra hrikaleg.ustu veiði- aðferð sem mannikynið hefur þekkt. Við sigldum út frá Egedesminde árla morguns. Á firðinum var sjór sléttur, en úti á sundinu ultu hinar stóru und- iröldur inn undir litla gráa gufuskip- ið og vögguðu því eins og andarunga. Það var forsmekkur að því, sem í vænd- um var. I i 18. tölublað 1963 Hann kafaði og hvarf, kom upp aftur nokkrum sinnum í röð, annarsstaðar, andaði að sér og blés í þrjár-fjórar-fimm sekúndur, áður en hann hvarf enn að nýju. í klukkustund eltum við hann, til að reyna að komast í 20—30 metra færi við hann. Einu sinni kafaði hann undir skipið og kom upp á bakborða, í aðeins fárra metra fjarlægð, og var horfinn áður en við fengum snúið skip- inu. 0g fyrir aftan fallbyssuna í stafni skipsins stóð skipstjórinn og setti upp kryppuna. Hver minnsti vottur af hinni vestur-józku rósemi var nú horfinn úr fari hans, þar sem hann litaðist um eftir hvalnum og gizkað á hvar hann myndi koma upp næst. Hvað eftir annað 9kaut hvalnum upp úr djúpinu. Hvað eftir annað snérist „Sonja“ í hring og öslaði aif stað til að komast í skotfæri. Værum við ná- lægt honum, var hægt á vélinni, svo að snúningur skrúfunnar í vatninu skyldi ekki fæla hann. Þegar hann var horfinn niður í djúpið tók skipið nýja stefnu. Skutullinn beið og skipstjórinn hal'laði öxlinni upp að skaftinu á hon- um, eins og köttur, sem er að því kom- inn að stökkva. Dagfarslega Vinsælasti maðurinn á Grænlandi, sem ljómaði af mildum góðvilja, með ljóst hár á stór- um höndunum, broshrukkur umhverfis blá augun og svo óraskanlegur í ró sinni — en nú persónugervingur afls og áræðis ... „Blástur!" Og á allt öðrum stað, fyrir utan skot- færi, hefur hvalurinn komið upp og horfið. Og aftur snýst „Sonja“ 1 hring og byrjar allt upp að nýju. Og svo skýtur honum upp enn einu sinni. Tuttugu og fimm metrurn fyrir framan „Sonju“ þyrlast gufu- og ,Jorge Luis Borges er án efa mesta skáld lands síns, Argentínu. Hann er einstætt skáld og á ekki sína líka í bókmenntum heimsins. Sérkenni hans eru einkum fólgin í því, að hann gerir hið ótrúlega trúlegt, er raun- sæismaður hins óraunverulega, ef svo mætti segja. „Fátt hefur mér opin- berazt, en margt hef ég lesið“, segir hann. Um sannleika þess skal ekki rætt, en víða hefur hann leitað fanga. Hann hefur skrifað Sögu ei- lífðarinnar, Heimssögu illræmisins, sögur, ljóð og ágrip af íslenzkri bók- menntasögu (forn-íslenzkri), þar sem hann fjallar mjög skemmtilega um myndbreytni (la metáfora) drótt- kvæða og stefnir þeim gegn Mallar- mé. Og oft velur hann efni úr ís- lenzkri sögu og fer með það á sinn borgiska hátt. Franska skáldið Roger Caillois vakti fyrstur athygli mína á Borges 1956, og síðan hef ég lesið hann af mikilli ánægju. Verk Borges eru gefin út af Emecé Editores, S.A. — Buenos Aires, ef einhver kynni að fá áhuga á verkum hans. Ljóðin, sem hér birtast, eru úr E1 hacedor (Skap- . arinn). Hin örláti óvinur Árið 1102 hóf Magnús konungur berfætti gereyðingarstríð gegxi ríkjum írlands; saga herm- ir, að kvöldið fyrir andlát sitt hafi hann þegið svofelldar kveðjur frá Mýrkjartan, konungi í Dyflinni: Megi gull og hergnýr ríkja í liði þínu, Magnús konungur berfætti. Megi vopnabrak á völlum lands míns færa þér sigursæld að morgni. Megi hinar ógnvekjandi konungs- hendur þínar vefa voðir sverðs- ins. Megi þeir, sem dirfast rísa upp gegn sverði þínu, næra valsvan- > inn. Megi hinir fjölmörgu guðir þinir helga þér sigur, helga þér blóð. Megi enginn ævidaga þinna skína jafnheiður og ljós hins komandi, því sá dagur verður þinn síðasti. Þar að mun ég hneigja eiðstaf, Magnús konungur. Því áður en dagsljós dvín mun ég gersigra þig og afmá vald þitt, Magnús konungur. (Del Anhang zur Heimskringla (1893) de H. Gering). TVÖ LJÓÐ Eftir Jorge Luis Borges Breytingar í gangi einum rakst ég á ör, sem var vegbendir, og mér kom í hug, að þetta meinlausa tákn. hafi einhverju sinni verið hlutur úr járni gerður, óverjandi skot- vopn, sem smaug inn í hold manna og ljóma, og brá myrkri fyrir sól við Termopilas og vann Haraldi Sigurðssyni, óaftur- kvæmt, sex fet af enskri jörð. Nokkrum dögum síðar sýndi mér einhver mynd af ungversk- um riddara; samanslungin lykkja hnýttist um brjóstskjöld reið- tygjanna. Ég vissi, að lykkjan, sem í fyrndinni sveif um háhvolf- in og hnýtti saman búpening goð- heima, var einungis storkandi skraut á plógi þegar plægt er á sunnudögUm. í Vesturgrafreitnum sá ég ) rúnakross grafinn í rauðan marm J ara; armarnir voru íbjúgir og ) tengdust og kringum þá var hringur dreginn. Þennan örsmáa, samanþjappaða kross myndaði annar með beinum örmum, sem á sinn hátt táknaði þann aftöku- stað, þar sem guð einn var líflát- inn, hin „fyrirlitlega vél“ sem Ignacio de Samosata smáði. Kross, lykkja og ör, forn áhöld mannkynsins, sem nú eru niður- lægð eða upphafin í tákn; ekki veit ég hvers vegna þau heilla mig, þegar ekki er til sá hlutur í heiminum sem gleymskan afmá- ir ekki eða minningin umbreytir og úr því enginn veit hvernig tákn þeirra verða túlkuð af fram- tíðinni. Guðbergur Bergsson þýddi úr spænsku. LESBÖK MORGUNBLAÐSINS fí

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.