Lesbók Morgunblaðsins - 15.09.1963, Blaðsíða 16
ÍJr Krabbameinsstofnuninni í Silver Springr: Dr. Stuart M. Seesoms, varafor-
seti heilbrigðisstofnunar ríkisins, athugar sýnishom af þúsundum efna, sem
prófuð era árlega í Bandarikjunum, til að athuga hugsanlegt gagn af þeim
gegn krabbameini.
mein hafa verið þekktar árum saman,
sem sé skurðaðgerðir og geislun. öll
tæki til -þessara aðgerða hafa verið
stórlega umbætt á síðustu árum-
Skurðaðgerð — sem er langelzta
aðferðin — er notuð yið krabbameini
á þann hátt, að meinið er skorið úr
líkamanum. Geislun er í því fólgin
að „brenna burt“ krabbameinsvöxt
með röntgengeislum eða geislavirkum
ísótópum, eða minnsta kosti lama
hann þannig, að hann geti ekki vaxið
meira.
En hvortveggja þessara aðferða nær
skammt, þegar um er að ræðajaabba
meinsvökt, sem hefur breiðzt út um
allan líkamann, eða er þannig stað-
settur, að ekki er hægt að ná til hans
með þessum aðferðum, án þess að
vinna mein á mikilvægum líkams-
hlutum. Það er fyrst og frems^jegn
slíku krabbameini, sem þörfin a lyfj-
um er brýn.
Eftir því sem efnin, sem líkieg
eru talin að geta læknað krabbamein
eru sett saman og framleidd, eru þau
send frá stofnuninni til hinna ýmsu
rannsóknarstofa til undirbúningspróf-
ana. Þessar fyrstu prófanir eru gerð-
ar á krabbameinsfrumum, sem hafa
verið framleiddar í rannsóknarstof-
strangasta skilningi orðsins krabba-
• meinslyf, heldur eru þau önnurhvor
tegundin af „geislunarvara". Fyrri
tegund þeirra er lyf, sem geta varið
ósýkta hluta líkamans áföllum af
geislum, svo að hægt er að nota meiri
geislun en ella mundi á sjálft meinið.
Síðari tegundin hefur þá verkun að
gera meinið veikara fyrir eyðingu af
völdum geislunar.
TTilsvarandi rannsóknir á orsök-
um krabbameins fara einnig fram í
Bretaveldi. Það er ekki lengra siðan
en í sl. mánuði, að brezka læknaráðið
tilkynnti í ársskýrslu sinni, að ein or-
sök krabbameins kynni að vera fund-
in. Það er haldið, að tvær veirur,
tegundirnar 12 og 18 af flokki, sem
kallaður er adenovirus, geti valdið
krabbameini. Tilraunir hafa sýnt, að
ef þessum tveim tegundum er dælt í
hamstra, geti þeir orsakað krabba-
myndun. Segir skýrslan, að þarna sé
á ferðinni nokkur vottur þess, að
mannverur geti raunverulega smitazt
af veirum, sem i sumum tilvikum geti
valdið krabbameini.
Samvinna vísindamanna í
baráttunni við krabbamein
Svo víðtækar eru tilraunimar
til að finna meðal, sem
læknað geti krabbamein, að sér-
stök stofnun á vegum Bandaríkja
stjómar (Cancer Chemotherapy
National Service Centre) gerir
nú tilraun til að samstilla starf-
semi 700 vísindamanna um gjör-
völl Bandaríkin. Vísindamönnun-
um er skipað í 24 manna hópa,
eftir stöðum eða sérgrein innan
rannsóknanna, og þeir hafa nú
sjálfviljugir gengið í þjónustu
stofnunarinnar, en starfsemi
hennar kostar um 33 milljónir
dala á árL
Miðstöðin, í Silver Spring, Mary-
land, gerir heildaráætlun um alls-
herjar-atlögu að sjúkdómnum, og sér
um, að sömu tilraunirnar séu ekki
gerðar á fleiri stöðum en einum,
rannsakar og ber saman árangur til-
rauna, sem eru gerðar af vísinda-
mönnunum í allskonar umhverfi.
Á hverju ári fær stofnunin skýrslur
um 50.000 nýjar samsetningar gervi-
efna, sem sérfræðingar eru að rann-
saka, með tilliti til væntanlegs gildis
þeirra gegn krabbameini. Tilraunirn-
ar eru gerðar í háskólum, sjúkrahús-
um, einka-rannsóknarstofum og öðr-
um stofnunum, sem ekki eru á vegum
stjórnarinnar, enda þótt stjórnin
styðji stundum þessar rannsóknir, á
einhvern hátL
S íðan stofnunin komst á fót,
1955, hefur hún átt drjúgan þátt í all-
miklum framförum í að setja saman
meðöl, sem geta bætt liðan krabba-
meinssjúkíinga og lengt líf þeirra.
Meðal eitt, þekkt undir nafninu
methotrexat, hefur verið notað með
miklum árangri við mjög sjaldgæfu
krabbameini, choriocarcinoma, sem
kemur aðeins fyrir hjá konum. Margir
sárþjáðir sjúklingar hafa verið lif-
andi og hressir, fimm árum eftir að
lyfið hefur "verið notað við þá.
Aðrar aðferðir til að lækna krabba-
Krabbamein tekin ur musum, sem
hafa fengið hin nýju meðul, eru at-
huguð til að sannprófa verkanir með-
alanna.
um. Ef þessar frumtilraunir heppnast
vel, er tekið næsta stigið, sem sé til-
raunir á dýrum.
Með dýratilraunum geta vísinda-
mennirnir komizt að því, hvaða áhrif
efnin geta haft á lifandi krabbamein
af ýmsu tagi, og auk þess, hvaða
aukaverkanir þau geti haft og hvaða
skammtar séu áhrifamestir.
Það er ekki fyrr en eftir vandlegar
tilraunir á þessu öðru stigi, sem at-
huganir eru gerðar á áhrifum lyfsins
á menn, og þá fyrst um sinn aðeins
þeir menn notaðir T?ið tilraunirnar,
sem allar aðrar aðferðir hafa reynzt
árangurslausar við. Aðeins eitt lyf af
hverjum þúsund kemst á þetta til-
raunastig og um það bil 160 lyf eru
undir athugun í einu, í h.u.b. 150
sjúkrahúsum, sem hafa'' sjálfviljuga
samvinnu við stofnunina.
E in vænlegasta aðferð til að
láta lyfjalækningu koma að gagni er
sú að beita henni í sambandi við
skurðlækningar eða geislun. Árangur
slíkrar aðferðar skilst bezt í sam-
bandi við aðgerð á brjóstkrabba.
Sjúkdómurinn tók sig upp hjá um
það bil öðrurri hverjum sjúklingi, sem
skurðaðgerð var framin á, en aðeins
hjá fjórða hverjum þeirra, sem hlutu
lyflækningu í sambandi við skuiðað-
gerð.
Efnablöndur, sem notaðar eru við
slíkar skurðaðgerðir eyða krabbafrum
um, sem kynnu að hafa losnað frá
aðalmeininu, eða orðið eftir í líkam-
anum, eftir að aðalmeinið var fjar-
lægt:
Efni, sem notuð eru þannig í sam-
bandi við skurðaðgerðir, eru ekki í
HAGALAGÐAR
ÞRÍB BÆNDUR Á FORSETA-
STÓLUM.
Alþingi kom saman 15. febr. og
starfaði til 6. júní. Var það hið lang-
sætnasta Alþingi, sem enn hafði verið
háð. Forsetar þingsins voru: í sam-
einuðu þingi Einar á Eyrarlandi, í
efri deild Guðmundur í Ási og í
neðri deild Jörundur í Skálholti.
Sátu þannig í fyrsta skipti í sögu
Alþingis bændur á öllum þrem for-
setastólum þingsins.
(Árb. Reykjavikur 1932).
HOLD NU FAST. . .
Kláus hét vinnumaður Bjama
Thorarensen, er hann bjó í Gufunesi.
Kláus var skoplegur maður, ákaflega
geðgóður, en smáskrýtinn, skrækur í
máii, en afar hár og gildur. Hann
hafði þann kost, sem er ákaflega
mikils virði fyrir vinnumann, að
hann varð aldrei drukkinn, aðeins
„saddur“, hversu mikið, sem hann
drakk. Einu sinni gaf Bjarni honum
30 glös af ósviknu púnsi og þegar
hann bauð honum það 31, svaraði
Kláus óskup stilltur: „Nú er ég sadd-
ur húsbóndi góður“.
Einu sinni talaði Kláus dönsku.
Hann fór í myrkri með Bjarna yfir
mómýri og datt ofan í mógröf fulla
af vatni. Bjarni rétti honum hönd
til að hjálpa honum upp úr. Þá sagði
Kláus: „Hold nu fast assesor Bjarni."
Bjarni spurði hann hvar hann hefði
lært að tala dönsku. Þá svaraði
Kláus: „Það kom einhvernveginn yfir
mig í hættunni“ Kláus talaði aldrei
dönsku endranær, hvorki fyrr né
síðar.
Um Kláus orti Bjarni m.a. þessa
vísu:
Kláus gamli karlinn stirðnar.
Kunni móti elli spyrna 1
enn í heimi ekkert fólk.
Langstæð belja heitir Hyrna*
á hrygginn svört og fótlaus sirna
úr henni þarf hann hafa mjólk.
*) Brennivínstunna.