Lesbók Morgunblaðsins - 29.09.1963, Page 7

Lesbók Morgunblaðsins - 29.09.1963, Page 7
 Itumiar LESBÓK MORGUNBLAÐSINS '/ Hrafnarnir við vindubúrna. „Við fengum bara teikninguna . . . Á LLFLJÓTSVATMI — Það er svo margt að mað- ur getur ekkert sagt um það, eiginlega er allt jafnskemmti- legt. — Lært mikið hér? — Já, t. d. byggðum við Lyftubrú, fengum teikningu og efni og svo var skipt verkum í flokknum. — Er samstarfið gott? — Já, það hefur verið mjög gott samstarf í flokknum, ann- ars hefði þetta aldrei gengið. — Hvað er minnisstæðast? — Sérstaklega dagurinn í gær, við unnum við að skreyta skálann, búa til lyftubrúna og svo fengum við heimsókn, það er búið að vera dásamlega gam- an og margt sem við höfum lært. — En þegar þið komið heim? — Við förum þá til starfa í okkar sveit og miðlum þar af þeirri þekkingu sem við höfum hlotið hér. — Líta þá ekki þau yngri upp til ykkar? — Það er búizt við miklu meira af okkur, sem ekki er nema von. U tan við einn skálann eru nokkrir piltar að æfa línukast en úti á vatni bisa Strútarnir við að draga flekann sinn á móti veðrinu. Gammarnir eru að rífa „líkið“ eins og þeir kalla nú brotna turninn sinn. Ætlunin er að spjalla við einn detta niður, en voru áður búnií að skera sig og flikka sig til. Það var uppi fótur og fit og þeir bornir inn á börum, þetta leit út sem slys. Mannskapurinn var hálfsvekktur að ekkert skyldi vera, þó okkur grunaði það sum, varð að meðhöndla þá sem stórslasaða. Annars er alltaf eitthvað að ske hér á Úlfljóts- vatni. — Eru margir skátar á Eyr- arbakka? — Ja, þetta er lítið pláss, skátafélagið var endurreist í fyrrahaust og það er nú mikill áhugi. — Eruð þið mörg þaðan? — Við erum fjögur. — Bítur ekki veðrið á ykkur? — Ja, við blotnuðum illa í gær, rennandi blautir allir, það var svo mikil rigning að úti- lokað var að kveikja á kyndl- unum vegna bleytu, það kvikn- aði aðeins á fjórum. — En skapið þá? — Ágætt eins og venjulega, skátar eru alltaf í góðu skapi hvort sem rignir eða hvað. — En samstarfið hjá ykkur? — Samheldni er mikil, við kynnumst nýjum félögum, skát- um, alltaf glaðværð, allir reyna að hjálpast að, yfirleitt mjög góður andi. En eru þá ekki leikirnir stund um ærslafengnir? — Það skilja kannske ekki allir kæti okkar og leiki og við t^ÉR á Úlfljótsvatni er allt súrrað, hlið, girðingar, brýr og turnar, allt gert úr grönnum trjáspírum og köðlum. En til- veran snýst um fleira en snæri og ég spyr Ingólf Ármannsson hvað hér sé um að vera. — Flokksforingjanámskeið íyrir 14—16 ára skáta. — Hafa þeir allir starfað lengi? — Mismunandi, S—4 ár t. d., þetta eru yngstu foringjarnir sem stjórna þeim sem eru jafn- aldra og aðeins yngri. — En hver eru svo verkefn- in? — Eingöngu þjálfun, nálega eingöngu verklegt. Þau eru hér í viku og fá ýmis verkefni úr skátaprófum o. f 1., til að þau geti svo leiðbeint hinum. — Nokkur próf héðan? — Nei, en þau fá skírteini um þátttöku, aðeins staðfesting um að þau hafi verið hér. — Er ákveðin dagskrá? — Já, fastir dagskrárliðir eru nokkrir, t. d. fara kokkar á fæt- ur kl. 7 og kl. 8 er blásið signal og fara þá allir á fætur. Kl. 9.45 er skoðun og athugun á um- gengni og gefin stig, kl. 10 er fánahylling og síðan ýmsir liðir íram að matarhléi. Kl. 15 eru aftur ýmsir liðir fram að kvöid- verði en kl. 21—22 eru kvöld- vökur, varðeldar o. fl. — Og árangurinn? — Árangurinn af þessu kem- ur í ljós næsta ár, en af fyrri námskeiðum er yfirleitt góður árangur. Við leggjum auðvitað mikla áherzlu á að þau sem koma á námskeiðin starfi sem foringjar næsta ár. — Hver eru einkenni svona námskeiðs? — Það sem fyrst og fremst er einkennandi er að mikið starf er unnið á stuttum tima og til þess þarf góða samvinnu í hverjum flokki, að allir vinni og verkaskipting sé góð. Þetta lýsir sér í kjörorði þessa námskeiðs, sem er „Það er ekkert ómögu- legt“. Það sem er erfitt gerum við strax, en það sem er ómögu legt tekur aðeins lengri tíma. — Hvað eru margir á nám- skeiðinu? — Það eru um 50, þrír drengjaflokkar, Hrafnar, Gamm ar og Strútar og fjórir stúlkna- flokkar, Hænur, Háfuglar, Rjúp ur og Súlur Það er vandi að sjá fótum sín um forráff, þeirra, en það gengur seint, því að þeim gengur illa að finna út hver sé mesti kjaftaskurinn í flokknum. Að lokum verður þó Björn Magnússon að hlíta þeim dómi, en það er nú kann- ske bara af því að hann er frá Eyrarbakka. — Lært mikið hér, Björn? — Já, já, alltaf að læra. — Og hvað finnst þér skemmtilegast? — Það er nú svo margt, t. d. áðan þegar tveir þóttust vera slasaðir. Sem sagt, þeir tveir fóru yfir apabrúna, sem stelp- urnar gerðu, og þóttust láta sig viljum kannske ráða okkur sjálf meira en við getum, en þetta blessast allt, en það þarf alltaf eitthvað að vera að ger- ast. Já, það er alltaf eitthvað að gerast, hér eru drengir og stúlk- ur á leið til manndóms, skin og skúrir skiptast á og þótt rigni úti er birta og gleði hið innra. Enn ein demban skellur á, nokkrar stúlkur slá hring, hoppa og syngja, piltur ekur hjólbörum fullum af spirubút- um úr vindubrúnni sem Hrafn- arnir eru að rífa, en ég ek einn út í rigninguna. KrLstín ferðast í lyftubrúnni. „Það er svo gaman“. — Við erum 9, fyrst og fremst vanir foringjar og þeir sem þurfa þjálfun, við er- um tvö deildarforingjar, Hrefna Hjálmarsdóttir og ég, við skipuleggjum og stjórnum starfinu en aðstoðarforingjarnir sjá um sjálft starfið. — Hváðan eru svo þessir skátar? — Fyrst og fremst frá Suð- vesturlandi, en nú er einnig hliðstætt námskeið fyrir Norð- lendinga í Vaglaskógi og eru þar um 30 þátttakendur. — En hvað um allar þessar súrringar hér? — Það er lögð áherzla á frumbyggjastörf í sumar, því að nú lýkur ferðaárinu og frum- byggjaárið hefst 2. nóv., svo er- um við með ýmsa tómstunda- iðju, t. d. grasa-, blóma- og steinasöfnún, tökum mót og afsteypur af dýrasporum o. fl. — En leikir? — Það eru kvöldvökur og varðeldar, leitað að földum fjár sjóði, farið í næturleiki og svo auðvitað sungið í gærkvöldi var heimboð flokkanna, foreldrar komu í heimsókn og fóru þá skátarnir í gervi ýmissa þjóða eins og t. d. eskimóa og indí- ána. En það er kallað á Ingólf og ég geng um í rigningunm og skoða. Stúlkurnar virðast kunna að taka til hendinni, einn flokk- urinn hefur gert girðingu og hlið við skálann, aðrir gert lyftubrú með því að byggja tvo turna og strengja kaðal á milli þeirra yfir læk og fest „stól“ í allt saman, þannig að draga megi farþega yfir lækinn. Svo er það apabrúin sem er geysi- vinsæl en dálítið vandgengin kaðalbrú. Drengirnir hafa aftur á móti byggt vindubrú yfir ána, haglegan fleka sem hægt er að sigla á vatninu og ber allan flokkinn sem vann að smiðinni, og geysimikinn turn, en hann brotnaði og féll í óveðrinu í nótt, en þá rigndi líka 40 mm hér, svo að veðrið í dag, þó blautt sé og hvasst, er hrein hátíð miðað við það. En þrátt fyrir veðrið er allt í fullu fjöri. Samt líður brátt að lokum þessa námskeiðs og nú á að rífa allt sem upp var byggt. Ég fæ eina ljósihærða skátastúlku til að taka sér frí stutta stund og spjalla við mig, hún er frá Reykjavík og heitir Sigríður Jó- hannsdóttir, og þó hún sé ekk- ert voðalega há, er hún í flokki sem heitir Háfuglar. — Hefurðu verið skáti lengi? — í þrjú ár. — Og dvölin hér? — Mér líkar mjög vel hér. — Hvað er skemmtilegast? 27. tölublað 1963

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.