Lesbók Morgunblaðsins - 15.09.1963, Qupperneq 6
verið sérgáfa, án nokkurs sambærilegs
þroska á öðrum andlegum eða líkam-
legum sviðum. Og kemur þessi fjar-
stæða ekki kynlega heim við fyrri um-
mæli S. A. M. að til þess að skrifa bók
eins og „Þokur“ (sem hann samt sem
áður vill ekki fyllilega viðurkenna, að
sé frambærileg bók) þurfi „vissulega all
góða þekkingu á skáldskap, bæði forn-
um og nýjum, og ákveðna tilfinningu
íyrir málinu, gildi og sambandi orða“.
Er hægt að afla sér þessarar þekkingar
án skynsemi? Er þessi þekking, og öfl-
un hennar, ekki reynsla? Veitir þessi
þekking engan þroska? Manni verður
næstum illt af þessu. En skýringin á
skáldskaparmati S. A. M. er nærtæk-
ari en nokkru sinni fyrr.
A fram með smérið. „Orð eru nefni
lega í eðli sínu sjálfstæðar lífverur“
o. s. frv. Hvað er eiginlega sjálfstæð líf-
vera? Er það sama og óháð lífvera? Er
maðurinn sjálfstæð lífvera? Hann er
þó a.m.k. bundinn því skilyrði, að nægi-
legt súrefni sé í andrúmsloftinu og næg-
ur matur á borðum. Eru orð ekki háð
merkingu sinni? Eru þau ekká tæki
mannsins til að miðla öðrum af anda
mannsins, hugsunum, skynsemi, reynslu?
Á hvaða hátt eru þau sjálfstæð? Og
hvernig í ósköpunum eru þau „lífver-
ur“? Fæðast þau, geta afkvæmi og
deyja eftir sömu lögmálum og aðrar líf
verur? Er þetta bara bull? Eða er þetta
bara enn eitt dæmið um „ákveðna til-
finningu fyrir málinu, gildi og sam-
bandi orða“ hjá bókmenntagagnrýnand
anum S. A. M.
Þetta er þó eflaust skýringin á því,
hvers vegna orðið „ljóð“ hefur ekki
lengur neina merkingu í munni bók-
' menntagagnrýnandans. Það segir mér
ekki framar neitt, á ekkert erindi við
mig. Þegar S. A. M. skrifar „ljóð“, þá
er það eitthvað abstrakt hugtak, sem
hann einn veit, hvað inniber. Eitthvað,
sem átti erindi við hann? Kannski. Eitt-
hvað sem Kvíslaði einhverju að honum?
Máski. Kvæði eftir Jón Helgason? Ekki
með öllu útilokað. Rímað ljóð eftir Stein
Steinarr? Mjög ósennilegt. Ég nenni
ekki að géta gátur ad absurdum. Merg-
ur málsins er sá, að sjálft orðið hefur
orðið að „sjálfstæðri lífveru“ í munni
S. A. M., meiningarlaust, merkingarlaust,
þýðingarlaust. Við tölum ekki lengur
sama mál. Og hvernig ætti það sosum
að vera, ef orðin eru „sjálfstæðar líf-
verur“, óháðar mínu bókviti, mínum
vilja, minni stjórn.
, Ég get ekki séð neinn ávinning í þvl,
að orð verði „sjálfstæð“, lifi sínu eigin
lífi. Mér er heldur ekki fyllilega ljóst,
hvernig slíkt má ske. Það væri máski
ekki ófróðlegt rannsóknarefni að athuga
þessi einstæðu lífsskilyrði, sem orðun-
Tjm hljóta að vera búin hjá S. A. M. Það
verk eftirlæt ég fúslega öðrum. Þetta á
sér þó e. t. v. hliðstæðu á því sviði, sem
ég þekki örlítið til. Það kemur fyrir, að
frumur mannslíkamans verða „sjálfstæð
ar lífverur" í nokkuð svipuðum skiln-
ingi og sjálfur mannslíkaminn er það.
Þær sinna ekki lengur sínu ákveðna hlut
verki, lúta ekki framar sömu lögum sem
aðrar frumur, þenja út yfirráðasvæði
sitt, eyða og deyða. Þær eru „sjálf-
stæðar“, gálausar, en ekki endilega
marklausar. Markið er dauðinn, og þar
' með er öllu lokið, þeirra „sjálfsæða“
lifi, sem öðru. Er það eitthvað svipað
sem skeður, þegar orð losna úr tengslum
yið meiningu sína, við mál fólksins?
F yrr í grein sinni talar S. A. M. um
„hungraðar hýenur gulu pressunnar“.
Hægan, hægan. Ekki er nú verið að
vanda kveðjurnar. Hvað er orðið af
þeirri föðurlegu skap’stillingu, sem sveif
yfir vötnunum í upphafi greinarinnar?
Eitthvað svíður nú undan bitinu. Enda
er varla annars að vænta, því hér átti
að sanna, að „rjóminn af bókmennta-
mönnum þjóðarinanr væru“ o. s. frv. Hér
fannst mér einnig eitthvað lýsa með
fjarveru sinni, jú, gæsalappirnar. Orð-
ið rjómi var notað í fyllstu alvöru.
Svo sem kemur fram í grein S. A. M.
var hann sjálfur einn hinna yfirheyrðu.
Sem sagt, hann tilheyrir rjómanum.
Hann segir það sjálfur, gamanlaust og
jafnvel dálítið argur út í „hýenurnar".
Var einhver að biðja um undanrennu?
Loks þetta. S. A. M. spyr, hvers vegna
andstæðingarnir „láta ekki ljós sitt
skína almúganum til blessunar og upp-
byggingar, svo loddarar og fáráðlingar
standi berskjaldaðir í augsýn alþjóðar".
S. A. M. hefur sjálfur um nokkurra
ára skeið látið ljós sitt skína, bæði í riti
og ræðu (sem svo auðvitað var prentuð
síðar, svo ekkert færi nú forgörðum), al-
múganmm til blessunar og uppbygging-
ar. Á kristilegan máta býður hann nú
öðrum að gera honum það sem hann
gjörði þeim. Ég held að þetta sé óþarfi,
S. A. M. Ég veit raunar ekki, við hvaða
„almúga" er átt, og kæri mig ekki um
að vita það. S. A. M. má eiga sína stétta-
skiptingu óskipta, hvort sem hún er nú
andlegs eða veraldlegs eðlis. Ég þykist
aftur á móti vita, hvað átt er við með
orðinu „alþjóð". Og sá hluti þjóðarinnar,
sem ég hef haft kynni af, hefur hvorki
orðið sérlega upplýstur né blessaður
af prédikunum S. A. M. Þessi „alþjóð“
kann ennþá betur að meta góða stöku
en „atóm“-ljóð, og fer oftar með bund-
ið mál en óbundið, þegar hún er í ljóða-
skapi. Hvers vegna? Hvað er þá orðið
um allt ykkar starf?
Spyr sá, sem ekki veit. Ég er þó ekki
alveg frá því, að orsökin sé sú, að dóm-
greind, heiðarleika, vit og menntun, allt
í réttum hlutföllum, sé ekki bara að
finna hjá bókmenntagagnrýnendum
stórra blaða og rjómanum af bókmennta
mönnum þjóðarinnar, heldur og einnig
hjá „saklausum almúganum". Að „al-
múginn“ telji sig ekki vanhaga um
„blessun og uppbýggingu", sé reynt að
keyra þetta með valdi ofan í kok á fólki,
en taki með þakklæti við bara sosum
eins og einu, góðu kvæði.
Hefur það nokkurn tíma hvarflað að
S. A. M.
Ólafur H. Ólafsson, læknir.
| SMÁSAGAN |
Framhald af bls. 3
hann. Og mitt í þessum skelfingum sér
hann mann, sótarann, faðma móður
sína, meðan hann sjálfur hniprar sig
saman úti í horninu og skelfur af kulda
hrollinum, sem ávallt er undanfari sótt-
hitans.
essi atburður, sem Felipe hafði
orðið vitni að fáum dögum eftir dauða
föður síns, hafði fest sig svo óafmáan-
lega í minni hans, að hann gat aldrei
litið á móður sína, án þess að sjá hana,
eins og hún var það kvöld, í faðmi
sótarans, sem vafði svörtum handleggj-
unum um mitti hennar.
F rá þeirri stundu hafði Felipe
andúð á móður sinni. Hún reyndi að
draga hann út úr þeim þagnarhjúp,
sem hann hafði sveipað um sig, en
hún hafði aldiei sýnt honum ástúðlegt
viðmót, hafði alltaf talað til hans höst-
um rómi, eða jafnvel barið hann, þrátt
fyrir sjúkdóm hans, og andúð hans
breyttist í ákaft hatur. Stundum skók
hann hnefann framan í hana og gnísti
tönnum. f fyrstu barði móðir bans
hann rækilega, þegar hann hagaði sér
svona, en aldrei komu tár fram í
augu hans. Hann kveinkaði sér eins
og snarað dýr og hneig niður, þar sem
hann lá klukkustundum saman, jafn
hreyfingarlaus og liðið lík. Seinna
refsaði hún honum á þann hátt, sem
gerði hann jafnvel enn reiðari. í stað
þess að berja hann hélt hún honum
föstum unz reiðiofsinn d’vinaði og hann
hneig niður við fætur hennar. Þá sneri
hún sér frá honum og tautaði: „Heilaga
María!“
Um þetta leyti fór fjarvera hennar að
verða lengri og lengri. Hún var allan
daginn uppi í fjöllunum, fór að heim-
an fyrir sólarupprás, til að safna brenni
eða stela körfu af þroskuðu korni, sem
hún seldi í þorpinu, og kom oft ekki
heim fyrr en um náttmál, með eitthvert
snarl, er hún hafði keypt fyrir það litla
fé, sem hún hafði eignazt um daginn.
Þegar hún fleygði í Felipe hans hluta
af matnum, flýtti hann sér að gleypa
hann til þess að sefa óseðjandi hung-
ur sitt.
Dag nokkurn eignaðist Felipe vin.
Frá því snemma um morguninn hafði
hann heyrt hund gelta uppi í fjallinu.
Síðar um daginn kom svo hundurinn
niður að kofanum og þegar hann sá
drenginn sem sat á dyraþrepinu, gekk
hann til hans, dinglaði skottinu og lagð'-
ist niður við fætur hans. Þetta var
svartur hundur með langt, gljáandi
hár. Felipe horfði á hann, fullur áhuga,
en án undrunar, eins og það væri gam-
all vinur, sem hann hefði lengi búizt
við og sem hefði nú loksins komið.
Hann gerði enga tilraun til að klappa
honum eða tala við hann.
Loks rauf hann þögnina með því að
segja: „Ég heyrði þig gelta úti á korn-
ökrunum í morgun. Ég vissi að þú varst
að leita að mér“.
Hundurinn gelti glaðlega en skyndi-
lega stóð hann upp og urraði. Felipe
bafði líka heyrt fótatakið og sagði:
„Þetta er mamma. Láttu hana ekki
heyra til þín“.
Placida varð reið þegar hún sá hund-
inn og vildi reka hann í burtu, en
bann leitaði hælis milli fótanna á Felipe
urraði og fitjaði upp á trýnið. Hún setti
kvöldverðinn þeirra inn í kofann, þar
sem Felipe náði ekki til hans, tók svo
upp stóra brauðköku, settist dálítið af-
síðis og fór að borða hana.
Drengurinn, sem var kvalinn af
hungri, gekk í áttina til henn-
ar. Hún vildi ekki láta hann koma til
sín og fleygði til hans bita af kökunni,
til að halda honum frá sér. Hann kom
niður skammt frá runnanum á gilbarm-
inum og Felipe greip hann og settist
niður til að borða hann. Hundurinn
dinglaði rófunni við hlið hans. Dreng-
urinn bauð honum bita af kökunni en
þegar hundurinn hafði nartað í brauðið
sneri hann sér við, lagðist niður og
horfði á konuna.
P lacida sat og starði á andlit son-
ar síns. Aldrei hafði henni virzt það
jafn hryllilegt, eða hatursfyllra. Hún
kenndi honum um öll bágindi sín í líf-
inu. Hann var einungis aumingi á
barmi dauðans, en dó þó ekki. Hún gat
ekki fengið svo mikið sem vinnukonu-
starf í þorpinu, vegna þess að enginn
vildi hafa svona afskræmi á heimili
sínu, og Crisanto sótarinn, sem hafði
átt vingott við hana, neitaði að búa með
henni, vegna drengsins. Þennan sama
dag hafði hann sagt við hana: „Ef
drengurinn væri ekki, þá þyrftirðu ekk-
ert að vinna. Það er alltaf nóg að borða
heima hjá mér og ef þú vildir búa
með mér, þá þyrftirðu ekki að stela
korni eða tína saman brenni. En þessi
drengur.... ég þoli hann ekki. Heil-
aga guðsmóðir.... að sjá augun í hon-
um. Ef hægt er að kalla nokkuð djöful-
legt þá eru það þau. Hann er sonur
djöfulsins. Og hann er ekki drengur;
hann er maður. Drengir hugsa ekki þa3
sem hann hugsar. Hann er eins og mað-
ur, sem felur sig í líkama drengs, svó
að þú verðir kærulaus gagnvart hon-
um, og svo stekkur hann allt í einu út
og á þig. Hann er áreiðanlega sonur djöí
ulsins. En ef þú vildir bara ...“
Þegar hér var komið samræðum
þeirra, birtist hundurinn, sem síðar
varð vinur Felipes, niðri á gilbarminum.
Er hann hafði hlaupið til þeirra og
þefað af þeim, gelti hann reiðilega, ein-
mitt þegar Placida spurði Crisanto: „En
ef það kæmist nú upp?“
„Hvernig ætti það að komast upp?
Hann getur varla gengið, svo að það
yrði ekki erfitt að útskýra það, hvern-
ig hann hefði fallið fram af klettin-
um ...“
Nú, þegar hún horfði á ná-
fölt andlit sonar síns, minntist hún orða
Crisantos: „ „Hvernig ætti það að kom-
ast upp?“ Hún horfði út yfir dalinn,
en allt var kyrrt og einmanalegt. Fyr-
ir neðan sig gat hún séð nokkra kofa,
en þeir voru svo langt í burtu, að það
var ómögulegt að greina nokkrar mann
eskjur umhverfis þá. Placida fann
hvernig hún dróst sjálf inn í hringiðu
myrkra hugsana, sem Crisanto hafði
vakið í huga hennar. „En er það ekki
satt að djöfullinn búi í honum? Að sjá
hvernig hann horfir á mann og gnístir
tönnum. Og hvers virði er lífið honum?
Hann-er hvort sem er alltaf veikur....
Þessir ormar í kvið hans eru að éta
hann lifandi... og skjálftinn, sem gríp-
ur hann áður en sótthitinn kemur? Það
er betra að deyja, en lifa svona ....“
Hundurinn horfði á hana urrandL
Hún sagði við sjálfa sig: „Og hvað með
þennan hund? Þeir sjá hluti, sem við
sjáum ekki“.
Felipe, sem lokið hafði við kökubit-
ann, sneri sér að móður sinni og sagði
óvenjulega djarflega: „Gefðu mér
meira. Ég er svo svangur. Ég vil fá
það sem eftir er vegna þess að ég er
ennþá svangur.“
Móðir hans fleygði því sem eftir var
af brauðinu út á blábrún gljúfursins.
Felipe stóð upp og starði á hana hat-
ursfullum augum. Hann skildi tilgang
hennar. Ef hann reyndi að ná í brauð-
bitann, myndu hríslurnar láta undan og
hann steypast niður í gljúfrið. Andar-
tak leið. Skyndilega steig Felipe eitt
skref í áttina til runnans.
JlY sama augnabliki rak hundur-
inn upp undarlegt ýlfur og hljóp eftir
brauðbitanum. Hríslurnar sveigðust
niður og hundurinn hvarf niður á milli
þeirra.
Það er hræðila^ nótt. Regnið steyp-
ist í stríðum strauivjm niður á myrka
jörðina og í loftinu levftra eldingar með
dimmum þrumum ... hundurinn gelti
klukkustundum saman niðri í glúfr-
inu en nú var hann þagnaður .. .dauð-
ur.
Inni í kofanum sitja þau Felipe og
Placida. í bjarma eldinganna getur húa
séð hinn tryllingslega glampa í augum
sonar síns. Hún þorir ekki af sofna,
hrædd við það sem býr í huga hans,
hvað svo sem það kann að vera.
Og hann spyr aftur og aftur, með
þrjózku sem hefur næstum firrt haiut
vitinu:
„Mamma, hvers vegna viltu að ég
deyi?“
0 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
26. tölublað 196*