Lesbók Morgunblaðsins - 15.09.1963, Side 7

Lesbók Morgunblaðsins - 15.09.1963, Side 7
Al.LT frá nýári hafði veturinn ▼erið einmuna góður, árgæzka um land •llt. En vorið var slæmt með kuldum og hr etviðrum, svo að illa leit út með gras- •prettu, enda lagðist hafísinn að landinu Jsegar kom fram í júnímánuð. Eins og ▼enjulega greri þó fyrr í Skaftafellssýsl- um heldur en víðast hvar annars staðar *vo að sæmilega horfði með heyskap i •veitunum „milli sanda“ eí vel viðraði tim sláttinn. Þetta var vorið 1823. Þann 26. júní þetta vor var norðan kuldastrekkingur allan daginn og, séð <11 Álftaveri, hrönnuðust skýjabólstrar óvenju hátt yfir Mýrdalsjökli. Um kvöldið, þegar presturinn á Mýrum, sr. Jón Austmann, átti leið út á hlað stundu íyrir náttmál, sá hann draga upp í land- norðrinu dökkan dampaflóka. Hann breiddist á svipstundu um allt himin- hvolfið „og með það sama gerði svo myrkt fjúkél, að naumast varð ratljóst.“ l>Eð stóð í klukkustund. Þegar því létti, eást stíga upp af Mýrdalsjökli geysimik- il! eld- og reykjarmökkur. Tveim stund- tim eftir miðnætti kom vatnsflóð fram t Ver, rann út af lækjarbökkum og far- ▼egum Og flutti með sér hrannir af imáum jökulhroða. Þannig hófst Kötlugosið 1823 — hið fjórtánda í röðinni. S r. Jón Austmann hélt dagbók og lýsti gangi atburðanna frá degi til dags þann tíma, sem gosið stóð. Þetta var eitt af hinum vægari Kötlugosum og gerði ekki teljandi spjöll. Varð af því minni skaði heldnr en flest- tim öðrum Kötlugosum, serr jnenn hafa •purnir af. Alltaf öðru hvoru þann ^ma, sem vart ▼ar við eldsumbrotin, homu vatnsflóð fram á Sandinn bæði austan Hafurseyjar og vestan. Var hann þá ófær yfirferðar «ins og gefur að skilja. Þegar gosið hófst, voru tveir menn úr Reynishverfi staddir á Mýrum ásamt nokkrum Eyfellingum. Ekki er getið um erindi þeirra. Þeim þótti eðlilega slæmt mS vera lengur en nauðsyn krafði að heiman á þessum tíma árs. Tóku því það ti'. bragðs að fara upp í Skaftártungu og ót yfir Mælifellssand. Á Sandinum var rifahjarn og hver spræna lögð. Greidd- ist vel för þeirra og náðu þeir heim tíi sin á fimmta degL 26. tölublað 1963 ■ ........... Síðumenn voru komnir út yfir Kúða- fljót í kaupstaðarferð út á Bakka, er þeir urðu varir við gosið. Sneru þeir við hið snarasta og héldu til Djúpavogs Þar hóndluðu þeir um sumarið. Hins vegar fóru Veringar og Tungumenn — svo og einstaka bóndi af Síðu — vestur og fóru þá að Fjallabaki, enda er það mun skemmri leið í kaupstað heldur en til Djúpavogs, þótt langt þætti nú á dögum. S á fyrsti, sem fór yfir Mýrdalssand eftir gosið, var „alþekktur maður, Ólaf- ur Sverrisson að nafni.“ Fór hann úr Skaftártungu nálægt gamla veginum fyrir framan Hafursey, hlóð vörður þar sem bezt virtist leiðin, komst að Höfða- brekku um kvöldið og fór austur aftur daginn eftir. Næst var farið yfir Sand- inn 9. ágúst. Voru þá á ferðinni 4 Ver- ingar — fóru beint frá Herjólfsstöðum eða Benediktsseli og fengu þolanlegan veg. Eins og fyrr segir, voru sífelldar vatns spýtingar fram á sandinn alltaf meðan á gosinu stóð og raunar lengur. Þegar því tók að linna, sást að nýtt vatn hafði myndazt í gosinu. Rann það fram sand- inn austan Hafurseyjar og hélzt það í þeim farvegi næstu 14 árin. Þá brauzt það vestur fyrir Hafursey alla leið í Múlakvísl og rann þar til 1860. Þá tók það sér farveg fram með Hafursey að vestan og var kallað Sandvatnið. Var það hin versta torfæra oft og tíðum vegna þess hve blautt það var. T" il skýringar því sem á eftir fer, skal hér tekin upp lýsing Sveins Páls- sonar á því hvernig vötnin á Mýrdals- sandi gátu hagað sér sumarið eftir gosið. Sveinn var á ferð út yfir sand þ. 23. júlí 1824. Sagðist honum svo frá: „Vatnsfallið .... lá nú kyrrt og rann í fram með hægð, að líkindum hesti varla í kvið, en þegar við áttum spölkorn eftir út að því, risu á auga- bragði við vesturlandið öldur svo há- ar, eins og allra stærstu brimsjóir við land, svo huldi vel upp í miðja Haf- ursey (skammt vestan við kvíslina) með hávöðum og fossagangi úr hófi, svo ófært sýndist með öllu vestur yfir. Varaði þetta rúman fjórðung stundar, þangað til allt smálagði sig aftur, og varð eins kyrrlátt sem áður, þá við í flýti áræddum út yfir, og fylgdar- maðurinn strax til baka austur yfir en í því hann náði eystra landi reis aftur viðlíka ólag sem hitt.“ Síðan fer Sveinn að leita að ástæðun- um fyrir þessum skyndilegu hlaupum í vatninu. Hann finnur á þeim sínar skýr- ingar þótt ekki verði þær raktar hér. Nú er þar til máls að taka, að nýr sýslumaður var settur yfir Skaftafells- syslur. Það var Þórarinn Magnússon öfjörð. Hann hafði verið settur sýslu- maður í Rangárvallasýslu og bjó nú að Skammbeinsstöðum í Holtum. Fékk hann leyfi til að búa þar áfram. Þegar gosinu tók að linna, og fært var orðið yfir Sandinn, hélt sýslumaður austur í hérað sitt, til að sinna þar ýmsum em- bættisstörfum. Með honum réðst til ferð- ar sóknarprestur hans sr. Páll Ólafsson í Guttormshaga. Þeir höfðu með sér hesta- dreng, Pál að nafni. — Þrátt fyrir rign- ingar og vatnagang, komust þeir sýslu- maður og sr. Páll austur að Prestbakka á Síðu á tveim dögum. Þar bjó föður- D ■ bróðir sr. Páls, — sr. Páll Pálsson, síðar prófastur í Hörgsdal. Var á Prestbakka góður fagnaður við þessa gestakomu eins og segir frá í Blöndu V bindi. Þeir ferðafélagarnir luku erindum sín- um austan Sands og gistu i Hrífunesi aðfaranótt þess 14. sept. Það var sunnu- dagur. Þá lögðu þeir á Sandinn í þoku Of rigningu. Þeir fengu sér til fylgdar þrjá menn úr Skaftártungu. Það voru þeir Arni Árnason bóndi í Hrífunesi 34 ára og Þorlákur Jónsson bóndi á Flögu 47 ára. Þriðji maðurinn var Benedikt skáld Þórðarson, löngum kenndur við Herjólfsstaðasel í Álftaveri, en nú til heimilis á Flögu, 55 ára. Sr. Páll reið góðum hesti, miklum stólpagrip, og verður nokkuð frá honum sagt síðar í þessum þætti. Ekki þarf heldur að efa það, að sýslumaður hefur Brúin yfir Blautukvísl. verið vel ríðandi svo mikið sem hann þurfti að ferðast um sínar viðlendu sýsl- ur. Hins vegar er þess getið um Benedikt að hann hafi riðið ungum hesti og óvön- um. Þeir félagar og fylgdarmenn þeirra héldu nú sem leið lá út yfir Sandinn unz þeir komu að hinu nýja jökulfljóti sem fyrr er greint frá. Var það í miklum vexti „og ógurlegt á að líta, svo að sumum þeirra sýndist það ófært, en aðr- ir héldu að reitt mundi vera, riðu þeir allir út í vatnið, en urðu fyrir stórbylgj- um sem á sjó væru komnir.“ — Þessum örlagaríka atburði á Mýrdalssandi er lýst í Annál 19. aldar og er þar s.a.s. orðrétt farið eftir Espólín. Fer sú frá- sögn hér á eftir: „I september vildi Þórarinn Öefjörð sýsíumaður rlða í Skaftaíellssýslur, er hann var settur fyrir. Var altalað að hann hafi sagt berlega, að eigi mundi hann koma með lífi úr þeirri ferð, Og gert ráð fyrir legstað sínum. Hann kom tii bæjar við á þá, er rann frá Kötlu eftir Mýrdalssandi, er sagt að hann hafi beðið bónda fylgdar, en hann hafi verið nokkuð tregur, og boðið honum gistingu og fylgdarmönnum hans, þótti áin lítt fær, og ætlaði að betri mundi að morgni. Það var 14. september og vildi sýslu- maður áfram. Þeir voru með honum, Páll prestur Ólafsson Pálssonar og Bene- d:kt skáld Þórðarson, þá orðinn gamall og óstyrkur. Páll hét maður sá, er fylgdi Öefjörð að heiman. Riðu þeir allir til árinnar, og bændur tveir, Árni og Þor- lákur. Var áin mikil, en sýndist þó fær. Og er þeir voru langt komnir út í vatnið, kom hlaup mikið á þá úr jöklinum, svo tók upp yfir hestana á miðja mennina, og kallvarpaði hvorum tveggja. Týndist þá Páll prestur, en sýslumaður og Bene- dikt komust á fætur, og hrökkluðust hestarnir frá þeim til sama lands, og svo bændurnir Árni og Þorlákur, og, Páll fylgdarmaður, en þeir öefjörð stóðu í vatninu á grynningum í mitti, líklega í þeirri von að hinir mundu koma til ' þeirra hestunum. Kom þá annað vatns- flóð og sló þeim flötum, og sást Bene- dikt eigi síðar, þá er sagt að hann haíi kveðið þannig, eða þessu líkt. Andæftir skáld upp úr móðu: Fram eru feigs götur, skiljast sköp, skammt er að landL Brosir bakki móL Þórarinn öefjörð komst enn á fætur, og ætluðu þá Skaftfellingar þeir tveir, er stóðu á landi, fyrir sárbeiðni Páls, að freista að komast til hans, en er hann sé það tók hann að vaða á móti þeim, óð hann lengi allknálega, svo vatnið braut á öxlum honum, og voru þeir komnir skammt eitt frá landi, er hann átti skammt til þeirra. í því reið að þriðja öldufallið, tók það upp yfir hann, og lézt hann þar, en þeir komust til lands aftur. Líkin fundust tveim dögum seinna." — 0 — Þannig er lýst feigðarförinni á Mýr- dalssandi þennan þokugráa tvímánaðar- dag fyrir 140 árum. í næstu þáttum verður nokkuð greint frá æviferli þeirra, sem fórust. Hagalagðar HOF f REYKHOLTSDAL. Á Hofstöðum í Reykholtsdal, skammt frá Reykholti, var eitt hið fyrsta hof reist á íslandi, þar sem forráðamaður þess hafði einnig ríki um héraðið í kring. Hér bjó Illugi inn rauði, einn af fj'rstu landnáms- mönnunum. Síðar afhenti hann Hólm- starra á Akranesi forráð hofsins og skipti við hann á löndum sínum og Sigríði konu sinni. Henni mislíkaði mannkaupið og hafði því hengt sig í Hofinu, er hann vildi kveðja hana. (Ferðabók E. Ól. og Bj. P.). DRÆM KJÖRSÓKN. Um haustið — 2. sept. — fóru fram kosningar til Alþingis fyrir Reykja- víkurkjördæmi. Á kjörskrá voru 69 kjósendur. en ekki var áhugi hjá kjósendum meiri en svo, að aðeins 34 sóttu kjörfund. Fékk Halldór Kr. Friðriksson skólakennari 24 atkv. en Hermann Elias Jónasson kand. jur. málaflutningsmaður 14 atkvæði, sem varaþingmaður. (Árb. Reykjavíkur 1858). LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.