Lesbók Morgunblaðsins - 29.09.1963, Síða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 29.09.1963, Síða 8
Tortryggnir tollarar. Klofinn persónuleiki. og hjálpar hjá honum. Erfiður Qg ó- þægilegur í umgengni. Þessi bók er rituð af mikilli aðdáun á afrekum hans, en ekki að sama skapi á framkomu hans. Og ekki hvað sízt er hún rituð, sögunnar vegna, til þess að lýsa rétt hlutfallinu milli björtu hlið- anna og þeirra svörtu, og til þess að fá réttan dóm yfir konunni — móður höfundar — sem reyndi í tuttugu ár að búa þessum óstöðuga hugvitsmanni og iistamanni heimili. Loksins varð hún að gefast upp og gifta sig aftur. Það gerði Marconi líka — maðurinn, sem gat þessa stundina verið kátur með glöðum börn- um sínum og svo gleymt í næsta andar- taki, að hann hafði farið með yngstu dóttur sína, henni til skemmtunar, nið- ui að sjó, en það hafði næstum orðið henni að bana, þegar hún reyndi að synda út í skemmtiskipið hans, en var þó bjargað á síðustu stundu. Þegar ráðuneyti pósts og síma, sem Marconi hafði sent uppfinningu sína, vildi ekki sinna henni, ákvað hann og móðir hans að fara sjálfviljug í útlegð til Bretlands, þaðan sem hún var upp- runnin og átti svo margt frændfólk. Þetta var árið 1896. Ekki byrjaði vel hjá þeim. Brezka tollheimtan — sem margir kannast nægi- lega vel við, til þess að trúa sögunni — tætti sundur farangur hans og reif meðal annars uppfinningu hans alla sundur. Hafði kannski ekki Viktoríu drottningu nýlega verið sýnt banatilræði? Var ekki forseti Bandaríkjanna myrtur, árið 1865? Hafði kannski ekki stjórnleysingi kálað Carnot Frakklandsforseta árið 1894? Það gat sitthvað verið falið í kössum hjá þessum unga ítala! En Marconi tókst nú samt að koma símaáhaldinu sínu saman aftur og í London hlaut hann fljótlega viðurkenn- ingu, og þar eignaðist hann líka ein- hvern bezta samverkamann sinn, George Kemp, sem hafði staðið uppi á svölum og fylgst með athöfnum hans af mikilli forvitni, þegar hann var að setja upp loftnet á þakinú á byggingu póstmála- stjórnarinnnar. „Hvað eruð þér að gera þarna?“ spurði hann, og Marconi svar- aði: „Komið þér bara og lítið á það“. Það gerði Kemp, og frá þeim degi árið 1896 og til andláts Marconis, var hann helzti samverkamaður hans. Marconi var ekki nema 22 ára, þegar hann stofnaði félag um uppfinningu sína Frá þessu ævintýri er sagt í bókinni, Marconi, faðir minn (útg. Frederick Mull er, London), en höfundurinn er Degna Marconi og tryggur hjálparmaður hans, Kemp. Atriðið er úr fyrstu kvik- myndinni sem gerð var um þráðlausa símann árið 1901. Eftir Eigil Steinmetz 17* ina nótt, síðla sumars, árið J 1894, þaut ungur maður, tæplega tvítugur, gegn um þögult og dimmt húsið, Villa Grifoni, nálægt Pontecchio. Með logandi kerti í Marconi dóttir hans af fyrra hjónabandi, íædd þrettán árum eftir þessa sögulegu uppfinningu, sem átti eftir að gjörbylta fjarskiptunum í heiminum. En þetta ævintýri átti sér ýmsar skuggahliðar. Marconi varð tveggja alda maður og átti sér tvö lönd, fyrst og fremst Ítalíu, sem í fyrstunni vildi ekki sinna uppfinningu hans, og svo Bret- land, þar sem hann hlaut viðurkenningu maðurinn sem fann upp þráðlausa símann. hendinni vakti hann móður sína og hún reis á fætur, hálfvöknuð og x'ingluð, og elti hann upp dimma stig ana, upp í súðarkompurnar tvær, sem höfðu undanfarna þrjá mánuði verið einskonar tilraunastofa unga mannsins. Öll fjölskyldan — harðstjórinn, faðir hans, sem -var ítalskur, skáld- lega sinnuð móðir hans,, sem var írsk, hinn dáði eldri bróðir Alfonso og hálfbróðir hans Luigi, og allur fjöldinn af írskum og ítölskum frændum og frænkum — allt þetta fólk vissi, að þarna uppi á loftinu var eitthvað dularfullt að gerast. En þessa nótt, árið 1894, var ungi mað- urinn í engum vafa um, hvern hann vildi hafa hjá sér — það var móðir hans, sem var honum svo mikils virði. Þegar þau voru komin upp í komp- una, laut ungi maðurinn yfir símritun- arlykil, en móðir hans horfði á — enn hálfsofandi. Hann ýtti varlega með ein- um fingri á lykilinn, og lengst úti í horni á kompunni heyrðist greinilegt hljóð. Bjalla hringdi. Milli lykilsins und- ir fingri hans og bjöllunnar var ekkert nema loftið tómt. Þannig hófst ævintýri þráðlausa sím- ans. Og þannig ævintýrið um Guglielmo Marconi. á ungum — kannski of ungum — aldri. Og tvö voru hjónaböndin hjá honum, sem leiddu það í ljós, að þrátt fyrir þau var hann engri giftur nema áhuga- máli sínu. Tveir voru einnig heimarnir: fyrst og fremst viðskiptaheimurinn, þar sem hann sjálfur taldi sig vera utan- garna, og hafði aldrei það upp úr, sem hann verðskuldaði, og svo hins vegar vísindaheimurinn, þar sem hann leitaði fullnægingar og oft hælis. Marconi skildi við fyrri konu sína — móður bókarhöfundar — þegar sú síðar- nefnda var aðeins sextán ára að aldri. Kann var klofinn persónuleiki; einþykk- ur meðal hinna kátu. en yfirborðslegur glanni meðal hinna, sem leituðu alvöru Gugliemo Marconi — Fyrri kona Marconis, Beatrice O’Brieit — sem barðist vonlausri baráttu við skugga frægðarinnar. — gjörsamlega reynslulaus á því sviði og lá í eilífum erjum við önnur öflugri félög. Þrátt fyrir sigurgöngu uppfinn- inga sinna, var hann oftast á barmi gjald þrots — eða réttara sagt „langt íyrir neðan núllið". Maður með skammbyssu. í lok fyrri aldar komst á þráðlaust símasamband yfir Ermarsund og á fyrstu árum aldarinnar komust morsemerkin á öldum Ijósvakans frá Evrópu til Banda ríkjanna. Marconi var hylltur, en engu að síður var hann stundum talinn villu- trúarmaður. Og fyrir kom að hann og samverkamenn hans voru í beinni lífs- liættu. Þegar einn þeirra, Bradfield að nafni, var á verði í símaherberginu í Wimereux í Frakklandi, kom þar æðisgenginn maður vaðandi inn, með skammbyssu í hendi, sem hann skók, ógnandi. Hann lét þess getið, að „bylgjur Marconis yllu honum óþolandi innvortis kvala“. En Bradfield tók manninum, kaldur og rólegur, eins og Breta sæmdi. Hann sagði sem svo, að maðurinn væri ekki sá fyrsti, sem kvartaði um þetta sama, en heppinn væri hann að vera kominn til eina mannsins, sem gæti læknað hann. Ef hann vildi nú bara fjarlægja alla málmhluti úr klæðnaði sínum — að skammbyssunni meðtalinni — skyldi hann losna við öll áhrif frá „bylgjun- um“ á svipstundu, og fyrir fullt og allt. Maðurinn gekk að þessu, lagði frá sér skammbyssuna, tæmdi vasa sína að peningum og öðru, sem þar var, og síðan hleypti Bradfield í hann sterkum straumi, sem snöggvast. Svo hvarf mað- urinn, hæst ánægður með lækninguna, og sást ekki framar. HRYGGBROT I lífi Marconis skiptust á sigrar og sorg, hamingja og óhamingja, í sífellu. Skömmu eftir að hann árið 1904 og í fylgd með foreldrum sínum fór í sigur- göngu til Rómar, sem nú vildi gera hann að heiðursborgara — dó faðir hans, en það var bein afleiðing a£ ilungnabólgu, sem hann hafði fengið við hátíðahöldin. Marconi var þá flækt- ur í fjármálaerfiðleika, sem fyrirtæki hans átti jafnan í, og gat ekki komizt til Ítalíu, til að vera við jarðarförina — en einmitt á þessum sorgar- og erfið- leikatíma varð hann ástfanginn — hann, sem hingað til hafði aldrei haft tíma eða tóm til neins slíks! Og þetta var snögg og áköf ást! Þetta gerðist síðsumars 1904 og sú útvalda var nítján ára stúlka, Beatrice Q’Brien, dóttir 13. 8 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 27. tölublaS 1963

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.