Lesbók Morgunblaðsins - 28.06.1964, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 28.06.1964, Blaðsíða 1
✓ kunnugum marani, sem kæmi til Englands og spyrði þarlendan mánn, hvar heyra mætti fegurst talaða enska tungu, myndi sennilega ráðlagt að gera eitt af þrennu:. fara í kirkju og hlýða á prédikun, bregða sér í leikhús eða hlusta á þuli eða fyrir- lesara brezka útvarpsins. Sá, sem hefur sæmilega kunn- áttu í enskri tungu, getur á auga- bragði heyrt á máli Englendings, hvort hann hefir hlotið skóla- menntun eða ekki. Framburður málsins segir til um það. Þetta stafar vitanlega af því, aö hver menntaður maður ber svo mikla virðingu fyrir móðurmáli sínu, að hann leggur rækt við framburð þess, enda yrði hann sér fljót- lega til athlægis ella. Þetta finnst hverjum Englendingi svo sjálfsagt, að honum kemur ekki í hug að ræða það. Sjálfsagður skilningur á þessu ríkir vitanlega einnig hjá stjórn kennslumála og kennarastéttinni; enda finnst sá menntaskóli ekki í öllu landinu, þar sem framsögn er ekki tekin alvar- lega sem sjálfsagður hluti af námi nemenda. Þetta gildir vitanlega um allar þjóðir, sem kenna sig við menningu. E rlendum vini íslenzkrar menn- ingar brygði alvariega í brún og ætti vafalaust erfitt með að trúa því, væri honum sagt, að fagur framburður ís- lenzkrar tungu væri ekki kenndur í ein- um einasta skóla íslands; að þar væri einungis lögð áherzla á ritað mál. Það er engu likara en við íslendingar höldum, að íslenzk tunga sé einungis rit- málið. En eins og orðið „tunga“ ber með eér er vitanlega ekki síður átt við talað mál en ritað. Við eigum ágæta málfræðinga og mál- visindamenn, sem hafa ritað talsvert um íslenzku frá ýmsum sjónarmiðum; en í'iæstum alit er það helgað rituðu máli. 1 skólum eru réttiiega gerðar til okkar strangar kröfur um kunnáttu í íslenzkri R. Kvaran málfræði, bragfræði, setningafræði o.s. frv., og er vitanlega ekki annað en gott um það að segja. Ég hef gengið hina venjulegu menntabraut gegnum barna- skóla, menntaskóla og háskóla, en aldrei minnist ég þess þó að hafa orðið var við, að íslenzku-kennari skipti sér af framburði nemenda á máli þjóðar- innar. íslenzk skáld hafa í fögrum ljóð- um vegsamað móðurmálið, og með réttu. Við erum af skiljanlegum ástæðum hreykin af því að hafa getað varðveitt hina fornu tungu Norðurlandaþjóðá. En nú vill svo undarlega til, að þessi ást okk-ar á tungunni virðist einungis ná til ritaðs máls, a.m.k. ef dæma má eftir því virðingarleysi, sem hingað til hefur verið sýnt töluðu máli íslenzku. ,]\íér er ekki kunnugt um, hvað kann að hafa verið skrifað og skrafað um íslenzkan framburð fyrr á öldum, en ekki er mér grunlaust um, að það sé sáralítið. Á þessari öld má segja, að hljótt hafi verið um þetta mál frá því Guðmundur heitinn Björnsson, land- læknir, skrifaði merka grein í Skólablað ið árið 1912, sem hann nefndi Réttritun- arheimska og framburðarforsmán, og þangað til dr. Björn Guðfinnsson hóf háskólafyrirlestur sinn um framburð og stafsetningu haustið 1946. Skylt er þó að geta þess, að nokkrir merkir menn studdu málstað Guðmundar landlæknis og skýrðu frá, sjónarmiðum sínum í þeim efnum. Má nefna til dæmis grein Heiga Hjörvars í XII árgangi Skóla- blaðsins um framburðarkennslu og hljómbætur, og grein Jóhannesar L. L. Jóhannessonar í sama blaði um þetta efni. Þá hafði Þorsteinn Gíslason, skáld, áður einnig skrifað mjög vinsamlega grein stílaða til Guðmundar landlæknis um þetta mál. Að vísu má segja, að grein Guðmund- ar hafi aðallega fjallað um stafsetningu, en þar er þó að finna þessi athyglis- verðu órð um framburð á íslenzku: „Ég fæ ekki betur séð, en það væri ofurhægt, að semja nákvæmar fram- burðarreglur og laga og fegra fram- burðinn að mikium mun; þessi reglu- bundni, fagri framburður ætti að vera sparibúningur málsins; þannig ætti að kenna málið í öllum skólum og þannig ættu allir menntaðir menn að tala það. — Réttmæli er undir- staða réttritunar“. Þessi orð hins gáfaða landlæknis eru enn í fullu gildi. Vert er að vekja at- hygli á síðustu setningunni: „Réttmæli er undirstaða réttritunar“, Við þurfum Eftir Ævar ekki að leita. lengi til þess að finna rök- stuðning fyrir þessari skoðun; hver hef- ur ekki einhvern tíma fengið bréf þar sem auðveldlega má lesa úr rithættin- um framburðargalla höfundar, svo sem fiámæli, linmæli o.s.frv. Sé því skoðun Guðmundar Björns-1 sonar rétt, að réttmæli sé undirstaða réttritunar, liggur í augum uppi, hve réttur og fagur framburður móðurmáls- íns er nauðsynlegur hverjum manni. í sambandi við vaknandi áhuga á fögr um framburði móðurmálsins er skylt að minnast hér sjóðsstofnunar Helga Hjörv ars og konu hans til minningar um son þeirra, Daða, en tilgangur þess sjóðs er að verðlauna fegurst talað mál í útvarp, að mér skilst. ótt þeim, sem kenna íslenzku í skólum okkar, ætti ekki að verða skota- skuld úr því að leiðrétta meinlegustu villur í framburði nemenda, ber hins að minnast, að hér á landi hefur engin samræming íslenzks framburðar enn átt sér stað. Má reyndar segja, að hún hafi ekki verið framkvæmanleg, sökum skorts á nauðsynlegum undirbúningi. Einn kennari notar þennan framburð, annar hinn, og fer það venjulega eftir því, hvaðan menn eru ættaðir af land- inu; og sama máli gegnir vitanlega um okkur leikara, presta, þingmenn, út- varpsþuli og aðra þá, er skilyrði hafa til að móta framburð öðrum fremur. Það er satt að segja ekki vandalaust fyrir erlendan stúdent, sem kemur hing að til íslands til þess að læra að tala málið. Af kennslubókum í íslenzku fyrir útlendinga er tæplega um annað að ræða en bók dr. Stefáns Einarssonar annars vegar og hins vegar bók Sigfúsar Blöndals, bókavarðar. En guð hjálpi þeim stúdenti, sem ætlar að notfæra sér báðar bækurnar, því þá Stefán og Sig- íús greinir á um aðalatriði þessa máls. Hefur hvor sinn framburð. Er þetta gott dæmi um ósamræmið og óreiðuna, sem ríkir í þessum efnum á íslandi. eim sem hafa haft eðlilegar áhyggjur af þessu ófremdarástandi tung unnar var því óblandið gleðiefni, þegar dr. Björn Guðfinnsson hóf rannsóknir sínar á íslenzkum framburði. En upphaf þess máls var það, að á haustþinginu 1939 hafði verið^áætlað nokkurt fé á íjárhagsáætlun Ríkisútvarpsins „til mál fegrunar eftir fyrirmælum kennslumála- stjórnarinnar“, eins og komizt var að orði. Var þetta í fyrsta’ sinn, sem fé var veitt til mállýzkurannsókna á ís- landi. Tveim árum síðar, eða 1941, eftir að rannsóknir voru hafnar, kom í Ijós, að frekari fjárveitingar væri þörf, en þá- verandi forsætisráðherra, Hermann Jón- asson, sem einnig fór með kennslumálin, hljóp þá undir bagga og veitti aukinn styrk til greiðslu ferðakostnaðar við mál iýzkurannsóknirnar, og árið 1946 kom svo út fyrsta bindi dr. Björns um mál- lýzkur, þar sem saman voru teknar nið- urstöðurnar af rannsóknum hans. Má segja, að rit þetta hafi ekki verið byggt á sandi, því dr. Björn og aðstoð- armenn hans rannsökuðu framburð um það bil 10.000 manna, víðs vegar um land, og var framburður hvers hljóð- hafa skráður á sérstakt spjald. Dr. Björn hugsaði sér þetta fyrsta bindi af tveim eða þrem, en hanri var lengst af heilsuveill maður og lézt fyrir aldur íram, áður en hann fengi lokið þessu mikla menningarstarfi. Var það stór- skaði þessu merka máli, er hann féll frá, því hann hafði sterkan áhuga á sam ræmingu íslenzks framburðar og var manna bezt til þess fallinn að stjórna hinum umfangsmiklu og tímafreku rann sóknum, sem nauðsynlegar eru til undir búnings þess, að við eignumst skyn- samlegan og fagran fyrirmyndarfram- burð á íslenzku. C IL L7 kal nú aðeins drepið á það, hvernig dr. Björn Guðfinnsson sneri sér Framhald á bls, 12

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.