Lesbók Morgunblaðsins - 19.05.1963, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 19.05.1963, Blaðsíða 12
Kierkegaard 27 ára gamall. | KIERKEGAARD j Framhald af bls. 1 Þ á fara menn að skilja, hvað Kierkegaard er að fara með þessari frægu og misnotuðu kenningu sinni, að „huglægnin (súbjektívítetið) er sannleikurinn“. Þann sannleik, sem er lífsnauðsyn tilveru minni, finn ég ekki í ástríðulausri viðurkenningu hugsun- ■arinnar. Ég verð að taka stökkið, ég verð að leggja í áhættu, ég verð að trúa — ósjáandi. Slík eru kjör tilver- unnar. Það er hin eiginlega verundar- mynd mannsins. Dýpsta eðli okkar kem ■ur fram í valinu, ákvörðuninni og hinni ótryggu tilveru. Og þó skilur maðurinn ekki þetta í fyllstu alvöru þess, nema hann jafn- framt muni, að Kierkegaard hugsar í fullri alvöru kristilega. Hvað þýðir hin fræga, eða næstum illræmda, kenning hans um, að kristindómurinn sé þversögn, sem komi huganum í uppnám? jÆeð þessu skal því slegið föstu með mestu hugsanlegri áherzlu, að við getum aldrei tileinkað okkur hann með skilningi, fengið yfirsýn yfir né sannað, og meira að segja ekki gert hann sennilegan. Trúin er áhætta. Og hinn merkilegi kristni boðskapur um, að eilíf sáluhjálp okkar sé bundin sögu- legum atburði, nægir áreiðanlega til að afstýra því, að við gleymum þessu. Hér þarf ofurhuga ástríðunnar, tilveruna á 70.000 faðma dýpi. Borinn uppi af trú- festi Guðs, jú, að vísu, en aldrei þó þannig, að allt liggi nú ljóst fyrir, sé augljóst, áhættulaust. En er þá ekki kristindómurinn ómennskur, ofurefli, ástríða sem ekki er hægt að lifa í? Það er að minnsta kosti mjög eftirtektarvert, að Kierke- gaard á til að segja næstum það gagn- stæða. Sé maðurinn fyrst hann sjálfur í þessu áhættusama vali sínu, sem grip- ur allan persónuleik hans, þá hefur kristindómurinn einmitt hitt á það rétta. En hér getum við gefið Kierke- gaard sjálfum, eða einu af dulnefnum hans (Johannes Climacus), orðið: „Ef huglægnin (súbjektívítetið) er sann- leikurinn, og huglægnin hin verandi huglægni, þá hefur kristindómurinn, ef ég svo mætti segja, hitt á það rétta. Huglægnin nær hámarki í ástríðu, krist- índómurinn er þversögnin, þversögn og éstríða eiga ágætlega saman, og þver- sögnin hæfir fullkomlega þeim, sem staddur er í útjaðri tilverunnar." Það er víst rétt að bæta því við forms ins vegna, að vissulega hæfir kristin- dómurinn með einstæðum hætti innsta eðli mannsins. Hann þrautreynir á hið ástríðufulla val ákvörðunarinnar. En vit anlega er það ekki svo að skilja, að Kierkegaard hafi kosið kristindóminn af því að hann kæmi huglægninni I há- mark. Kierkegaard var kristinn maður, og nú komst hann að því, að kristin- dómurinn svaraði, eins og bezt varð á kosið, til þeirrar hugmyndar um til- veru mannsins, sem hann varð að telja hina rétíu. E n hvað þá um existentíalismann? Hvað verður úr þessu öllu hjá exist- entíalískum guðleysingja eins og Sartre? Eg nefni hann fyrstan, enda er hann einn hinna fáu, sem mér vitanlega hafa ekki mótmælt þeirri nafngift sér til handa. Á ýmsan hátt minnir Sartre meir á Nietzsche. Það er engin tilviljun, að báðir eru sammála um, að „Guð sé dauður“, og einnig hitt, að þar af leið- andi séu ekki til neinar sígildar sið- ferðilegar hugsjónir. Mennirnir séu for- dæmdir til að velja sjálfir, semja sjálfir aðeins ekki þvf að taka SkvarSanir eBa strjúka frá sínu eigin frelsi. En mikill er nú samt munurinn. Hjá Kierkegaard stafar kvíðinn af því, að maðurinn er andi og stendur því til eilífrar ábyrgðar, hvort sem hann vill viðurkenna það eða ekki. Hjá Sartre er maðurinn sinn eiginn húsbóndi. Gjörðir hans þarfnast engrar réttlæt- ingar frá einhverjum æðri aðila. Án nokkurrar leiðsagnar annarra leggur hann sjálfur lífsbraut sína- Hann skapar sér sjálfur hugsjónir. Og Sartre þyk- ist geta fullyrt, að einmitt þetta geri líf- ið mikilfenglegt og innihaldsríkt. Komi einhver og segi, að þetta sé örvænting, rís Sartre öndverður. Ekki sé til bjart- sýnni lífsskoðun, en það sé harkaleg hjartsýni. Og kvíðinn sé til staðar. Hvers vegna? Eiginlega er það átakan- legt, að í svari sínu bendir Sartre eink- um á, að við val mitt komi-st ég ekki hjá því að verða öðrum fordæmi. Þess vegna er kviði valsins mestur hjá þeim, sem hafa náð miklum áhrifum á aðra. Skynja má að baki þessu t. d. reynsl- „Dff iígger 5 Griln-Sfeöv et St«l, tam lotlde* Ottcvrökj-ogfti; Itun Dcn fiwder de», «>m soger ý*r<k.l»gcn, thi m*et Kort angívcr dcí. Navnn «rlv syne* og*sa at hxfehotóe cn Modstgeíse, ti)í hvotfcdcs kan et Sanimenstöd ítf ottc Veic damne ert Krog, hvorlcde* kan det Alfare og Bcfttmc ftB-liges merf rfet A&irfe* og. Sijuhe (S*tm gúrhgaatds SamUde Vtfker, s. Vdg. VI, aS') Úr handriti Kierkegaards að bókinni „Stadier paa Livets Vej“. lifsfyrirmynd sína, skapa sér sjálfir hugsjónir. En sannarlega bregður einnig fyrir svip Kierkegaards. Sartre telur ekki heldur, að maðurinn sé eitthvað, sem hvíli í sjálfu sér. Honum hefur verið hrundið út í áhættusamar ákvarðanir lífsins. Eðii hans er ekki neitt sem sé þekkt, engin meira eða mihna tryggileg eign. Eðli hans er það sjálft að vera til. Hann er fordæmdur til að vera frjáls, fordæmdur til að kjósa sjálfur. „Mað- urinn er ekkert annað en það sem hann gerir sjálfan sig“, segir Sartre, og bætir því við, að „þetta er fyrsta meginregla existentialismans“. Þegar komið er til Sartres frá Kierke- gaard, má rekast á ýmislegt, sem kemur áberandi kunnuglega fyrir, enda þótt hein kynni Sartres af hinum danska hugsuði séu að líkindum býsna lítil. Kierkegaard berst fyrir lífsafstöðu, sem hefur samhengi til að bera, en hjá fagurfræðingnum er lífið allt í molum án nokkurs raunverulegs samhengis. En siðfræðingurinn, og þá einkum sá kristni, fær ævisögu út úr því sem fyrir hann ber. En Sartre heimtar líka líf, sem myndi heild. „Samhengi" er einnig lykilorð í hans heimspeki. Hjá honum, eins og hjá Kierkegaard, dugh ekki að taka hlutina neinum vettlingatökum, heldur verður að ofurselja sig, fremja verk sem binda, taka ákvarðanir sem ekki er hægt að hlaupa frá. Og svo sannarlega er „kvíði“ eða „beygur" einnig merkisorð hjá Sartre, kvíðinn fyrir valinu, kvíðinn við óvissu lífsins og ákvarðananna. Enda er mað- urinn fordæmdur til að vera frjáls, írjáls að næstum hverju sem vera skal, una frá þátttöku Sartres í andstöðu- 'hreyfingunni gegn Hitler. etta er átakanlegt — einmitt með hliðsjón af þessari næstum hunzku lífsskoðun, sem Sartre kennir, gagnsýrðri af leiða yfir þessari tilgangs- lausu tilveru og mönnunum sem eru stöðugt fjandsamlegir, hættulegir og ógnandi. Þá er átakanlegt að vera að tala um kvíða vegna annarra, kvíða á- byrgðarinnar. Já, mikið getur það verið órökrænt og eiginlega þýðingarlaust út frá forsendúm Sartres sjálfs. Ef engin verðmæti eða hugsjónir eru til áður en ég vel, ef ég er sjálfur eins konar Drottinn, sem ákveð mínu eigin lífi mark og stefnu, mætti ætla að maður gæti hagað sér að eigin geðþótta. Og hafi ég áhrif á aðra með vali mínu, ætti það einmitt að verka eins og áfengi á drottnunargirni mína. En er nokkurt vit í kvíðanum, ef lífið er ekki í fyllstu alvöru áhætta? Og er hægt, vandlega athugað, að tala um þetta, ef lífið getur ekki unnizt eða tapazt? Og hvers vegna ætti „samhengi" að vera neitt betra en líf í molum og eins og bezt vill verkast? Hjá Kierke- gaard hefur einnig þetta þýðingu, af því að hann gengur í fullri alvöru út frá Guði og eilífðaralvöru. En þá Sartre? Á eftirtektarverðan hátt reynir hann að leysa úr þessari spurningu með því að fullyrða, að menn geti verið „ekta“ eða „óekta“ í vali sínu — verið í góðri eða vondri trú. En ef nú einhver kýs að vera „í vondri trú“? Það má hann fyrir mér, segir Sartre, en ég held því fram, að þér séuð það! En með hvaða rétti fellir hann slíkan dóm? Það er því líkast sem Seu-tre vilji gefa nei- kvæSn! ftg tðmíeWAi tfíverunnar !nnf- hald með því að vilja sjálfan sig, með þrákelkni, inn í samræmi og samhengi heildarinnar. Frelsi, val, ákvörðun, kviði, samhengi í tilveru manns. Orðtækin eru að mestu þau sömu. En það, sem að baki þeim liggur, er gagnólíkt. Það er skiljanlegt, nð japanskur fræðimaður, sem hafði komið til Danmerkur til að rannsaka verk Kierkegaards, gat sagt við brott- för sína, að nú teldi hann það höfuð- viðfangsefni sitt, þegar heim kæmi, að færa sönnur á, að Kierkegaard og franskur existentíalismi ættu ekkert skylt hvor við annan. E ins og hér hefur verif reynt að sýna fram á, er þetta ýkjukennt, en þó sannara en mikið af hinu yfirborðslega hjali um skyldleika. Vitanlega eru í hinum mislita hópi heimspekinga og guðfræðinga, sem almennt kallast ex- istentíalistar, margir sem standa miklu nær Kierkegaard. En jafnvel þótt vitn- að sé til hinnar svokölluðu „ég-þú- heimspeki", þ. e. þess skilnings, að eig- inleg verun mannsins sé í raun og sann- leika ekki til nema í sambandi við „þú-ið“, náungann, það „þú“ sem ég get aldrei fengið vald á og skilið,. er fjar- laagðin frá Kierkegaard eftirtektarverð. Að vísu gleymir ekki Kierkegaard „ná- unganum", þessu „mér-framandi þúi“. Hafi maður raunverulega skilið rit eins og „Kjerlighedens gjerninger“, veit maður þetta. Og þó er „verun“ (eksist- ens) hjá Kierkegaard alltaf fyrst og fremst hlýðni trúarinnar við Guð, .rúin á forsjón og friðþægingu, eins og það er stundum kallað, og hlýðnin við hlut- verkið, sem manni hefur verið trúað fyrir. Kierkegaard er heimspekingur, hann er sálfræðingur, og þar í fremstu röð. Einnig er, ef þörf gerist, hægt að kalla hann skáldsagnahöfund — yfir- leitt er hann á víðu sviði. En gegnum -allt þetta skín hitt, að hann er kristinn hugsuður og á sinn sérstaka hátt guð- fræðingur og prédikari. . .n sé þetta allt sett í sviga og síðan dreginn út úr rit- um hans ákveðinn mannskilningur til notkunar 1 einhverju heimspeki- 'kerfi, þá er Kierkegaard ekki lengur Kierkegaard. Og þá er þýðingarlaust að nota heila runu af orðtækjum, sem- skiptu hann meginmáli. _j Skopmynd af Kierkegaard eftir Klæstrup. 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 18. tölublað 1963

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.