Lesbók Morgunblaðsins - 15.09.1963, Side 3

Lesbók Morgunblaðsins - 15.09.1963, Side 3
 FRIÐUR FJALLANNA _____Eftir Romulo Callegos . Hrörlegi kofínn stendur í rjóðri, uppi í fjöllunum, á bakka djúps glúf- urs, nærri hulinn bergfléttum og runn- um villijurta. Langt er nú liðið síðan nokkur reyk- ur hefur liðazt upp frá stráþöktu þak- inu. Lítill drengur situr á dyraþrepinu. Hann er aumkunarverð mannavera. Stórt höfuð með úfnu, óhreinu hári á löngum, örmjóum hálsi. Magnvana líkami með beinabera handleggi, þrút- inn kvið og fótleggi þakta opnum sár- um, bólgna hnjáliði og fætur aflagaða af sjúkdómi. Hryllilegt andlit með dautt og skorpið hörund strengt yfir beinin, visnaðar, blóðlausar varir, innfallin augu tem sýna hvorttveggja í senn, reiði og örvæntingu. Hann situr þögull og hreyfingarlaus og horfir út yfir dalinn, til fjallgarðs- ins hinum megin, þar sem hann ber bláan, og dimman, við sólglitruð skýin, yzt við sjóndeildarhring. í hjarta hans er biturt og ofstækisfullt hatur til alls er lifir og hrærist og í hálsinum á hon- um kætandi kökkur, eins og hann sé að því kominn að gráta, enda þótt eng- in tár sjáist í augum hans. Þegar hann fær reiðiköstin, kreppir hann hnefana, gnístir tönnum og horfir tryllingslega í kringum sig, eyðileggjandi allt sem er í nálægð hans. Svo líður kastið hjá og hann verður aftur afskiptalaus og ró- legur. S tundum situr hann líka heilu dagana í rökkvuðum gangimun, segir ekki orð en starir framfyrir sig, eins og hann sé að horfa á eitthvað hræði- legt eða hrífandL Á þessum þunglynd- isstundum þjáist sál hans af kvöl og örvæntingu. Fyrst byrja óþægindin í iljum hans og breiðast svo út um allan likamann, og hann er dauður, hann er grafinn í kirkjugarðinn og óþægindin stafa af því, að maðkarnir eru að éta Framh. á bls. 6. i Úr Ijóðaflokknum „Mömmuljóð'4 Eftir Svein Bergsveinsson Fjallgangan Hvar er ég nú? A iðjagrænum völlum, yfir mér hvelfist himinn fagurblár. Ég gleymdi heima gullunum mínum öllum, Af göngu orðinn lúinn, fótasár. Því er ég einn? Því fóru allir frá mér? Því fluttist ég á þetta draumasvið? Nei, þarna ertu, mamma, þú ert enn þá hjá mér og þögul bendir fram á við. Nú kem ég, mamma. Hvert ert þú að halda? Æ, hverju gleymdi ég í þessa ferð? Ég minnist óljóst lokka og ljóssa falda. Leið mig, mamma, hraða mér ég verð. Ég sé þú stefnir upp á hnjúkinn háa. í hug mér skýtur minning: ég og hún Eitt kvöld í júní klifum bergið gráa. og komumst upp á fjalLsins brún. Þar skildum við. Hún vildi hverfa aftur. Ég valdi að kanna nýjan refilstig. Úr ástarglóð var orðinn bölvakraftur, sem eyðilagði hana og mig. Það býr svo margt á bak við hæstu tinda. Bergmál þeirra er dulin nomaspá. Tak mig, mamma, í átt til ljóssins linda. Mig langar enn að heyra og sjá. (Sennilega ort einhvemtíma eftir 1950, eftir handritinu að dæma er það skrifað í Berlín og þá væntanlega eftir 1953). Á findinum Ó, hér er kalt, en heiðríkt og bjart, ég horfi yfir veröld nýja. Af hestum og kindum í haganum margt. Það er hleypt úr úr kvíum. Er farið að rýja? Hér glitra tjöld, hér glóir á spjöld, hér gella við hrópin og sköllin. Hér er líf og fjör, hér lyftist mörg spjör, hér leikið og sungið og dansað um völlinn Það glampar á tuma, það glóir á skál. Mig grunar hér sitthvað fleira. Yfir hálflýstum sal eru turnamir tál, þar sem talað er margt,'sem enginn má heyra. Hér lifað er villt, en hér veit enginn neitt. Hver vogar að njósna um annarra hagi? Menn gera bara öðmm helvítið heitt hátignarlegir í bragi. Hér er elskað að nóttu til, öskrað um dag með olbogaskotum til beggja hliða, því enginn hugsar mn annarra hag, og ekki er hér róið til miða. En svo er þarna eitthvað, sem yfir er breitt, af einkennisbúnum stríðsmönnum varið. Kannske glepur mér sýn og ég sjái ekki neitt, og svo er víst mörgum íslending farið. Á ég að fara í þá óþekktu borg? Á ég að hverfa í veizlunnar glauminn? Er hér ei líka örbirgð og sorg? — Æ, mér er kalt, ég er hræddur við drauminn. Eftir þetta mun enginn mér lá, að ekki ég gekk á þær ræningjaslóðir. Ég hafði vænzt þess að heyra og sjá, að hjálpi hver öðmm sem vinur og bróðir. (Sennilega ort í byrjun apríls 1963 í Kirkjustræti við Hvítavatn í Berlín). 26. tölublaö 1963 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.