Lesbók Morgunblaðsins - 15.09.1963, Qupperneq 2
ÆLMVJBIBk
SVIP-
MVND
Við þekkjum Nikita Krúsjeff
og höfum séð hann
lemja í borðið og lofa að ganga
af auðvaldsheiminum dauðum,
eða þá breitt brosandi, þegar
hann faðmaði að sér Moskvu-
sendiherra Bandaríkjanna og
sagði: „Það er nú sama, hvort
við getum þolað hvor annan eða
ekki, þá verðum við að lifa sam-
an“. Við höfum séð hann lemja
skónum sínum í borðið hjá S.Þ.,
og leika rösklega umferð af
badminton við ameríska utan-
ríkisráðherrann, við höfum séð
hann og heyrt strá kringum sig
spakmælum og sígildum setn-
ingum, vitna í Biblíuna — og á
næsta andartaki bölva slóða-
fengnum samyrkjubústjórum og
lingerðum flokksstarfsmönnum
niður til neðsta vítis kommún-
ismans.
Við þekkjum Krúsjeff — einn slyng-
asta stjórnmálaref veraldarsögunnar —
þegar hann er töfrandi eða umhverfist,
brosandi eða ógnandi, kátan eða móðg-
andi, en allt þetta getur hann verið, eft-
ir geðþótta eða eftir þvi sem bezt hentar
hverju sinni.
En hvernig er svo maðurinn að baki
þessara ruddalegu töfra og glaðklakka-
lega ofsa? Hvemig lifir maðurinn Nikita
Krúsjeff þær fáu stundir, sem hann er
ekki að leika á heimssviðinu með ofsg-
legum tilburðum?
r»llt fram til síðustu ára var einka-
líf Sovéthöfðingjans algert leyndarmál,
og persónuleg málefni hans hulin péttu
fortjaldi, engu síður en eldflaugastöðvar
Rauða hersins. Á síðustu ámm hefur orð
ið mikil breyting á þessu, ekki síður en
á mörgu öðru í Krúsjeff-Rússlandi, eftir
dauða Stalíns — sumpart vísast vegna
þess, að þannig hefur Krúsjeff óskað
þess sjálfur, en jafnframt vegna þess, að
stóraukin samskipti við umheiminn hafa
gert það nauðsynlegt.
Nú orðið heldur Nína, kona forsætis-
ráðherrans, teboð fyrir sendiherrafrúrn-
ar í Moskvu, og þessar samkomur enda
oft á því, að kellur sveifla hver annarri
í fjörugum dansi — og nú fer Krúsjeff
á hinum tíðu ferðum sínum til annarra
landa með tengdasoninn, Adzhubei aðal-
ritstjóra, í fylgd með sér Og jafnvel er
dóttir hans með þeim og kannski ein-
hver börn þeirra yngri hjónanna. Heill
hópur af stjórnmálamönnum Vestur-
landa — Nixon, Harriman, Rusk, Steven-
son og hvað þeir nú allir heita — hefur
verið gestkomandi á hinum ýmsu heim-
ilum Krúsjeffs. Og rússnesk blöð, sem
tengdasonurinn hefur endurskapað, hafa
séð, að það getur verið heppilegt að gera
stjórnmálafréttir dagsins ofurlitið „mann
legri“, því að æ oftar birtast myndir af
Krúsjeff, þar sem hann er að leika við
barnabörnin sín eða hvíla sig á því að
róa á Svartahafinu eða snöggklæddur í
badminton eða billiard.
........— —...................
Valdamenn Sovétríkjanna eru allt í
einu orðnir mannlegir — og vafalaust
er þetta einn liðurinn í baráttuaðferðum
Krúsjeffs, en það þarf ekki að vera verra
fyrir það.
T ið hátíðahöldin og umræðurnar
um tilraunabannið í Moskvu hafa marg-
ir blaðamenn Vesturlanda fengið tæki-
færi til að gægjast bak við tjöldin hjá
Krúsjeff og kynnast nánar fjölskyldulíf-
inu, sem lifað er að baki þessari fram-
hlið, er að heiminum snýr.
Þeir hafa meðal annars komizt að því,
að þetta alkunna húsnæðisvandamál,
sem er svo örðugt viðureignar í Sovét-
ríkjunum, háir ekki Krúsjeff, svo að telj
andi sé. Forsætisráðherrann ræður
yfir hvorki meira né minna en fimm eða
sex mismunandi íbúðum — auk skrif-
stofunnar í Kreml og kjarnorkuvarinnar
aðalstöðvar, sem er rétt utan við Moskvu
og getur hýst 200 manns.
E,
litt margtuggið kjarnyrði Krús-
jeffs hljóðar þannig: „Viljirðu fram-
kvæma eitthvað, þá taktu daginn
snemma". Hann er að því leyti ólíkur
Stalín, sem hóf raunverulega vinnu sína
um miðnæturskeið og brenndi ljósi í
Kreml alla nóttina, að hann er kominn
í skrifstofu sína klukkan- níu stundvís-
lega, en það er sama skrifstofan, sem
Stalín hafði á sínum tíma.
Á hálfhringlaga borðinu, sem za.est ber
á í stofunni, liggja nokkrir yddir blýant-
ar, og þar standa nokkur glös og 2—3
flöskur af uppáhalds-gosdrykk Krúsjeffs,
„Borshom". Þrír skjalabunkar bíða hans
— í einum eru skjöl varðandi miðstjórn-
ina, í öðrum ríkisstjórnina, en í hinum
þriðja skjöl frá sambandsríkjaskrifstof-
unni. Þó opnar Krúsjeff fyrst möppu,
sem hefur inni að halda daglegar skýrsl
ur og greinargerðir og langar þýddar
greinar úr erlendum blöðum og fréttir
úr kílómetralöngum fréttaræmum frá
fiéttariturum TASS, hvar af minnsti
hlutinn kemst nokkurntíma í sovétrússn
esk blöð.
Krúsjeff segir sjálfur: „Ég les fyrst
og fremst erlend blöð (þ. e. í þýðingum
aðstoðarmanna hans), því að ég vil
kynna mér álit og skrif þeirra um okk-
ur. í okkar eigin blöðum — það verð
ég því miður að játa —er svo mikið af
leiðinlegu efni, að ég á bágt með að
finna nokkuð, sem vekur áhuga minn.
Maður er að blaða í þessu og á næsta
augnabliki veit maður ekkert, hvað
maður hefur verið að lesa....“ Og þetta
segir hann, þrátt fyrir allar tilraunir
tengdasonarins til að hressa upp á blöð-
in — ízvestia, að minnsta kostL
l\ rdegis fæst Krúsjeff mestmegnis
við skrifstofuvinnu og viðtöl við nánustu
samverkamenn sína, — en eftir hádegis-
verð tekur hann móti erlendum embætt-
ismönnum, sendiherrum, flokksforingj-
um o. s. frv. Ef hann á að taka þátt í
einhverri opinberri samkomu, fara í leik
hús eða þess háttar, er hann um kyrrt
í Moskvu, þar sem hann hefur íbúð til
umráða í nágrenni Arbat-götunnar, Að-
setur nr. 1. En þó vill hann heldur haf-
ast við í öðru hvoru stórhýsinu, sem
hann ræður yfir í útjaðri Moskvu.
Hann ekur þangað í stórum
„Tschaiko“-skrautbíl, og stundum — en
ekki nærri alltaf — fylgir honum líf-
vörður. Meira að segja er Krúsjeff oft
einn í vagninum, og hafi hann eina tvo
llfverði með sér, er það ósjaldan að þeir
sitji í fína aftursætinu, en hann sjálfur
hjá bílstjóranum. í tíð Stalíns voiu veg-
irnir, sem hann átti að fara um, alltaf
lckaðir, og oft fóru þrjár eins útlítandi
bílalestir frá Kreml, sín út um hvert
hlið, til þess að villa fyrir væntanlegum
árásarmönnum — en síkar varúðarráð-
stafanir notar Krúsjeff ekkL
Framh. á bls. 13.
Framaferill Krúsjeffs
1894. Fæddur Krúsjeff. Sonur járn-
smiðs í úkraínska þorpinu Kalinovka,
var smaladrengur á bernskuárum,
lærði járnsmíði og gerðist lásaismiður.
Fékk litla skólagöngu.
1911. Fór að heiman, vann í kola-
námum í Donets og keppti einu sinni
í knattspyrnu við enskt lið.
1918. Gekk í kommúnistaflokkinn,
barðist í borgarastyrjöldinni, gerðist
áróðursmaður fyrir flokkinn.
1922. Gerðist nemandi í „flokks-
skóla“ í Ukraínu, lærði landbúnað og
kvæntist skólasystur sinni, sem
seinna dó.
1929. Kom til Moskvu sem nemandi
í iðnaðarháskólanum.
1931. Geirðist starfsmaður flokksins
í Moskvu-
1934. ^Osinn í æðstaráðið og var
einn af. forgangsmönnum í hreinsun-
unum.
1938. Sendur til Úkraínu til að
stjórna hreinsunum meðal starfs-
manna flokksins. Kvæntist Nínu
Nikolajevnu, kennslukonu.
1941. Fékk herforingjatign og tók
þátt í skipulagningu varnar Stalín-
grad.
1944. Varð flokksleiðtogi í Úkraínu.
1949. Hvarf aftur til Moskvu og
varð framkvæmdastjóri æðstaráðsins.
1953. Varð flokksforingi, skömmu
eftir lát Stalíns, og stjórnaði ásamt
Malenkov uppgjörinu við Bería og
leynilögreglu hans.
1955. Ruddi með aðstoð hersins og
flokksins Malenkov úr vegi og gerði
Búlganín að forsætisráðherra.
1956. Sendi Rauða herinn til Ung-
verjalands og bældi niður uppreisn
þjóðarinnar.
1957. Fjarlægði með aðstoð hersins
og Sjukovs marskálks andstæðinga
sína, sem síðar voru nefndir „ flokks-
fjendurnir“ (Molotov, Kaganovitsj o.
fl.) og losaði sig síðan við Sjukov.
1958. Varð forsætisráðherra eftir að
hafa rutt Búlganín úr vegi. Er nú
æðsti maður ríkisstjórnar Sovétríkj-
anna og kommúnistaflokks þeirra.
Utgefandl:
Framkv.stj.:
Kitstjórar:
Auglýslngar:
Ritstjórn:
Hi Arvakur, ReykjavDc.
Siglús Jónsson.
Sigurður Bjarnason frá Viaur.
Matthfas Johannessen.
Eyjólfur KonráS Jónsson.
Árnl Garðar Kristinsson.
ASalstræti S. Símí 22480.
2 LESBOK MORGUNBLAÐSINS
26. tölublað 1963