Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 15.09.1963, Qupperneq 13

Lesbók Morgunblaðsins - 15.09.1963, Qupperneq 13
Karlar og konur úr gyðingaliver inu í Varsjá leidd til aftöku. þjónn stöðvaði Jan, af þvi að hann bar böggul. Bróðir minn reyndi að útskýra ó þýzku, að mnihald böggulsins væri al- veg meinlaust. Það var farið burt með þá báða. Þjóðverjar létu það boð út ganga, að ef einhver Gyðingur yrði grip- inn utan múra hverfisins, yrði öll fjöl- skyldan skotin, sem hýsti hann eða bara gæfi honum matarbita. Jan átti konu og lítinn son, sex ára dóttur og gamla móður, og þau bjuggú öll í einu her- bergi með litlu eldhúsi. Samt sagði hann við mig, að ég gæti verið hjá honum, eins og áður — komi það sem koma vildi. Allt það, sem Jan gerði fyrir okkur, stjórnaðist alls ekki af neinum eigin- hagsmunahvötum. Hversu oft hefur hann ekki staðið á verði þegar ég hef verið að klifra yfir múrinn, til þess að vara mig við þýzku vörðunum? Og bróðir minn hefði aldrei farið að yfirgefa hann. En sorglegt er það. Reykur frá brenndum húsum hvílir enn yfir og breiðist út um himininn. Dynkirnir frá sprengingunum þagga fuglasönginn. Til þess að þröngva þeim, sem eftir lifa, til að gefast upp, eru Þjóðverjarnir nú farnir að rifa nið- ur brunarústirnar, og rykský blandast nú reyknum, sem breiðist yfir mann- legar þjáningar. Hve margir þessara Þjóðverja ætli geymi myndir af gömlu foreldrunum sínum, eiginkonum, unn- ustum og börnum í veskinu sínu? Skyldu þeir fá martröð? Geta þeir yfirleitt sofið? E f Gyðinganafnið á bróður mín- um verður ekki uppvíst, kann að vera, að nafnið, sem hann notar sé þekkt hjá Rauða krossinum. Eða kannski líka Gestapo leggi gildru og taki fastan hvern þann, sem spyr um hann undir pólska nafninu. Ég verð að leggja það á hættu. Ég pakka inn brauði, ásamt stykki af fleski og feiti í sérstöku ílátL Og ég legg af stað. Gestapomaður situr við hliðina á skrifstofumanni Rauða kross- ins. Ég lít í kringum mig og svipast um í röðinni sem bíður, til þess að sjó, hvort ég muni geta sloppið út, ef til þess kæmi. Engin von um það. Of margir lögreglu- þjónar, nema ég fari þá strax. Þá er ég kominn fremst í röðina. „Jan Zytnewski? Nei, það nafn er hvergi á skrá“. Gestapomaðurinh lítur á mig, þegar ég tek ófimlega og með örvæntingar- svip böggulinn minn og ætla að fara. Enginn kallar mig til baka. Kjörmóðir mín gamla bíður mín. Hún cér böggulinn f hendi mér, en spyr einskis. Við sitjum bara þarna. Hún er grátandi og segir mér, að hún hafi farið í kirkju og gefið prestinum offur fyrir messu til þess að bróðir minn frelsist. Hún er kaþólsk en biður fyrir bróður mínum, sem er Gyðingur. Ég kyssi hönd hennar og fer að gráta. Hvað hefur þessi trúarmismunur að þýða? Hvers vegna get ég ekki beðizt fyrir? Er nokkurt gagn í því? að er farið að sljákka í eldinum í hverfinu. Húsin, sem ekki hafa verið rifin niður, eru eins og svartar beina- grindur, með tóm, brunnin gluggaaugu. Mamma og bróðir minn geta ekki verið á lífi lengur. Hefur Guð að minnsta kosti sýna þá miskun að gefa þeim skjótan dauðdaga? Ég sendi póstkort til eina eftirlifandi yngra bróður míns, á dulmáli, sem við' höfum búið til í félagi, og segi honum hvað orðið er, og hann kemur að heim- sækja mig. Við getum ekki verið saman um kyrrt, svo að öruggast er að ganga saman í skemnitigarðinum. Hvað garð- urinn getur verið fallegur. Þegar öll mannleg grimmd er löngu gleymd, halda blómin áfram að spretta og fuglarnir að syngja. Við göngum saman og endurnýj- um heit okkar: ef annar falli skuli hinn ekki gefast upp. Sunnudagur 2. maí 1943 E g hef hitt mann, sem þekkir annan mann, sem þekkir Gestapomann, sem vinnur í Al. Schucha (aðalstöðvum Gestapo), sem væri til í það, gegn gjaldi, að komast að því, hvað orðið hefur af eldra bróður mínum, sem hvarf með Jan P. Ég hef gefið honum upplýsingar en þorði þó ekki að nefna, að hann væri Gyðingur. Ég hef útvegað mér dálitla peninga með því að veðsetja föt og þess háttar. Föstudagur 28. maí 1943 B róðir minn dó úr taugaveiki í Lublin-fangabúðunum. Það er fullyrt, að þetta sé áreiðanlegt. Fallegi bróðir minn dáinn. Jæja, þá kvelst hann að minnsta kosti ekki lengur.' Hverfið er líka dáið. Það er ekki annað en auðn, með hrundum byggingum, þar sem meira en hálf milljón manna, kvenna og barna lifði og vann, hver kynslóðin eftir aðra. Hvað þýðir það að myrða 400.000 manns? Hvaða vit er í að myrða einn mann? Ég get séð kirkjuturninn í Novwolipki- götu, þar sem nokkrir einstaklingar af gyðinglegum uppruna en kristnir, héldu áður guðsþjónustur sínar. Og svo einn daginn, áður en ófriðurinn hófst, æpti einn af söfnuðinum undir miðri messu: „Við viljum ekki hafa Júðaprest!“ Sá vandi er nú leystur. Vorið 1945 Daginn sem byjtingin 1944 hófst í Varsjá, fór ég út og sagði erna yngra bróður mínum, að ég yrði burtu svo sem tvær klukkustundir. Við skildum svo. Ég kom alls ekki aftur fyrr en Var- sjá var orðin frjáls. Ég leitaði um allt og loks fann ég lík bróður míns í grunnri gröf í Saski-garðinum. Ég gróf hann upp og flutti hann í Gyðingagrafreitinn. Eina fólkið, sem var viðstatt, var Stanis laus S. og konan hans. Þegar kistunni var sökkt niður í nýju gröfina, var hún ofurlítið skökk. Ég heimtaði að hún væri rétt við, áður en hún væri hulin. Grafarinn leit undrun- araugum á mig, og ég veit líka, að þetta hefur látið hlægilega í eyrum. En Stanislaus S. tók sér skóflu í hönd til að hjálpa til. Konan hans hjálpaði líka til méð berum höndunum, og fór með bæn — kaþólska bæn í Gyðingagrafreit, yfir bróður mínum, Gyðingnum. Mig langaði til að gráta, en ég átti engin tár eftir. Og það var ekki ein- göngu yfir bróður mínum, sem verið var að jarða, heldur foreldrum mínum, systur og hinum bræðrunum og þúsund- um feðra og mæðra, systra og bræðra. Og ég var bara 24 ára gamall. Ég fór til að sjá staðinn þar sem heim. ilið okkar var og ég gat ekki einu sinni þekkt hann undir öllum rústunum. Ég klifraði upp á grjóthrúgu, en ég fór þangað aldrei oftar. Aðeins sársaukinn var eftir og hann mun fylgja mér til æviloka. | SVIPMYND I Framhald af bls. 2. E inn opinber aðsetursstaður er bak við háan, gulan múr á Leninhæðum með útsýni yfir alla Moskvu og gæti að útliti minnt dálítið á Hvíta húsið í Washington. í næstu húsum búa vara- forsætisráðherrann, Mikojan, og forset- inn, sem í svipinn er líklegasti eftirmað- ur hans, Bresjnev. Andbýlingur þessara þriggja höfðingja er Moskvu-kvikmynda verið mikla. I þessu húsi á Leninhæðum tckur Krúsjeff oftast á móti erlendum embættismönnum og heldur opinberar veizlur. Helzt dvelur hann þó í stórri „dacha“, skammt frá þorpinu Ussowo, við þjóð- veginn Moskva-Rublewo-Uspenskjoje. Þetta er svo sem hálfrar klukkustundar ferð frá höfuðstaðnum, umkringt birki- og furutrjám og með ágætis útsýni yfir Moskvufljótið. Hér eru ein 16 herbergi með óbreyttum húsgögnum, auk billiard- stofu. En ef Krúsjeff og fjölskylda hans vilja hafa sérlega gott næði yfir helgina, er ekið á þriðja staðinn, sem einnig er „dacha“ en nokkru minni og er hálfrar þriðju klukkustundar leið frá Moskvu. egar hann á frí, dvelst hann oft- ast í sinni miklu sumarhöll við Svarta- hafið, u.þ.b. 25 km. fyrir sunnan sumar- dvalarbæinn Gagra. Þarna geta gestirnir — eins og t. d. Rusk, utanríkisráðherra Bandaríkjanna gerði — leikið badminton við Krúsjeff, í sal sem til þess er ætlaður (og með Kákasusteppi á gólfinu). Eða þá synt í sundlauginni — eins og Harri- man gerði og fékk lánaða sundskýlu af Krúseff — eða gert líkamsæfingar í fim- leikasal, sem er undir húsinu. Húsið er tvær hæðir, og af svölunum á efri hæðinni er dásamlegt útsýni yfir Svartahafið. Utan á húsinu er komið fyrir lyftu. í endanum á garðinum er dálítill skáli, og þar var það sem Rusk og Krúsjeff töluðu saman undir sex augu — en túlkurinn átti tvö þeirra — í einar þrjár klukkustundir. I orði kveðnu hefur Nína Krúsjeff á hendi hússtjórnina á öllum stöðunum sex — en ekki nema i orði kveðnu. Þessi móðurlega kona, sem er dóttir herfor- ingja frá keisaratímanum, útlærð til kennara og kenndi Krúsjeff að lesa, þeg- ar hann var 21 árs — þau giftust löngu síðar, eftir að Krúsjeff missti fyrri konu sína — fer ekkert í launkola með, að húshald og matarmall sé ekki aðaláhuga- mál hennar. Hversdagslega hefur fjöl- skyldan í þjónustu sinni eldabusk-u, stofustúlku og þjón — en þegar veizlur eru haldnar, er bætt við þjónaliði frá Kreml. Krúsjeff safnar saman fjölskyldu sinni eins oft og hann getur — enda þekkja stjórnmálamennirnir, sem umgangast hann, fölskylduna og einstaklinga henn- ar engu miður en hann sjálfan. Og það á ekkert sérstaklega við Adzhubei, sem hefur ýmis störf í utanríkisþjónustunni — fjarlæg Og ofar stöðu hans sem rit- stjóra — heldur alvag eins við konu hans, Rada, dóttur Krúsjeffs, og börn þeirra Nínu, Yelenu, sem er 24 ára, og soninn, Sergei, 28 ára og hans konu, skólasystur hans Galína, sem var eitt ár við nám í París, eftir að hafa verið í fylgd Krúsjeffs og Búlganins í Lund- únaför þeirra. Svo eru dæturnar af fyrra hjónabandi, önnur gift óperustjóra í Kiev. Sonur af fyrra hjónabandi, Le- or.id, féll í ófriðnum, þar sem hann var orustuflugmaður. IC. rúsjeff, sem fer nú að nálgast sjötugt, en það var áður kallað elli, virðist ennþá fjörlegri og kraftmeiri en nokkru sinni áður — og sem dæmi má nefna, þegar hann sigraði Rusk í bad- minton. Samt er það staðreynd, að sam- kvæmt ráði lækna sinna, hlífir hann sér meir en áður og hefur lengri fri. Árið sem leið var hann samtáls meira en 100 daga burtu frá Moskvu, sér til hress- ingar. Averill Harriman, samningamaður Bandaríkjanna um tilraunabannið, og persónulegur vinur Krúsjeffs síðan hann var sendiherra í Moskvu, hann sem fær alltaf heillaskeyti frá Krúsjeff á af- mælisdaginn sinn, sagði ekki alls fyrir löngu við Krúsjeff, þegar hinn síðar- nefndi fór að hafa orð á því, að nú ætti hann ekki langt eftir, en ætti hinsvegar svo mikið ógert: „Þér eruð alltaf að yngjast, hr. Krúsjeff; ég hef grun um, að þér teljið æviárin aftur á bak“. „Jú, það er ég lengi búinn að gera“, svaraði Krúsjeff, „Annars væri þetta alltsaman vonlaust....“ E n þrátt fyrir aldurinn og var- færni með heilsuna á Krúsjeff það til að láta bæði sína nánustu og gesti sína standa á öndinni. Samkvæmt frásögn Adzhubels, tengda sonarins, getur hann gengið fram af fjölskyldunni með því að fara með hana í ökuferð á sunnudegi síðdegis og skoða eitthvert samyrkjubú, „og þegar við komum heim, á hann það til að þylja kvæði langtímum saman. Tengdafaðir minn kann fleiri kvæði en öll fjölskyld- an samanlagt. ...“. Eigil Steinmetz. LEIÐRÉTTINC í GREIN um geimferðir eftir Gísla Hall- dórsson, verkfræðing, sem birtist í 24. tbl. Lesbókar féll niður jafna, sem gefur hiutfallið milli tímans, sem líður í gos- flaug og samsvarandi jarðartíma. í jöfnu þessari er: Tg = gosflaugartíminn Tj = jarðtíminn Ve = hraði gosflauga í km á sek. VI = hraði ljóssins í km/sek. Jafnan lítur þá þannig út: Tg Ve2 ---- = ( 1------) Tj VI2 . <*-*ublað 1963 — LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.