Lesbók Morgunblaðsins - 19.05.1963, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 19.05.1963, Blaðsíða 10
SÍMAVEÐTALIÐ AÐ VINNA FYRIR ÆSKUNA — 14608. — íþróttavöllurinn. — Er hann Baldur Jónsson við — Það er hann. — Morgunblaðið hér. Kvað er að frétta? — Nú, maður er á kafi einfc og venjulega. — Já, þú hefur yfirumsjón með öllum íþróttavöllum bæj- arins? — Já, svo má það heita. — Og verður mikið sparkað í sumar? — Já vellirnir verða notaðir meira í sumar en nokkru sinni fyrr — og við erum einmitt að Hver er uppáhaldsmatur eiginmannsins SPURNINGUNNI svarar í dag frú Katrín Thorarenscn eiginkona Hilmars Helgason ar, sölumanns, Tómasarhaga 57. „Eins og aðrir góðir eigin- menn er Hilmar alveg laus við matvéndni. Honum þyk- ir t. d. gott að fá nýja soðna ýsu og auðvitað hið sígilda hrásteikta nautakjöt. Einn rétt, Indverskt karry, tekur hann samt fram yfir aðra. Hann er búinn til á eftir- farandi hátt: INDVERSKT KARRY 3 laukar, 4 epli, nýir sveppir og aspas (má sleppa honum) eftir smekk, ca. 1 bolli appelsínusafi (bezt að nota Assis úr plastfl.) soðið smátt skorið kjöt (tilvalið að nota afganginn af sunnu- dagssteikinni), smjör til að steikja í, karry (við notum allt að % hl. úr boxi). Lauk urinn er skorinn í sneiðar og brúnaður, eplin flysjuð og skorin smátt og steikt með. Karryið er hrært út í ofur- litlu vatni og látið á pönn- una og soðið í ca. 10 mínútur — þá er appelsínusafinn lát- in út í og þetta látið í tvö- faldan pott (double boiler) og soðið í ca. 60 mín. Síðustu 30 mín. eru sveppir, aspas og kjöt soðið með. — Þetta er síðan látið á fat og harð- soðnum eggjabútum raðað ofan á. Með þessu borðum við hrísgrjón, soðin í sítrónu vatni“. ljúka við að koma þessu af stað, síðan kemur þetta venju- lega viðhald fram á haust. — Hve margir eruð þið? — Venjulega átta yfir sumar ið í þessu, en þar að auki skóla fólk, sem annast ýmsa tiltekt og snyrtingu á völlum íþrótta- félaganna. — Og er viðhaldið mikið yf- ir sumarmánuðina? — Ja, við verðum að fara yfir alla vellina minnst tvisvar í viku. Grasvellirnir eru slegn- ir með jöfnu millibili. Mal- arvellina rífum við upp með stuttu millibili til þess að þeir verði ekki of harðir. — Hver er bezti völlur bæj- arins? — Grasvöllurinn í Laugar- dal er vafalaust bazti völlur landsins og tekur fram mörgum góðum erendis. — En rifnar hann ekki illa upp, þegar leikið er. á honum. — Ekki, þegar þurrt er í veðri. Þá sést ekki á honum. En hins vegar ef blautt er, þá rifnar hann talsvert upp, eins og aðrir vellir. Það er reiknað með, að einn leikur í bleytu jafngildi tíu léikjum í þurru veðri hvað skemmdum á völl- um viðkemur. — Valda strákar spjöllum á völlunum — að yfirlögðu ráði? — Nei, sáralitlar skemmdir verða á völlunum og mannvirkj um þeirra af völdum skemmd- arfýsnar. Hér hjá okkur er alltaf mikið af ungu fólki og við ömumst ekki við þvi. Við reynurn að fá unglingana til að vinna með okkur, gera þá þátt takendur í starfinu — og það gengur vel. Þá gæta þeir lika alls eins og þeir eigi það — og umgengnin hér er yfirleitt ekki slæm. — Þið alið knattspyrnumenn ina sem sagt upp á völlunum hjó ykkur? — Það er lóðið. Reykjavík- urbær hefur líka sýnt þessum málum mikinn skilning og geysimikið hefur áunnizt á síð- ustu árum. En samt vantar okk ur enn nokkra sparkvelli, litla bletti þar sem strákar geta hamazt í fótbolta allan daginn út í gegn án þess að valda ó— Tony Renis: Uno Per Tutte/Le Ciliege. Á ÁRI hverju er haldin dans lagakeppni í borginni San Remo á Ítalíu. Við munum eftir nokkrum lögum þaðan, sem komizt hafa í fyrsta sæti: Romantica, Volare og Bambina. í fyrra var það lagið A1 Di La, sem hlaut fyrstu verðlaun. Var það ró- legt lag, sem erfitt var að læra, enda náði það ekki sömu vinsældum og hin fyrri lög, sem fyrstu verð- laun hafa hlotið. í ár er það fyrra lagið á þessari plötu: Uno Per Tutte, sem hlaut fyrstu verðlaun, en það er sama uppi á teningnum og í fyrra, þetta er of marg- brotið lag til að það lærist auðveldlega og ólíklegt að það nái vinsældum, a.m.k. hjá þeim, sem ekki skilja hinn ítalska texta. Síðara lagið á plötunni er fjörugra, það má jafnvel dansa cha- cha-cha eftir því. Tony Renis syngur laglega, hann hefur ekki mikla rödd, en „fer vel með“ eins og þar stendur. Líklega eru þeir ekki eins kröfuharðir þarna í San Remo eins og þeir voru fyrr á árum. Það. eru lög eins og hið skínandi skemmti lega Volare, sem ekki gleym ast. — essg. næði eða skemmdum ef boltinn hrekkur lengra en ætlazt er til. Innan íþróttafélaganna hefur mikið óeigingjarnt starf verið unnið fyrir æskuna — og ég held, að ekkert sé æskufólki hollara en stunda íþróttir. Við reynum að ger.a allt, sem við getum, okkur finnst garnan að sjá strákana njóta sín í sak- lausum og fjörugum leik — og þegar þeir vaxa upp, þá verða þeir alltaf tengdir íþróttalífinu sterkum böndum. BRIDGE BANDARÍSKI bridgespilarinn og rithöfundurinn Alfred Shein wold hefur nýlega sent frá sér bók sem hann nefnir „A Short Cut to Winning Bridge". í bók- inni segir hann frá um 100 skemmtilegum spilum, sem hann hefur tekið þátt L Eftirfarandi spil er úr þessan bók, og var það spilað á 13 borðum í tvímenningskeppni. Lokasögnin var alls staðar sú sama eða 5 lauf, ogvannstspilið á 12 borðum, en tapaðist á einu og nú skulum við athuga hvað kom fyrir á þessu borði. Sagnir gengu þannig: Vestur Norður Austur Suður Pass pass 1 A 2 + 2 A pass pass 3 4> pass 4 4> pass 5 * pass pass pass A 86 V K 9 8 5 2 + 95 * K G 7 3 A 972 AÁG10 V Á 7 6 3 54 ♦ G6 3 yDG10 4 * ÁD 6 1074 * 4 * KD3 V — * ÁKD82 * 109 85 2 Lokasögnin var, eins og áður segir, 5 lauf og var Suður sagn- hafi. Vestur lét út í byrjun.... já, laufaás, og þar á eftir laufa 6. Sagnhafi, sem átti alls ekki von á, að vestur ætti einnig laufadrottningu, drap með kóngi og tapaði spilinu. Hann gaf 2 slagi á tromp og einn á spaða, því honum nægir ekki að geta kastað spöðunum úr borði í tígulinn, því í borði eru aðeins tvö tromp eftir, en spað- arnir eru þrír, sem þarf að trompa. - SIGGI SIXPENSARI - „Hann fékk snert af svefnleysi, þegar Þróttur vann KR!“ IV tölublað 1963 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.