Lesbók Morgunblaðsins - 15.09.1963, Page 8

Lesbók Morgunblaðsins - 15.09.1963, Page 8
ÖRÆFAIMðTT Eftir Birgi Kjaran EIR sátu þrír í bíl innst inni í óbyggðum, — inni í hinum hrikalega Þjórsárdal. Það var hlýtt og bjart í bílnum. En svo steig hann út í nótt- ina og fann sig alhjúpaðan íslenzku öræfamyrkri. — Hann hafði farið í leit að þögn — kyrrð — og hér nam hann hana allt í einu með ofurþunga. Það var engin stjarna sjáanleg, ekk- ert tungl — ekkert hljóð, og þó? .... Hann gekk á niðinn og settist á árbakkann. Honum létti en samt var þögnin um of, — hann var borgar- barn. Það var kominn slyddubylur, og hann stóð þarna berhöfðaður og yfir- hafnarlaus. Og honum varð hugsað: Þegar ágjafarregn hellist yfir hausa skeljar þinar og hráar hrímslettur sleikja á þér nefrót, svartnættið er svo þétt, að hendur þínar finna ekki hvor aðra og ofurkyrrðin svo magn- þrungin, að þér finnst eigin andar- dráttur sem þungur árniður, þá ertu í skauti hinna ómælanlegu og trölls- legu íslenzku óbyggða. Honum varð Ijóst, að öræfanóttin er furðuleg. í þeirri alnótt sjá menn auga síns endadægurs, finna vængja- þyt svarta fiðrildisins og skynja nær- veru þess án hljóðs. INæSTA morgun vaknaði hann til sjálfs sín og stormsins. Það var skollið á stórviðri, og það hrikkti í bílnum. Þeir höfðu lagzt þrír til svefns, hlið við hlið, í niðamyrkri. Nú bar inn skímu komandi dags, og bláma sló á fljótið, sem lá þarna eins og stálgrátt bjúgsverð á mjúku holdi — og kjarrið myndaði því ryðbrún hjölt. — Fljótið féll fram straum- þungt og úfið. í gær var það milt og lygnt. Hann hafði þá leitað vaðs, en hvar var það í dag? Hann þurfti ekki yfir, og þó vildi hann yfir. — Það var einhver einkennileg kennd, sem olli því .. Mönnum getur fundizt eitthvað af sjálfum sér vera á hinum bakkanum og þeir þurfi endilega að sækja það. Nóttin lyftist af landinu og fjöllin vaxa upp í himininn og skýin fæð- ast milli himins Og fjalla. Og svo glæða fyrstu geislar morgunsólarinn ar allt þetta nýju lífi, meira að segja aldagamlar rústir og sögustaði. Fossá er líka vöknuð; neðra er hún silfur- grá, en efra himinblá. Hún, sem var hvítfyssandi og hrollköld, er nú klið- mjúk og broshýr. Hin morgungula sina verður bleik með bjarmandi degi. Óbyggðin hefur boðið góðan dag. — Dagsbrún öræfalandsins er ógleymanleg. Hún leitar á þig í skammdegi stórborgarinnar og þögn hennar deyfir ys strætanna. Hún er minning, sem ekki máist. í SÍMAVINNU með Christian Björnæs og kaupavinnu hjá Magnúsi i Prestbakka S umarið 1929 var lögð síma- lína frá Vík í Mýrdal austur í Hornafjörð. Það var mælt fyrir henni sumarið áðui. Ég réðist í þá vinnu og var í flokki með Christian Björnæs. Hann stóð fyrir línulagningunni frá Vík og austur, en annar flokkur byrjaði á Hornafirði og lagði vestur eftir. Björnæs var þaulvanur simaverk- stjori. Hann hafði komið frá Nor- egi, þá er Forberg kom að leggja fyrsta símann. Flokkstjóra hafði Björnæs tvo, hétu þeir Guðmundur Árnason og Eiríkur Gíslason. Voru þeir þaulvanir síma- menn. Kokkur var Þorgerður, sem lengi hafði verið með honum á ferðum um landið. Einnig hafði hún hjálparstúlku, Huldu. dóttur Björnæs. Búið var í tjöld- um, eins og venja var. Það munu hafa verið um 30 menn í flokknum og nokk- ur hluti þeirra vanir símamenn og svo nýliðar. Nokkrir námsmenn voru í flokknum, þar á meðal stúdentar, sem stunduðu þá allslags vinnu um sumar- tímann. Þá voru og allmargir Skaftfell- ingar þarna með. 'V. byrjuðum að leggja seinni- hlutann í apríl og höfðum fyrsta tjald- stað i Höfðabrekkuhálsi. Við byrjuðum að leggja línuna við hús Sveins Þor- lákssonar, stöðvarstjóra í Vík, og lögð- um svo austur sandinn. Það gekk greið- lega að grafa fyrir staurunum, þar sem sandur var, en Björnæs þótti langt til aðdráttar með grjót til þess að púkka með staurunum. „Meira grjót, piltar“, sagði hann oft, því hann var sérlega samvizkusamur og vandaði allt sem undir hann laut. Fyrsta daginn fengum við blautan bjór. Það leit vel út með veður um morguninn, svo að við höfðum ekki með okkur galla, sem símamenn notuðu þá, en það voru trollstakkar. Þegar á dag- inn leið gerði úrhellisrigningu, sem ekki er neitt nýtt í Mýrdalnum. Við urðum allir gegndrepa og meira en það. Pössuðum við okkur á því fram- vegis að treysta ekki um of á veðrið. Þegar við komum með línuna austur undir Fagradal var beygt inn í Kerl- ingardalinn og svo haldið austur á Höfðabrekkuheiðar. Fór þá að verða erfiðara að koma niður staurunum, því víða voru klappir og grjót og þurfti þá að sprengja; Við höfðum tjaldstað í Höfða- brekkuhálsi þar til við vorum komnir með línuna austur í Léreftshöfuð. Þá var fiutt og tjaldað í Hafursey. Þetta var því mikill gangur hjá okkur, þrír til íjórir tímar á dag, þegar lengst var í tjaldstað, en þá var unnið í tíu klukkustundir. Mataræði var þannig, að á morgnana var étinn grautur og drukkið kaffi með brauði. Grautinn matreiddi Gerða kokkur og lagaði einnig kaffið, en brauð og álegg útbjuggum við okkur sjálfir, svo og mjólk sem við keyptum af bændum. Við höfðum svo bita með okk- ur á daginn út á línuna. Á kvöldin feng- um við heitan mat, þegar í tjaldstað var komið. Þar.r. hluta fæðisins, sem matreiddur var fyrir okkur, greiddum við af kaupi okkar. En kokkur og eldsneyti var ó- keypis. Það var ávallt hafin vinna kl. 6 að morgni og urðu þá allir að vera til- búnir að leggja í gönguna. Unnið var til kl. 6 að kveldi, en þegar langur gang- ur var, var venjulega hætt fyrr, eða sem því svaraði að við gengum að hálfu heim í okkar tíma. Kaup var þá er þetca var 90 aurar á klukkustund eða 9' krónur á dag. Við flutninga var þá verið að byrja að nota bíla. Tveir menn í Vík áttu litla Fordvörubíla, þeir Brandur Stef- ánsson frá Litla-Hvammi og Loftur Jónsson frá Höfðabrekku, sem lærði á bíl á fullorðins aldri og keypti sér gamlan vörubíl frá Reykjavík. I oftui- annaðist flutninginn fyrír flokkinn og var næsti tjaldstaður okkar á Hafursey. Var nú farið að leggja lín- una á Mýrdalssand. Það var beint strik úr Hafursey að Hólmsárbrú. Gekk verk- ið vel. Þegar við vorum komnir austur yfir miðjan sand var flutt og tjaldað 1 Hrífunesheiðinni. Voru nú mikil um- skipti að koma af svörtum sandinum i ilmandi skógarkjarrið í Skaftártungum. Var svo línan lögð áfram austur um Hrífur.esheiði og að Flögu. Var þar fyrsta símstöðin frá Vík í Mýrdal. Var tjaldað í „Vellinum" á Flugu og nutum við góðrar fyrirgreiðslu og gestrisni hjá Vigfúsi bónda sem og öðrum í Skaftár- tungu. Ber nú ekkert markvert fyrir unz við komum austur að Eldhrauni. Var þá breytt starfsaðferðum frá því á Mýr- dalssandi. Þar grófum við holurnar fyr- ir staurunum viðstöðulaust og við þurft- um aldrei að nota járnkarla, en I „hrauninu" urðum við að pjakka allt með járnum. Var eldhraunið langerfið- asti kafli leiðarinnar. Auk þess var það mjög illt yfirferðar, allt á kafi i mosa, svo við sáum aldrei á hvað við stigum raunverulega. Þó gekk þetta allt slysa- laust og austur úr „Hrauni“ komumst við fyrr en varði. að var tjaldað á „Svíranum" sem svo heitir við austurjaðar „Hraunsins". Við vorum komnir austur á Síðu. Þar fannsr mér blómlegt um að litast og tóku Síðumenn vel á móti okkur, sem þeirra var vani við gestkomandi menn. Sérstaklega var okkur vel tekið á Kirkjubæjarklaustri af Lárusi bónda og Alþingismanni og hans skylduliði. Þegar símasamband var komið á „Klaustur" var haldið upp á atburðinn og efnt til dansskemmtunar á staðnum. Var það um Jónsmessuleytið. Kom fólk víða að og var dansað alla nóttina fram á morgun. Lárus og kona hans undu þvl vel að fólkið skemmti sér á þeim stað. Síðumönnum þótti það sennilega ný- lunda nokkur að fá símann um byggð sína. Voru þeir hinir gestrisnustu við okkur Til dæmis þá er línan kom inn á land Snorra Halldórssonar, læknis á Breiðabólsstað, gerði hann öllum flokkn- um heimboð upp á kaffi og kökur. Vor- um við þar um hríð í góðum fagnaði. 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 26. tölublað 1963

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.